Morgunblaðið - 09.11.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.11.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVNM AÐU* jp’immtudagiir 9. nóv. 1961 til þess að hugsa um veðrið og tala um það. Og ekki verður áhuginn fyrir því minni þegar vindar himins- ins eru farnir að flytja geisla virkt ryk um háloftin frá atómsprengingum Rússa, og regnvatnið er mengað eitri þess. Aldrei hefur mannkind- in staðið eins umkomulaus og ráðþrota gagnvart þessum furðulegu fyrirbrigðum og djöfullegu uppátækjum. Frammi fyrir þessari stað- reynd reyna menn auðvitað að hugga sig með ýmsum hætti, setja traust sitt á margskon- ar tilraunir til að afstýra ógæfunni. Ein þeirra tilrauna er stofnun og starf hinna Sam- einuðu þjóða. En þær eru enn- þá veikar og sundurþykkar þótt markmið þeirra sé háleitt og göfugt. Þær gátu t. d. engin áhrif haft á það áform Krús- jeffs að sprengja „Stóru bomb- ur“ sínar, enda þótt þær sam- þykktu áskorun til hans um að láta það ógert, með 86 atkvæð- um gegn 10. Nú er svo komið, að jafn- vel á svokölluðum „friðar- tímum“ vofir tortíming ekki aðeins yfir þeim, sem fengin hafa verið vopn í hönd, held- ur yfir vöggu hvers smá- Einróma kosning U Thants En þrátt fyrir þungar horfur í alþjóðamálum um þessar mund ir fannst ýmsum aðeins rofa til þegar allsherjarþingið kaus U Thant í dag með 103 samhljóða atkvæðum til þess að gegna framkvæmdastjórastörfum sam- U Thant fer með eið um að hann muni halda stefnuskrá Sameinuðu þjóðanna ©g ekkl taka við fyrirskipunum frá neinni einstakri ríkisstjórn eða stofnun utan samtakanna. Kew York, 3. nóvember. HÆGUM en öruggum skref- um færist haustið yfir heims- borgina. Visnað lauf fýkur um stéttar. í stað hins þús- undlita skógar októbermán- aðar kemur brúnni og þung- búnari nóvember. Það er síð- asta kveðjan til gróanda lið- ins sumars, blandinu trega og þrá eftir nýjum degi, apríl eða maí-degi, fullum af sól og fyrirheitum um nýjan gróður, líf og vöxt. En þetta haust hér í New York er milt og blítt. Blóma- beðin í garðinum bak við Bæjarbókasafnið við fertug- asta og aðra götu og fimmta breiðstræti glóa ennþá, þótt skógurinn hafi fellt lauf sitt að mestu. Veðurspámenn gera sér vonir um áframhald andi hlýindi. í fyrrahaust tók að snjóa hér í síðari hluta ÞEGAR U THANT VAR KOSINH Orðsendiag Russa til Finna Fjölskylda U. Thants, kona hans sitjandi t.v. og dóttir (sitj- andi t.h.). Standandi frá vinskri, tengdasonur og sonur. nóvember og kyngdi þá nið- ur snjó með frosti og storm- um. Þá var blíðviðri heima á íslandi. Hvað sem gengur á í heim- inum hefur fólk alltaf tíma barns, hvar sem hún stend- ur, hvort sem hörundslitur þess er hvítur, gulur eða svartur. Svona hrikaleg er uppgjöf „homo sapiens“ fyr- ir sinni eigin snilligáfu. takanna til 10. apríl 1953. í sex vikur höfðu Sameinuðu þjóð- irnar verið framkvæmdastjóra- lausar. Allt samkomulag strand- aði lengi á þeirri kröfu Sovét- ríkjanna að framkvæmdastjórar samtakanna yrðu þrír og hefði hver einstakur þeirra neitunar- vald. Þegar Rússar höfðu fallið frá þeirri kröfu hóft togstreita um það, hve víðtækt vald þeírra ætti að vera og frá hvaða lönd- um þeir ættu að vera. Niðurstaðan varð svo sú, að framkvæmdarstjórinn heldur því valdi, sem stofnskrá sam- takanna gerir ráð fyrir. Kröf unni um f jölgun framkvæmda stjóra og neitunarvald hefur algerlega verjð vísað á bug. Undir hana tóku engir aðrir en Rússar og fylgiríki þeirra. U Thant hefur einnig frjálsar hendur um val aðstoðarfram- kvæmdastjóra. En hann lýsti því yfir í þakkarræðu sinni að kosningu lokinni, að meðal þeirra yrðu Bandaríkjamaður- inn Ralph J. Bunche og Rússinn Georgi P. Arkadyev, sem báðir voru aðstoðarframkvæmdastjór- ar hjá Hammarskjöld. U Thant sagði ekkert um það í ræðu sinni, hver margir aðstoðarfram kvæmdastjórar hans yrðu og frá hvaða löndum. En rætt mun hafa verið um það að þeir yrðu sex. Hátíðleg athöfn Kosning framkvæmdastjórans fór fram á allsherjarþinginu kl. tæplega 4 síðd. í dag, föstudag. Kl. 11 fyrir hádegi hafði Örygg- isráðið komið saman á fund og samþykkt með samhljóða at- eftir Sigurð Bjarnason kvæðum að mæla með U Thant sendiherra Burma í stöðu fram- kvæmdastjóra. Síðan var þrem- ur ríkjum, sem fulltrúa eiga í Öryggisráðinu falið að flytja tillögu um að allsherjarþingið kysi hann í starfið. Voru það Ceylon, Libería og Sameinaða Arabalýðveldið. Fundur allsherjarþingsins hófst kl. 3,30 síðdegis. Var þing- salurinn þá þéttsetinn og sömu- leiðis áhorfendasvæði og blaða- mannastúkur. Fulltrúi Ceylon flutti fyrst stutta ræðu, þar sem hann gerði grein fyrir tillögu Örygg- isráðsins og mælti með kosn- ingu U Thants. Komst hann m. a. þannig að orði um hann, ,að á öld, þar sem aflið væri oft sýnt með brýndri rödd og krepptum hnefa túlkaði U Thant styrkleika sinn með kyrrlátum virðuleik". Að þessari ræðu lokinni lýsti forseti þingsins því yfir að fram færi. skrifleg kosning á framkvæmdastjóra samtakanna. Voru fulltrúar allra þjóða sam- takanna kallaðir fram með nafnakalli í stafrófsröð til þess að setja atkvæðaseðil sinn í at- kvæðakassa hjá forsetastóli. Tók hin skriflega atkvæðagreiðsla um 9 mínútur. Var töluverð þröng við atkvæðakassann með- an á henni stóð. Strax að henni lokinni tóku skrifarar að telja atkvæðin og luku því á ör- skammri stund. — Kl. 3,59 reis Mongi Slim, forseti allsherjar- þingsins úr sæti sínu og mælti: „Atkvæði hafa fallið þann- ig um tillöguna: 103 hafa sagt já (samþykkt kosningu U Thants), enginn hefur sagt nei og enginn verið fjar- staddur. Ég lýsi því hér með yfir að hans hágöfgi, U Thant, hefur verið kjörinn til þess að fara með starf aðalfram- kvæindastjóra Sameinuðu þjóðanna til 10. apríl 1963.“ Allur þingheimur klappaði ákafiega fyrir þessari yfirlýs- ingu forseta. U Thant vinnur eið sinn Þingforseti kallaði nú for- menn og varaformenn allra nefnda og ráða þingsins upp að forsetastól og skipuðu þeir sér fyrir framan hann. Stóðu þar hlið við hlið brosandi þeir Adlai E. Stevenson og Valerian Zorin. Síðan gekk hinn nýkjömi fram- kvæmdastjóri í salinn og risu þingfulltrúar þá úr sætum og hylltu hann með langvarandi lófataki. Heilsaði hann nefndar- formönnum öllum með handa- bandi. Þá tók þingforseti eið af fram kvæmdastjóranum, um að hann mundi halda stofnskrá Samein- uðu þjóðanna í hvívítna og ekki taka við fyrirskipunum frá neinni einstakri ríkisstjórn eða öðrum utanaðkomandi öflum um framkvæmd skyldustarfa sinna. Settist U Thant' síðan í sæti framkvæmdastjóra við hlið þingforseta. Mongi Slim flytur nú fram- kvæmdastjóranum heillaóskir en hann heldur síðan stutta ræðu, þakkar traustið, sem sér hafi verið sýnt, segir að sér sé Ijós sú þunga ábyrgð, sem á sér hvíli nú, útlitið verði naumast talið bjart í alþjóðamálum um þessar mundir. En í viðureign sinni við vandamálin reiði hann sig á stuðning allra góðviljaðra karla og kvenna um víða ver- öld, sem þrái frið, öryggi og framfarir. Ræðu framkvæmdastjórans er tekið með almennu og lang- varandi lófataki. 20 heillaóskaræður Þegar ræðu framkvæmda- stjórans lýkur hafa yfir 20 menn kvatt sér hljóðs til þess að flytja honum heillaóskir. —. Forseti biður menn að vera stuttorða og mæla helzt fyrir hönd þjóðahópa, ella muni um- ræður dragast úr hófi fram. Meðal hinna fyrstu, sem tala er Adlai Stevenson, sem leggur megináherzlu á, að valdsvið hins nýja framkvæmdastjóra sé með öllu óskert og engum skilyrð- um bundið öðrum en þeim, sem stofnskráin geri ráð fyrir. Zor- in talar líka og segir að af- staða Rússa til framkvæmda- stjórastarfsins sé óbreytt. Þeir hafi aðeins fallizt á þessa skip- an til bráðabirgða. Undén utanríkisráðherna Svía talar fyrir hönd allra Norður- landanna. Standa þessar heillaóskaræður fram á kvöld. U Thant er þriðji maðurinn, sem gegnir framkvæmdastjóra- starfi Sameinuðu þjóðanna. Fyr- irrennarar hans voru Norður- landabúarnir Trygve Lie og Dag Hammarskjöld, hinn fyrr- nefndi frá 1. febrúar 1946 til 7. apríl 1953 og sá síðarnefndi frá þeim tíma til dauðadags, 18. sept. sl. Hinn nýi framkvæmdastjóri er meðalmaður á hæð, 52ja ára gamall, kvæntur og á tvö börn. Sat fjölskylda hans í þingsaln- um er hann var kosinn. Hann hefur verið sendiherra Burma hjá Sameinuðu þjóðunum sl. 4 ár og getið sér ágætt orð. Hann er Búddatrúarmaður, hægur og prúður í framkomu, talar góða ensku og flytur mál sitt áheyri- lega. Tekur við erfiðu hlutverki Enda þótt mikils feginleiks yrði vart meðal fulltrúa á alls- herjarþinginu vegna einróma kjörs hins nýja framkvæmda- stjóra, dylst áreiðanlega engum að hans bíður erfitt hlutverk og fjölþætt vandamál. Það sem fyrst kallar að er lausn Kongó- málsins, öflun fjár til þess að greiða kostnaðinn við aðgerðir samtakanna í Kongó, friðun landsins og sættir milli hinna stríðandi aðila. Á 16. allsherjarþinginu eru það kjarnorkumálin og afvopn- unarmálin í heild, sem erfiðust eru úrlausnar. í þeim sér hvergi til lands. Rússar láta sig engu skipta áskoranir yfirgnæfandi meirihluta meðlimaþjóðanna um að láta af tilraunasprengingum sínum og Bandaríkin hafa lýst því yfir, að ef ekki náist sam- komulag inn raunhæft eftirlit með banni við kjarnorkuspreng- ingum þá kunni svo að fara að Framih. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.