Morgunblaðið - 31.12.1961, Side 2
2
MORCUNBLAÐIÐ
sunnuðagur 31. des. 1961
Séra Jón Auðuns, dómprófastur:
Gleðilegt ár!
STÓRBROTNAR eru þær sýnir,
sem einn hebresku spekinganna
sá og túlkaðar eru í hátíðarsöng
kirkjunnar á nýársdag og í
þjóðsöng vorum sjálfum.
Yfir aldanna rás, þar sem
augnabiikin raðast eins og perl-
ur á festi ára og árþúsunda,
horfir hann, og við honum blas-
ir hið mikla svið, þar sem ein-
staklingar eiga stundarleik og
öldin er hraðfleyg eins og næt-
urvaka.
Og yfir endalausri vegferð
einstaklinga og kynslóða sér
spekingurinn vaka HANN, sem
sjálfur var áður en fjöllin fædd
ust og heimamir urðu til,
HANN sem verið hefur bjarg
aldanna, huggun kynslóðanna,
styrkur þeirra í lífi og í dauða.
Undrunin, lotningin vekur lof-
gjörð hins vísa manns: „Drott-
inn, þú hefur verið oss athvarf
frá kyni til kyns“!
Ár er að kveðja.
Finnur þú handleiðslu Guðs,
er þú lítur um öxl yfir hið
liðna? Mistök kanntu að sjá,
margföld mistök. En eru þau
þeirri hendi að kenna, sem vildi
leiða þig? Var hún ekki nægi-
lega örlát? Gaf hún þér ekki í
rauninni grunnlausan auð, sem
hefði getað nægt þér til ómæl-
anlegrar blessunar? Er það
honum að kenna, sem gaf, ef
gullið varð að ösku í hendi
þér? Hvað segja þér minningar
gamla ársins, ef þú vilt hlusta
opnum eyrum og opnum hug á
það mál, sem þær flytja?
Minna þær þig ekki á það, sem
í áramótasálminum segir: „En
miskunnsemd Guðs má ei
gleyma“?
Svo er um einkalíf þitt, en er
þakkarefnið ekki einnig mikið
þegar litið er yfir þjóðlíf vort
á liðnu ári?
f>ú bendir á erfiðleikana, ör-
yggisleysi um efnalega afkomu.
Já, margt er í óvissu. Langt er
í land. En ætti þetta að skerða
þakklæti vort fyrir handleiðslu
Guðs á liðnu ári? Af hverju
stafa erfiðleikarnir? Gaf ekki
Guð svo mikið að oss hefði átt
að nægja til að lifa farsælu lífi
í landinu? Vér vitum öll, að
erfiðleikamir voru afleiðing
þess, að vér höguðum oss eins
og börn.
Vorum vér einhuga, samhuga
um að leysa vandann? Nei, það
vorum vér ekki. Stétt reis gegn
stétt, flokkur stóð gegn flokki.
Vér vissum öll, að nýrra úrræða
var þörf, en ætti að reyna þau,
virtust fyrstu viðbrögðin í ó-
hugnanlega ríkum mæli verða
þessi: Hvemig get ég fundið
leið til að leggja sem allra
minnst af mörkum? Hvernig
get ég bjargað sjálfum mér, svo
að sem allra minnst verði kraf-
izt af mér? Þegar hollustu og
þegnskapar er þörf, er það í-
skyggilega algengt hjá oss ís-
lenzkum mönnum, að hver ætli
öðrum hinn erfiðari kostinn en
sjálfum sér hina auðveldari leið.
Þessi hugsunarháttur setur
oss andspænis miklu meiri
vanda í þjóðlífi voru en allir
fjárhagsörðugleikamir saman
lagðir. Þeirri þjóð, sem sam-
hyggju vill ekki virða, bjargar
hvorki Guð né menn.
Svo var Guðshöndin gjöful,
að þúsundfalt er þakkarefni
vort. En ef vér klæðumst ekki
sekk og ösku og gjörum yfir-
bót fyrri breytni, gagna oss
ekki gjafir Guðs á nýju ári.
Nýtt ár er að koma.
Hvert mun bera oss aldan,
sem nú er að rísa? Á brjóstum
hennar munum vér berast eins
Og fis, en hvert ber hún oss?
Hún flytur oss í faðm framtíð-
ar, sem vér vinnum úr gull eða
grjót eftir því sem oss endist
manndómur til.
Hvernig ætlar þú að lifa
einkalífi þínu? Mundu þann
sannleik, sem áramótin predika
kröftuglega fyrir þér, að á
hverju augnabliki stendur þú
andspænis alvarlegum reiknings
skilum, því að hársbreidd ein
aðskilur árin og eilífðina. Bár-
an, sem rís í dag, kann að
brotna á morgun. Guð er góður,
náðin er stór, en úr ábyrgð
þinni dregur hún ekki.
Hvemig ætlar þú að lifa sem
þjóðfélagsborgari á nýju ári?
Sem ábyrgur þegn, jafnfús á að
bera þinn hluta af byrði sam-
félagsins og að þiggja þinn
skerf af blessun þess, — svo
vill Guð að þú lifir. Og lifir þú
svo, ertu ekki aðeins í sam-
ræmi við lögmál þjóðfélagsins,
heldur einnig í samræmi við
jögmál eilífðarinnar, sem með
alvöruþunga er að minna þig á
sig meðan alda hins gamla hníg
ur og alda hins nýja rís.
Guð er vort athvarf frá kyni
til kyns. Sá sannleikur hefur
hlotið sína eldskírn og staðizt
sína prófraun í reynslu ótal
kynslóða. En Guð leggur ekki
gull í lófa þinn, ef þú grípur í
fávizku þinni grjót. Hann knýr
þig ekki á himinveg ef hugur
þinn gimist til heljar. En viljir
þú ganga með honu»n, vekur
hann þeim vilja, þrótt og magn.
Viljir þú einhuga veginn hans,
verður þér nýja árið uppspretta
ómælanlegrar blessunar.
Vilji þinn kann að vera veik-
ur. Svo er um alla menn. En
sé hann einlægur, fær hann þá
náð, sem nægir, frá honum, sem
hefur verið athvarf feðra og
mæðra, skjöldur kynslóðanna og
skjól um aldaraðir.
FABSÆLT ÁR!
ÍJÍ- 'lí.fy
Dr. Páll ísólfsson
Jón Þórarinsson
á músfknám í Tónlistarskólan
um í Reykjavík, en stundaði
nóm í Yale-háskólanum í
Bandaríkjunum árin 1944—47
og var þá nemandi hins heims
fræga tónskálds Pauls Hinde-
miths. Hann lauk þar prófi í
tónfræði og síðar meistara-
prófi í tónsmíði. Meðal tón-
verka hans eru einsöngs- og
kórlög, sónötur fyrir píanó,
klarinettu og píanó. og fiðlu
og píanó, einnig orgel- og
hljómsveitarverk.
Verk Jóns hafa verið flutt
víða erlendis, einkum vestan
hafs, en einnig á Norðurlönd-
Jón Þórarinsson tóniistargagn-
rjnandi Morgunblaðsins
FRÁ ÁRAMÓTUM hættir dr.
Páll ísólfsson að skrifa tón-
listargagnrýni í Morgunblaðið.
en við því starfi tekur Jón
Þórarinsson. Dr. Páll hefur
verið tónlistargagnrýnandi
blaðsins í fjölda ára og skrif-
að auk þess greinar um tón-
listarmál, sem notið hafa vin-
sælda.
Dr. Páll tók við af Emil
Thoroddsen, sem var tónlistar
gagnrýnandi Mbl. um all
mörg ár, en þess má geta,
að tónlistargagnrýni blaðs
ins hafa ávalilt annazt forystu-
menn í músíklífi þjóðarinnar
og góð tónskáld. Auk þeirra.
sem fyrr eru nefndir, hafa
þeir Árni Thorsteinsson og Sig
fús Einarsson skrifað gagn-
rýni í blaðið og höfðu með
skrifum sínum mikil áhrif á
tónlistarlíf hér á iandi á sín-
um tíma.
Jón Þórarinsson lagði stund
um og I Þýzkalandi og Austur
ríki.
Að lobum má geta þess að
Jón Þórarinsson veu: fram-
kvæmdastjóri Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar þar til i fyrra er
Ríkisútvarpið tók við rekstri
hennar.
Um leið og Morgunblaðið
þakkar dr. Páli Isóifssyni störf
hans í þágu blaðsins, býður
það Jón Þórarinsson velkom-
inn til starfa.
Emil Thoroddsen
Sigfús Einarsson
Árni Thorsteinsson
Indonesiumesin
saman mikinn
Banc’aríkjastjórn reynir oð sœtta — Hol-
lendingar vonbetri um friðsamlega lausn
draga
flota
JAKARTA og Sidney, 30. des-
ember. — Subandrio, utanríkis-
ráðherra Indonesíu, sagði í dag,
að stjórn hans væri enn ókununugt
um raunverulega stefnu hol-
lenzku stjórnarinnar í deilunni
um hollenzku Nýju Guineu, eða
Vestur írian, eiws og Indónesar
[ /* NA 15 hnúfaA Jf Sn/óhma | / SV50hnúfar\ » ÚÍi V Skúrir K Þrumur ws Kutíatki! ZS HifaikH H Hm» L Lxgi
'3 í gærmörgun var komið hæg kaldast var á Þingvöllum og í
S viðri um allt Norðurland að Búðardal, 17 stiga frost. Lægð
^ heita mátti og á Norðaustur in vestur af Grænlandi virtist
J landi hafði mjög dregið úr ekki á leiðinni hingað í biili,
■/ norðanáttinni, en þar voru en vera má þó, að af henni
« enn smáél. Á Austfjörðum var stafi síðar hlýnandi veður hér
3 aðeins eins stigs frost, en á landi. S(
/i ‘ð
kalla hana. Sagði ráðherrann, að
hollenzka stjórnin hefði ekki
gert grein fyrir því hve langt
hún vildi ganga í samkomulags-
átt og allt hjal hennar um frið-
samlega lausn virtist einungis
miðast við að sefa almenning í
Hollandi.
• • •
Viðhafði ráðherrann þessi um-
mæli, er hann kom af fundi með
bandaríska sendiherranum í Ja-
karta í morgun, en samtímis bár-
ust fregnir um að Indónesíustjórn
væri nú að draga saman mikinn
skipaflota til liðsflutninga Og
væntanlegrar töku Vestur-Irian.
Hermdu fregnir, að Indónesu-
stjórn hefði nýlega fengið fjölda
tundurspiila, beitiskipa og kaf-
báta hjá Júgóslövum, auk þess
skip frá V-Þýzkalandi og Ítalíu,
einnig tii hernaðaraðgerða.
Subandrio, utanríkisráðherra,
sagði, að væntanlega skýrðist
afstaða hollenzku stjórnarinnar
við umræðurnar um Guineu-mál-
ið, sem hefjast í hollenzka þing-
inu á miðvikudaginn. Kvað hann
Indónesíustjórn mundu fylgjast
vel með öllu, sem þar gerðist.
Bandaríski sendiherrann sagði
að fundi þeirra loknum, að hann
hefði einungis verið að koma á
framfæri ítrekuðum óskum
stjórnar sinnar um að Indónesíu
menn færu að öllu með gát Og
íeyndu að komast hjá vopnavið-
, skiptum.
Menzies, forsætisráðherra Ástra
líu, átti einnig tal við sendiherra
Hollands og Indónesíu þar í landi
: dag. Tjáði hann þeim að stjórn
sín væri áhyggjufull y'ir þróun
málanna og vænti þess, að reynt
yrði að leysa deiluna við samn-
ingaborðið, en vopnin yrðu ekki
iátin tala.
Síðari fréttir:
Subandrio skýrði frá þvi síðar
í dag að Indones: ustjórn stæði
nú í beinu sambandi við hol-
lenzku stjómina. Bandaríkja-
stjórn hefði beitt sér fyrir því að
þetta samband tækist og væri
fulltrúi hennar milligöngumað-
ur viðskiptum Indónesíumanna
og Hollendinga.
Haft er eftir góðum heimildum
i Haag, að með milligöngu Banda
ríkjamanna hefði bað komið í
ljós, að Indónesíumenn séu alls
ekki ósveigjanlegir í málinu —
og þeir séu fúsir til að mæta
Hollendingum á miðri leið. Út-
litið sé því betra en áður og
stjórnmálamenn vænti árangun
af samningaviðræðum.
Einar Arnalds
yfirborgardómari
Gefin vom út bráOabingðalöi
uim, breyting á lögum »r. 23/1921
um vátryggingarfélag fyrir fisk
skip.
Þá var Einar Arnalds, borgar
dómari, skipaður yfirborgardón
ari í Reykjavík samkvæmrt lö<
um nr. 98/1961, um dómsmála
störf, lögreglustjóm, gjaWheimti
o.fl.
Ríkisráðsritari, 30. de*. 1961.