Morgunblaðið - 16.08.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.08.1961, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 16. ágúst 1961 MORGVNBLAÐIÐ 9 Sextug : Hákonar- dóttir húsfreyja í Reykjarfirði Rag.nheiður Hákonardóttir, hús íreyja í Reykjarfirði við ísafjarð ardjúp á í dag sextugsafmæli. Hún er fædd að Reykhólum, dóttir hjónanna Hákonar Magnús eonar, bónda þar, og Arndísar Bjarnadóttur, Þórðarsonar, bónda á Reykhólum. Ólst hún upp í iheimahúsum og fékk þar gott uppeldi. Árið 1919 giftist hún Salvari Ólafssyni í Reykjarfirði. ágætum og dugandi manni. Hófu þau búskap sinn í Reykjar- tfirði og bjuggu þá á hluta á jörð- inni. Siðan fluttust þau að Bjarnastöðum og bjuggu þar í mokkur ár. í Reykjarfirði hafa •þau síðan búið óslitið árin 1931 til 1960. Þá tók Hákon sonur þeirna og Steinunn Ingimund- ardóttir, kona hans, við búi á hinu forna stórbýli og sýslu- mannssetri. En í Reykjarfirði bjuggu þau Ragnheiður og Salv- ar á stórbúi við rausn og mynd- arskap. Hafa þau gert miklar umbætur á jörð sinni og setið íhana með sæmd. Þau Ragnheiður og Salvar eiga fimm böm á lífi. Eru þau Gróa, sem gift er Halldóri Víglunds- syni, vitaverði, Sigríður, gift Baldri Bjarnasyni, bónda í Vig- ur, Amdís, gift Júlíusi Jónssyni, l - Afram vegirm ar ekki var hægt að gera allt, sem um var beðið. — Verzlan- irnar hafa samt allar lánað mér, þegar ég er blankur og ég lánað þeim — það er til góð samvinna þó ekki sé um neitt samvinnu- íélag að ræða! , — Hvað um framtíðina? r — Ég gutla við þetta á meðan ég get — en hvað skeður þegar steypti vegurinr. kemur, það veit ég ekki — þá verða líklega ein- hverjir atóm- eða loftpúða bílar, sem ég fæ ekki próf á — nú, þá er bara að keyra barna börnin í þeirra vögnum, þó ég sé ekki vanur því. — — Hvað er þér minnisstæðast úr ferðum þínum? — Ég veit ekki hvað ég ætti að telja fyrst — það er margt sem kemur fyrir á langri leið. Ég hefi komið að slysum — séð aðra bíla setja upp hjólin — einusinni sá ég framhjól brotna undan grútarbíl og hélt ég fengi það innum framrúðuna. — Þá var konan mín með og elzti strákurinn — og mikið urðu þau hrædd, en allt fór vel — nema grúturinn hann fór í hraunið. Einusinni hafði ég farþega með mér, sem sá einhver ósköp af draugum, og munaði litlu að ég væri ekki farinn að sjá þá lika þegar við komum á Stapann. Einusmni missti ég afturhjólið undan bílnum, á argasta þvotta- bretti og varð að elta það lengst inná tún hjá Jóni Ben í Vogun- um og á veginum sat kerran og ekkert slys varð að því. — Það er alltaf eitthvað að koma fyrir — annars væri tilveran óbærileg. — Óli, komstu ekki með kex- ið? — Jú, ég n« ekki í það fyrr en ég er búinn að losa meira, það er fremst. — — Óli, það er sími til þín — það er verið að spurja í bóka- toúðinni hvort þú hafir komið með dönsku blöðin? ★ Þannig gengur lífið dag eftir dag og ár eftir ár — og enn mun Óli þrauka lengi. Keflavík mundi vissulega missa úr svip sínum góðan og traust- an þátt, ef Ólafur Ingibersson hætti að fara og koma — og í höfuðborginni mundu margir sakna hins ljúfa og örugga sendi- herra Keflavíkur. — Helgi S* bónda í Norður-Hjáleigu í Vest- ur-Skaftafellssýslu, Hákon bóndi í Reykjarfirði, kvæntur Stein- unni Ingimundardóttur frá Hólmavík og Ólafía, gift séra Baldri Vilhelmssyni, presti í Vatnsfirði. Öll eru börn þeirra hjóna traust og myndarlegt fólk, eins og þau eiga kyn til. Ragn- heiður í Reykjarfirði er glæsi- leg kona og hinn mesti skörung- ur í sjón og raun. Bar heimili hennar jafnan svip myndarskap- ar hennar, listrænna hæfileika og höfðingsskapar. Var þar gest- risni mikil og viðmót húsbænda hlýtt og drengilegt. Frú Ragnheiður hefur gegnt ýmsum störfum utan heimilis síns, m. a. hefur hún stundum verið ráðskona á hinu stóra skólaheimili í Reykjanesi, þegar skólinn hefur þarfnast starfs- krafta hennar. Þessi merka húsfreyja er enn- þá ung í sjón og raun, enda þótt hún sé nú orðin 60 ára gömul. Hún er ung í hugsunarhætti, gengur glöð og reif til starfa sinna og unir sér hvað bezt með- •al ungs fólks. Það er henni og manni hennar mikil gæfa og gleði að sonur þeirra og tengda- dóttir hafa nú tekið við búi í Reykjarfirði og munu halda þar uppi sömu rausn og myndarleg- um búnaðarháttum og fyrr. Vinir og venzlamenn Ragn- heiðar í Reykjarfirði flytja henni hugheilar árnaðaróskir sextugri um leið og þeir þakka henni mikil og góð störf, tryggð og vináttu. S.Bj. Kirkjubæjar-Blesi vann KAPPREIÐAR Harðar við Arn- arhamar þann 13. ágúst tÓKUst mjög vel. Úrslit urðu: Góðhestakeppni: 1. Neisti Einars Magnússonar, Litlalandi. 2. Blesi Kristjáns Tómassonar, Meðalfelli. 3. —4. Gustur Guðm. Ólafssonar, Glæsir Guðjóns Hólm, Króki. 250 m. skeið: 1. Blesi Guðm. Þorsteins- sonar ................ 25.4 2. Óðinn Þorgeirs Jónssonar, Gufunesi .............. 26.4 3. Blesi Kristjáns Finns- sonar ................. 28.5 250 m viðvaningahlaup: 1. Von Guðm. Jónssonar, Laxamýri............... 20.1 2. Freyfaxi Guðm. Ólafs- sonar ................. 20.3 3. Brúnn Gústafs Sæmunds- sonar, Sólvöllum ...... 20,6 300 m stökk: 1. Grámann Sig. Sigurðs- sonar ................. 23.5 2. —2. Snarfari Guðm. Ás- mundss. og Fálki Þor- geirs Jónssonar .... 23.8 350 m stöKic: 1. Kirkjubæjar-Blesi Jóns M. Guðmundssonar .. 26.9 2. Blakkur Þorgeirs Jóns- sonar ................ 27.0 3. Garpur Jóhannesar Jóns- sonar, Dalsgarð ......... 27,1 Veður var hið bezta og fjöldi fólks sótti mótið. í góðhesta- keppni var keppt um Skærings- bikarinn og hlaut Einar Magnús son hann verðskuldað fyrir Neista sinn. Hið vanþakkláta starf góðhestadómnefndar unnu með sæmd og prýði þau Bogi Eggertsson, Rvík, Haraldur Sveinsson, Rvík og Sólveig Baldvinsdóttir, Hafnarfirði. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem kona tekur þátt í dómarastörf- um á hestaþingi og fer vel á því að konur taki þessi störf sem karlar. — 350 m stökkið var há- púnktur kappreiðanna en þar mættust kunnir hestar, svo sem , Garpur, Blakkur, Skenkur og Kirkjubæjar-Blesi, sem sigraði að þessu sinni. Mótið fór Vel fram og var félaginu til sóma. FJÖLRITARAR FJÖLRITARAR BAIMDA Höfum fyrirliggjandi mjög handhæga enska SPRITTFJÖLRITARA, ódýra og einfalda, sérlega hentuga fyrir skóla og félög ýmiskonar. Sjáið gluggasýningu að Klapparstíg 25—27 Nýjar vélar Gamalt verð SKRIFSTOFUVÉLARl Laugavegi 11 Símar: 18380, 24202 Fjölbreyttasta þjónusta í skrifstofuvélatækni . IMY SENMIMG - NYJAR VELAR TOTMIA GAIMALT VERÐ Itölsk meistarasmíði SJÁIÐ GLUGGASÝNINGU AÐ KLAPPARSTÍG 25—27 ^nnnr^ v MDMERIA TOTALIA s amlagnin gav élar, Þrjár gerðir: Rafknúin, 9x9 Með tveimur teljurum og sjálfvirkri margfölðun, Með deilingu og sjálfvirkri margföldun, NUMERIA hálf-sjálfvirkar margföldunarvélar, 10x8x16 á aðeins 11.602,70 skrifstofuvelarI Ofnci (wfwiw._I kr. 10,675.05 kr. 25.688,65 kr. 25.688,65 Fjölbreytt þjónusta í skrifstofuvélatækni CDYRAR SAMLAGNINGAVÉLAB Við höfum nú fengið enn eina sendingu af EVEREST samlagningavélum. Þær eru léttar og liprar í með förum og sérlega ódýrar. Henta mjög vel verzlunum og skrifstofum. V e r ð : Handvél 8x9, kr. 4.865.40 Handvél, 10x11, kr. 5.633.60 Rafknúin, 8x9, kr. 7.170.60 Rafknúin, 10x11, kr. 7.938,30 S.TATÐ GLUGGASYNINGU AÐ KLAPPARSTÍG 25—27, r^wlfs.T.QfuytLAW] fjölbreyttasta þjónusta í skrifstofuvélatœknL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.