Morgunblaðið - 11.11.1961, Blaðsíða 11
Laugavdagur 11. nóv. 1961
MORCVmtL AÐ1Ð
11
Skurðgröfur
Það mjakast
MIKIÐ er stundum gaman að
sjá hvernig hlutirnir mjakast á-
fram, fyrst hægt, en fyrr en
varir er kominn fullur skriður á.
Árið 1955 hóf ég fyrst að skrifa
um þá nýjung í tækni, að nota
litlar, ódýrar traktorgröfur við
n.inni hóttar framræslu með
opnum skurðum, lagði ég til að
það yrði reynt, jafnhliða því sem
auðvitað væri upplagt, að nota
siíkar gröfur við ræsagerð margs
konar, svo sem þá var farið að
gera mjög víða erlendis.
Þessari tillögu minni var allt
annað en vel tekið, í sjálfu Bún-
aðarritinu kvað við: „Vitanlega
var þessi tillaga að engu höfð,
jþví að aðrir vissu betur“. Haust-
ið 1958 vekur Árni Jónsson til-
raunastjóri á Akureyri athygli á
Bvona traktorgröfum, hafði séð
þær í Englandi, og skömmu síðar
er hin fyrsta keypt til landsins,
að ég hygg fyrir atbeina hans.
Síðar gat Vélanefnd ekki leitt
fnálið hjá sér og keypti traktor-
gröfu, en því miður virðist ekk-
ert hafa verið gefið út (ritað)
um reynslu nefndarinnar á því
Eviði, væri þess full þörf, því að
nú er það stórt í efni, að þörf er
leiðbeininga á þessu sviði. Að
irr.innsta kosti 4 mismunandi teg-
undir af traktorgröfum munu
hafa verið fluttar inn, og nú sé
ég t. d. í júlíblaði Freys heillar
©pnu auglýsingu um traktorgröf-
ur, og i ágústblaðinu er auglýst
norsk traktorgrafa Han-Jern (á
að vera Kam-Jem þ. e. skamm-
stöfun af Hamar Jernstöperi).
Eins og venjulega dreifist inn-
flutningurinn á fleiri gerðir og
imerki; ekk^ gott að gera við því,
þótt ekki sé það hagkvæmt varð-
landi -tarahluti, en erfitt er að
svifta menn frjálsræði um val og
kaup. En leiðbeiningum má
'beita, ekki er það skerðing á
frelsi og framtaki. Mér verður
hugsað til þess, að efcki hefði það
verið nein fjarstæða að kaupa
eina eða tvær traktorgröfur og
reyna „þegar á komandi sumri“,
eins og ég stakk upp á í febrúar
1955. Á grundvelli þeirrar
reynslu sem þá og þannig hefði
fengizt, hefði mönnum og fyrir-
tækjum svo verið leiðbeint um
frekari kaup á slíkum gröfum,
en auglýsingar einar efcki verið
iátnar ráða.
En hvað um það, það er gott og
gleðilegt að þessi tækni er kom-
in til íslands.
En það er fleira og stærra í
efni um þessa hluti. Fyrir þrem-
ur árum hóf ég að vekja athygli
á stórri norskri skurðgrclu sem
vinnur með vökvaþrýstingi
(hydraulisk). Hér er um mikla
nýjung að ræða, tel ég alveg
vafalaust að slíkar gröfur muni
verða teknar í notkun á íslandi
eenn hvað liður. Ekki svo að
Bkilja að ég búizt við að þær
muni ryðja úr vegi gröfum þeim
erf dragskóflugerð sem nú eru
mest notaðar. Við notkun þeirra
hefir Vélanefnd sýnt mikla rögg-
Bemi og festu, að láta ekki krítik
B'kvaldurmanna hrekja sig frá
réttri stefnu, við að samræma
fiotkun dragskófluvéla af heppi-
legri gerð. Ekki vantaði krítikk-
ina hér á árunum, að þetta væru
„bara seinvirkar vélskóflur" en
ekki neinar skurðgröfur o. s. frv.
Nei, vökvalyftugröfurnar eiga að
verða teknar í notkun samhliða
dragskóflugröfunum við fram-
ræslu og notast sérstaklega þar
Bem hart er undir, eins og t. d.
f Flóanum, og þær munu einnig
reynast valin verkfæri til fram-
kvæmda við gatnagerð og fl.
framkvæmdir i Reykjavík og á
öðrum stöðum slíkum. Vonandi
tekur það ekki mörg ár að réttir
«ðilar átti sig á þessu.
Að þessu sögðu eir erindi
þessa bréfs að geta þess og
vekja athygli á því að út er
komið á norsku dálítið rit um
vélar og tæki til notkunar við
framræslu — Utstyr for mask
inell gröfting. Þetta er bara
smárit, 102 bls. með 58 mynd-
um, en ritið er afbragðs
greinagott og nýtilegt til fróð
leiks. Það á sannarlega erindi
til skurðgröfumanna, héraðs-
ráðunauta og margra tækni-
menntaðra manna. Það er
Tæknistofnun landbúnaðarins
sem að ritinu stendur, svo að
góður er að því nauturinn.
Höfundurinn heitir Hans
Aamodt.
Fleira hefi ég ekki um ritið
að segja, menn verða að lesa það
sér til fróðlekiks, það eitt dugir.
Svo varð ég hér um daginn
var við annað — smávægilegt,
sem líka mjakast, þótt hægt fari.
Hér nota menn í öllum svína-
húsum tæki sem þeir kalla
Sparigris. Þetta er einfaldlega
eins konar djúpt „trog“ úr járn-
rimlum sem hvolft er yfir gylt-
una sem er í stíu með smágrísum
sínum ungum, svo að öruggt sé
að hún verði þeim eigi að tjóni,
eins og kunnugt er hættir gylt-
unum stundum til þess að leggj-
ast á grísina og verða þeim að
bana. í fyrra eða hitt eð fyrra
tók ég nokkur eintök af auglýs
ingablaði um þennan útbúnað og
sendi fóeinum aðilum heima,
sem fást við svínarækt. — Viti
menn hvað, um daginn hitti ég
eiganda verkstæðis sem smíðar
þessa „sparigrísi" — „vökukon-
Vökvaknúin skurð’grafa
ur“ eru tækin líka kölluð — og
þá sagði hann mér að sér hefði
nýlega borízt pöntun frá SÍS
þar sem beðið er um einn „spari-
grís“. Með öðrum orðum nú
ætlar einhver að reyna þetta
heima. Já, eitt stykki fer nú til
íslands, — gott að fara varlega
í sakimar, en annars yrði víst
fraktin á 6—12 stykkjum saman-
bundnum, litlu eða engu meiri
en á einu stykki. En sem sagt
allur er varinn góður, að fara
hægt og reyna þetta áður en
lengra er haldið. — Annars held
ég að svín séu svipuð að háttum
og „innræti“ hér á Rogalandi
eins og á íslandi, og norsk
reynsla við hirðingu hljóti áð
gilda heima — tilraunalítið.
Jaðri, 30. október 1961
Árni G. Eylands.
Kúabúskapur
I BtJSKAPNUM á Islandi eru
fjöldamörg atriði sem bæta
þyrfti, og þá sérstaklega á tím-
um verðfoólgiu og dýrtíðar.
Vegha fjárskorts og annarra
erfiðleika eru framfarir í íslenzk
um landfoúnaði alltof hægfara.
Framfarimar mætti örfa ef með
amerískri framtakssemi tækist
t. d. að byggja miklu ódýrari og
hollari fjós en nú er gert. Járn-
bentu steinsteypufjósin eru ekki
höllar vistarverur nema sérstak-
lega vel sé frá þeim gengið með
rándýrri einangrun. Líklega
verða fjósfoyggingar framtíðar-
innar að einhverju leyti verk-
smiðjuframleiðsla í stórum stíl,
1 nýju og hollu fjósin þarf svo
að fá betri mjólkurkýr en nú eru
til í landinu. Mjólkurframleiðsl-
una þarf að auka stórkostlega á
komandi árum og líka þarf mjólk
in og afurðirnar að verða betri
vara.
Þessar og fleiri hugleiðingar
eiga e. t. v. rót sína að rekja til
þess að á námsárum mínum skoð
aði ég marga fyrirmyndar bú-
garða í Bayem og mátti þar
margt læra er til framfara gæti
orðið á Islandi. Ég man etftir fjósi
þar sem ekki var nein fjósalykt
til staðar, en það var vegna þess
að þvag stóð aldrei í flórnum og
laftræstingin var í lagi.
„Bosch“-búgarðamir í nánd
við Múnchen eru mjög frægir,
en þar var fyrirmyndar fram-
leiðsla ógerilsneyddar barna-
mjólkur. Daglega fór fram
rannsókn á mjólkinni í rannsókn
arstofum, enda var hún seld
nærri helmingi hærra verði en
önnur neyzlumjólk. Þarna voru
líka einir átta súrheysturnar hjá
hverju fjósi. Var talið að bygg-
ingarkostnaður súrheystums
fengist greiddur á einu ári vegna
vinnuspamaðar.
A tilraunabúinu í ,,Grub“ voru
gerðar tilraunir með gripaupp-
eldi. Þar vom ræktaðar gráar
svissneskar kýr. Kýrnar þar voru
óheyrilega dýrar vegna þess að
sérstaklgea var vandað til upp-
eldisins, kálfamir vel aldir og
fóðurkostnaður mikilí í samfoandi
við kvígumar. Samt sögðu menn
að þessir búskaparhættir borg-
uðu sig margfalt vegna þess, að
rétt upp aldar kýr endurgreiddu
kostnaðurinn með hærri nyt eða
meiri afurðum en aðrar kýr.
Af þessu má því ráða hverja
gmndvallar þýðingu rétt kálfa-
uppeldi hefur í kúabúskapnum.
Það má ekki vanrækja viður-
geming kálfanna fyrstu sex mán
uðina, því þá er vöxtur þeirra og
þroeki örastur. Seinna er ekki
hægt að ráða bót á slíkri van-
rækslu.
A þessum tima þroskast líka
erfðir eiginleikar, svo sem mjólk
urhæfileikar, sem síðar koma
fram hjá fuliorðnum kúm.
Fyrst þurfa kálfar að fá brodd
mjólk, þá nýmjólk og síðan und-
anrennu. Þegar kálfar eru orðnir
mánaðar gamlir, byrja Danir
smátt og smátt að gefa iþeim
sýrða undanrennu og halda því
áfram^ þangað til kálfurinn er
sex mánaða. 1 sex lítrum af und-
anrennu eru 200 gr. af steinefn-
um í heppilegum hlutföllum og
hafa þau áhrif á það að beina-
vöxtur skepnunnar geti orðið
með eðlilegum hætti.
renna frá mjólkurbúum hefur
reynzt betra fóður en venjuleg
undanrenna. Hún er jafnara fóð-
ur og þolir betur geymslu.
Tilraunir í Danmörku og ®ví-
þjóð hafa sýnt að sýrð undan-
Þá byrja danir og snemma að
gefa kálfum fóðurblöndur. Er
gefið lítið magn í fyrstu og eggja
hvítusnautt. T. d. til 6 mánaða
aldursins 90% bygg og hafrar og
10% hörfrækökur. Seinna er hlut
föllunum í fóðurblöndunni smótt
og smátt breytt og þá látin inni-
halda 60% bygg og. hafra, 20%
Sesamkökur, 10% Solsikkekökur
10% Bómullarfrækökur.
1 sambandi við kálfaeldið verð
ur að hafa hugfast máltækið
„Sjaldan launar kálfur ofeldi,“
það er, að ekki má fita kálfana
of mikið. Efnahlutföllin í fóðri
þeirra þurfa að vera rétt. Ef
kálfar eru fitaðir of mikið, er
hætt við að fitujúgur myndist
þegar kýrin er vaxin. Verður þá
þroski júgursins með óeðlilegum
hætti og fitan útrýmir þá kirtil-
vefnum, sem á að myndast í
júgrinu.
Eg geri ráð fyrir að kúabænd-
ur verði að hugsa meira um þenn
an þátt í kúabúskapnum, kálfa-
uppeldið. Vanþrif í kálfum kosta
meira en í tölum verði talið.
Kálfauppeldi útheimtir mikla að-
gæzlu; að kálfar fái broddmjólk-
ina, hreinlæti mjólkuríláta sé í
lagi og að lyf séu gefin í tima ef
meltingarkvillar gera vart við
sig. Þá geri ég ráð fyrir að breyta
þurfi til í kálfaeldinu eins og
það er algengast nú hér á landi.
Kálfar 40 daga gamlir verða að
fá sýrða undanrennu í staðinn
fyrir of litla og dýra nýmjólk.
Undanrennuduft er of dýrt til
kálfaeldis. Eg geri ráð fyrir að
undanrennugjöf handa kálfurn til
sex mánaða aldurs geti að ein-
hverju leyti komið í veg fyrir
beinveiki þá, sem er að verða al-
geng í góðum mjólkurkúm. Þá
þarf líka að athuga betur fóður-
blöndur þær sem ungviðinu eru
gefnar og hollustu þeirra. Venju
lega innihalda þær nú síldarmjöl
misjafnlega mikið og mjög mis-
jafnit að gæðum. Ef síldarmjölið
er unnið úr S'kemmdri síld, þá
mun það ekki vera hollt fóður
til kálfaeldis. Þess vegna þurfa
að vera fáanlegar auðmeltanleg-
ar fóðurblöndur handa kálfum
eins og fyr hefur verið lýst (með
olíukötkum). Þá ættu lika að vera
í þessum fcðurblöndum 2% af
viðurkendri ste’nefnablöndu.
Rétt kálfauppeldi kostar mikið
fé, en reynslan mun sanno að
þessum fjármunum er vel varið, I
húskapurinn mun endurgreiða
þá og borga sig betur. — Þennan
þótt í kúaræktinni hygg ég þurfi
að efla og hann þarf að haldast
í hendur við örar framfarir og
þróun í kynbótum í nautgripa-
ræktinni. Hér á ég sérstaklega
við sæðingarstarfsemina, sem á
fáurn árum befur gjörbreytt og
bætt kúakyn annara landa. Megi
aukin hreysti og afurðageta
verða sá árangur sem fæsf af
þessu starfi á Islandi.
Kúaræktin og heilbrigðismól
nautpeningsins eru nátengd og
því vil ég hvetja bændur til þess
að hugleiða þessi mál, því að
margt mó lagfæra sem orðið gæti
til þess að efla og bæta íslenzkan
landfoúnað.
Laugarási 31. okt. 1961,
Bragi Steingrímsson,
dýralæknir.
NY VERZLIJN
Opnar í dag
B ARN AFATNAÍ) UR
KVENUDNIKFATNAÐUR o.fl.
Giörið svo vel og lítið inn.
VAFFESS-búðin
Klapparstíg 40.
Reykjavík - Hafnarfjörður
Frá og með laugarde-girura 11 nóvember breytast fargjöld
á sérleyfisleiðum vorum og verða sem hér segir:
Reykjavík — Hafnarfj.; Kr. 6,25 pr. ferð. Afsl.kort 21 ferð .S kr.
100.— eða 4,76 pr. ferð.
Earnagj. 5—12 ára. Kr. 2,75 pr. ferð.
Reykjavík — Garðahr.: Kr. 5,50 pr. ferð.Afsl.kort 21 ferðir á kr.
90,— (4,50 pr. ferð)
Barnagj. 5—12 ára. Kr. 2,25 pr. ferð Afsl.kort 6 ferð á kr.
10,— (1,66 pr. ferð)
Reykjavík — Kópav.: Kr. 4,25 pr. ferð. Afsl.kort 16 ferðir á kr.
50,— (3,12 pr. ferð)
Barnagj. 5—12 ára. Kr. 2,25 pr. ferð. Afsl.kort 6 ferðir á kr.
- 10,—■ (1,66 pr. ferð)
Hafnarfj. — Kópavogur: Kr. 3,25 pr. ferð. Afsl.kort 9 ferðir á kr.
Barnagj. 5—12 ára. Kr. 1,00 pr. ferð. 25.— (2,77 pr. ferð)
Hafnarfj. — Garðahr.: Kr. 2,25 pr. ferð. Afsl.kort 6 ferðir á kr.
Barnagj. 5—12 ára. Kr. 0,75 pr. ferð. 10,— (1,66 pró ferð)
Hafnarfj. innanbæjar: Kr. 2,25 pr. ferð. Afsl.kort 6 ferðir á kr.
Barnagj. 5—12 ára. Kr. 0,75 pr. ferð. 10,— (1,66 pr. ferð)
Reykjavík - Vifilsstaðir: Kr. 6,75 pr. ferð.
Barnagj. 5—12 ára. Kr. 3,25 pr. ferð.
Reykjavík — Garðahv.: Kr. 6,75 pr. ferð.
tarnagj. 5—12 ára. Kr. 3,26 pr. ferð.
Reýkiavík — Alftanes: Kr. 8,00 pr. ferð.
Barnagj. 5—12 ára. Kr. 4,00 pr. ferð.
LANDLEIÐIR H.F.