Morgunblaðið - 16.08.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.08.1961, Blaðsíða 11
Miðvik'udagur 16. ágúst 1961 MORGUNBLAÐIÐ 11 Jörgen Bukdahl rír baráttumenn Handritamálið og áhrif * Islendingasagna . DANSKA þjóðþingið hefir nú omeð miklum meirihluta sam- jþykkt að afhenda íslenzku hand- iritin. í>ar með er málið í raun- inni leyst. Ef til vill dregst það (þó enn á langinn, ef þriðjungur þingmanna fsest til að kalla þetta eignarnám. En það breytir ekki því, sem þegar hefir gerzt. Hér er þá lokið fimmtán ára ibaráttu hinnar frjálslyndu alþýð- 'legu hreyfingar gegn samfylk- ingu svo að segja allra vísinda- xnanna. Þessi barátta fór stöð- iugt harðnandi, en henni lauk imeð sigri hins alþýðlega skiln- ings á þjóðlegu og norrænu rétt- læti, skilningi á því, að þrátt fyrir tvíræðan lagastaf hafi ís- ■lenzku handritin verið og sé enn islenzkur menningararfur. Þessi var líka ætíð skilningur Árna 'Magnússonar, þegar hann á nið- urlægingartíma íslenzku þjóðar innar flutti íslenzku handritin til Kaupmannahafnar og afhenti fþau síðan hinum dansk-íslenzka liáskóla þar. Hitt gat hann tæp- (lega grunað, að ísland mundi eiga fyrir höndum að verða sjálfstætt ríki með eigin háskóla og fleiri fræðimenn heldur en danski háskólinn hefir á að skipa til þess að rannsaka mál og efni handritanna. En nú hefir (þetta skeð, og þess vðgna er það alveg í hans anda og í samrætni við sögulegt réttlæti, að hand- ritin sé nú aftur afhent föður- landi hans og haskóla þess. Eg ætla ekki að ræða um frum- varpið, þar sem íslenzka stjórnin er því samþykk, sérstök nefnd íhefir fallizt á það og danska þjóð þingið samþykkt það. Eg ætla ekki heldur að ræða um hinar (hvössu deilur út af þessu nú að undanförnu. En á hitt vil eg minna, að það er hinum fjöl- anörgu lærisveinum Grundtvigs hér í landi að þakka, að þessi sigur hefir unnizt. Hann er að Iþakka sögulegum og norrænum skilningi þeirra á þjóðlegum verðmætum annarra, sem eigi að fá að dafna á grundvelli eigin tungu frjálsra þjóða. Þetta víð- feðmi frjálsrar hugsunar náði eigi sízt til Færeyja, íslands og Noregs, sem einu sinni var und- ir Danmörku gefinn; það náði einnig til Finnlands, þar sem gænsk yfirmenning var ráðandi. Það var- vegna þessa viðhorfs að mönnum skildist hverja þýð- ingu handritin höfðu fyrir ís- lenzku þjóðina, eigi aðeins frá vísindalegu sjónarmiði, heldur einnig frá menningarlegu og þjóð legu sjónarmiði. Þeir, sem höfðu þennan skilning hófu baráttu fyrir því að handritunum væri gkilað, og það er þeirra sjónar- mið, sem nú hefir sigrað í þjóð- þinginu. Þeir fylltu báðir þenn- an hóp, Jörgensen menntamála- ráðherra, og foringi stjórnarand- Stöðunnar, Erik Eriksen fyrver- ®ndi forsætisráðherra. Og með hlýjum orðum studdi Erik Erik- sen drengilega frumvarp stjórn tnálaandstæðings síns um afhend ingu handritanna. En þótt margir væri þeir, er fylgdu frumvarpinu af góðum hug, er á hinn bóginn hægt að telja á fingrum sér nöfn þeirra manna, sem börðust fyrir fram- gangi málsins um 15 ára skeið. Eg ætla aðeins að nefna þrjá þeirra. Og þá kemur fyrstur C. P. O. Christiansen lýðháskólastjóri, sem nú er látinn. Árið 1947 átti Ihann frumkvæðið að því, að flestallir lýðháskólastjórar í Danmörk sendu þingi og stjórn áskorun um að afhenda íslending um gömlu handritin. Þegar í stað risu þá upp 100 vísinda- menn og mótmæltu þessu. Og þar með var hafin sú deila. sem síðan hefir staðið milli þessara tveggja aðilja. Margir menn koma þar við sögu, en Bjarni Gíslason gekk þar fram fyrir skjöldu meðal hinna frjálslyndu. Bjami er gæddur þeir tveimur eiginleikum, sem einkenna svo marga íslendinga: skáldskapar- gáfu og fræðimennsku. Hér verður þá fyrst að geta bókar hans, „Island under be- sættelsen og unionssagen“. sem kom út 1946. Af raunsæj skýrir hann þar frá því hverjar voru hinar knýjandi ástæður til þess, að íslendingar sögðu einhliða upp sambandssamningnum við Danmörk. Þessi uppsögn hafði vakið gremju í Danmörk, vegna þess, að þar höfðu menn engan skilning á því, að íslendingar voru nauðbeygðir til þess að taka öll utanríkismál sín í eigin hend ur sem fullvalda þjóð, vegna heimsstyrjaldarinnar og hernáms ins. Bók Bjarna og fyrirlestrar, er hann flutti víðsvegar um land ið, urðu til þess að draga mjög úr þessari gremju. Bókin hafði því mjög þörfu hlutverki að gegna, og Danir skildu hana bet- ur vegna þess að þeir höfðu sjálfir átt við hernám að búa. í seinasta kafla bókarinnar drepur Bjarni á handritamálið frá almennu og vísindalegu sjón armiði. Síðan var handritamálið aðalviðfangsefni hans. Hann rit- aði ógrynní blaðagreina um það. En aðalframlag hans til málsins var bókin „De islandske hánd- skrifter stadig aktuelle", sem út kom 1954. Bók þessi var rituð af skarpskyggni, og vel rökstutt svar við áliti dönsku handritanefndar innar 1951. Bjarni sýnir hér fram á einhæfni nefndarinnar og sérstaklega hvernig hún snið- gekk algjörlega þann þátt, sem íslendingar hafa átt í handrita- rannsóknunum i Danmörk. Að þeim Bask og Kálund undan- skildum, hefði mestur hluti rann sóknanna hvílt á herðum fslend- inga, einkum þó undirbúnings- starfið að lesa handritin og af- rita þau. Miklu moldviðri var þyrlað upp út af þessari bók. en enginn gat hrakið röksemdir Bjarna. Sem framhald af þessari bók er seinasta bókin hans, „Dan- mark-Island. Historisk mellem- værende og hándskriftsagen". Hún kom út einmitt nógu snemma til þess að halda á rétti íslendinga á lokastigi málsins. Úrslit þess í þinginu urðu því sigur fyrir hann, eftir áralanga og skelegga baráttu fyrir mesta menningarmálefni íslands. Og að lokum er svo að minnast á Bent A. Koch ritstjóra, sem látlaust hefir barizt fyrir málinu, eigi aðeins með ritgerðum og í blaði sínu „Kristeligt Dagblad", heldur einnig á „diplomatiskan" hátt bæðf í ráðuneytum og í þjóðþinginu, þegar á þurfti að halda. Hann þekkir flesta ráð- andi menn, og það hefir varla liðið svo dagur seinasta árið, að hann hafi ekki beitt sínum al- kunna sannfæringarkrafti í síma samtölum og einkasamtölum. Mörg sporin hefir hann gengið vegna málefnis íslands, margt Bjarni Gíslason hefir hann lagfært bak við tjöld in þannig að það yrði lausn hand ritamálsins til framdráttar er það kæmi fram á sviðið; óteljandi eru þau bréf, sem hann hefir skrif- að til þess að sannfæra menn, hvetja þá til déða og samræma baráttuna. Altaf hefir hann verið þar sem orustan var hörðust, fylgzt stöðugt með gangi máls- ins og gripið í taumana ef hon- um sýndist sem það mundi daga uppi á hinu háa pólitiska sviði. Úrslit mólsins í þjóðþinginu urðu því sigur fyrir hann og blað hans eftir fimmtán ára skelegga og drengilega baráttu. Úrslit málsins hafa vakið mikla gleði hjá frjálslyndum mönnum í Danmörk, þó finnst þeim þar skyggja á afstaða mennta- mannanna, að vilja vísa málinu til hæstaréttar, og reyna að fá því skotið á frest ef 60 þing- menn fást til þess. Það er ekki verið að áfellast vísindamenn fyrir það, þótt þeim sárni að meginhluti Árnasafns skuli flutt- ur til Reykjavíkur og miðstöð handritarannsóknanna verði þar, en hitt er talið ámælisvert hvað málfærsla þeirra hefir verið ein hæf og hve algjörlega þá hefir skort skilning á því hverja þýð- ingu það hefir fyrir ísland að endurheimta handritin. Afstaða mín í þessu máli mun vera kunn. Og eg fagna því að hinu langa stríði er nú lokið. Og þá sækja mig heim bernsku- minningar frá grundtvigsku heimili. Þar voru einnig kvöld- vökur og þar las faðir minn ljóð Runebergs fyrir mig, en mamma las íslenzkar sögur. Minnisstæð- ust er mér Fóstbræðrasaga, enda varð hún allt að því jafn vin- sæl meðal danskrar alþýðu eins og hún hafði verið meðal islenzkr ar alþýðu um aldir. Hún og Heið- arvígasaga er elztu íslendingasög urnar, skráðar á öndverðri 13. öld og hafa því ekki jafn list- rænan búning sem sögur þær, er seinna voru skráðar. En fólk ið dáði Fóstbræðrasögu, senni- lega vegna bess að hún var tengd sögu Ólafs helga, því að píslar- vættissaga hans varð ógleyman- leg norrænum þjóðum, og þá eigi síst ísendingum vegna þess að Snorri hafði nóð hámarki rit- snildar sinnar með ævisögu Ólafs í Heimskringlu, og hefir þar ef- laust scuðst við Fóstbræðrasögu Fram úr töfraljóma frásagnar Jörgen Bukdahl hans stígur mynd Ólafs, hetjunn ar og dýrlingsins. Ekkert hefii fremur hrifið hina íslenzku þjóð. Þess vegna hefir hún líka tekið tryggð við Þormóð, eins og hann kemur fram í Fóstbræðrasögu, ævintýr hans á íslandi, för hans til Grænlands og síðan til Noregs og Stiklarstaðar, þar sem hann ásamt Ólafi helga hvarf til him- ins og ódauðleikans. Skáld og hetja. Fáir hafa sem hann heill- að æsku Norðurlanda. Geymdar voru minningarnar um hann * Hauksbók, Flateyjarbók og Möðru vallabók, sem nú koma heim aft ur. Ljóslifandi steig hann fram af hinum gulnuðu blöðum við yzta sjónhring sögunnar, þai sem raunveruleiki og hugsýnii mætast. Og þannig kom hann inn á bernskuheimili mitt og inn í barnshjarta mitt. Af hrifningu fylgdi eg honum á æviskeiði hans fram til hinstu örlagastund ar. Einn þáttur sögunnar. varð mér ógleymanlegur, frásögnin af því þegar honum leiddist heima á Laugabóli og lagði af stað út í Bolungárvík til þess að sækja fisk. Þegar hann kom að Amar- dal var komið andviðri og hann fór þar í land, sló landtjaldi og ætl aði að bíða byrjar. Skammt það- an bjó ekkjan Katla og hjá henni var Þorbjörg dóttir hennar. Hún var kurteis kona, en eigi fögur. Hún hafði svart hár og svartar brýr og því var hún kölluð Kol- brún. Þormóður vandi þangað komur sínar. Og síðan lét hann húskarla fara á bátnum eftir fiskinum, en var sjálfur í Arnar- dal hálfan mánuð. Hann kvað þá til Þorbjargar þær vísur, sem kallaðar eru Kolbrúnarvísur. Þegar hann hafði flutt kvæðið, dró Katla gullhring af hendi sér og mælti: „Þetta fingurgull vil eg gefa þér að kvæðislaunum og nafnfesti, því að eg gef þér það nafn, að þú skalt heita Þor- móður Kolbrúnarskáld". Eg kannaðist eitthvað við þetta, þótt ungur væri, og því varð mér þetta lifandi fyrir hug- arsjónum. Eg náði í íslandskort og fann norður við ísafjarðar- djúp Arnardal .... þarna hafði það skeð .... sumarnótt, dögg- vott gras, niðandi á, Þorbjörg og Þormóður .... Og eg óskaði þess heitt að fá að sjá þennan stað. Svo leið mannsaldur. Að lok- um kom eg til íslands, og sein- asta ferð mín þar lá til fs'afjarð- ar og til Arnardals. Það var fagr- an septemberdag. Hérna var þá draumaland æsku minnar. Þarna er ströndin þar sem hann hafði tjaldað. Kvöldsólin skín. þar á grænt gras. Framundan er Djúp- ið og handan við það Snæfjalla- strönd. Aldir hafa horfið í tím- ans djúp, en sagan hefir varð- veitt þessar tvær vikur, sem Þor- móður var hjá Þorbjörgu; hérna hafa þau gengið meðfram ánni, þegar gráleit sumarnóttin breidd ist yfir þögul fjöll og voga; áin hefir niðað við steinana þá, eins og hún gerir nú. Þau hittust af hendingu eins og þúsundir ann- arra, sem löngu eru gleymdar; æskuástir, fáein orð, sem rjúfa þögnina, gullhringur .... Engan grunaði á því kveldi, að um þús- und ár myndi Norðurlönd geyma söguna um fund þeirra í Arn- ____________________<r er horfin bak við fjöllin, vindur strýkur grasið og áin niðar eirð- arlaus. Þormóður fór og sá Þor- björgu aldrei framar, gleymdi henni vegna hinnar bláeygu Þór dísar í Ögri og margra annarra seinna; hann vildi ekki binda sig. Hann leitaði hetjunnar, sem gæti leyst hin fegurstu ljóð hans úr læðingi. Hann fann hetjuna að lokum, og ásamt henni dauð- ann og ódauðleikann. Þessi septemberdagur í Arnar- dal. Hann stendur mér fyrir hug- arsjónum i dag og eins kvöld- vaka í fjarlægu dönsku sveitar- þorpi, er eg sem drengur hlýddi í fvrsta sinn á söguna af Þor- móði. Nú koma handritin heim, með söguna af Þormóði letraða á gulnuð skinnblöð. Nú er vor og grasið grær í Arnardal. Örlög manna fyrnast og gleymast, en náttúran er söm og jöfn. Og and inn er samur og jafn, þegar hann sigrar náttúruna, og verður oss samtíða. Þá bráðna aldirnar sam an í eina nútíð, og ungur stígur Þormóður fram af spjöldum sög unnar; ungur hefir hann verið í hvert sinn er menn lásu um ha.nn á kvöldvökunum í hinum afskekktu bæjum á íslandi; um aldir hefir hann ungur verið. Augu hafa tindrað og hjörtu hafa slegið en eru nú fyrir löngu orð in að mold í mold, En meðal nýrra kynslóða hittir Þormóður alltaf Þorbjörgu í Arnardal, og Katla dregur fingurgullið af hendi sér og segir: Þetta vil eg gefa þér að kvæðislaunum og nafnfesti, því að þú skalt he'ta Kolbrúnarskáld. Kolkrabba - vaða í Önundafirði FLATEYRI, 14. ág. — Aðfara nótt laugardags kom mikil kolkrabbavaða á land hér á eyrinni, en slíkt hefur ekki komið fyrir hér í ein tuttugu ár. Menn eni nú að veiða hann á færi undan bryggj- uum, liggja yfir honum á bát um úti á legunni. Fjórir bátar voru komnir út um miðjan dag, en þeim fjölgar áreiðan- lega með kvöldinu. Þessi kol- krabbavaða er óvenju snemma á ferðinni, því að vanalega verður ekki vart við krabb- ann fyrr en undir næstu mánaðamót. — Kristján. „Hypjaðu þig, rauði fjandi44 Tokyo, 14. ágúst (Reuter) —- LÖGREGLAN hér lenti í höggi við andkommúnista á flugvell- inum hér, þegar Aanastas Mik- oyan, varaforsætisráðherra Sov- étríkjanna, kom hingað í dag í 9 daga heimsókn. Reyndi lög- reglan að halda aftur af hópn- um, sem bar borða með áletr- uninni „Hypjaðu þig heim, Mikoyan, þú rauði fjandi!“ —. Þúsundir kommúnista og ann- arra vinstisinna voru einnig á flugvellinum, til þess að fagna gestinum. Flugvél ferst í Laos Vientiane, 14. ágúst - (Reuter). ALLIR 5 mennúnir í áhöfn bandarískrar C-46 flutninga- flugvélar létu lífið, er fiugvél þeirra fórst um 125 km norð- ardal, né að nafnið, sem hann j austur af Vieirtiane í g-ssr. Flug- fekk þar ætti eftir að V3rpa j vélin var i leiguflugi fyrir ljóma á Stiklarstaðaorustu, þ«r sem hann vígðist ódauðleikan- um ásamt Ólafi helga. Það líður að kveldi. Haustsólin hægrisinnastjórnina í Laos og flutti hrísgi-jón og eldsneyti. Ekkert þykir benda til þess, að hún hafi verifí skotin niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.