Morgunblaðið - 12.11.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.11.1961, Blaðsíða 11
Sunnudagur 12. nóv. 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 11 — Existensialismi Framh. af bls. 9. styrjaldanna. Stefna hans hélt velli þegar nazisminn hrundi. Það skar ekki úr þótt Nazistar héldu ýmsum existensíalistum í fangelsi, eða gerðu aðna land- ræka, svo sem blaðamenn, rit höfunda o.fl. Ahrifaríkur samferðamaður Heideggers var Karl Jaspers, sem enn lifir og læur til sín taka á mörgum sviðum. Von- andi gefst tækifæri til að greina frá þeim merka, hugsuði síðar. I Frakklandi ryður stefnan sér til rúms fyrir áhrif G. Marcels og J. P. Sartre, sem eru þó mjög ólíkar manngerðir, þar sem ann- ar er guðleysingi, en hkin trúað- ur kaþólskur maður. En báðir eru mikilvirkir sem skóld og rit- höfundar. Að öllu samanlögðu hefir stefnan verulega mótað og sveigt andlegt líf Evrópu á síðari ára- tugum, einkum bókmenntir, en einnig aðrar listir og hugvísindi, guðfræði, uppeldisfræði, sálar- fræði og sóciologi (almenna fé- lagsfræði). Kaldranaleika efnis- hyggju og andúðar gegn trúar- brögðum gætir nú miklu minna en áður, meðan þróunarhyggjan og efnishyggjan mótuðu hugsun manna. Afstaðan til kirkjunnar hefir einnig tekið miklum breyt- ingum. Innan kaþólsku kirkjunn- ar hefir vakning Ný-Thómismans verið samtíma existensíalisman- um. Má finna ýms skyld ein- kenni sameiginlega báðum stefn- um, þótt þær séu um margt ó- líkar. Meðal hinna fremstu hugs uða er að finna trúhneigða eða trúaða menn í herbúðum beggja. Menn skyldu gefa gaum að nýjum hugtökum, sem að vísu voru til áður, en Heidegger o.fl. hafa gefið heimspekilget gildi. Fáir ganga lengra en hann í því að vara menn við múgmennsk- unni, sem nútíminn elur stöðugt á, einkum með vélvæðingu and- legrar menningar, í skemmtana- iðnaði, kvikmyndum, útvarpi og sjónvarpi. Þessi múgmennska, líf og áhrifavald „Mennisins“ leiðir marga til glötunar (Verlor enheit) þegar um satt og fagurt mannlíf er að ræða. „Mennið" treður hugsjónir hins fagra og göfuga lífs undir fótum sér. Sálin verður út undan. Enda tala geð- læknar um sívaxandi vandamál hugrænna kvilla og staðfesta þar með þessa skoðun. Meðal hinna nýju hugtaka eru mörg hugtök mannlifsins, sem menn könnuðust að vísu við, en gáfu áður lítinn gaum. Þannig eru t.d. samúð, andúð, umhyggja, angist (kvíði af óljósum upp- runa) glötun, tímanleiki, örvænt ing, iðrun, atfurhvtrf, vitnis- burður, dauði, eignlegur og ó- eiginlegur existens — hið sanna og hið falgka lif. Allt er þetta greint og tekið til fræðilegrar rannsóknar í ljósi fjölda dæma og mikillar reynslu. Myndir eru dregnar upp af lifinu, mögu- leikum þess og takmörkum í frelsi og ábyrgð. Ef lífið skiptir oss einhverju máli, þá mætti ætla að það skipti oss máli hvað fremstu hugsuðir aldar vorrar hafa um það að segja. Skipti lífið hins vegar litlu máli eða engu, þá getur það auð- vitað verið féþúfa skemmtana- iðnaðar og annarrar múg- mennsku. Slíikt líf nefna existens íaistarnir „óeiginlegan existens“ þ.e. sams konar tilveru og dauðir hlutir hafa, án ábyrgðar, án á- kvörðunar, án markmiðs. Eitt af skáldum vorum talar um að „fljóta sofandi að feigðar ósi“ og tjáir þar með greinilega það, sem Heidegger og ýmsir aðrir hugsuð ir leggja kapp á að vara menn við. Þeir hika ekki við að segja að sú stefna leiði til glötunar og tortímingar. Og hvað skal segja? Er ekki öll framtíðarvon vor bundin við að menn vakni til vakandi ábyrgðar á möguleikum sínum, náunga sínum og sjálfum sér? En vakna menn nema ein- hver veki þá? Hér með erum vér, að dómi existensialistanna, komnir að hlutverki hinna hugsandi manna, skálda, kennara, presta, rithöf- unda, blaðamanna — einnig að hlutverki foreldranna í uppeld- inu. Það er að ala upp vakandi og ábyrga menn, ekki nautna- sjúka sérhyggjumenn og vesal- inga, sem allt vilja taka, en ekk- ert gefa. Helztu heimildir: Dr. H. A. Winsnes: Filosofiens historie, Osló 1959. Heinemann: Neue Wege der Philosophie. D. Runes o.fl.: The Dictionary of Philosophy 4. útg. VÖLUNDARSMIÐI . á hinum fræga Parker Líkt og listasmiðir löngu liðinna tíma, vinna Parker-smið- irnir nú með óvenjulegri umhyggju við að framleiða eftir- sóttasta penna heims Parker “51”. Þessir samvizkusömu listasmiðir ásamt nákvæmum vélum og slitsterkara efni, er það sem skapar Parker “51” penna. . . , viðurkenndur um heim allan fyrir beztu skrifhæfni. , íyrir yður eða scm gjiiíparker 51’* A PRODUCT OF <£> THE PARKER PEN COMPANY ... ‘?o:(e*Xor ^ % VSk % wipfifgl VcV9 - ’LSwtf-e'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.