Morgunblaðið - 05.11.1961, Page 4
4
MORCVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 5. nóv. 1961
■
— Fagra veröld
Framh. af bls. 3.
af „afrekinu" í Svoét-Rúss-
landi opnar möguleika fyrir
svo skuggalegri og ómennskri
framtíð, að mikið þrek þarf
til þess að horfast í augu við
hana.
ÖRNÓLFUR XHORLACIUS,
líffræðingur:
Þótt óglöggar fregnir liggi
fyrir um þessa rússnesku til-
raun, virðist mér auðséð, að
um vísindalegt afrek sé að
ræða, ef heimildir reynast
réttar.
Mig minnir, að frá því væri
greint í blöðum fyrir
skemmstu, að ítölskum vís-
indamönnum hefði tekizt að
frjóvga mannsegg og fylgj-
ast með fyrstu þróun fósturs-
ins utan líkama móðurinnar.
Nú er svo að sjá sem Rússar
séu komnir allmiklu lengra á
sömu braut.
Rannsóknir á vexti einangr
aðra vefja utan líkamans hafa
um hálfrar aldar skeið fært
vísindunum margþættar upp-
lýsingar um eðli lifandi fruma
og kröfur þær, sem þær setja
til umhverfisins. Hér virðist
vera að bætast við ný aðferð
til að kanna eðli lífsins.
Trúlega á það enn langt í
land, að vísindunum takist að
skapa mannsfóstri skilyrði til
að ná fullum þroska utan
líkama móðurinnar.
Ég sé ekkert ómóralskt við
tilraunir af þessu tagi. Mér
sýnist viðurkenndum og gam
alreyndum aðferðum til mann
fjölgunar — og raunar öll-
um þeim móral, sem mann-
skepnan hefur verið að rækta
með sér nokkur hundruð þús
und ár, — standi mun meiri
hætta af þeim ógnunum, sem
búa að baki kjgrnorkutilraun
um stórveldanna, en af til-
raunum vísindanna til að
kynnast innsta eðli lífsins.
JÓHANN HANNESSON,
prófessor:
Þegar rætt er í erlendum
blöðum um „hinn syntetiska
mann“ þá er fyrst af öllu að
athuga að hann er alls ekki
syntetiskur, heldur ectogenet
iskur, það er að segja til
orðinn og fóstraður utan móð
urlífs. Að stofni til er hann
oss líkur, til orðinn úr egg-
frumu einhverrar móður og
sæðisfrumu einhvers föður.
Hið nýja er fólgið í því að
hann á sér enga sögu sem
fóstur í móðurlífi, heldur að-
eins utan þess. Einhver vél-
rænn og kemiskur útbúnaður
keniur honum í móður stað.
En sá ectogenetiski maður,
sem getið var í fréttum, varð
aldrei fullburða, heldur dó
meðan hann var aðeins um
500 gr. að þyngd.
Hið íslenzka nýyrði „tækni
frjóvgun" er einnig villandi,
því ekki var um að ræða að
tæknin frjóvgaði, heldur
fruma. Gervifrjóvgun kæmist
nær merkingu orðanna „arti-
ficial insemination“, gervi-
sæðing væri þó betra, því
enginn grundvallarmunur er
á aðferðum við sæðingu
manna og dýra. Þegar hins
vegar tæknileg aðgerð kem-
ur í stað frumu til frjóvgun-
ar á eggi, þá væri tækni-
frjóvgun réttnefni. Mér vit-
anlega hefir þetta aðeins tek
izt á eggjum mjög frum-
stæðra lífvera.
Ectogenetisk framleiðsla
á mönnum.
Ég hef verið spurður hvað
um ectogenetiska manna-
framleiðslu, og tilraunir þar
með, væri að segja frá heim-
spekilegu og guðfræðilegu
sjónarmiði. Verður það að-
eins sagt með örfáum orð-
um.
Þar sem vísindi eru frjáls,
eru þau jafnvíg til blessunar
sem bölvunar mannkyninu.
Vísindin þekkja enga lotn-
ingu fyrir lífinu né neinn
ótta við dauðann, engan
greinarmun góðs og ills, dáða
og ódáða. Fer hér allt eftir
stefnumarki þeirra, er á mál-
um halda. Stefni þeir til
dáða — þ.e. góðra og gagn-
legra verka — þá efla vís-
indin alla dáð. Sé stefnt til
édáða, þá eru vísindin jafn
vel fallin til að efla þær.
Viljum vér að vísindin séu
algjörlega frjáls, óháð öllum
sjónarmiðum utan síns eigin
sviðs, þá höfum vér enga
rökræna ástæðu til að mót-
mæla neinni vísindalegri til-
raun. Ef vér mótmælum af
mannúðarástæðum, þá höfum
vér sett siðgæði mannúðar-
innar ofar vísindunum í af-
stöðu vorri til lífsins. —
Sjálfur er ég hér ekki í
vafa um hvor verðmætin séu
æðri — og tel mig í sæmi-
legum félagsskap með þá
skoðun. (Sbr. Scheler, Berg-
son o.fl.)
Þá ber að athuga að vís-
indin — eins og fleiri grein-
ar mennlngarinnar, eru æ
meir að komast undir deter-
minasjon — nauðung —, sem
hvarvetna gerir vart við sig.
Og nauðungin seilist æ lengra
og lengra. Dæmi úr daglegu
lífi: í matartímanum hlust-
um vér á auglýsingar fegurð
arsamkeppni og hrossakjöts,
dansleikja og skama og langa
runu af alls konar öðru
stagli. En nauðungin stefnir
jafnan að einhverju marki,
sem einhverjar viljaverur
telja æskilegt, að pólitísku,
efnahagslegu, íistrænu marki,
þar sem greinarmunur góðs
og ills þurrkast út.
Samkvæmt hinu kristna trú
arsíðgæði er oss bannað að
valda dauða mannlegrar
veru, hver sem hún er.
Vér gerumst brotlegir við
kærleikslögmálið með því að
valda mannlegum verum
dauða, hvort sem vér gerum
það með styrjöld, morði,
refsingu, barnaútburði, tauga
stríði, fóstureyðingum, aug-
lýsingum, vísindatilraunum,
eiturlyfjum eða einhverjum
öðrum aðgerðum. Með þessu
verðum vér brotlegir — nauð
ugir eða viljugir — gegn
Guði og náunga vorum og þá
um Ieið sekir, og verðskuld-
um refsingu. Það breytir engu
þótt vér gerum eitthvað af
þessu til neyddir eða af hug-
sjón, vér verðum samt sek-
ir, jafnvel þegar vér höfum
málsbætur réttarfarslega. 1
heiðnum sið báru menn börn
út .með köldu blóði. Jafnvel
svo mætur spekingur og snill
ingur sem Plató vildi láta
hin óæskilegu böm „hverfa"
(sjá Ríkið, V. bók), en hin
æskilegu börn skyldu fram-
leidd í þeim fjölda sem stjórn
endur Ríkisins álitu að æski-
legt væri.
Hið eðlilega mannlíf hefir
sínar þrenginga- og fagnað-
arstundir. Þegar konan elur
barn, er hún hrygg í lund,
því að stund hennar er kom-
in, en þegar hún hefir alið
barnið, minnist hún ekki
framar þjáningarinnar af
gleðinni yfir því að maður
er í heiminn borinn. Þannig
lýsir Jesús þessum þætti í
lífi kvenna — og verður það
betur gert? Konur, sem fagna
komu barna sinna, tala um
lífsbylgjuna sem ber þær á-
fram — án þess að þekkja
nokkuð til kenningarinnar um
elan vital.
Með ectogenese er auðvit-
að því stefnt að losna við
alla óæskilega foreldra í Rík-
inu og einkum þó við áhrif
kvenna í uppfóstrun komandi
kynslóða og fela allt sérfræð
ingum frá fyrstu stund. —
Mannakynbætur eru mark-
miðið. Þetta sézt einnig í
hinni nýju skólalöggjöf Ráð-
stjómarríkjanna. Markmiðið
er að, framleiða fullkomna
menn og veita þeim fullkom-
ið uppeldi, losa konumar við
móðurhlutverkið og áhyggjur
og fögnuð barnsfæðinganna.
Með því má stórauka fram-
leiðslu Ríkisins, þar eð auð-
ið verður að gjömýta vinnu-
kraft kvennanna. Fjölmargar
þeirra munu fagna þessu, en
áreiðanlega ekki allar. Enn
þá er þó hinn fyrsti ectagene-
tiski maður ekki kominn lif-
andi í þennan heim. Og þeir
læknar sem byggja á arfin-
um frá Hippokratesi gamla
og reglunni nihil nocere —
að skaða ekkert — munu
verða tregir eða algjörlega
ófúsir til slíkra tilrauna sem
hér um ræðir.
LOKS fer hér á eftir í
stórum dráttum hugmynd
kaþólsku kirkjunnar um
mál þetta eins og það ligg
ur fyrir nú. Séra Hacking,
prestur í Kristskirkju,
Landakoti, svarar:
Óeðlileg frjóvgun kallast
sérhver tilraun til að frjóvga
egg konu með einhverjum
þeim hætti, sem kemur í stað
inn fyrir eðlilegt samræði.
Þetta mál hefur verið' at-
hugað af ýmsum læknum nú
á dögum og mikið um það
rætt í tímaritum lækna.
Frá vísindalegu sjónarmiði
hafa læknar aðallega fengið
áhuga á hinni óeðlilegu frjóvg
un sem ráði til að koma til
leiðar getnaði í tilfellum, þar
sem um var að ræða óviðráð
anlega ófrjósemi.
En auk stéttar-tímarita
lækna hafa blöð og tímarit
fjallað um þessi mál, þar hef-
ur verið ritað um „rannsókn-
arstofubörn“ (laboratorium'-
eða test tube-babies) og
árangurinn varð sá, að marg-
ir meðal almennings trúðu
því, að læknar væru yfirleitt
þessu máli fylgjandi og að
öllu siðferði væri fullnægt.
Óeðlileg frjóvgun (sæðing)
hefur þegar fyrir löngu ver-
ið viðhöfð við dýr.
Sagt er, að Arabar hafi
þegar á 14. öld viðhaft hana
og frjóvgað þannig hryssur
óvinanna með minniháttar
graðhestum sínum.
Árið 1870 framlcvæmdi vís-
indamaðurinn Spallanzi á-
þekka sæðingu hjá tík.
Nú er þetta orðin mjög al-
geng aðferð, þegar um dýr
er að ræða.
Sá, sem vitað er um, að
hafi fyrstur manna viðhaft
með árangri óeðlilegan flutn-
ing sæðis milli mannlegra
vera, er John Hunter (1790).
f Bandaríkjunum var ein-
hver J. M. Slim talinn fyrst-
ur manna þar. sem tókst að
framkvæma óeðlilega frjóvg-
un, árið 1866.
I bandaríska tímaritinu
„Journal of AMA“ gefa Sey-
mour og Koerner nákvæmt
yfirlit yfir þessa aðferð, í
grein sem nefnistc Artificial
insemination.
En ljóst er, að þessi að-
ferð er viðhöfð í ríkari mæli
en flesta grunar.
Forvígismenn hennárleggja
sig mjög í líma, til þess að
komast hjá agalegum mála-
ferlum — en skeyta Iítið eða
ekkert um hina siðferðilegu
hlið málsins.
Lítið hefur verið ritað um
hina siðferðilegu hlið þess.
Þar sem til hinnar óeðli-
legu frjóvgunar þarf oft sæði
frá þriðju persónu, er hér
um misnotkun á getnaðarfær
um manns að ræða, og er
hún þar af leiðandi ósiðleg.
Samkvæmt úrskurði frá
Sanctum Officiium 24. marz
1897 var því lýst yfir, að hún
væri ósiðleg og óleyfileg.
Óeðlileg frjóvgun er ósið-
leg vegna þess, að hún felur
í sér tvöfalt brot gegn sið-
semi.
Hún byggist ekki eingöngu
á rangri notkun getnaðarfær
anna (sáðláti fyrir sjálfsflekk
un), heldur stríðir hún einn-
ig gegn hjónabandinu.
Eðli hjónabandsins leyfir
ekki, að konan taki við sæði
frá neinum öðrum en eigin-
manni sínum.
Rétturinn til barneigna er
fenginn vegna hjónabands-
sáttmálans. Þann rétt má
ekki yfirfæra til einhvers
þriðja aðila.
Einnig er óeðlileg frjóvgun
ósiðleg vegna þeirra að-
ferða, sem beita þarf til þess
að komast yfir' það sæði, sem
nota skal. Það er siðferðilegt
lögmál, að óleyfileg ráð megi
aldrei nota í góðum tilgangi.
(Tilgangurinn réttlætir ekki
meðalið).
Nú er sérhvert ráð til þess
að komast yfir sæði, svo sem
sjálfsflekkun, ófullkomið og
stöðvað samræði (onanismus)
og notkun „condoms", óleyfi
leg notkun getnaðarfæranna.
Menn geta því ekki viðhaft
þau, enda þótt í góðum til-
gangi sé. — Aðrar aðferðir til
óeðlilegrar frjóvgunar (að
vísu eru orðin hér tekin í
breiðari merkingu), eru leyfi
leg, og má viðhafa þau, þeg-
ar alvarlegar aðstæður eru
fyrir hendi.
Slíkar aðferðir mætti frem
ur nefna: „aðferðir til stuðn-
ings náttúrunni“.
Tvær aðferðir geta verið
leyfilegar til að koma frjóvg-
un til leiðar í tilfellum, þar
sem einhverjir líffæra-erfið-
leikar myndu koma í veg fyr
ir hana.
í fyrsta lagi má taka sæð-
ið, sem með eðlilegu samræði
hefur verið flutt inn í legið,
með sprautu og síðan dæla
því lengra inn í legið eða
móðurlífið.
Önnur aðferðin er sú, að
víkka leggöngin með ein-
hverju tæki eða gjöra á ann-
an hátt auðveldari leið sæð-
isfrumanna (spermatozoa) til
burðarlegsins.
Hvorug þessara aðferða er
óeðlileg frjóvgun í eiginlegri
merkingu.
Nefna má enn eina tegund
frjóvgunar.
Menn kynnu að spyrja,
hvort leyfilegt væri að dæla
í leggöng konu líffrumum
(spermatozoa), sem komnar
væru frá eiginmanni hennar,
án þess að samræði hefði átt
sér stað.
Sumir sérfræðingar í sið-
ferðisguðfræði töldu, að lík-
lega væri það leyfilegt, þar
sem engin sjálfsflekkun kæmi
til sögunnar.
En Píus páfi XII tók af
skarið með því að gefa þá
yfirlýsingu (29. sept. 1949),
að hann dæmdi sem ólöglega
sérhverja óeðlilega frjóvgun
— ekki eingöngu þá, sem
byggðist á „gjafa" sæði, —
heldur einnig sérhverja frjóvg
un, sem ekki yrði við sam-
ræði manns og konu.
Hann gaf yfirlýsingu eitt-
hvað á þessa leið:
Óeðlileg frjóvgun í hjóna-
bandinu, þar sem hið verk-
andi (actif) „element“, sem
notað er, er þriðji aðili, er
einnig ósiðlegt og sem slíku
ber að vísa því blátt áfram
á bug. —
Eingöngu hjónabands-aðil-
arnir hafa gagnkvæman rétt
á líkama hvors annars, til
að koma nýju lífi af stað,
og sá réttur er einkaréttur
og óyfirfæranlegur.
Auk þess er eiginlega ó-
nauðsynlegt að geta þess, að
hið verkandi (actif) „ele-
ment“ verður aldrei á leyfi-
legan hátt fengið með að-
ferðum, sem stríða gegn nátt-
úrunni.
Enda þótt menn megl ekki
vísa frá að fyrra bragði notk
un nýrra aðferða, af þeirri
ástæðu einni, að þær séu nýj
ar, verða menn samt, að því
er varðar óeðlilega frjóvgun,
ekki eingöngu að sýna var-
færni, heldur útiloka hana
með öllu.
Slíkur dómur þarf ekki
endilega að banna notkun
sérstakra óeðlilegra aðferða,
sem eingöngu hafa það að
markmiði að auðvelda eða
aðstoða eðlilega athöfn, sem
farið hefur fram með eðlileg-
um hætti, til þess að ná tak-
marki sínu.
— Önnur útlistun á þessu
var gefin tveim árum síð-
ar í ávarpi til ráðstefnu hins
ítalska, kaþólska félags yfir-
setukvenna.
Þar kemst páfinn svo að
orði: „að draga samlíf og
hjúskaparlegan félagsskap
hjónanna niður í líffæralega
athöfn eina saman, til þess að
yfirfæra frjóangana, myndi
haldast í hendur við að
breyta heimilislífinu og gjöra
helgidóm heimilisins að
hreinni liffæralegri tilrauna-
stöð.
1 ávarpi voru 29. sept. 1949
til alþjóðaráðstefnu kaþólskra
lækna, höfum vér því algjör-
lega vísað á bug sem óleyfi-
Iegri, óeðlilegri frjóvgun fyr-
ir hjón.
Hjónabands-athöfnin er,
samkvæmt eðlilegri uppbygg-
ingu hennar, athöfn persónu,
samtímis — og beint sam-
starf hjónanna, sem vegna
eðlis hinna verkandi aðila
sjálfra og vegna eðlis athafn
ar þeirra, er tákn gagn-
kvæmrar tjáningar, sem sam
kvæmt orðum biblíunnar kem
ur því til leiðar, að þeir séu
„einn líkami“.
Þetta er meira en sam-
runi tveggja frjóanga, sem
einnig er hægt að koma í
kring með óeðlilegum hætti,
þ. e. án hinnar eðlilegu at-
hafnar hjónanna.
Sú hjónabands-athöfn, sem
náttúran hefur skipulagt og
viljað, er persónulegt sam-
starf, sem hjónin veita hvort
öðru, er þau fallast á hjóna-
bands-samninginn.
Eingöngu framleiðsla nýs lífs
í samræmi við vilja og skipu
lag Skaparans, kemur til
leiðar á furðulega fullkom-
inn hátt, framkvæmd hins til-
ætlaða takmarks.**
(Ummæll Píusar páfa XII
eru eingöngu lauslega þýdd
og án ábyrgðar af þýðand-
ans hálfu).
Hér verður ekki rætt nán-
ar um ýmis vandamál, sem
yrðu samfara hinni óeðlilegu
frjóvgun.
Erfitt yrði að feðra börn-
in, og í mörgum tilfellum
yrði erfitt að komast hjá
erjum milli hjóna.
Það eru ýmis sálfræðileg
og lagaleg mál, sem einnig
þyrfti að leysa.
Fyrir hjón, sem ekki geta
eignazt böm, er þó ávallt
sá möguleiki fyrir hendi, að
taka börn til fósturs.
Þó að engu hafi ennþá ver-
ið hátíðlega lýst yfir af hálfu
kirkjunnar sem endanlegum
úrskurði í þessu máli, mun
sérhver kaþólskur maðurfara
eftir þessum fyrirmælum páf
ans.
Kirkjan, í umboði Krists,
vakir yfir trúar- og siðakenn
ingunni, og ekki sízt í þeim
efnum, er varða „uppsprettu
lífsins".
1
1