Morgunblaðið - 11.11.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.11.1961, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLAÐIB Laugardagm 11. nóv. 1961 — Ræ&a Sverrís Framh. af bls. 13. Sundurliðun á hlutum skipverja meff orlofi: 1. Skipstjóri ......................... kr. 144.318.58 = 8.480% 2. Stýrimaður ............................ — 90.199.11 = 5.300% 3. I. vélstjóri ......................... — 90.199.11 = 5.300% 4. II. vélstjóri ......................... — 75.171.60 = 4.417% 5. Matsveinn ............................ — 60.127.07 = 3.533% 6. 7 hásetar ............................ — 420.872.45 = 24.730% kr. 880.887.92 = 51.750% TAFLA II. ---------------------------- Meffaltals atli hjá bátum undir 100 rúmlestir á sumar- sildveiffum 1961. Fastakostn. 3 mán. Verffmæti skips 4 millj. Úthald 70 d. TEKJUR: 1. Síld í salt og frystingu 2334 tn. á 195.00 .... kr. 455.130.00 2. Síld í bræðslu 4611 mál á 126.00 .................. — 580.986.00 kr. 1.036.116.00 3. Halli ............................................. _ 101.230.00 kr. 1.137.346.00 GJÖLD: 1. Olía ......................................... kr. 60.018.00 2. Hafnargjöld .................................... — 6.500.00 3. Veiðarfæri ..................................... — 141.700.00 4. Hlutir skipverja 53,14% ..................... — 550.549.00 5. Trygging áhafnar ............................... — 7.535.00 6. Viðhald skips .................................. — 46.201.00 6. Trygging skips ................................. — 47.752.00 8. Vextir af rekstrailánum ........................ — 6.044.00 9. Opinber gjöld 1% ............................... — 10.361.00 10. Skrifstofukostnaður 2% — 20.722.00 11. Vextir af höfuðstól .......................... — 40.000.00 12. Fyrningar ...................................... — 90.000.00 13. Ýmis kostnaður ................................. — 15.000.00 14. Akstur o. fl.................................... — 5.000.00 15. Trygging afia og veiðarfæra .................... — 30.000.00 16. Geymsluleiga ................................. — 1.575.00 17. Trygging á munum ákipv., líf- og örorkutr. — 3.375.00 18. Viðhald vei5arfæra ............................. — 50.000.00 19. Fastakaup vfirmanna .......................... — 4.025.00 20. Ábyrgðartrygging ............................. — 989.00 kr. 1.137.346.00 Sundurliðun á hlutum skipverja meff orlofi: Skipstjóri ............................... Stýrimaður ............................... I. vélstjóri ............................ II. vélstjóri ............................ Matsveinn ................. 6 hásetar ................. _Ég vona aff áætlanir þessar séu þaff glöggar, aff sjómenn sjái sér hag í aff ganga til móts viff tillögur útvegsmanna. Ég sagði áðan, að því aðeins gætu útvegsmenn vænzt þess að fá fjármagn til að útbúa báta sína fullkomnustu tækjum, að kr. 87.862.64 — 61.691.49 — 61.691.49 — 51.409.58 — 41.127.66 — 246.765.96 kr. 550.548.82 eða 53.14% vænta mætti að þeim tækist að skila því aftur á hæfilegum tíma. En reynsla sl. sumars sannar það ótrirætt, að bátar þeir, sem útbúnir voru fullkomn ustu tækjunum, skiluðu lang- samlega mesta aflanum. Eins og sézt í töflu I, er með- Elskuleg móðir okkar og fósturmóðir RANNVEIG Ll’ND andaðist 9. þ.m að hemiili sínu Meöalholti 5, Reykjavík. Minningarathöfn auglýst síðar ., Lúðvíka Lund, Árni P. Lund, Grímur Lund, María Anna Lund, Halldóra Óladóttir Eiginmaður mirm GÚÐMLNDUR JÓNASSON Reynimei 36, andaðist í Bæjarspítalanum að kvöldi 9. þessa mánaðar. .lóhanna Helgadóttir. Alúðar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og samúð við andlál og ja.'ðarför föðu' okkar og tengdaföður KRISTJÁNS GUÐMUNDSSONAR frá Merkissteini Eyrarbakka. Bórn og tengdabörn. Inniiegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlvhug við fráfall og ja'ðarföi móður okkar KRISTRÚNAR EINARSDÓTTUR Garði. lðunn Jónsdóttir, Baldur Jónsson. u alafli á yfir 100 rúmlesta bát- um: kr. 1.701.870,00, af þeim 56 bátum eru: a) 47 bátar með blökk og sjálf- leitandi Asdic-tæki, þeirra meðaltal var kr. 1.854.894.00. b) 6 bátar aðeins með blökk, meðal verðmæti kr. 1.016. 076.00. c) 2 bátar aðeins með sjálfleit- andi Asdic-tæki, meðal verð- mæti kr. 854.910.00. d) 1 bátur með hvorugt, meðal verðmæti kr. 323.649.00. Allur síldveiðiflotinn sl. sum- ar skiptist þanig eftir útbúnaði og meðalverðmæti: a) 71 bátur með blökk og Asdic sjálfleitartæki, verðmæti kr. 1.691.628.00. b) 15 bátar með blökk, verð- mæti kr. 1.144.443.00. c) 45 bátar með Asdic-sjálf- leitartæki, verðmæti kr. 1.211.949.00. d) 71 bátur með hvorugt, verð- mæti kr. 771.150.06. Ég tel að þessar tölur tali skýrt sínu máli. Samningar um fisk- og síldar- verð hafa tekið mjög mikinn tíma á þessu ári, og kemur fram í skýrslu stjórnarinnar yf- irlit um það. Lögskipuff samninganefnd. Athugun á fiskveiffi í Noregi Samkvæmt ákvörðun síðasta aðalfundar, beitti stjómin sér fyrir athugun á norska fiskverð- inu. Leitað var samstarfs við sölufélögin og sérstök nefnd hef ur haft með athugun þessa að gera. Nú fyrir skömmu komu sendimenn þeirrar nefndar heim frá Noregi og eru að vinna úr þeim gögnum, er þeir öfluðu, en þess er tæplega að vænta að skýrsla nefndarinnar verði til- búin áður en þessum fundi lýk- ur. En varðandi framhald á fisk verðssamningum, tel ég að sam- tök okkar eigi að taka undir þá hreyfingu, sem uppi er um að lögskipa samninganefnd, er væri skipuð fulltrúum bæði kaupenda og seljenda, og síðan úrskurði hlutlaus oddaaðili, ef samningar takast ekki. Það er trú mín að meiri frið- ur skapist þá um þessi mál, eoda yrði þá að sjálfsögðu sanngjarnt tillit tekið til þeirra, er hráefnisins afla, og þeirra, er vinna það í landi. Þá munu verða lagðar fram áætlanir fyrir 60 rúml. vélbát á línuveiðum, og einnig áætlun yfir 60 rúml. bát á neta- og línuveiðum. Ég mun ekki fara að skýra þær að sinni, það verður hlut- verk fundarins að taka tillit til þessara áætlana í þeim tillögum, er fundurinn samþykkir varð- andi rekstrargrundvöll fyrir næsta ár. Vaxtakjör sjávarútvegsins ranglát Að síðustu vil ég svo víkja að einum þeim málaflokki, sem hefur mikil áhrif á afkomu sjávarútvegsframleiðslunnar. 1 ávarpi mínu til aðalfundarins fyrir ári hélt ég því fram, að vextir þeir, er sjávarútvegsfram leiðslunni væri gert að greiða, væru hærri en hún gæti borið. Ég gerði þá greinarmun á vöxt- um þeim, er sjarisjóðsbankarnir verða að taka og vöxtum Seðla- bankans. Ég sagði að það væri skýlaus krafa útvegsins, að vextir af Seðlabankalánum yrðu færðic, niður, að mirmsta kosti í það sama og þeir voru áður en lögin um efnahagsmál tóku gildi. Þótt vextir hafi verið lækk- aðir um 2% af sparifjárlánum og Seðlabankalánum, þá endur- tek ég kröfu um, að Seðlabanka vextir lækki að minnsta kosti í 5% og 5%%, eins og þeir voru fyrir febrúar 1960. Bankafróðir menn hafa tjáð mér, að það væri ástæðulaust fyrir Seðlabankann að taka meira en 3%% vexti, miðað við þá áhættu, er Seðlabankinn hef- ur. Þótt þessi tilfærsla ætti sér stað, þarf það ekki að draga úr sparifjáraukningu landsmanna. Útvegsmenn þurfa mjög á láns- fé að halda til síns rekstrar, og þeir hafa fullan skilning á nauð- syn á aukningu sparifjár í land- inu, en rök verða að koma fyr- ir þessum háu vöxtum Seðla- bankans, ef þeir eiga að standa um árabil, en í ársbyrjun 1960 var ráðgert að þeir stæðu að- eins takmarkaðan tíma. Þá var það önnur ákvörðun varðandi lán og vaxtahæð vissra lána, sem ákveðið var í ársbyrj- un 1960, þ.e.a.s. Fiskveiðasjóðs- lánin. Útvegsmenn gera kröfu til þess að vextir af lánum úr Fiskveiðasjóði verði lækkaðir niður í það sama og þeir voru fyrir febrúar 1960, og að lengd lána út á fiskiskip verði 20 ár, eins og áður var, og nái það einnig til þeirra skipa, sem lán- að hefir verið út á sl. tvö ár. Góðir fundarmenn, ég læt hér staðar numið. Segi þennan fund settan. Hér til viðbótar má geta þess, að í lok ræðu sinnar vék Sverr- ir Júlíusson nokkrum orðum að hinum geigvænlega aflabresti togaranna og skýrði frá hinum mikla samdrætti togaraafl- ans frá 1958 til þessa dags. — Kvað hann fundinn þurfa að taka afstöðu til þessa mikla vandamáls og því yrði að treysta, að ríkisstjómin stigi nauðsynleg skref til lausnar því. Því fyrr sem það yrði gert því betra. —. Þrílembmgur vó 26,5 kg. HORNAFIRÐI, 9. nóv. — Slátr- un er fyrir nokkru lokið hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga. Alls var slátrað 15.100 fjár eða um 2 þúsund fleira en í fyrra. Meðal vigt dilka reyndist 13.18 kg., en í fyrra 13.5 tæp. Þyngstu meðalvigt höfðu dilkar Þorsteins Geirssonar, Reiðará, 16,35. Voru það 84 dilkar, þar af 60 tvílemb- ingar. Þyngstan dilk átti Egill Jónsson, Seljavöllum. Var það þrílembingur, sem vóg 26 % kg., en kjötþungi lambanna þriggja undan ánni var 70 kg. » — Gunnar. Flaug yfir hestinn, kom illa niður AKRANESI, 9. nóv. — 15 ára gagnfræðanemi, Sigurður Guð- mundsson, til heimilis á Skip- holti 9. var að æfa leikfimi ásamt skólabræðrum sínum á mánúdaginn. Ein æfingin var að stökkva yfir hestinn. Stillt var upp stökkbretti framan við hest- inn. Er ekki að orðlengja það, að Sigurður stekkur upp á brett- ið, flýgur síðan í háaloft, án þess að snerta hestinn og kemur niður á hnúfagarð hægri handar, svo að allir liðpokarnir löskuðust og varð læknir að reifa hendina. — Oddur. Adenauer þarfn- ast hjáip ar Bonn, 9. nóvember. V-ÞÝZKA stjórnin kallaði í dag sendiherra sína í Washington og Moskvu heim til skrafs og ráða- gerða, Adenauer til aðstoðar, en hann býr sig nú undir fund með Kennedy um Berlínarmálið. r Ihaldsmenn vinna á London, 9. nóvember. ÍHALDSMENN unnu í dag auka- kosningar í Oswestry, en það eru þriðju aukakosningarnar, sem flokkur Macmillans vinnur í röð. Þarna var kösið vegna þess, að þingmaðurinn hefur verið skip- aður sendiherra í Washington —. og hann er David Ormsby-Gore, -<í> Jón Valcíímar Jónsson Minning F. 22'10 1894 — D. 16/7 1961. ÞAÐ hefir öregizt fyrir mér að kveðja þig með nokkrum orðum Valdimar í Hamarsgerði. Það hélt Þakka af alhug öllum þeim er sýndu mér virðingu og hlýhug á 60 ára afmæli mínu 3. nóv. s.I. með heimssókn- um, gjöfum og kveðjum. — Vináúa vkkar verður mér styrkur á ófarinní ævibraut. Gunnar Júlíusson Revkiavíkurvegi 29. Innilegar þakkii færum við öllum vinum og vanda- mönnum fjær og nær sem heimsóttu okkur á 70 og 80 ára afmælum okkar 30. sept. og 22. okt. Biðjum Guð að blessa ykkur öJj. Kristján Tómassor. Júna Bjarnadóttir. Þakka innilega þann sóma, sem mér var sýndur á sjötugsafmæli mínu 23. október s.l. með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytu.m. Kær kveðja til ykkar allra. Ingileifur Jonsson, Svínavatni. ég að aðrir, mér færari, mundu gera, er þú varst allur. Þó áliðið sé að þakka Valdi minn, þá er ekki gleymd vinátta þín Og h.iálpsemi við mig Og heimili mitt svo lengi er lítill man. Að haustnóttum þá réttir eru, rifjast upp gamlar minningar. Þar varst þú hjálpfús og glöggur. Réttir nendi þeim er hana vant- aði Alitaf Valdi í Hamarsgerði. Það voru réttir í haust að vanda, en þar komu ekki allir sem áður. Þú bafðir þína afsökun. SvO var það. Nú gengur Valdimar ekki Eiðisgranda fram að Bakka. Það er á öðrum leiðum, sem bann smaiar í dag, eða svo vona ég að þar sé fé í fjöllum, það mundi nonum henta. Valdimar Jónsson var stór, bæði á velli og að geði. Vinur vi.na sinna, svo þar þurfti ekki um betra að biðja. Öáleitinn við aðra, en hélt vel á sínu ef svö var. Þeir er verka hans nutu, máttu vel við una, þar voru ekki frávik. Þef.ta er stutt og lítið, enda var hann ekki stór, og hefir litið stækkað, drengsnáðinn er gekk með þér til Gjáaréttar fyrir árum siöan, og sem kveður þig nú. Heimiii mitt biður konu þinni og börnum alls góðs, og þakkar allt í Hamargerði. Við kveðjumst í bili. Kjartan á Bakka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.