Morgunblaðið - 11.08.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.08.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVlSBLAÐir Fostudagur 11. ágúst 1961 Bretar senda gervi- tungl á loft í vetur London, 9. ágúst. (Reuter/NTB) DENZIL Freeth, þingmaður, for maður vísindadeildar brezka þingsins, skýrði frá því í neðri málstofunni í dag, að fyrsta gervitungl Breta yrði sent á loft í vetur. Gervitungl þetta verður eitt af fimm .gervitunglum, sem Bretar skjóta á loft í samvinnu við Bandaríkjamenn. Verða not- aðar bandarískar eldflaugar. Hæstu sölt- unarstöðvarnar A HÁDEGI I gaer voru eft irtaldar þrjár söltunarstöðv ar hæstar norðan lands og austan: Hafaldan á Seyðis- firði með 13,734 tunnur, Hafsilfur á Raufarhöfn með 13,622 tn. og Óskars- stöð á Raufarhöfn með 12,800 tun, — Sveinn Bene diktsson er framkvæmda- stjóri Haföldunnar og Hafsilfurs, en Ólafur Ósk- arsson er framkvæmda- stjóri Óskarsstöðvar á Raufarhöfn. J»/V 1114 4 við Vitatorg. Til sýnis og sölu í dag: Willys jeppi ’55. Opel Kapitan ’55, mjög glæsilegur bíll. Moskwiteh ’59. Opel Caravan ’55, í góðu standi. Chevrolet ’57. Mercedes-Benz 180 ’55. Skipti gætu komið til greina. Mikið úrval af bifreið- um. Oft mjög hagkvæmir greiðsluskilmálar. S'lltnmnœ S/'/n/: 1114 4 Freeth sagði, að þessar hæ- versklegu tilraunir Breta með gervitungl myndu gefa fullt eins góðar upplýsingar og gervi- tungl með mönnum og dýrum innanborðs. Freeth sagði einnig að geimrannsóknir væru kostn- aðarsamasta frístundagaman sem nokkur þjóð gæti lagt stund á. Bandaríkjamenn og Rússar hefðu hvorir tveggja efni á slíku, því að þeir beittu eld- flaugum, sem smíðaðar væru til hernaðarþarfa. Hátíðarljóð Háskólanr UM MIÐJAN maí s.l. efndi há- skólaráð til samkeppni um hátíða Ijóð í tilefni 50 ára afmælis Há- skóla fslands. Skilafrestur rann út 1. ágúst s.l. Alls bárust 9 Ijóð. Háskólaráð hefir fyrir nokkru skipað í dómnefnd til að meta ljóðin prófessorana, dr. Guðna Jónsson, dr. Sigurð Nordal og dr. Steingrím j. Þorsteinsson og enn fremur dr. Pál ísólfsson tónskáld. VIMNA Ung stúlka 20—30 ára óskast til húsverka. Góð laun, fæði og húsnæði, fríir vinnusloppar. — Fru. G. Bagge- sen. Marievej Kpbenhavn 3 Helle rup/ Kpbenhavn. Tvær ungar stúlkur ekki . ngri en 18 ára, vanar daglegum hússtörfum, óskast í eitt ár til ungrar fjölskyldu á herragarði utan við Malmö; eiga að vinna við matreiðslu og sem stofustúlka, mega skiptast á. Húsmóðirin er dönsk. Ferðin ísland—Svíþjóð greidd. Svar með afriti af meðmælum send- ist: Fru von Arnold, Jordberga, Klagstrop, Sverige. Tvær stúlkur, vinkonur eða systur, óskast til heimilishjálpar á tvö heimili ná- lægt hvort öðru. Auðvelt að komast þangað, engin erfið vinna. Einkaherbergi. Einhver enskukunnátta æskileg. — Skrif ið Mrs. Castle, 16, Sandhill Drive. Leeds, 17. England. Leiguíbúð Mig vantar leiguíbúð í Reykjavík 4—5 herbergi og eldhús, eigi síðar en um miðjan september n.k. Þeir, sem kynnu að geta greitt fyrir mér með þetta gjöri svo vel að hafa samband við Guð- mund Ingva Sigurðsson, hdl. í símum 22681 eða 22885, eða mig sjálfan í símum 398 eða 371 Akranesi. VALGARÐUR KRISTJANSSON lögfræðingur, Akranesi. i O LœknisráÖ vikunnar Practicus ritar um: Þróunarsaga skeifugarnarsárs. Þótt skeifugarnarsár og maga- sár séu nátengd haga þau sér ekkr eins. Skeifugarnasár eru stöðugt að myndast og gróa. Magasársverkir eru af völdum magasafans, er hann kemst að sárinu, skeifugarn- arsársverkirnir koma þegar nýju sárin eru að myndast. Myndin sýnir eðlilega fellingu í A. Hún dýpkar svo smám saman og sárið étur sig inn í vöðvalagið á breiðu svæði undir kirtillaginu. Vöðvinn breytist í bandvef í nágrenni sársins. I G er sárið um það bil að éta sig í gegnum görn- ina. Sárið getur gróið á öllum stigum frá B til F. Magasár SÁR í maganum og skeifu- görninni standa í nánu sam- bandi innbyrðis og eru meðal algengustu sjúkdóma í melt- ingarfærunum. Frumorsök þeirra er nokk- tíð á huldu, en áhrif súra maga vökvans á slímhúðina, senni- lega á stöðum, sem eru veik- ir fyrir, eiga sinn þátt í mynd- un sáranna. Þessir veikari blettir eru oft afleiðing lélegr ar næringar slímhúðarinnar sökum blóðtappa í lítilli slag- æð. Víst er, að magabólgur flýta fyrir sáramyndun. And- leg áreynsla, óreglulegar mál- tíðir og áhrií kulda hafa og sitt að segja. Ef lítil hreyfing er á innihaldi meltingarfær- anna, er einnig aukin hætta á að meltingarsafarnir ráðist á slímhúðina. Aðaleinkennin eru sárindi' undir bringspölunum, oftast sem sviði, tómleikatilfinning eða þyngsli. Margir skynja þessi óþægindi eins og ákafan, sársaukafullan sult. Sársauk- inn er breytilegur hvern dag, sárastur þegar maginn er tóm ur, þ. e. a. s. 3.—4 stundum eftir máltíðir, svo og á nótt- unni. Sjúklingarnir hafa oft klígju, uppköst og ekki síst brjóstsviða. Þegar blæðir úr magasári verður spýja sjúklingsins blóð lituð og blóð finnst í saur hans. Hægðirnar verða svart- ar. í því sambandi verða menn að hafa hugfast, að ýms efni, t.d. kol, járn og vismiút gera saurinn einnig nærri svartan. Um það bil 30% allra maga- sára eru blæðandi öðru hverju. Stundum kemur fyrir að magasár étur sig gegnum magavegginn ,maginn „spring ur“. Menn fá þá skyndilega ákafan sársauka í magann. Þegar svo er komið þarf allt- af að láta sjúklinginn í sjúkra hús eins fljótt og við verður komið. Meðferð magasárs er fyrst og fremst fólgin í að móta lífsvenjur sjúklingsins. Bezt er að byrja með að láta hann liggja, Og til þess að tryggja, að sjúklingurinn hlýði settum reglum þarf helzt að láta hann leggjast í sjúkrahús. Mikil- vægt er að lifa reglubundnu lífi, fylgja föstum venjum, einkanlega að borða alltaf á sama tíma og láta sér ekki verða kalt. Stundum er nauð- synlegt að ráða sjúklingunum að skipta um atvinnu, ef hún er þannig að þeir geta ekki borðað reglulega. Framan af er mataræðið sér lega mikilvægt. Aðalfæðuteg- undirnar eru mjólk Og spóna- matur. Einnig er mikið atriði, að maginn sé aldrei tómur, magasárssjúklingar ættu allt- af að hafa nokkrar kexkökur við hendina, einnig ættu þeir að hafa mjólkurglas og kex hjá sér á náttborðinu, svo að þeir geti fengið sér bita strax og þeir finna til sultar eða sársauka. Eins og allar aðrar lyflækn- ingar á lækningin á magasári að fara fram undir eftirliti læknis. Lyfin eru fyrst og fremst til að minnka sýruna í maganum og til að draga úr framleiðslu magasafans. Hafi sjúklingurinn oft ver- ið tekinn til meðferðar án ár- angurs er tími til að fara að tala um uppskurð. Þá er venju lega tekinn einn þriðji úr mag anum (sá hluti, er framleiðir magasafann). Þegar nokkur ár eru liðin frá uppskurðinum getur sjúklingurinn farið að borða máltíðir af eðlilegri stærð. Aðalatriðin eru sem sagt: reglusemi, forðast æsing og áhyggjur, litlar, tíðar máltíðir og hlýja. Meðferðin á magasári er allt af langvinn og krefst eftirlits af hálfu fagmanns; þess vegna eiga þessir sjúklingar alltaf að leita læknis, og það, sem meira er: fylgja ráðum hans. 1912. Nú eru starfandi 13 stúk« ur á landinu — flestar í Reykja vík — og félagar eru um 510 talsins. Þeir Sigvaldi Hjálmarsson og Gretar Fells kváðust oft verða þess varir, að mikils misskiln« ings gætti hjá fólki um tilgang Guðspekifélagsins, og því rétt að þetta kæmi fram: Tilgangur félagsins er þrefaldur, í fyrsta lagi: að móta kjarna úr alls- herjar bræðralagi mannkynsihs, án tillits til kynstofna, trúar« skoðana, kynferðis, stétta eða hörundslitar. I öðru lagi: að hvetja menn til að leggja stund á samanburð trúarbragða, heim- speki og náttúruvísindi. I þriðja lagi: að rannsaka óskilin nátt- úrulögmál og öfl þau, er leyn- ast með mönnum. Guðspekifé- lagið er flokkur námsmanna, er teljast til allra trúarbragða heimsins eða engra. Þeir hafa sameinað sig sökum þess, að þeir eru Mimþykkir ofangreind- um tiljffifei félagsins, vilja eyða sundurþykkju trúarbragða og tengja þá menn saman, er góðvild eiga og einlægan vilja til þess að kynna sér trúarsann- indi og veita öðrum hlutdeild I árangrinum af rannsóknum sín- um. — Gagngleri Guðspekiiélagsins stækkur um þriðjung NÝLEGA boðuðu forystumenn Guðspekifélagsins fréttamenn á sinn fund og var tilefnið eink- um að skýra nokkuð frá tíma- riti ^félagsins, Ganglera, sem hefur nú verið stækkaður um Félagslíf •órsmerkurferðir laugardaga kl. 2 frá Bifreiða- töð íslands — Sími 18911. Föstudagur 11. Melav.—Hn. Valur kl. 20.00 ágúst 1. fl. — Fram. Mótanefnd. SKIPA OG VERÐBRÉFA- ISALAN jSKIPA- Ileiga IVESTURGÖTU 5 Sími 13339. Önnumst innl.eimtu víxla og verðbréfa. þriðjung og kominn í annan búning en áður var. Sigvaldi Hjálmarsson, forseti Guðsj ekifélagsins, gat þess, að megintilgangurinn með stækk- un ritsins væri að ná til fleiri en Guðspekisinna, þannig að það yrði meira almenns eðlis en fyrr. Efni þess yrði allfjöl- breytt og fjallaði til dæmis um yoga (leiðbeinendaþættir), sálarfræði, trúarbrögð og skylda málefnaflokka. Sigvaldi ræddi þessu næst nokkuð um hinn nýja Ganglera, en fyrsta heftið kom út fyrir skömmu og annað kemur seinna á árinu. Það er selt í bókabúðum en einnig er að sjálfsögðu hægt að fá það hjá framkvæmdastjóran- um, Benedikt Þormóðssyni (póst hólf 1257) og útsölumönnum Ganglera víðsvegar um landið. — Ritstjóri er Gretar Fells og hefur hann verið það samfleytt 26 ár. Guðspekifélagið var stofnað í New York árið 1875, en hér á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.