Morgunblaðið - 11.08.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.08.1961, Blaðsíða 19
Föstudagur 11. ágúst 1961 MORGUNBLAÐIÐ 19 Stóru betri — togararnir þegar afli eru fœst SL. þriðjudag kom togarinn Víkingur til Akraness með 477 lestir af karfa af miðunum við Vestur-Grænland, en í næstu ferð á undan hafði hann komið með 464 lestir, eða samanlagt 911 lestir í þessum tveimur veiðiferðum. Skipstjóri á Vík- ingi er Hans Sigurjónsson, sem þangað til sl. haust var með togarann Þormóð goða. I gær áttum við stutt sam- tals við Hans, en hann hélt aftur út á veiðar við Græn- land um miðjan dag eftir að hafa tekið is í Reykjavík. Hann kvaðst halda að heldur lítil veiði væri á Grænlands- miðum, eins og er. Þar væru nú 7 íslenzk skip við veiðar. Hans Sigurjónsson Söngskemmtun Jónssonar Hans sagði, að síðasta veiði- ferð Víkings hefði tekið 17 daga. Þeir hefðu verið lengur og getað tekið meiri afla en liinir togararnir, sem þarna voru, þar eð Víkingur er svo stórt skip. Stóru skipin væru ákaflega dýr í rekstri, en ef afii fengizt, væru þau betri, eins og hefði reynzt í þessu tiifelli. Fiskurinn var mest karfi, aðeins 15—20 lestir af þorski, og var ágætur, er kom- ið var með hann í land. Aðspurður sagði Hans, að óvenju lítill ís hefði verið á fiskislóðunum við Grænland á þessu sumri, hann vissi ekki hvernig væri nær landi. Og tíð væri yfirleitt góð á þeim slóðum nú. er hann heldur utan til áfram- haldandi náms og starfs. — J. Þ. HLUTSKIPTI söngvarans er hafa á sínu viðkvæma hljóðfæri, — Fálka-Muller erfitt, vandasamt og stundum vanþakklátt. Og margt verður hann að neita sér um, sem öðrum er meinlaust Og jafnvel hollt. Nokkurra vikna sumarleyfi, sem öðru fólki er heilsubrunnur og orkugjafi, getur orðið til þess að söngvarinn missi í bili það ná- kvæma vald, sem hann þarf að — Blaoamanna- fundur Frh. af bls. 1 Yesturveldanna sagði Kennedy, •að kæmi í ljós að mikilsvert væri að samræma stefnu Vesturveld- anna í Berlínarmálinu, væri sjálf sagt að halda slíkan fund. 0 Arthur Dean aftur til Genf Kennedy skýrði frá því, að aðal fulltrúi Bandaríkjanna á ráðstefn unni í Genf um bann við kjarn- orkuvopnatilraunum, Arthur Dean, yrði brátt aftur sendur til Genfar, — en Dean hefur um skeið dvalizt í Washington og rætt við ríkisstjórnina. — Dean á að reyna að komast að hinu sanna um hvort Sovétríkjunum er einhver alvara með að reyna að ná samkomulagi um bann við ítilraunum ' með kjarnorkuvopn. Kvað forsetinn líklegt að fljót- lega yrði úr því skorið hvort Igrundvöllur væri fyrir áframhald andi samningaviðræðum. N — Verði svo ekki, verður Dean kallaður heim aftur, sagði forsetinn, og ákvarðanir teknar með hliðsjón af því. • Eftirlitskerfið nauðsynlegt Kennedy skýrði frá því, að hann hefði fengið skýrsiu nefndar þeirrar, er sett var á laggirnar fyrr á árinu, í þeim tilgangi að kanna hvort mögu- legt væri fyrir Sovétríkin að gera tilraunir með kjarnorku- Vopn á laun — án þess að upp um þá komizt. — Megnið af efni þessarar skýrslu er leyndarmál, sagði Kennedy, en svo mikið get ég þó sagt, að verði ekki sam- þykkt það eftirlitskerfi, sem Bandaríkin hafa lagt til, getur ekkert land verið í vissu um, hvort lokað þjóðfélag gerir slíkar tiiraunir eða ekki. Ég vonast til, að Dean fái sann- fært fulltrúa Sovétríkjanna í Genf um, að tillögur Banda ríkjamanna séu nauðsynlegar til þess að minnka hættuna á atómstyrjöld, sagði Kennedy. röddinni. Og þá má hann búast við að verða dæmdur fremur eftir því, sem miður fer en hinu, sem bezt tekst. Magnús Jónsson hefir hvílt sig að undanförnu, og var vel að hvíldinni komirm, því hann hefir að undanförnu leyst af hendi mikil og erfið hlutverk í Konung- lega leikhúsinu í Kaupmanna- höfn. En fyrir bragðið var söngur hans ójafnari Og ónákvæmari en stundum áður. Víða gætti þó mik illa og glæsilegra tilþrifa, bæði í veikum og sterkum söng, og má þar sérstaklega nefna „Gígjuna" eftir Sigfús Einarsson, „Bí, bí og blaka“ eftir Markús Kristjáns son, „Síðasta dansinn“ eftir Karl O. Runólfsson, operuaríurnar, ekki sízt aríuna úr „Tosca“, sem var simgin sem aukalag og loks „Good-bye“ eftir Tosti. Sum þess ara laga voru mjög vel Og eftir- minnilega sungin. Og hafi einhverju verið áfátt um einstök smáatriði, voru áheyr endur ekki í skapi til að taka það illa upp. Húsið var þéttskipað áheyrendum, svo að telja má með ólíkindum á þessum árstíma, og móttökur mjög innilegar. Hlýjar óskir fylgja Magnúsi að heiman, Framh. af bls. 20. Þjóðverjinn segir, að opnist síð- ar, svo að bjallan detti. Bjöllur þessar telur hann notaðar við tamningu fugla, en þó taldi hann fálkana ekki svo tamda, að hann gseti náð þeim aftur. Sagði hann, að til þess að ná þeim, þyrfti hann sérstakan út- búnað, sem hann hefði ekki. Þetta var lokaútgáfa manns- ins, en áður hafði hann gefið ýmsar aðrar skýringar. Eftir fyrstu yfirheyrslu þarna á staðnum, ákvað sýslumaður, að maðurinn skyldi koma með sér til Húsavíkur, og í rétti í dag hefur þetta upplýstst: Setti ungana í sokkaboli Þjóðverjinn kveðst hafa dval- izt hérlendis síðan í apríl og farið allvíða. Tvö fálkahreiður segist hann hafa fundið austur við Jökulsá í Axarfirði, og að sögn hans skammt frá Hljóða- klettum. í hvoru hreiðri, segir hann, að hafi verið fjórir ung- ar. Tók hann þrjá úr hvoru, setti þá í sokkaboli og batt fyr- ir þannig, að aðeins haustinn stóð upp úr. Síðan hélt hann til Akureyrar, ýmist gangandi eða með bílum, en þeir, sem fluttu hann, munu aldrei hafa orðið þess áskynja, að hann var með lifandi unga. Frá Akureyri fór hann svo út 1 Flateyjardal og mun hafa fengið leyfi til að dveljast á Brettingsstöðum. — Einnig fékk hann leyfi til að veiða silung í Eyrarlandi. Þeg- ar hann kom þangað, tjóðraði hann fuglana með ólum við þar til gerða staura og segist hafa ætlað að temja þá; en þeim til matar skaut hann svartbak. — Hafði~hann bæði haglabyssu og riffil. Þarna var hann svo búinn að dveljast í tæpar þrjár vikur. — Hann hafði með sér fæði að öðru leyti en því, að hann mun hafa veitt sér silung í soðið. Ekki mun hann hafa skotið sér neinar skepnur til matar. Miiller segist vera áhugamaður um fugla, en þó ekki fuglafræð ingur. Hann hafi farið víða um til að kynna sér fuglalíf, og hafi haft sérstaka löngun til að kynn ast íslenzka fálkanum. Rannsókn málsins er lokið og verður það afgreitt á morguin, líklega með réttarsætt, en fram- ferði manns þessa er brot á ís- lenzku friðunarlögunum. Ummæli dr. Finns — Fálkum smyglað út 1956 Stutt viðtal átti ég í kvöld við dr. Finn Guðmundsson, sem hér er staddur til þess að fylgjast með þessu miáli. Hann sagði m.a.: — Eg tel þetta mjög alvariegt brot og finn eiginlaga enga fulí- komna skýringu enn á framferði mannsins. Honum mátti vera Ijóst, að alveg Öheimilt er að veiða fálka, og undanþága hefur engin verið leyfð, a.m.k. síðan 1948, að ákveðið var að veita ekki undanþágur. Sérstaklega ber að taka hart á brotum, sem gerð eru í sambandi við örninn, fálkann, snæugluna og haftyrðilinn. Þó kom sá alvarlegi atburður fyrir 1956, að smyglað var úr landi tveimur fálkum til Englands, og vissum við ekki um, það, fyrr en þeir voru komnir út. Þrátt fyrir það, tel ég það mikla bjartsýni hjá manninum, hafi hann ætlað að reyna að smygla fuglunuim úr landi, en þetta er allt saman mjög undarlegt mál“, sagði dr. Finnur að lokum. —Fréttaritari. Sumarslátrun hefst í Borgarfirði Akranesi, 10. ág. SUMARSLÁTRUN hefst hjá Kaupfélagi Suður-Borgfirðinga á Jiriðjudag í næstu viku. — Oddur. Nehru á ráðstefnu TILKYNNT var opinberlega Nýju Delhi í dag, að Jawaharlai Nehru yrði í forsæti fjölmennrar sendinefndar á ráðstefnu hlut lausra þjóða er haldin verður Belgrad í september. Meðal nefndarmanna verður einnig Krihna Menon, landvarnaráð herra. i dag er um tvennt cð veija, kommúnista eða iýðræði Tlml er til kominn að hjálparmenn kommúnista geri sér grein fyrir þeirri staðreynd ÞAÐ ætti ekki að þurfa að eyða að því mörgum orðum, að hver einstakl- ingur verður í dag að gera upp hug sinn um það, hvort hann vill fylgja einræðis- og ofbeldisstefnu kommúnismans eð*a styrkja og styðja lýðræði. Þar er enginn millivegur. Þetta viðurkenna jafnvel kommúnistar sjálfir. — í málgagni þeirra í gær seg ir á þessa leið í ritstjórn- argrein: „Andstæðurnar í átök- um sósíalisma og kapital- isma hafa aldrei verið jafn algjörar og nú“. Auðvitað vita þeir, sem vilja, að gangvart ofbeld- inu er ekki til neitt hlut- leysi. Sá sem í dag segist vera lýðræðissinnaður, en vill samt ekki taka ábyrgð á því að verja frelsi sitt og sinna, hann styður ó- beint ofbeldisöflin. — Og menn skyldu ekki halda, að kommúnistar gerðu sér ekki grein fyrir þessum staðreyndum. Þeir hafa einmitt marglýst því yfir, að bezti bandamaður þeirra séu hinir nytsömu sakleysingjar og hlutleys- ingjar. Fyrir tilverknað þeirra og aðstoð gera þeir ráð fyrir að geta lagt und- ir sig heimsbyggðina og undirokað þjóðirnar. — Togaraútgerðin Frh. af bls. 11 Eins og sjá má af þessum töl- um, hefir íslenzki fiskimaðurinn kostað útgerð sína og þjóðarbú, minna heldur en sá norski sína útgerð og þjóðarbú. En norska þjóðarbúið hefir þurft minna til sin frá útgerðinni, heldur en það íslenzka, sem þarf 12 aurum meira heldur en til er, og fær þó þrisvar sinnum meiri afla frá sinni togaraútgerð að landi til umráða. Ef íslenzki togarinn hefði feng ið „norskt fiskverð", hefði meðal togarinn hagnast um 2,5 millj. krónur, aflalægsti íslenzki togar inn hefði engu tapað, en sá afla hæsti hefði hagnast um 5.0 millj. kr. Ekki er víst nema sónninn hefði þá orðið sá, að „norska fisk verðið" væri altof hátt og óþarft væri, að láta togaraútgerðina fé fletta svona almenning í landinu. Um slíkt má deila endalaust og kemur ekki þessu máli við. En staðreyndin er sú, að aflaafköst íslenzka útvegsins hafa verið stór felldari en annarsstaðar þekkist, útgerðin í heild prýðilega rekin með nýjustu tæknimöguleikum, og þótt togarasjómenn okkar hafi nú um langt árabil verið hlutfallslega lægst launaðasta stétt landsins, eru þeir afkasta- mestu fiskimenn í heimi. Þetta eru raunverulegar staðreyndir í stuttu máli, en síðar gefst ef til vill tækifæri í öðru sambandi, að sanna þessar fullyrðingar. Sífelldar upphrópanir um „norskt fiskverð" leysa engan vanda. Það getur verið og er byggt upp á ýmsan hátt eftir að- stæðum eins og fiskverð annarra þjóða. Það sem okkur raunveru- lega vantar er að vilja og þora að ákveða „íslenzkt fiskverð", sem tryggi það, að sjávarútvegur inn fái örugglega a.m.k. fnam- leiðslukostnaðarverð, áður en aðr ar atvinnugreinar og atvinnu- stéttir í landi, skipta upp raun- verulegum afrakstri „þessara mikilvægustu atvinnutækja þjóð arinnar“. íslenzkt hráefnisfiskverð hefir undanfarin ár verið reiknað út, með vélrænni tækniaðferð af ríkisvaldinu, til þess að sam- hæfa það við lífskjör fólksins í landinu. Og útaf fyrir sig, er það sjálfsagt og ágætt. En af velvilja til fólksins, og vantrausti á stað reyndum um afkomu sjávarút- vegsins, hefir ávallt gleymzt, að gæta til fulls þeirrar sjálfsögðu búmannsskyldu, að mjólka ekki beljuna til blóðs. Bíðastliðin tvö ár hefir afli fs lenzku togaranna, verið talsvert minni, heldur en krafizt hefir verið af þeim, að þeir flyttu að landi. Þessvegna er hagur þeirra nú, margfallt verri en nokkru sinni fyrr. En það hefir ekki ver ið samfelldur aflabrestur s.l. 10 ár, en á því tímabili hefir megin hluti togaraflotans átt við rekst- urstap og gjaldþrot að stríða. Á- stæðan er og hlýtur að vera, að fiskverðið til togaranna hefir ver ið allt þetta tímabil, metið of lágt. Gísli Jónsson alþm. hefir f ræðu og riti, borið fram raun- hæfa tillögu, sem ef framkvæmd væri, myndi örugglega tryggja eðlilega fjárkagsafkomu og frama, islenzkra fiskimanna og sjávarútvegs. En þó svo að til- laga hans fengist ekki fram- kvæmd, en hægt væri að finna form fyrir hliðstæðri lausn, myndi sjávarútvegur á íslandi standa með miklum blóma, eins og þjóðinni er lífsnauðsynlegt, meðan hún þarf að byggja gjald eyrisöflun sína, á framleiðslu sjáv arafurða sinna og það mun eins og nú horfir. tvímælalaust verða i ennbá um áratugi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.