Morgunblaðið - 11.11.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.11.1961, Blaðsíða 6
6 MORCJ1TSBLAÐ1Ð Laugardagur 11. nóv. 1961 Guðmundur á Hrauni á kálakri sínum. LANDBROTID Hólanna sveit. Þeir, sem fara eftir þjóðvegin um uim Landbrotið, sjá lítið ann- að en hóla — hóla og aftur hóla. Stóra hóla og litla hóla, gráa, bera hraunhóla, græna, grasi vaxna hóla, bratta hóla og aflíð- andi hóla, mjóslegna hóla og um sig breiða hóla. Sem sagt: hóla af öllum mögulegum sorbum. A Islandi eru 55 baeir, sem bera nöfnin Hóll eða Hólar. Þó að undarlegt sé, er enginn þeirra í þessari miklu hólasveit — Land brotinu. Þar er enginn bær, sem er kendur við hól á nokkum hátt, Hólabak, Hólsel, Hóla- brekka eða þess háttar. Nei. LandnemaTnir í Landlbrotinu hafa ekki þurft að notast við svo 'hversdagsleg hei-ti þegar þeir gáfu býlum sínum rvafn í önd- verðu. Sláttukóngurinn í Hrauni. Þetta er í byrjun september, komin sláttulok á þessu ágæta heyskaparsumri og Guðmundur er að Ijúka við að slá seinasta háarblettinn. Og þó hann sé sem sagt einn á teig gengur sláttur og hirðing með miklum hraða, svo að ég hyggi að ekki séu aðrir mikilvirkari við heyskapinn hér um slóðir. Hann hefur líka sér til hjálpar eitt afkastamesta hey- skapartæki, sem flutzt hefur til landsins — sláttukónginn eða sláttutætarann öðru nafni. Ekki Bílavegur — sími — rafmagn. í Landbroti eru nú 20 bæir í byggð. Þar eru 24 heimili og alls eru íbúarnir 110 — ekki svo fáir í þessari litlu sveit á þessum tím- um, sem almennt eru kendir við: Flóttann úr sveitunum, Jafnvæg- isleysi í byggð landsins, Ofvöxt Reykjavíkur og önnur áhyggju- efni ábyrgra stjórnmálamanna. Samt hefur Landbrytlingum fækkað um 30 á þrem síðustu ára tugum og má vitanlega ekki svo til ganga framvegis. Nú er þar líka talsvert af ungu fólki, sem von er um að muni staðnæmast veit ég hvað margir sláttukóngar eru til á landinu. Ég hélt þeir væru ekki í eigu annarra en ríkisbúanna og einstöku stór- bænda. Það sýnir vel framsýni og stórhug Hraunsbóndanis að vera búinn að kaupa þessa vél, sem kostar sjálfsagt 20—30 þús. kr. En hér er líka tii mikils að vinna, enda er talið, að sláttu- kóngurinn sé sú búvél, sem veki einna mest eftirtekt og ábuga bænda í norðanverðri Evrópu sem stendur. alla hina). Þau eru úti í högun- um með mæðrum sínum. Hér er sem sagt verið að gera tilraun með hvaða árangur það hafi, að beita lömbunum á fóðurkál og tún eftir að þau koma af afrétti. Þegar þeirri tilraun er lokið er bezt að ná tali af Hraunsbóndan um og vita hvernig útkoman verður. —A— Heyskapur, sem segir sex. Guðmundur situr makindalega í sólskininu á sínum bláa Ford- son Major og rennir honum létti lega yfir græna sléttuna 1 spor- öskjulöguðum hring, því að það er hægara sagt en gert að taka skarpar beygjur með allar þess- ar græjur attaní. Sláttukóngur- inn hakkar í sig blágræna hána og þeytir henni upp í rörið. Svo stendur grasstrókurinn aftur úr því og sáldrast oní vagninn, þar sem smástrákur stendur og jafn- ar úr bingnum. Þetta er nú hey- skapur, sem segir sex. Það væri hægðarleikur að slá og hirða alla hána í öllu Landbrotinu á fáurn dögum með svona verkfæri, ef það væri látið ganga milli bæja. Uppbygging á einum áratug. Það eru víst ekki nema tíu ár síðan Guðmundur byrjaði bú- skap sinn í Eystra Hrauni. En á þeissum eina áratug hefur hann komið ótrúlega miklu í verk: byggt íbúðarhús úr vikursteini, reist fjós yfir fimm kýr og fjár- hús fyrir á þriðja hundrað fjár. Og heygeymslurnar: þurrheys- hlaða með súgþurrkun fyrir 400 hesta og votheyshlöður fyrir 300 Eystra-Hraun hesta. Öll eru þessi hús úr stein- steypu, hinar vönduðustu bygg- ingar. Og túnið breiðir úr sér beggja megin við þjóðveginn næstum 20 hektarar að stærð. Tilraunin með lömbin. Sunnan við túngarðinn stend- ur vöxtulegt fóðurkál á ca. hálf- um ha. Þar eru 20 lömb á beit. Sum eru hálf-falin í hávöxnu kálinu, önnur liggja í grasinu meðfram akrinum. Uppi á túninu eru 20 lömbum beitt á hána. í gær voru 20 lömb send til Víkur. Þar á að lóga þeim í dag. Og svo er einn 20-lamba hópurinn enn, svo að aukning fallþungans eins (sem búið er að vigta eins og í Landbroti. er vöxtur kál-lambanna mikill, nemur ca. 90 kr. á lamb með nú- verandi verðlagi. Auk þess kem- ur svo aukning á öðrum afurðum s. s. gæru og mör. Einnig flokk- ast lömbin betur. Hvað útgjaldahliðina snertir má hins vegar nefna það, að ef það kostar 5 þús. kr. að rækta fóðurkál á einum ha. lands og hann nægir handa 100 lömbuim, þá er kostnaðurinn 50 kr. á lamb. Væntanlega verður á öðrum vett- vangi nánar rætt um allan ár- angur af þessari tilraun, sem fór fram undir iftnsjá eins af héraðs ráðunautum Búnaðarsamiband Suðurlands, Einars' Þorsteinsson- ar. — G. blattukongurinn ao verki. og lömbin sem fitnuöu á kálinu Svo líða margar vikur. Næst þegar ég hitti Guðmund í Hrauni er löngu búið að slátra öllum til- raunalömbunum. Það var gert á Klaustri 18. október. Hver varð svo árangurinn? Hér skal ekki getið um annað en fallþunga dilkanna. Hann var þassi: Lömbin, sem slátrað var 6. sept. höfðu 13 kg fallþunga. Lömþin, sem voru utan túns með mæðrum sínum höfðu 13,4 kg fallþunga. Lömbin, sem voru á hánni höfðu 14,1 kg fallþunga. Lömbin, sem beitt var á kálið höfðu 17,2 kg. fallþunga. Hér skal ekki nánar um þessa tilraun rætt, en hún er næsta lærdómsrík fyrir alla sauðfjár- bændur. Eins og tölurnar sýna. í sveitinni. Þar er líka gott að vera. Vel byggt yfir fólk og fén- að á flestum bæjum, bílavegur heim í hlað, allstaðar sími og raf- magn frá vatnsaflsstöðvum á öll um bæjum nema einum. Landbrotið og Skaftá. En þetta greinarkom átti ekki að vera nein almenn sveitarlýs- ing á Landbrotinu. Langt frá því. „Landbrot nefnist svo vegna þess að Skaftá hefur snemrna brotið þar landið,“ segir Sveinn Pálsison. En þótt Landbrotið hafi stundum þurft að fóma Skaftá einhverju af land: sínu hefur hún borgað það margfalt aftur. Gróð uirlendi sveitarinnar er s. a. s. allt meðfram Skaftá og þar liggja bæirnir, sumstaðar allþétt í ein- faldri röð. Syðstu býli sveitarinn ar eru þó alllangt vestan árinn- ar, sunnan við hólaþyrpinguna. Það er einmitt á einn þeirra, sem við ætlum að koma. Við snotur- legt túnhliðið sjáum við strax hvað bærinn heitir, EYSTBA HRAUN stendur letrað svörtum járnrimlum í hliðgrindina. Þama búa ung hjón: Guðmundur Guð- jónsson frá Lyngum og Katrín Þórarinsdóttir frá Hátúnum. Þau eiga einn son, Hreiðar, á sjötta ári. * Kviknaði ljós í Víti A landakorti sem Banda- ríkjamenn hafa af Islandi, er merkt öskjulaga svæði umgirt fjöllum í miðju Ödáðahrauni, 1 öskjunni er stórt vatn og svo lítill gígur með áletrun- inni „Lighthouse". Þetta mun vera þýðingin á nafninu, eins og það stendur á íslenzku kort unum á sumum kort- uiiian er komrnan yfir 1-inu kannski heldur ógreinileg. Þetta gerir nú ekkert til, sem sannast á því að Banda- ríkjamaðurinn, er sá úr flug- vél sinni rauða glóð á þessum stað, létt sér ekki detta í hug að búið væri að kveikja á vitanum. Hann tilkynnti um- hugsunarlaust: Eldgos! • Tröllkonan varð að^ldíialli Þetta er ekki einasta nafnið, sem misskilningur hefur breytt svolítið, og þarf ekki hjálp útlendinga til þess. T. d. er í Mýrdalsjökli staður sem heitir Enta, sem þýðir tröll- kona. Þar er Entugjá, og að mig minnir líka Entukollar. En þetta kemst yfirleitt ekki óbrenglað á kort. Menn þekkja merkilegt fjall í út- löndum, sem heitir Etna og þá þykir víst sjálfsagt að gera tröllkonuna útlæga á Mýrdalsjökli og skíra staðinn í höfuðið á fræga útlendingn- um. • Vatnsúði öryggisventill J. H. skrifar: Hinir miklu brunar í frysti- húsum og fiskframleiðslu- stöðvum eru ískyggilega tíðir hér á landi og baka atvinnu- lifinu eðlilega oft geigvænlegt tjón, bæði beint og óbeint. Eg tel líklegt að margar ráðstafanir séu gerðar til þess að sporna við þessari áleitnu brunahættu, en samt mun ekki nóg að gert. Mér hefur dottið ein varúð- arráðstöfun 1 hug, sem ég vil koma á framfæri, má reyndar vel vera að húr sé notuð ein- hvers staðar: 1 rjáfri bygginganna, og jafnvel víðar, verði komið fyrir kerfi af vatnspípum, alsettum götum eða úðakrön- um, er væri í sambandi við öflugan vatnsgeymi með há- þrýstingi. Ef hiti færi yfir ákveðið mark í byggingunni, myndi sjálfvirkur útbúnaður samstundis hleypa vatni á kerfið og vatnsúðinn dreifast yfir. Öryggisútbúnaður sem þessi mun þekkjast sums staðar er- lendis, svo vel ætti að vera hægt að afla sér reynsluþekk- ingar. — j. H. * H ver þekkir konuna?, Nýlega birtist þessi mynd i Bergens Tidende, sem er stærsta blað Noregs utan Oslóar. Myndin er tekin x Bergen, líklega á árunum 1900—1910. Nú er hún kom- in á „Safn gamalla ljós- mynda“ 1 Bergen, en safn- vörðurinn veit ekki af hvaða konu myndin er. En vegna búningsins gengur hann út frá því að hún sé íslenzk. Nú vill safnið gjarnan vita hver konan er. Þekkir ein- hver hana?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.