Morgunblaðið - 11.11.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.11.1961, Blaðsíða 15
Laug?.rdagui 11. nóv. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 Veiðifélag Miðfirðinga sýknað í Hæstarétti mánudag var kveðinn upp í Hæstarélti öómur i máli, er reis milli Björns Jónssonar, bónda að Litla-Os- í Kirkjuhvammshreppi i Vestur-Húnavatnssýlu óg Fiski- ræktar og veiðifélags Miðfirðinga. I héraðsöómi gerði Björn þær kröfur, að veiðifélagið verði með dómi gert að láta af hendi veiði- réttindi íyrir landi Litla-Oss, sem Fiskiræktar og veiðifélagið hefur haft undanfarm ár og ennfremur að veiðrfélagið verði dæmt til að greiða Stefnanda skaðabætur fyrir veiðitap að upphæð kr. 21.900,00 auk vaxta og málskostn aðar. Kröfur sinar byggði stefnandi á því, að starfsræksla félagsins hafi verið með þéim hætti, að hvorki samrymíst landslögum né stofnskrá iéiagsins og sé félagið því ólöglegt orðið og einstökum félagsmönnum því rétt og heimilt að veiðiréttinói þeirra í Miðfjarð ará og vatnasvæði hennar verði skilað aftur i þeirra hendur. Hann véfengdi og löigmæti eign- arnáms. er sjávarvejiði var af hon- um tekin, bæði að því er snerti framkvæmd þess, svo og að slíkt eignarnám faen í bága við 67. gr. st j órnarskrái innar. Stefndur r.eitaði því eindregið að rekstur Ifiskiræktar og veiði- félagsins hafi í nokkru tilliti ver- ið með óeðlilégum hætti, miðað vlð gildandi iög. Að því er sjáv arveiðina snerti, taldi félagið, að það hefði með fullkomlega lög- legum leiðurn fengið hana tekna eignarnámi. Þar hefði verið um aimenningsþörf í stóru byggðar- lagi að ræða og því fjarri lagi að telja það stjórnarskrárbrot. Héraðsdómur hafnaði þeim kröfum stefnda, að sjávarveiðinni yrði skilað aítur, svo og öðrum’ veiðiréttindum. Héraðsdómur j hafnaði Og skaðabótakröfum stefnanda. Björn Jónsson áfrýjaði málinu til HæUaréttar og krafðist þar einungis bóta fyrir veiðitap að uppnæð kr 20 834.00 auk máls- kostnaðar i héraðsdómi og fyrir Kæstarétti. í forsendum Hæstaréttardóms segir: „Kröfur sínar hér fyrir dómi byggir áfrýjandi á því, að frá stofnun hins stefnda félags ár ið 1938 og fram til ársins 1956 hafi hann einungis fengið kr. 1066 sem arð fyrir bá veiði jarðar hans sem ekki var tekin eignarnámi ánð 1940 i stað þess, að honum hefði að réttu lagi borið að fá kr. 21.900 00 i veiðiarð nefnt tímabil miðað við þau 60 arðstig, sem jörð hans var úthlutað fyrir veiði p.-ssa árið 1957. Krefur áfrýjandi stefnda um mismuninn, kr. 20.834.00, par sem hann telur, að mistök við nefnt eignarnám, er stef idi hafi látið framkvæma, hafi vaiaið því, að hann fékk svo lítinn veiðiarð, sem raun ber vitni fram til 1956. Afrýjandi gerði ekki á sínum tima neinar raðstafanir til að fá hnekkt eignarnámsgerð þeirri eða eignarnámsmati er að framan getur, og hann tók fyrirvaralaust við greiðsium þeim fyrir veiði ár- in 1940—1955, sem lýst hefur ver- ið. Að svo vöxnu máli geta dóm- kröfur hans á hendur stefnda eigi orðið teknar tii greina“. Talið var rétt að málskostn- aður fyrií báðum réttum skyldi falia niður, en málið var gjaf- sóknar og gjafvarnarmál. Dýrkun úskapnaðarins — sjukdómsræði aldarinnar 1 BEYKJAVIKURBRÉFI blaðs- ins, síðastliðinn sunnudag, ptanda jþessi spaklegu orð: ,,víst er, að óbreyttir borgarar á Islandi hafa fyrr og síðar haldið. að eitt helsta verkefni listamanna væri að benda á það, sem er feyskið og falskt í umhverfi þeirra". Sýnt er fram á að hefting persónu- legra skoðanna, meðal einræðis- jþjóðanna, leiði til öngþveitis og þrældóimsótta. Þá er að athuga hverniig málið horfir við, frá okkar bæjardyr- um, okkar sem búum við lýðræði, frjálsa hugsun og gamla menn- ingu. Þjónar myndlist vor þess- ari háleitu hugsjón? Síðasta ára tug hefi ég hugleitt þetta, heima og erlendis. Ekki ætti að vera éstæða til að kvarta, ekki þurf- um við að æpa eða klappa, þótt öskurapar hóti að eyða öllu mann lífi, eða ef þeir tjarga yfir nöfn Öýrðlinga sinna. Okkur ætti auð- veldlega að lánast að bera kyndil listanna bjartan og lýsandi. Er- Um við ekki hin útvalda þjóð? Athuganir mínar hafa leitt til þess, að ég sé, að við búum við enotrasta einræði í þesssum efn- um. Tilkvaddir aðiljar ákveða hverjum skal bjóða að sýna, Iheima og erlendis, hengja einnig tipp myndirnar og tala yfir þeim. Samþykkja af hverjum skuli kaupa myndir fyrir ríkissafnið, Ihvern skuli verðlauna sem fyrsta- annars eða þriðja-flokks lista- mann. Hver teljast skuli til snill- inga. Þetta mætti kalla ráðstjórn, einvalaliðið er löggillt, og mjög evo einlitt. Fyrir skömmu gafst ðkkur færi Fyrir skömmu gafst okkur færi t að sannprófa afstöðu okkar, gagnvart öðrum norðurlandaþjóð um Tveir stærstu sýningarsalir •borgarinnar sýndu, myndlist valda af Norræna listbandalag- inu, Færeyingar komu með vand eða sýnimgu. Þá og síðar vóru haldnar margar listsýningar, ckóla og einstaklinga. Mynd'list- in var aðal umræðuefni hausts- ins, unz kjarnorkuæðið hófst í Iiorðurhöfum. Eg leyfi mér að álykta, fið hin minnsta norðurlanda- þjóðin — Færeyingar — hafi borið hreinastan skjöld í kapphlaupi þessu. Sýning þeirra var heilsteypt, öfgalaus og vönd- uð — enginn falskur tónn sleg- inn. Þetta var viðurkennt af sýn ingargestum velflestum. Hins vegar vóru umeagnir blaðanna villandi, túlkuðu aðallega óhlut- ræn sjónarmið. Hið sama gildir um einkasýningar haustsins. „Hver þjóð eignast þá lista-| menn sem hún á skilið“, segir kínverskt spakmæli. Eg get ekki skilið að Norræna sýningin hafi þjónað þeim tilgangi að mann- bæta fólkið. Öskapnaðardýrkun- in var áberandi, en hún verkar sem eiturlyf, eyðir, tortímir, skap ar ringulreið. Glæpum verður ekki afstýrt með því að fremja glæpi, eins og falskir tónar eru jafn falskir, þótt þeir heiti elec- tronisk-músik! Þjóðir hafa tortímzt vegna þess að þær sáu hættuna of seint, því svo má illu venjast að gott þyki. A sýningunni mátti líta sam- anhnoðað öskuhaugarusl eftir frægustu listamenn, spýtnarusl með málningarslettum, fóta og handalausa búka og æpandi ófreskjur. Atomgoð hangandi á stoð og brennda trjábúta. Allt þetta minnti mig á sýningar á meginlandinu, eftir fyrri heim- styrjöldina. Þetta var „nútíma- list“ einnig 1921 til 1929. Þá, voru „mynd'höggvaraverk" gjörð úr ofnrörum, nöglum, spítnarusli, vélahl'utum og gömlum tannburst um. „málverk með dagblaðaút- klippum, papparæmum og tusk- um. Fundin upp slagorð og svig- urmæli, sem enn þá er tönglast á. Framförin er ekki lítil. Nú er fyrirsætum Parísar velt um strig ann útötuðum í málningu, sjimp- ainsar mála Da-daisk málverk! Það hjálpar lítið til skilnings, að segja: „Það má ekki eyði- leggja h'Ugmyndaflugið", eða hvers virði náttúrudýrkun og rómanlík sé á atómöld, ef við- komandi dýrkar óskapnað, eða hefir tapað trúnni á tilverunni. Við erum nú á hættusvæði, í mörgum, skilningi, þótt við höf- um sloppið við gjörnimgaveður fyrri landplágunnar. Stórviðburð ir hafa dunið á okkur, óviðbún- um, aukning hraðans hefir ná- lega keyrt okkur um koll. I sumum tilfellum höfum við — Óskapnaðardýrkupinni höf- um við boðið heim, um þetta tízkufyrirbæri hefjur verið hlað- ið auglýsingaskrumi, fólki talin trú um að óskiljanlegt föndur sé „nútímalist". Þar sem hér er aðeins um lítið brot að ræða, af listsköpun aldarinnar, þá er það öfugmæli. Hitt er sanni nær, að óskapn- aður í list, sé fals og rotnunar- einkenni nútímans. Kærkomið vopn þeim sem deyfa vilja feg- urðarkend og eilífðarþrá, en auka á upplausn og þrælsótta. Það er barnalegt að rugla þessum sjúk dómsroða aldarinnar saman við frumleika og nýsköpun, hér er um það að ræða hina sígildu spurningu: Að vera eða vera ekki. Guffmundur Einarsson frá Miðdal. Sindrastóllinn Frarnh. af bls. 12. hann er höfundur stólsins, á ferð í London og kom þá til þeirra einn af ritsjórum „Womans Journal" ásamt húsameistara, en þau sjá um útbúnað húss ársins, em byggt er árlega á vegum blaðsins og til þess valið það nýj asta og vandaðasta, em sést hefir á því ári. Að þessu sinni hefir Sindrastóllinn verið valinn í hús ið. Dómnefndir færustu sérfræð- inga eru fengnar til að ákveða gerð og val á húsgögnum í það. Þykir það einhver hin mesta við urkenning, sem hugsast getur í Bretlandi að eiga muni í þessu húsi. Teikningar hússins eru síð an birtar í fyrrgreindu blaði svo og litskreyttar myndir af öllu jafnt innan sem utan. Þetta er ekki einasta mikil við, urkenning fyrir þennan s,tól held • u_ glæsileg auglýsing fyrir ís- sigrað, í öðrum farið halloka. I lenzkan iðnað. Lögfrœðingur í föstu scaifi óskai eftir aukavinnu, helzt inn- heimtustöi’íum eða einhverjum öórum lögfræðistörf- um, sem hann gecur unnið eftir reglulegan vinnu- i tíma. Þeir sem kynnu að vilja sinna þessu, geri svo vel að leggja nöfn sín og símanúmor inn á afgreiðslu Morgunblaðs.ns f.yr r þriðjudaeskvöld 14. þ.m., merkt: „Aukastörf — 184“. v, Av H .Q' a> v. Ol O AO 1 ^ £ o o ? Si -ac is -S ■+■* "O a c c * V- a (S 'o> o E ■S -c o * s 'O V. ^o -í <u vo c/5 c/> #c *3S <*■ *© S+m 3T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.