Morgunblaðið - 09.11.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.11.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVTSliL iÐlfí Fimmtudagur 9. nóv. 1961 MBL. HEFIR borist eintak af nýju brezku ársfjórðungsriti uam fiskveiðimál, er nefnist „Fishing News International“ Aðalritstjóri er Arthur J. Heigwa, London. Hlutverk þess er að flytja upplýsingar um fiskveiðar víðsvegar um heim, vinnslu sjávarafurða, af urðasölu og vísindaleg störf. Fyrsta heftið er vel úr garði gert, og má af því sjá, að fær- um samstarfsmönnum er á að skipa í verklegri og vísinda- legri þekkingu á öllu er varð ar fiskveiðimál heims, allt frá Astralíu tii nyrstu hjara norð urslóða. Af megin efni mætti nefna ritgerð um: „Fisk í fæðuöflun heimsins“. „Fiskveiðar í Kína“. „Uppbygging fiskveiða í Túnis“. „Verksmiðjuskip til veiða í heitari heimshöfum". „Vaxandi byggingar skuttog- ara“. Utbúnað fiskskipa og veiðarfæri. „Nýjungar í skipa smíðum og veiðitækni". Og margar íleiri fróðlegar grein- ar, ásamt fjölda mynda. Til þess að gefa nofckra inn- sýn í þau viðfangsefni, sem Sérfræðingar frá FAO í ýmsum greinum íiskveiðimála, hafa mörg unðanfarin ár starfað á Ceylon við leiðbeiningarstörf. A myndinni er einn þeirra E. Kvaran (Island) að koma fyrir utanborðsmótor á „catamaran“ — samtengðir trjábolir —. sem um aldaraðir hafa verið notaðir á Ceylon. Lífið er þorskur - þorskur er lífið þarna eru rædd, fer hér á eftir örstuttur útdráttur úr nokkr- um þessara rigterða: Baráttan gegn hungrinu. Dr. D. B. Finn forstjóri fiski deildar FAO ritar um verk- efni Sameinuðu þjóðanna, sem hófst 1. júlí 1960 undir kjör- orðinu: „Baráttan gegn hungr inu“ (Freedom from Hunger) og segir m.a.: „með aukinni landbúnaðartækni, betra út- :æði, skipulagningu ræktun- ir jarðar og aufcnum fiskveið u.m, standa vonir til, að hægt verði að stórauka matvæla- Eramleiðslu hjá vannærðum. jjóðum og leysa þær undan >ki hungursins. Verkefnið er hinsvegar margbrotnara en mörgum sýn ist, vegna breytilegra að- að taka upp baráttuna við hungursneyðina. Eins og stendur er talið, að um helmingur íbúa jarðar- innar sé vannærður og lang- mestur hluti þess fólks á heima í fyrrgreindum heims- álfum. En þetta Þýðir, að verk efnið sem fyrir liggur, er í fyrsta lagi, að auka svo mat vælaframleiðsluna, að hægt sé að fullnægja þörfum um 1.500 millj. manna eins og nú stend ur, en auk þess að auka svo fram.leiðsluna og flutninga- möguleika á fæðuvörum, að* fullnægi tvöfaldum þeim mannfjölda innan næstu 40 ára. Það er engin vön til, að þess ar þjóðir geti gert slíkt átak hjálparlaust, þær þurfa á tæknilegri og viðskiptalegri aðstoð að halda í stórum stíl Þriðji frá r: Jan-Olaf Traung sérfræðingur FAO um fiski- íkipasmíðar, ásamt öðrum tæknisérfræðingum frá FAO um borð í íiskirannsóknarskipinu Bondy, áður en það leggur úr töfn i Perú. Ekki verður betur séð, en fimmti maður frá instrí sé Hermann Einarsson fiskifræðingur. stæðna í hverju landi, mót- bróa fólks af ótrúlegum á- itæðum og siðvenjum, og vegna hinnar gífurlegu mann- ijölgunar, sem er mest meðal ainna vanþróuðu þjóða. Mannfjöldi jarðar er nú talinn vera 3.000 millj., en verði eft- k 40 ár orðinn um 6.000 millj. og mikill hluti þeirrar fjölg- unar verði í Asíu, Afríku og S-Ameríku, en í þeim heims- álfum ríkir mestur skortur. Það er með hliðsjón af þess um staðreyndum, sem verður ásamt vélvæðingu og útbúnaði af ýmsum gerðum. Fiskveiðar um allan heim, eru stór þáttur til fæðuöflun- ar, og það er margt sem gef- ur mönnum vonir um, að hægt sé að stórauka fæðuöflun úr hafinu og í stöðuvötnum á meginlöndunum. Sá árangur, sem náðst hefir í fiskveiðum eftir síðari heimsstyrjöldina bendir til þess. Fyrir styrjöld ina var heildar magn á fisk- afla allrar veraldar um 20 millj. metric tonn árlega, og náði fljótlega eftir styrjöldina svipuðu magni. Þess tíma fiski fræðingar töldu varhugavert að áætla, að hægt væri að auka fisköflunina meira en í mesta lagi upp í 25 millj. tonna, án þess jafnhliða að vinna stórfellt tjón á stofnin- um. En á eftir ár hafa fiskveið- arnar aukizt og hafa nú kom- izt upp í 35 millj. tonna. 1 dag teljum við að með skipulagn- ingu fiskveiða víðsvegar um heim væri hægt að auka þetta magn, upp í allt að 60 millj. tonna af fiski úr hafinu, án þess þar með að skerða sjálf- an stofninn. Fyrsta stigið er að fá hinar frumstæðu þjóðir, til þess að notfæra sér tækni nútímans á eigin fiskveiðisvæðum. Starf- semi Sameinuðu þjóðanna hef ir sannað í Indlandi, Ceylon og meðal Asíuþjóða, að slíkt ber skjótan árangur. A þessu ári er fiskframleiðsla Ind- lands að nálgast einnar millj. tonna framleiðslu, og þó að í Ceylon sé um lægri tölur að ræða, hefir framleiðslan þar þó tvöfaldast úr 24 þús. tonn- um 1948 upp í 50 þús. tönn á þessu ári. Þegar fyrsti umboðs maður FAO hóf leiðbeiningar starf sitt þar 1951 var aðeins einn vélbátur á allri eynni, en nú skifta þeir hundruðum. Meðalafli á hvern fiskimann var þá um 360 lbs. á rnánuði og tekjur af því 185 rúpíur. En nú á samskonar bátum, en með utanborðs mótora, er með alafli á hvern sjómann orðinn um 2.435 lbs. af fiski á mán- uði og tekjurnar 1.562 rúpíur. Það er ágizkun að í hinum vanþróuðu löndum séu um 2 millj. fiskimanna og að afli þeirra sé að meðaltali aðeins um 1 tonn af fiski á ári, en þeir gætu með nokkurri tækni hjálp og aukinni þekkingu margfaldað það fiskmagn. Vatnafiskur. Um þúsundir ára hefir upp eldi vatnafiska verið þekkt á þessum slóðum, en með nú- tímatækni og þekkingu, er hægt að rækta margfalt fisk magn umfram það sem áður er þekkt. Arið 1954 ákvað stjórn Mada gascar að beita sér fyrir slíkri fiskrækt og uppeldi, voru sér- fræðingar fengnir til þess að kenna íbúunum að hreinsa til í vötnum og koma þar fyrir ungviði. Hugmyndinni var vel tekið af almenningi. Innan fárra ára var búið að koma ræktun af stað í 40 þús. tjörn um, og á þessu ári fer ræktun fram í 80 þús. tjörnum, sem fylltar eru af fræum og fisk- seiðum, úr eldisstöðvum þeim sem stjórnin lét byrja með. Eg hygg að þetta sýni ljóslega hvað hægt er að gera með vel skipulagðri fiskirækt. FAO hefir einnig fengið mifcla reynslu víðsvegar ann- arsstaðar um ræktun vatna- fisks. Þegar fulltrúi samtak- anna kom fyrst til eyjunnar Haiti, var hvergi innanlands fiskveiði. Þegar rannsakaðar höfðu verið ár og vötn, hófst fulltrúi FAO handa við að út búa tilraunarfiskitjarnir. Síð ustu upplýsingar af þessum til raunum gefa til kynna, að þær hafi heppnast vel, einkum af þeim fiski sem sleppt var í árnar, því að á þessum fáu ár um er nú að rísa upp fiskiðn aður með vatnafisk, sem aldrei hafði þekkst áður. Alþjóða-ráðstefnur á vegum Sameinuðu þjóðanna. I tímaritinu er skýrt frá helztu niðurstöðum frá fimm ráðstefnum alþjóðaráðstefn-; um sem haldnar hafa verið 1961 á vegum SÞ. I Róm var ráðstefna í sambandi við fram leiðslu fiskimjöls í heiminum, þar segir m.a.: „Ymsir v.sindamenn telja nú, að notfeun fiskimjöls hverfi, að verulegu leyti á næstu árum fyrir gerfiefnum sem framleidd verði í þess stað, slík framleiðsla sé nú aðeins spurning um kostnað. Aðrir telja hinsvegar að ekki verði hægt að uppfylla efnis innihald fiskimjölsins. Fyrir um 10 árum síðan, var fiskframleiðsla Peru aðeins um 50 þús. tonn, en 1959 var framleiðslan um 2 millj. tonna, en þar af var 1,8 rnillj. tonna ansjósa eða skyldar síldarteg undir, sem nær eingöngu fóru í fiskimjölsframleiðsluna. I Peru straumnum, sem rennur norður með ströndum Peru er mikið og auðugt fiska líf, auk hinnar stórkostlegu smásíldargengdar, eru þar einnig hvalir, selir, hnýsur og höfrungar, og fæðir auk þess óhemjumikinn sæg gúanó- fugla“. En þó síldarstofninn se sterkur, er vafasamt að hann þoli ofan á allt þetta, þessa miklu veiði, einfcum ef halda á við gúanó-fugla fjöldanum. Gúanó-fuglinn, sem lifir á ansjósunni, er talinn torga um 4 millj. tonna af henni árlega. Fjöldi þessara fugla er háð ur miklum sveiflum, allt frá 30 millj. niður í 10 millj: Eng in veit hvernig á þessum sveiflum stendur, sumir telja að þeir falli úr hor, ef fiskur er minnj eitt árið en annað, en aðrir álíta að þetta standi í sambandi við einhverja sýkla sem hrjái þá eð" rðra tilfall- andi sjúfcdó*r.a. : : fa einmitt nú verið gerðir út visindaleið angrar til þess að rannsaka þessi mál. Fiskirannsóknarskip. I frásögn af ráðstefnu i Tokyó um fiskirannsóknar- skip segir m.a.: „nauðsyn fiiski rannsókna má bezt marfca af þeirri staðreynd, að árlega er aflað úr hafinu 30 millj. tonna af protein. Hefir sú öfl- un aukizt um helming á s.l. 10 árum. En með vaxandi fólksfjölgun í heiminum verð ur enn að margfalda þennan afrakstur úr sjónum. Til slíks þurfum við að afla ofckur þekkingar um hvernig sa-m- hliða megi rækta grundvöll- inn og auka afraksturinn í aflabrögðum. Aðeins örfáar fiskitegundir eru veiddar, af þeim mikla fjölda tegunda, sem vitað er um að eru til. Og stór hluti úthafanna er alls ekki nýttur til fiskveiða, einkum á suðurhveli jarðar. Rannsóknarskip, alveg sama hver byggir þau, eiga eitt sameiginlegt, þau eru dýr. Lítil rannsóknarskip um 500 tonna, myndi kosta um 1,65 millj. dollara (um 71 millj. ísl. kr.) ástæðan til þessa, eru hin margbrotnu tæki og út- búnaður, sem slík skip þurfa að hafa. Bandaríkin hafa gert áætlun um byggingu 70 nýrra rannsóknarskipa fyrir um 210 millj. diollara á næstu 10 ár- um.(I Japan eru nú starfrækt um 200 fiskirannsóknarskip af ýmsum stærðum). A ráðstefnu þessari var mættur Takao Inui prófessor við Tokyo Xiáskóla, og skýrði frá tilraunum sem hann stóð fyrir urri nýtt stefnislag á skipum. „Það er vitað, að hnúðlag á stefni dregur úr mótstöðu" en hið endurbætta form sem prófessor Inui hefir fundið að, hefir sannað á farþegaskipum ennþá betri ár angur, þannig að bóg aldan nær hverfur. Hagnaðurinn af því? Hægt er að nota 1000 ha. vél í stað 1500 ha. með sama árangri, en við það sparast einnig mikið pláss í skips- rými“. Fiskveiðar i Kína. Fiskislóðir fyrir strönd meg inlands Kína eru um 11000 km á lengd og ná yfir um 436.000 fermilna svæði, eða um 24% allrar veraldar. Með fram meirihluta strandlengj- unnar streymir hlýr sjór frá miðbaugi jarðar, en fast upp við ströndina rennur kaldur Straumur suður eftir. A land grunninu út til hafs þar sesm hinn kaldi og heiti hafstraum- ur sameinast við afrennsli stórfljóta frá meginlandinu skapast ákjósanleg fæðuskil- yrði og hrygningarsvæði fyrir þúsund tegundir fiska. Og á meginlandinu sjálfu eru 8,7 millj. hektarar fljóta og stöðu vatna og 1.6 millj. hektara minni vatna og tjarna, sem gefa af sér ýmiskonar fisk- meti til næringar. Arið 1955 var talið að um 860.000 heimili byggðu afkomu sína á fiskveiðum innanlands, og að fiskimenn væru um 1,5 millj., en samanlagt mætti teljast að þeir sem byggðu afkomu sína á fiskveiðum, og vinnslu afurðanna væru um 4.5 millj. manna. Arið 1960 er talið að þeim sem hefðu eingöngu fiskveið ar að atvinnu hefði fjölgað í 2 millj. manna, og mikið kapp er lagt á að auka fiskveiðar .enn að mun, með vélvæðingu bátaflotans. Mjög takmarkaðar upplýs- ingar eru fyrir hendi um stærð og útbúnað fiskiskipa- flotans, en 1955 var talið að heildarfjöldi báta væri um 440.000. Engar upplýsingar voru um tonnatal þeirra, en áætla mætti ef meðalstærð bát anna vœri um 1 tonn, að heild artonnatal flotans hafi verið um 500.000 tonn. Tonnatal vél knúinna báta var áætlað 26.600 tonn og sagt vera 54% hærra heldur en 1952. Það mætti því áætla, að aðeins um 5% af heildarflotanum hafi verið vélvæddur. Og hef

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.