Morgunblaðið - 16.08.1961, Blaðsíða 16
16
' MORCVTSBLAÐIÐ
Miðvikudagur 16. ágúst 1961
búið var að loka undir nóttina.
Það reyndist heppni.
Hún tók mig með sér og
keypti handa mér mat. Síðan
fór hún með mig á fínt hóte’ og
þar fékk ég glaesilegt herbergi
og rúm út af fyrir mig. Ég átti
engin orð til að lýsa undrun
minni. Mörgum árum seinna fór
ég aftur þangað til að sjá stað-
inn, og þá sá ég að þetta var
bara KFUM hótel, en þegar ég
kom þangað fyrst fannst mér
það eins og Waldorf Astoria.
Þessi kona var svo vingjarnleg,
að ég reyndi að fá hana til að út-
vega mér vinnu.
„Ég er dugleg að vinna,“ sagði
ég. „Ég get þrifið til, þvegið
tröppur og skúrað gólf.“ En þeg
ar hún spurði mig að heiti, vildi
ég þó ekki segja henni það. Hún
vissi, hvernig í öllu lá, og brosti
bara. „Já, ég veit hvernig ástatt
er, og ég veit, að þú veizt að ég
veit það. Þú ert óvitlaus," sagði
hún.
Morguninn eftir kom hún aft-
ur og fór með mig á heimili, sem
félagið rak. Þar var gott að
vera. Maturinn var góður, og
fjöldinn allur af krökkum var
þar. Þau höfðu ekkert að gera,
nema að leika sér. Bak við húsið
var stærðar leikvöllur með
rennibrautum og rólum og alls
konar tækjum. Hár múrveggur
•kýldi okkur frá götunni.
Ég hlýt að hafa verið þama í
hálfan mánuð, áður en mamma
fann mig. Einn morguninn var
farið með mig niður til að hitta
konuna, sem var komin að
sækja mig. Það var ekki mamma,
heldur kona, sem hét frú Levy.
„Ég fer ekkert,“ sagði ég. „Ég
ætla að vera hér kyrr.“
,Hversvegna?“ spurði hún.
„Er eitthvað að?“
„Nei. Mér þykir bara gaman
að vera hérna“.
,En ég ætla með þig til
mömmu þinnar.“
Ég tók eftir að hún sagði ekki
„móður“ heldur „mömmu". Og
hún sagði það þannig, að mér
datt í hug, að ef til vill vseri hún
ekki sem verst. Frú Levy var
konan sem mamma vann fyrir
í Long Branch. Hún sagði mér,
að mamma vaeri að passa börn-
in hennar, en sjálf hefði hún
komið í bí’lnum til að sækja mig.
Þegar ég heyrði, að hún ætti
bíl fóru að renna á mig tvær
grímur. Og þegar ég sá, hvað
bíllinn var glæsilegur, var ég
reiðubúin að fara hvert á land,
sem væri, bara til að komast í
bílinn. Svo sjaldan hafði ég
komið inn í bíl, að ég gat ekki
sleppt nokkru tækifæri til þess.
Síðan ókum við úr miðborg
iNew York út í Long Branch.
.Loks áttum við Sadie að fá að
vera saman. Nú myndi ailt
ganga vel. Hún hafði meira að
segja fengið vinnu handa mér.
Auðvitað átti ég að vera stofu-
stúlka — hvað annað?
Konan, sem ég átti áð vinna
fyrir var stór, feit og löt. Hún
gerði ekkert annað, allan daginn,
en aka sínum breiða rassi á bað-
ströndinni. Eg gerði ekki mikið
meira. Allt, sem ég þurfti að gera
var að sofa og eta, afhýða svo-
lítið af lauk og grænmeti til að
halda höndum hennar fallegum,
þvo upp nokkra diska, til að þær
yrðu ekki grófar, og þurrka af
ryk, svo að hún þyrfti ekki að
hreyfa sig.
Þessi feita, stóra dræsa gerði
ekki handarvik allan daginn, unz
fimmtán mínútur voru þangað
til maður hennar átti að koma
heim. Þá varð hún sjóðvitlaus.
f staðinn fyrir að segja mér, hvað
hún vildi að ég gerði, varð hún
æst af því að maðurinn hermar
beið, fór að æpa og kalla á mig
og kalla mig „nigger“. Ég hafði
aldrei heyrt það Orð áður og
vissi ekki hvað það þýddi. En
reyndar gat ég getið mér þess
til af raddblæ hennar. Þetta
heimili var furðulegt. fullt af
skrítnum húsgögnum og drasli,
sem bara safnaði ryki, og allt
var fullt af púðum. Allt af var
hún að nöldra um þessa púða
við mig.
Ég varð ekki mosavaxin þar.
Eitt sinn, rétt áður en hún fór
niður á ströndina, dró hún fram
stóra gamla værðarvoð og skip-
aði mér að þvo hana. Ég reis
upp á afturlappirnar. Ég átti að
þvo, svo að ég sagði henni, hvað
hú gæti gert við þennan voðar-
skratta sinn. Það varð endinn á
þeirri vistinni. Ég hafði hvort eð
er engan áhuga á að vera þerna
hennar, og reyndar ekki ann-
ara heldur. Mér fannst, að eitt-
hvað betra en þetta hlyti að vera
til.
Þegar ég kom aftur til mömmu
og sagði henni alla sólarsöguna,
vissi hún ekki hvern fjandann
hún ætti að gera við mig. Ég
hafði lokið við tólf ára bekk í
Baltimore, og hafði ekki mætt
síðan. Ef ég færi til baka myndi
ég verða spurð, hvað ég hefði
eiginlega verið að gera. Ég hafði
heldur ekkert í skóla að gera,
nema ég hefði einhvern stað að
búa á. Mamma átti örlitla spari-
peninga, og á endanum sagðist
hún skyldu koma með mér til
Harlem og leigja handa mér her-
bergi.
í raun og veru var mamma
enginn græningi. en stundum gat
það þó komið fyrir. Staðurinn,
sem hún fann handa mér að búa
á var hvorki meira né minna
en munaðaribúð rétt við hundr-
að fertugustu og fyrstu götu í
Harlem. Þarna var borguð okur-
leiga. Mamma fékk handa mér
herbergi í fallegri íbúð, sem til-
heyrði konu að nafni Florence"
Wiliiams. Ég hafði ekki tæmt
dalla og lagt fram karbólsápu og
handklæði hjá Alice Dean í
Baltimore til einskis. Ég vissi
hvað klukkan sló. En það vissi
mamma ekki. Hún borgaði Flor-
ence fyrir herbergið mitt fyrir-
fram, og bað með alvörusvip
hina skrúðklæddu, laglegu konu
að líta nú vel eftir litlu dóttur
sinni. Florence var ein helsta
melludrottning í Harlem.
Hún gæti alveg eins hafa beð-
ið Eleanóru litlu að líta eftir
Florenoe. Mér fannst ég vera
hasarskutla. Eftir nokkra daga
fékk ég tækifæri til að verða
fullgild 500-kalls símavændis-
kona, og ég var ekki sein að
nota mér tækifærið. Jalke að-
ferðin, sem svo mikið var fjarg-
viðrazt út af nýlega var jafnvel
þá ekkert nýtt fyrirbrigði. Meira
að segja mér var ekkert nýtt í
þessu, nema straumlínulagað
símatæki. Ég hafði séð þessa
furðusíma áður í kvikmyndum,
síma sem maður svarar í liggj-
andi í rúminu, í staðinn fyrir
gömlu veggáhöldin. Strax og ég
sá þá var ég ákvéðin í, að ég
þyrfti að fá svona nokkuð. Samt
var ég ekkf ánægð með hvaða
síma, sem réttur yrði að mér.
Það átti að vera hvítur sími. Og
símamir hjá Florence voru ein-
mitt hvítir.
Brátt hafði ég tvo hvíta stráka,
Sem ég mátti búast við reglu-
lega,- öðrum á miðvikudögum,
hinum á laugardögum. Stundum
kom fyrir að annarhvor þeirra
kom tvisvar í sömu vikunni. Frú-
in tók einn fjórða í leigu. Af-
gangurinn var meiri hvern dag
en ég gat fengið, á mánuði í
stofustúlkustarfi. Þar að auki
þurftu aðrir að þvo af mér. Þetta
var lítil stofnun. Florence var
þama aðeins með tvær, auk
mín, önnur var gul og hét
Gladys, hin var hvít, en ég man
ekki hvað hún hét.
Ekki leið á löngu unz ég átti
peninga til að kaupa ýmsa hluti,
sem mig hafði lengi langað til
að eignast, fyrsta ósvikna silki-
kjólinn minn og rándýra skó úr
fínu leðri með pinnahælum.
En ég var ekki gædd þeim
hæfileikum, sem vændiskona þarf
að hafa. í fyrsta lagi var ég
skíthrædd við kynlíf, og ekki að
ástæðulausú. Fyrst hafði ég orð-
ið fyrir barðinu á Hr. Dick. Svo
hafði trompetleikari úr stórri
negrahljómsveit tekið mig á
gólfinu í stofunni hennar ömmu
þegar ég var tólf ára. Það var
svo slæmt, að ég kom ekki ná-
lægt karlmönnum lengi á eftir.
Ég minnist þess, að ég var svo
meidd, að ég hélt ég væri að
deyja. Ég fór til mömmu og
fleygði blóðugum fötunum af
mér með viðbjóði fyrir fætur
hennar.
„Svo þetta er það, sem þið
pabbi gerðuð, þegar ég svaf til
fóta við rúmið ykkar í sedrusvið-
arkistunni.“ æptj ég að henni.
Hvað gat hún sagt? Ekkert.
Lún stundi svolítið um, að barn-
ið hennar hefði verið með karl-
manni og var utan við sig í
marga daga af hræðslu um að ég
yrði ólétt á sama hátt og hún
hafði orðið. Þarna hafði ég hitt
á hennar veikasta blett, hún gat
engum vörjjum við komið. Þá sór
ég þess dýran eið, að skipta mér
ekki framar af karlmönnum. Ég
sagði henni, að hún þyrfti ekki
að óttast að ég hagaði mér eins
og hún og pabbi höfðu gert.
Svo var það einu sinni, að stór
negri kom til Florence’s og vildi
enga nema mig. Hann borgaði
mér tvöþús.kall, og það var ódýcrt
fyrir hann, ef tekið er tillit til
þess, að hann hálfdrap mig. Ég
var óvinnufær dögum saman og
gat ekki einu sinni stigið í fæt-
urna. Mamma kom og heimsótti
mig á meðan ég lá í rúminu. Hún
— Ég sé, að þið hafið hér
útvexpssenditæki.
— Jlá, skógarhöggsfyrirtækið
lætux okkur fá þau. Þau auð-
velda leiðsögn þeirra, sem
slökkva skógareldana.
— Þakka þér fyrir móttökurn-
ar, Ruth......Þú mátt til að
líta einhvern tíma til okkar til
þess að hitta Sirrý og föður
hennar.
— Ég geri það .... Það er
stundum svo óttalega einmana-
iegt héma.
— Þetta virðist allra viðkunn-
anlegasta fólk .... Ég gæti trú-
að, að þeim reyndist oft erfitt
að láta endana ná saman.
vissi ekki, hvað skeð hafði, en
hún var ekki fyrr búin að sjá
mig en hún sagði, að ég ætti að
fara á spítala.
Ég var svo veik að mér var
sama þótt ég færi — þangað til
ég sá einkennisstafina á húfunx
strákanna, sem komu með sjúkra
börurnar. Ég hafði heyrt getið
um spítalann, sem þeir komu frá.
Stelpur, sem ég þekkti höfðu
farið þangað með lungnabólgu
og komið aftur án eggjastokk-
anna. Þess vegna settist ég upp
í rúminu og sendi sjúkrabílinn
í burtu, skreiddist fram á bað-
herbergið, og þegar ég hafði
fengið að eta síðar meir fór mér
að batna.
Það var engin furða, þó að ég
væri dauðhrædd við kynlífið. Það
var heldur ekki undarlegt, að ég
neitaði, þegar svartur strákur,
Big Blue Rainier að nafni, kom
í heimsókn. Hann var í félagi
við Bub Hewlett, sem átti
Harlem um þessar^piundir. Þeir
eru báðir komnir undir græna
torfu núna, en þá voru þeir mikl*
ir menn. (
SJÚtvarpiö
Miðvikudagur 16. ágúst
8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón
leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35
Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar.
12:25 Fréttir og tilkynningar),
12:55 ,,Við vinnuna“: Tónleikar.
15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:09
Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk,
16:05 Tónleikar. — 16: 30 Veður-
fregnir),
18:30 Tónleikar: Operettulög. t
18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr,
19:30 Fréttir.
20:00 Tónleikar: Píanósónata nr. 11 I
B-dúr op. 22 eftir Beethoven. —•
Wilhelm Kempff leikur.
20:25 Frásöguþáttur: Kvöld í Arnar-
firði (Hallgrímur Jónasson kenn-
ari). .
20:45 Léttir kvöldtónleikarj
a) Hilde Giiden syngur óperettu-
lög með kór og hljómsveit
Ríkisóperunnar í Vínarborg.
b) Þrjú stutt hljómsveitarverlc
eftir Stravinskij: .
1) Sirkus-polki og Flugeldar,
fantasía. — Fílharmoníu-
hljómsveitin 1 New Yoríc
leikur; höf. stj.
2) „Ibenholt-konsert*. — --
Woody Herman leikur £
klarínettu ásamt hljóm«
sveit sinni; höf. stj.
21:20 Um slysavarnamál — síðara er*
indi (Garðar Viborg erindreki).
21A0 Tónleikar: Strengj akvarttett í
D-dúr op. 64 nr. 5 („Lævirkja-
kvartettinn“) eftir Haydn. —
Janacek-kvartettinn leikur.
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Kvöldsagan: „Osýnilegi maður
inn“ H. G. Wells; XVI. (Indriði
G. Þorsteinsson rithöfundur).
22:30 „Stefnumót í Stokkhólmi": Nor-
rænir skemmtikraftar flytja göm
ul og ný lög.
23:00 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 17. ágúst
8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón
leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35
Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar.
12:25 Fréttir og tilkynningar).
12:55 „A frívaktinni", sjómannaþáttur
(Kristín Anna Þórarinsdóttir).
15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:03
Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk.
16:05 Tónleikar. — 16: 30 Veður-
fregnir).
18:30 Tónleikar: Lög úr óperum.
18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr,
19:30 Fréttir.
20:00 Tónleikar: Konsert fyri fagot og
hljómsveit í F-dúr op. 75 eftir
Weber — Karel Bidlo og tékk-
neska fílharmoníuhljómsveitin
leika. Kurt Redel stjórnar.
20:20 Ferðaþáttur frá Þýzkalandi: Kast
alarústir 1 Moseldal (Einar M,
Jónsson rithöfundur).
20:45 Tónleikar: Kvintett 1 Es-dúr op,
44 eftir Schumann. Arthur Rub-
instein leikur á píanó ásamt
Paganini-kvartettinum.
21:15 Erlend rödd: „Hvers vegna ég
starfa í leikhúsinu“ eftir Albert
Camus (Sigurður A. Magnússon
blaðamaður).
21:35 íslenzk tónlist: Tvö verk eftip
Þórarin Jónsson.
a) Huldur — Karlakór Reykja-
víkur syngur. Píanóleikarix
Fritz Weishappel. Stjórnandi;
Sigurður Þórðarson.
b) Forleikur og tvöföld fúga yfip
nafnið BACH fyrir fiðlu án
undirleiks. — Björn Ólafsson
leikur.
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Kvöldsagan: „Ösýnilegi maðup
inn“ H. G. Wells; XVII (Indriði
G. Þorsteinsson rithöfundur).
22:30 Sinfóníutónleikar:
Sinfónía nr. 1 í c-moll op. 6S
eftir Brahms. — Concertgebouw-
hljómsveitin 1 Amsterdam leikur,
Eduard van Beinum stjórnar. j
23:10 Dagskrárlok.