Morgunblaðið - 16.08.1961, Blaðsíða 5
Miðvik'udagur 1G. ágúst 1961
MORCVNBLAÐIÐ
5
MENN 06 *
= MLEFNU=
Rithöfundurinn, Sir Arthur
Conan Doyle, sem skrifaSi með
al annars hinar frægu sögur af
Ieynilögregiumanninum, Sher
lock Holmes, gengur nú aftur
í húsi sínu við Devonshire-
torg í London. Þetta staðhæfa
7 læknar, sem hafa lækninga
stofur í húsinu. Sir Arthur
heldur sig mest í lyftu húss-
ins, sem hann lætur stöku
sinnum stanza milli þriðju og
f jórðu Ijæðar.
Læknir sá, er keypti húsið
eftir dauða rithöfundarins 1930
lét setja lyftuna í húsið.
Sérfræðingar segja að eng
inn galli sé á henni, sem geti
skýrt hin dularfullu stopp. —
Eigendum hússins virðist sem
lyftan hafi „sinn eigin vilja“
og stöðvast hún aðeins þegar
sjúklingar, sem vitja lækn-
anna eru í henni.
Eins og kunnugt er var Sir
Arthur Conan Doyle sjálfur
læknir, áður en Sherlock
Holmes tók allan tíma hans.
Hafði hann lækningastofu í
húsinu við Devonshire-torg,
en sjúklingar hans voru ekki
margir.
Einn hinna sjö lækna sagði:
— Það er eins og hann öfundi
okkur.
Kenjarnar í lyftunni eru
ekki það eina, sem Iæknarnir
kenna Sir Arthiir um, heldur
segja þeir, að hann komi einn
ig rúðunum til að skrölta. En
læknarnir eru orðnir vanir
draugaganginum og eru á-
kveðnir í að flytja ekki úr
húsinu. Það er ágæt auglýs-
ing að hafa frægan draug, sem
gengur þar ljósum Iog<um.
Loftleiðir h.f.: 16. ágúst er Leifur
Eiríkisson væntanlegur frá NY kl. 6:30
Fer til Glasgow og Amsterdam kl.
8:00. Kemur til baka frá sömu stöðum
kl. 24:00 Fer til NY kl. 01:30.
Þorfinnur Karlsefni er væntanl. frá
NY kl. 06:30. Fer til Stafangurs og
Osló kl. 08:00. Snorri Sturluson er vænt
anlegur frá Hamborg, Khöfn og Osló
kl. 22:00 Fer til NY kl. 23:30.
Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug:
Gullfaxi fer til Glasgow og Khafnar
kl. 08:00 í dag. Væntanleg aftur til
Rvíkur kl. 22:30 í kvöld. Fer til Glas-
gow og Khafnar kl. 08:00 í fyrramálið.
Hrímfaxi fer til Oslóar, Khafnar og
Hamborgar kl. 08:30 í dag. Væntanleg
aftur til Rvíkur kl. 23:55 í kvöld.
Innanlandsflug: I dag er áætlað að
fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egils-
staða, Hellu, Hornafjarðar, Húsavíkur
ísafjarðar og Vestm.eyja (2 ferðir).
A morgun til Akureyrar (3 ferðir),
Egilsstaða, isafjarðar, Kópaskers, Vest-
mannaeyja (2 ferðir og Þórshafnar.
Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss
er í Rvík. Dettifoss er á leið til Rvík
ur. Fjallfoss er á Reyðarfirði. Goðafoss
er á leið til Rvíkur. Gullfoss er á
leið til Rvíkur. Lagarfoss er á leið til
Kotka frá Turku. Reykjafoss er á leið
til Khafnar frá Gautaborg. Selfoss er
á leið til Philadelphia. Tröllafoss er á
leið til Rvíkur. Tungufoss er á Horna
firði fer þaðan til Borgarfj., Húsavíkur
Akureyrar, Siglufj., Akraness og Rvik
Hafskip h.f.: Laxá fór frá Khöfn í
gær til Neskaupstaðar.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: —
Katla er í Archangel. Askja er á leið
til Rotterdam.
H.f. Jöklar: — Langjökull frá Aabo
11. ágúst til Haugasunds og íslands.
Vatnajökull er á leið til Reykjavíkur.
Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er á leið
til Kaupmannahafnar. Esja er í Reykja
vík. Herjólfur fer til Vestmannaeyja
kl. 21.00 í kvöld frá Reykjavík. Þyrill
var á Vopnafirði síðdegis 1 gær í
leið til Hjalteyrar. Skjaldbreið er í
Reykjavík. Herðubreið er væntanleg
til Reykjavíkur í dag að austan úr
hringferð.
Skipadeild SÍS: Hvassafell er í Stett
in. Arnarfell er á leið til Archangelsk.
Jökulfell er í Ventspils. Dísarfell los
ar á Norðurlandshöfnum. Litlafell er
í olíuflutningum í Faxaflóa. Helgafell
lestar á Eyjafjarðarhöfnum. Hamra-
fell er væntanlegt til Hafnarfjarðar 20.
ágúst.
Eg er yeikur eins og kveikur,
er að reika og leita þín,
en næ þér eigi nokkur veginn
á nótt né degi, ástin mín!
f»rýtur ævi, auður, gæfa,
að því hæfi minnkar flest.
l»v ískal stríða, lifa’ og líða
og litlu kvíða, ef þú sést.
Snemma nætur fer á fætur,
flýi sætur blundur mig.
Eg með bögum eyði dögum,
ýmsum lögum kveð um þig.
Páll Ölafsson:
Ymsum lögum kveð um þig.
Söfnin
Llstasafn íslands er opið daglega frá
ki. 13,30—16.
Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74 er
opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga
frá kl. 1.30—4 e.h.
Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla
túni 2, opið dagTega frá kl. 2—4 e.h.
nema mánudaga.
Þjóðminjasafnið er opið daglega frá
kl. 1:30—4 e.h.
Árbæjarsafn er opið daglega kl.
2—6 e.h. nema mánudaga.
Listasafn Einars Jónssonar er opið
daglega kl. 1:30 til 3:30.
Tæknibókasafn IMSÍ (Iðnskólahús-
inu, Skólavörðutorgi, er opið mánu-
daga til föstudags kl. 1—7 e.h.
Ameríska bókasafnið, Laugavegi 13,
er opið kl. 9—12 ng 13—18, lokað laug-
ardaga og sunnudaga.
Bæjarbókasafn Reykjavíkur: — Aðal
safnið, Þingholtsstræi 29A: Utlán: 2—10
alla virka daga, nema laugardaga 1:4.
Lokað á sunnudögum. Lesstofa: 10—10
alla virka daga, nema laugardaga 10
—4. Lokað á sunnudögum. — Utibú
Hólmgarði 34: 5—7 alla virka daga,
nema laugardaga. — Utibú Hofsvalla-
götu 16: 5,30—7,30 alla virka daga,
nema laugardaga.
Nýlega hafa opinbQrað trúlof-
un sína ungfrú Arnbjorg Pálsdótt
ir, hjúkrunarnemi og Þorsteinn
Ingi Kragh vélstjóri.
Þann 29. júlí s.l. opinberuðu trú
lofun sína Guðrún Friðriksdóttir
frá Raufarhöfn, nú búsett í Sví-
þjóð og Hans Landkvist, Norrköp
ing, Svíþjóð.
ÁHEIT og CJAFIR
Til Hallgrímskirkju í Saurbæ: Aheit
frá NN kr. 50 — Ur safnbauk kirkjunn
ar kr. 1593. — Sigurjón Guðjónsson.
Lamaða stúlkan: NN 500.
Sólheimadrengurinn: HE 500.
Fjölskyldan á Sauðárkróki: MD 100
AG 300.
< Hér eru þær fimm stúlkur,
sem valdar voru úr fríðum
hópi í Hveragerði á laug-ar-
dagskvöldið, til þess að keppa
um blómadrottningartitilinn.
Þær heita, frá vinstri talið:
Ingigerður María Jóhannsdótt
ir, Gunnhildur Ólafsdóttir (sú
sem hlaut hnossið), Sigriður
Kristinsdóttir, Konní Arthúrs
dóttir og Sigríður Magnúsdótt
ir. G'unnhildur er úr Hvera-
gerði og er þetta i fjórða
skipti, sem stúlka þaðan lilýt-
ur titilinn. Ljósm.: Stjörnu-
Ijósmyndir.
Selfoss — Nágrenni
Fjölskyldumaður óskar eft
ir íbúð og vinnu helzt við
smíðar. Uppl. í síma 24852.
Herbergi
með eldhúsi eða eldhúsað-
gangi óskast helzt í Laug-
arneshverf.. Tilboð send-
ist afgr. blaðsms fyrir
fimmtudagskvöld, merkt:
„íbúð — 5243“.
Jeppi
Góður Wiliys ’46 til sölu
Uppl. í síma 23747.
Smurt brauð
Snittur, brauðtertur. Af-
greiðum með litlum fyrir-
vara.
Smurhrauðstofa
Vesturbæjar
Hjarðarhaga 47 Sími 16311
Til söiu
fokhelt raðhús í Hvassaleiti. Húsið er með harðviðs-
gluggum. — Nánari upplýsingar gefur:
Málflutningsskrifstofa
Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar
Guðmundar Péturssonar,
Aðalstræti 6. Símar 1-2002, 1-3202 og 13602.
Frammistöðustúfka
óskast á hótel úti á landi nú þegar. Ennfremur
kona til þvotta frá næstu mánaðamótum.
Upplýsingar í sma 10039
Stúlka
óskast til afgreiðslustarfa í skóverzlun. Upplýsingar
um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl.
fyrir 19. þ.m. merkt: „Skóverzlun — 5241“,
Búðarkassi
Peningakassi óskast tii kaups, notaður eða nýr, helzt
National. — Upplýsingar í síma 15444.
Svefnsofarnir
eru komnir. Munið okkar hagkvæmu greiðsluskil-
mála. — Jafnar afborganir.
Kristján Siggeirsson hf.
Laugavegi 13 — Sími 13879
Bann
Öll umferð um Fróð,á,rdal, Fróðárhreppi, Snæfells-
nessýslu, til berjatínzlu, fugladráps eða hvers annars
er stranglega bönnuð öllum óviðkomandi.
Jarðeigandi
lítboð
Tilboð óskast um hita- og hreinlætislagnir í m.
áfanga Gnoðarvogsskóla. — Útboðslýsingar og upp-
drátta má vitja í skrifstofu vora, Tjarnargötu 12,
III. hæð gegn 500 króna skilatryggingu.
Innkaupastofnun Reykjavikurbæjar
Framtíðar atvinna
Okkur vantar nokkra lagtæka menn til framleiðslu-
starfa. — Möguleikar á framtíðaratvinnu koma til
greina. — Æskilegt að umsækjendur séu búsettir
í Kópavogi.
fáriismiðja Kópavogs hf.
Sími 3-80-70