Morgunblaðið - 11.08.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.08.1961, Blaðsíða 18
18 M O RGV /V B L 4 f) 1 h Fostudagur 11. ágúst 1961 \ jr Bezfu afrek islendinga í frjálsum íþrótfum í ár AFREKASKRÁ íslands í frjáls- um íþróttum 1961, pr. 1. ágúst. — Saman hefur tekið Jóhannes Sölvason. 100 m hlaup: Sek. Valbjörn Þorláksson, ÍR, 10,9 Ólafur Unnsteinsson, HSK, 11,1 200 m hlaup: Sek. Valbjörn Þorlákson, ÍR, 22,8 Grétar Þorsteinsson, Á, 22,9 400 m hlaup: Sek. Grétar Þorsteinsson, Á, 50,4 Hörður Haraldsson, Á, 50,5 800 m hlaup: Mín. Svavar Markússon, KR, 1:57,7 Kristl. Guðbjörnsson, KR, 2:01,8 1500 m hlaup: Mín. Kristl. Guðbjömsson, KR, 3:54,6 Svavar Markússon, KR, 4:01,8 3000 m hlaup: Mín. KristL Guðbjörnsson, KR, 8:48,9 H. Engilbertss., UMSB, 8:52,2 5000 m hlaup: Mín. Kristl. Guðbjörnss., KR, 14:58,0 H. Engilbertss., UMSB, 15:24,0 10000 m hlaup: Mín. H. Engilbertss., UMSB, 32:01,4 (Fleiri hafa ekki keppt) 110 m grindahlaup: Sek. Pétur Rögnvaldsson, KR, 14,6 Björgvin Hólm, lR, - 15,3 400 m grindahlaup: Sek. Sigurður Björnsson, KR, 56,8 Hörður Haraldson, Á, 59,2 3000 m hindrunarhlaup: Mín. Kristk Guðbjömsson, KR, 9:06,6 Agnar Leví, KR, 9:56,8 Stangarstökk: M. Valbjörn Þorláksson, IR, 4,50 Heiðar Georgsson, UMFN, 3,86 Langstökk: M. Vilhjálmur Einarsson, ÍR, 7,29 Einar Frímannsson, KR, 6,98 Þrístökk: M. Vilhjálmur Einarsson, ÍR, 15,57 Þórður. Indriðason, HSH, 14,26 Hástökk: M. Jón Þ. Ólafsson, ÍR, 2,03 Jón Pétursson, KR, 1,96 Kúluvarp: M. Guðm. Hermannsson, KR, 15,74 Gunnar Huseby, KR, 15,41 m ^ ■ Kristleifur Jón Þ. Ólafsson Fram vanii 4:1 FRAM og Hafnarfjörður léku í gærkvöldi í I. deildarkeppninni og lauk leiknum með fyllilega verðskulduðum sigri Fram, 4:1. í hálfleik stóðu leikar 1:0 fyrir Fram. Mörkin skoruðu Baldvin Bald vinsson, nýr miðherji Fram, 3, Grétar Sigurðsson 1 og Henn- ing Þorvaldsson 1 úr vítaspyrnu fyrir Hafnfirðinga. Hafnfirðingar eru þar með „taldir út“ sem I. deildarlið og munu leika í II. deild að ári. fKringlukast: M. Þorsteinn Löve, ÍR, 51,08 Hallgrímur Jónsson, Á, 48,68 Spjótkast: . M. Ingvar Hallsteinsson, FH, 65,29 Valbjörn Þorláksson, ÍR, 63,18 Sleggjukast: M. Þórður Sigurðsson, KR, 51,51 Jóhannes Sæmundss., KR, 50,53 Guðmundur nr. 5 Ágústa nr. 7 EKKI HAFA enn borizt ná- kvæmar fregnir af Norður- landamótinu í sundi sem hald ið var í Halmstad í Svíþjóð. Á mótinu hafa náðst frábærir ár angrar m.a. verið sett Evrópu met í 100 m skriðsundi karla. Setti það met Svíinn Per Ola Lindberg 55.2. Bætti hann fyrra Evrópumetið um 2/10 en sitt eigið sænska met um 9/10 úr sek. Árangur hans er frá- bær en reyndar táknrænn fyr ir hversu mjög sundíþrótt á Norðurlöndum hefur fleygt fram síðustu árin. ísland átti tvo keppendiur á mótinu. Voru það þau Ágústa Þorsteinsdóttir og Guðmundur Gislason. Fyrri dag mótsins — á þriðjudaginn kepptu þau bæði í sínum aukagreinum. Guðmundiur varð þá 5. í 200 m baksundi á 2 mín. 35.9 sek, sem er góður árangur hjá hon um. Ágústa varð 7. í 400 m skrið sundi kvenna á 5.35.4 mín. Það er bezti árangur sem hún hef ur náð í 50 m laug. Met henn ar er 5.34.6 mín sett í 25 m laug. í fyrradag kepptu þau í sín- um aðalgreinium .Guðmund- ur í 100 m skriðsundi, og Ágústa I 100 m skriðsundi kvenna. Hvorugt þeirra varð meðal þriggja fyrstu í grein- unum en um röð þeirra var blaðinu ekki kunnugt í gær- kvöldi. Valbjöm Akranes vann KR 3:1 KR og Akranes léku sinn fyrri leik í 1. deildar mótinu á Akranesi í gær. Akranes ’sigraði með 3 :1. Leikurinn var afar spemiandi og voru. um 1000 manns frá Reykjavík meðal áhorfenda. Ingvar skoraði 2 mörk Akurnesinga, en Jóhannes Þórðarson 1. Gunnar Felixson skoraði mark KR. Knattspyrnumenn óska „flutnings" TVEIR af leikmönnum Wolver- hampton hafa krafizt að vera seldir, það eru Eddie Clamp og Gerry Mannion. Clamp lék sinn fyrsta leik fyrir Wolverhamton árið 1954 og hefur einnig leikið í enska landsliðinu. Mannion, einn af yngri og efnilegri leik- mönnum í Énglandi, vakti mikla athygli á síðasta keppnistímabili. Hann hefur leikið í unglingalands liðinu. — Mikið hefur verið rætt og skrifað um, hvað Chelsea muni gera við þau 85 þús. pund, er félagið fékk er Greaves var seldur til Ítalíu. Nú hefur frétzt að Chelsea hafi hug á að kaupa Phil Woosnam frá West-Ham. Woosnam hefur enn ekki gengið að þeim kjörum sem West-Ham hefur boðið. Stanley Matthews, (46 ára), hefur í sumar verið í Kanada og leikið með liðum þar. För þessi var að sjálfsögðu farin með vilja félags hans, Blackpool. Nýlega fór hann fram á að þurfa ekki að koma heim' fyrr en 23. ágúst þ. e. fjórum dögum eftir að keppnistímabilið hefst. Ástæð- an fyrir þessari beiðni var sú, að félag það er hann leikur með, á að keppa við Real Madrid um 20. ágúst. Blackpool neitaði þess- ari beiðni og fyrirskipaði Matt- hews að koma strax heim. — Mörg af beztu félögum Englands keppast um að bjóða í 2 leik- menn frá félaginu Third Lanark í Skotlandi. Leikmennirnar, sem báðir eru framherjar heita Dave Hilley og Alex Harley. Félögin, sem helst berjast um þessa spil- ara eru Newcastle, Tottenham, Arsenal og Aston Villa. — Luton hefur keypt miðvörðinn) Ronnie Cope frá Manchester United, fyr- ir 10 þús. pund og reikna einnig með að kaupa innherjann Bryan Orritt frá Birmingham. Nýlega er lokið sumarkeppn- inni í New York. 12 lið tóku þátt í keppni þessari og í úrslit kom- ust Dukla, Tékkólsóvakíu og Everton, Englandi. í úrslitum voru leiknir 2 leikir og sigraði Dukla í þeim báðum. Þann fyrri með 7—2, en þann síðari 2—0. Juri og Hermann LONDON, 9. ágúst. (Reuter) — Tass fréttastofan skýrði frá því síðdegis í dag, að samyrkjuthjón ein í Uzbekistan, Pulat og Ruzi Zairov hafi skírt nýfædda tví- bura sína Juri og Hermann í höf uð geimfaranna. — Langhelle Framh. af bls, 11. síðustu ára. Hjálpin ætti ekki að vera í höndum Atlantshafsbanda .lagsins sjálfs, því mörg hinna nýju ríkja væru tortryggin í garð þess, en NATO-ríkin væru þess- megnugri en nokkur önnur ríki að rétta hjálparhönd, og þau ættu að gera það fyrir milli- göngu Sameinuðu þjóðanna. í Samhljóðan við stofnskrá S.Þ. í þessu sambandi sagði Lang- helle að Atlantshafsbandalagið væri í fullri samhljóðan við Stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og sáttmáli þess hæfist á skír- skotun til hennar. Hann kvað Sameinuðu þjóðirnar hafa gegnt mjög mikilvægu hlutverki á síð ustu árum, og vegur þeirra mundi enn vaxa. fsland hefði verið 53. ríkið sem gerðist aðili Samein- uðu þjóðanna, en nú væru aðild- arríkin orðin 99 talsins. Þessi mikla aukning skapar ný viðhorf og ný vandamál, sagði Langhelle, og stuðningur við þessi alþjóða- samtök er okkur öllum lífsnauð- syn. Baráttunni linnir ekki Langhelle kvað það erfitt og vanþakklátt verk að gerast spá- maður um þróunina í Sovétríkj- unum. Sá hlutur væri vís, að með þekkingu sinni á afleiðingum kjarnorkustyrjaldar hefðu Rúss- ar snúizt til trúar á óbreytt á- stand — status quo, en einungis í landfræðilegum skilningi. Þeir væru eftir sem áður staðráðnir í að berjast um vöidin á öðrum sviðum. Krúsjeff hefði lýst yfir því, að baráttunni milli hinna tveggja efnahagskerfa yrði hald ið áfram með öllum ráðum öðr- um en styrjöld. Þessi barátta yrði látlaust háð í öllum löndum. Þessi nýju viðhorf Rússa hlytu að breyta afstöðu okkar. sagði Langhelle. Hingað til hefðum við lagt allt kapp á að koma í veg fyrir styrjöld, en nú yrðum við að koma til móts við andstæð- inginn á öllum sviðum, Ný verkefnl Langhelle benti á að Atlants- hafsbandalagið væri ekki ein- vörðungu hemaðarbandalag, og nú væri kominn tími til að leggja meiri áherzlu á 2. grein sáttmál- ans, en hann fjallar um efnahags legt, menningarlegt og pólitískt samstarf aðildarríkjanna. Kjör- orðin hér væru jafnvægi. velferð og efnahagssamvinna. Hann benti á hina síauknu efnahags- samvinnu NATO-ríkjanna á síð- ustu árum, en kvað ekki rétt að Atlantshafsbandalagið hefði beina stjórn hennar á hendi. held ur væru vandamálin rædd og krufin og kraftarnir samstillitir á fundum bandalagsins. Hanrv vék nokkuð að þróuninni í efna- hagsbandalögunum í Evrópu og hinni nýju Efnahagssamvinnu- stefnun sem nær einnig til Banda. ríkjanna og Kanada. Þetta mundi smám saman leiða til mjög náins sambands allra ríkja í Vestur-Evrópu, þó Finnland og Austurríki hefðu nokkra sérstöðu sökum hlutleysissamninga sinna við Rússa, og Svíþjóð og Sviss hefðu einnig ýmsa sérhagsmuni. ,,Atlantshafssamfélag“ væri tak- markið með þessari viðleitni. en þróunin yrði hægfara, því mörg ríki héldu fast við hið hefð- bundna fullveldi (suverenitet). Skilningur manna á þessu hug- taki yrði og hlyti að breytast. Heimurinn væri í stöðugri breyt- ingu, og hún vær örari nú en nokkru sinni fyrr í sögunni. Ef vestrænar þjóðir vildu fylgjast með tímanum og þróuninni yrðu þær að laga sig að hinum nýju kringumstæðum. Þær ættu ekki annan kost. Þróunin mundi einn- ig leiða til aukinna áhrifa og mera valds Sameinuðu þjóðanna, og bæri að fagna því. Fyrirlestri Langhelles var vel tekið af stórum hópi áheyrenda, og Pétur Benediktsson þakkaði honu mað lokum fyrir hið snjalla erindi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.