Morgunblaðið - 11.11.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.11.1961, Blaðsíða 20
20 MORCVmtLAÐIÐ Laugfrdagur 11. nðv. 1961 Dorothy Quentin: Þögi aey 3 8 Skáldsaga Það gæti Francoi.se gert. snugg aði Helena. Hún gæti blátt áfram skipað honum að hypja sig burt. Nei, mamma! André reyndi að vera sanngjarn, en hann var orð inn svo þreyttur á þessu og í dag langaði hann mest til að skipa öllu kvenfólki og duttlungum þess til hins neðsta. I>ó að hann hefði beðið Frankie að losna við Garcia, gat hann ekki farið að viðurkenna það fyrir móður sinni. Hvaða ástæðu gæti hún fært fyrir máli sínu? í Trinidad var hún gestur í gistihúsi föður hans og fékk. að því er virðist hinar beztu viðtökur — þú heyrð ir hana segja það sjálfa í gær- kvöldi. Hún hefur meira að segja verið boðin á dansleik um borð í skipið og hefur svo sagt honum af Laurier, og hví skyldi hann ekki geta fengið áhuga á kaup- um? Svo að þú ætlar þá að sitja með hendur í skauti og horfa á stúlkubjánann selja Laurier þess um glæpamanni? Helena hafði nú alveg sleppt sér oig öskraði til hans yfir borðið. André stóð upp og fleygði frá sér penfudúknum með einbeitt- um svip. Francoise getur ekki selt Laurier fyrr en hún er orðin eigandi að eigninni, sagði hann stuttaralega og leit á úrið sitt. En þín framkoma, mamma, er vel til þess fallin að fá hana til þess. Francoise er stolt og þver- úðug og getur fundið upp á hverj um fjandanum sem vera skal. ef illa er farið að henni. Simone gekk með honum fram að dyrum, lagði höndina á arm hans og sagði lágt. Mér þykir fyrir því, að það skuli vera verið að angra þig með þessu öllu, André. Það er ekki þér að kenna, góða mín. svaraði hann og leit blíðlega á hana. Honum varð hugsað til þess, hvílík eymdartil vera þetta hlaut að vera hjá henni með geðvonzku móður hans annars vegar og annríki hans hinsvegar. Kannske ætlaði Þöglaey ekki að verða nein sér- stök friðarhöfn fyrir munaðar- leysingjann, þegar all,t kæmi til alls? Heldurðu ekki, að það gæti ver ið gott, að ég færi til Frankie eins og ég er vön? spurði hún hik andi. Mér dettur í hug. að ef vin kona hennar væri þarna líka við stödd, gæti það ef til vill hindrað Mendoza frá að reyna nokkur brögð við hana.. Hún spennti greipar og horfði niður á hend- ur sér sakleysislega, og missti þannig af háðsglottinu, sem leið snöggvast yfir andlit hans. Ef út í það er farið, þá er ég eldri en Frankie. Hún er svoddan barn — duttlungabarn. André. Þetta var kannske satt, en samt hugsaði hann sér nú alltaf Francoise minna barn, heldur en þessa litlu, duglegu og hóglátu stúlku, sem átti bráðlega að verða konan hans. Kannske vegna þess að hún höfðaði ekki eins til verndara-tilfinninga hans eins og Simone gerði stöðugt. þrátt fyrir færni hennar í öllum heimilisstöríum. Það skaltu hafa eins og þú vilt sjálf, sagði hann snöggt, af því að hann vissi, að Francoise myndi fljótlega losa sig við Sim one ef hún teldi henni vera of- aukið, en hinsvegar gat hún vel orðið fegin. að hafa einhverja konu hjá sér. ef Garcia tæki að gerast nærgöngull. Hann klapp- aði Simone vingjarnlega á öxl- ina. Þú ert væn að vilja leggja þetta á þig, sagði hann. Vertu sæl á meðan. Ég myndi gera hvað sem væri til að hjálpa þér sagði stúlkan með ákafa. Þú hefur verið svo góður við mig, André. Og þú veizt. mér finnst ég alltaf bera einskonar ábyrgð á Francoise. En láttu mig um það. Ég skal gæta hennar eins og systur minnar. Helena hleypti brúnum, þegar stúlkan kom aftur til hennar, hljóðlausum skrefum. Svo að þú — unnusta Andrés — ætlar að halda áfram að koma þarna með an þessi maður er þar? kvartaði hún beizklega. Ég skil ekki í honum André að leyfa það! Simone rak upp ofurlítinn hlát ur og 1 fyrsta sinn horfði hún beint I augu fóstru sinnar og til- vonandi tengdamóður. Hann André hefur svoddan áhyggjur af Francoise, frú. Ég held það gæti verið gott ef ég væri ein- hversstaðar nærri til að vernda væntanlegan eignarétt hans á Laurier, finnst yður ekki? XIX. Þegar Frankie hugsaði um það siðar meir, fannst henni þessi hálfi mánuður, sem hófs,t með af mælisdegi hennar, eins og ljótur og hræðileg martröð. Þegar ein systirin hafði sýnt lienni allt sjúkrahúsið, en á með- an reyndi hún að gleyma senn- unni við André og vekja áhuga sinn á öllu. sem hún sá — og það vakti raunverulega áhuga henn- ar, enda þótt henni væri það von brigði, að hann skyldi ékki sjálf- ur sýna henni ríki sitt —» ók hún aftur heim til Laurier, og fékk þá enn skammir hjá Claudette. Þessi Mendoza! sagði gamla konan og skældi á sér munninn. Hann skuluð þér ekki hafa neitt með að gera, ungfrú Frankie. Herra André myndi kannske ekki líka það. eða hvað? svaraði Frankie. Hann hefur þegar sagt mér álit sitt á Mendozafeðg unum, fóstra. En hitt skil ég ekki hvað þú getur vitað um þá. Ég hef nú augu í hausnum, sem betur fer. í gærkvöldi, þeg- ar ég var að bíða eftir, að þú kæmir heim. sá ég hann koma með þér. Ég kannast við svona manntegund, sem heimsækir döm ur eftir klukkan tíu! Claudette gaf frá sér hljóð, sem líktist mest því, að hún væri að hrækja frá sér. Það minnti hana helzt á svip inn á Helenu kvöldinu áður. Hún hló. án þess að henni væri hlátur í huga. Hr. Newman og hinir voru nú inni hjá okkur allan timann, ef þú hefur verið hrædd um, að herrann ætlaði að fara að gerast mér nærgöngull, sagði hún kæruleysislega. Hún var reið við Claudette og datt helzt í hug. að André hefði hringt til hennar um morguninn. Hr. Newman verður hér ekki nema í nokkra daga enn, sagði Claudette alvarlega og svo kom heil buna á mállýzku innfæddra. Nei, það er ekki nema satt, að mér leizt ekki á hann — og þeg ar Joseph ók honum til skips.. 'Og það var nú skip í lagi! Hann bauð Joseph um borð upp á eitt glas.... Mér finnst það nú ekki nema meinlaust. sagði Frankie og var að missa þolinmæðina, því að nú var hún orðin þreytt á öllum þessum skrípaleik kring um Garc ia Mendoza. Hann hafði sjálfur sagt, að peningarnir töluðu, en hér á Þögl.uey vir.tust þeir helzt æpa og öskra eins og í ítalskri óperu. Hann hefur sjálfsagt hald ið það vera betra en fara að gefa honum skilding.... Já. það veit ég, en Joseph komst í snakk við einn þjóninn og hann sagði honum þá ótrú- legustu hluti, sem ættu sér stað þarna um borð. Veizlurnar.... fólkið sem er þarna með hon- um.. fjárhættuspilamennskuna... tvær káeturnar eru alltaf hafðar lokaðar, segir Joseph. og þar inni eru allskonar spil í gangi, sem eru harðbönnuð á eyjunum. — Svona nokkuð gerir enginn góð- ur maður. . Nei, svaraði Frankie seinlega og strauk höndunum þreytulega gegn um stuttklippta hárið og brosti til Claudette. Nei. ég býst ekki við, að neinn færi að kalla — Gvendur lofaði að hringja klukkan 7 í fyrramálið til þess að vekja okkur. >f >f * GEISLI GEIMFARI >f >f Xr r — Methúsalem er paradísarstjarna gamalmenna, Páll. Ertu að koma mér á ellilaun? — Einhver eldri kona hefur sent Jonna Fox vetrarbrautarstjóra stjörnuskeyti um að hana gruni Gar nokkurn lækni um að hafa beitt vin hennar brögðum. — Og er þetta verkefni fyrir ör- yggiseftirlit jarðar? — Það vill svo til að gamla kon- an er Lúsí Fox, frænka Jonna. — Ég skil! þá Mendozafeðga góða menn, fóstra. En þú verður að skilja, að svona nokkuð viðgengst hjá fjöl mörgu ríku fólki í stórborgunum. og tekur enginn til þess. Já, kannske drykkja- og spila- mennska, því miður, sagði Claud ette og ypti breiðu öxlunum. en þarna um borð í Esperanza geng ur annað verra fyrir sig. Þar er tekið stórfé af ungu fólki fyrir eiturlyf. Skipið liggur nú fyrir utan landhelgi og selur þeim, sem hafa of mikla peninga bæði heróín og marijuhana. Frankie starði á gömlu kon- una. Þetta var ekki annað en bergmál af því, sem André hafði sagt henni þegar í upphafi. Claud ette yrði síðust manna til að skálda svona sögur — einfaldlega af því, að hún hefði ekki vit á því. Þessi þjónn var vist eitthvað undir áhrifum. held ég, og fór að grobba af þessu öllu við Joseph, lauk Claudette ræðu sinni. Þú veizt þá núna, hverskonar maður þetta er. Já, vertu óhrædd. fóstra. Ég skal losa eyjuna við hann áður en hr. Newman og hinir fara, sagði Frankie. Hún hefði mátt vita, að André væri sannfróður um þetta. sagði hún við sjálfa sig. Hún hafði sjálf heyrt um þessi skip, sem voru ekki annað en spilavíti en aldrei tekið þær sögur alvarlega. Nú leit út fyrir að hún fengi tækifæri til að sjá þetta með eigin augum.. og hún gæti meira að segja fengið gögn í hendurnar, sem næðu til að koma Mendoza í bölvun. í sjúkra húsum í Ameríku hafði hún séð ýmsar hryggðarmyndir fólks, sem hafði vanið sig á eiturlyf. og hún hafði «nga meðaumkun með þeim, sem seldu þessum vesaling um eitrið. Og það varð ekki ann- að sagt, en þeir Mendozafeðgar hefðu komið sér vel fyrir, með því að reka þessi fínu gistihús til sýnis fyrir alla. en nota þau síðan sem skálkaskjól til þess að komast í samband við ríka heimskingja. Og þetta var þá maðurinn, sem hún. hafði verið að segja frá feg urðinni í Laurier og Þögluey! Þetta var maðurinn, sem hún hafði strítt André með. Engin furða, að hann fyrirleit hana. Hún var nú hvorki rík né heimsk en hún átti ennþá þessa tuttugu þúsund dali frá Ted, til að eyða eftir vild; hún hugsaði um það kaldhæðnislega, hvort Garcia myndi gangast við svo lítilfjörlegri beitu, eðá hvort á- setningur hans að eignast Laur- ier myndi halda honum í skefj- um. Hún ásetti sér að afla sér upplýsinga um starfsemi hans. ef hægt væri. Það var engin hætta á, að neinn á eynni færi að selja honum nokkurn blett þar — Það SHÍItvarpiö LaugardaRur 11. nóvember 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi — 8:15 Tónleikar — Fréttir — 8:35 Tónleikar —• 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl, 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar 12:25 Fréttir og tilkynningar) 12:55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin — 15:00 Fréttir og tilkynningar. 15:20 Skákþáttur (Sveinn Kristinsson) 16:00 Veðurfregnir — Bridgeþáttur —• Hallur Símonarson). 16:30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds- son) 17:00 Fréttir — Þetta vil ég heyra: —• Séra Þorsteinn Björnsson velur sér hljórtiplötur. 17:40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Á leið til Akra“ eftir Aimeé Sommer-* felt; VII (Sigurlaug Björnsd.), 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl inga (Jón Pálsson). 18:55 Söngvar í léttum tón. — 19:10 Til kynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Frá danslagakvöldi í Berlfn: —• Horst Jankowski kórinn syngur og danshljómsveit Berlínarútvarps- ins leikur undir stjórn Rolands Kovac. 20:30 Leikrit: „Parísarhjólið" eftir Soya, í þýðingu Áslaugar Árna- dóttur. Leikstjóri: Baldvin Hall- dórsson. Leikendur: Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Róbert Arn- finnsson, Þorgrímur Einarsson, Brynja Benediktsdóttir, Flosi Ólafsson, Jóhanna. Norðfjörð og Indriði Waage. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög — 24:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.