Morgunblaðið - 31.12.1961, Síða 3

Morgunblaðið - 31.12.1961, Síða 3
Sunnudagur 31. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 MW «MW i Morgunblaðið hefur snúið sér til nokkurra lesenda sinna, og beðið þá að svara hvað þeim sé minnisstæðast frá árinu, sem nú er að líða. Aðeins stuttur frestur var veittur til þess að svara spurn- ingunni. mmm Björn Pálsson, flugmaður: Það minnisstæðasta, sem fyrir augun hefur borið, er sjón sú, sem við sáum nokkr ir félagar, er við flugum inn að Öskju að kvöldi dags þess, sem hún hóf að gjósa. Þeir, sem slíka sjón sjá, gleynia henni aldrei. Frá mínu starfi að árinu loknu, er efst í huga hvað starfið hefur allt orðið auðveldara með tilkomu nýju flugvélar- innar. Nú hef ég getað tekið að mér flug, bæði sjúkraflug og önnur, sem óhugsandi voru áður, er ég hafði litlu véljna aðeins. Hefur þetta oft leyst mikinn vanda. Er mér þá minnisstæðast sjúkra flug til Norðfjarðar snemma í desember, sem hefði alls ekki verið framkvæmanlegt á minni vélinni. Séra Sigurður Pálsson: Það er fyrst og fremst koman til hinnar eilífu borg- ar, Rómar, þar sem 3000 ára saga blasir allsstaðar við eins og opna í bók, Þar sést í senn eðli heiðni og kristni, hið mannlega eðli og hið guð lega, og þar fær maður fyrst hugmynd um tign list- arinnar. Þar lærir maður á einum degi meira í sögu en við lestur margra bóka. Því er þetta mér minnisstæðasti atburður ársins. fullur ,því þá mátt þú ekki keyra.“ Skömmu síðar skildu leiðir okkar. En ég hlakka til að hitta þennan unga vin minn eftir svona 14 ár. Þá verður hann eflaust búinn að fá bílinn sinn, og mun ég með glöðu geði leggja það á mig að verða fullur til að gefa hinum unga bílstjóra tækifæri að keyra gamlan, fullan karl. Og svo er hér skari af vand lætingarpostulum, sem kepp- ast við að vantreysta æsku þessa lands. Eg er á öðru máli. Eg treysti henni. Páll Skúlason, ritstjóri: Því er fljótsvarað. Það var þegar ég komst að því, að rakstur á rakarastofu var kominn upp í 15 krónur. Ég man það eins og það hefði gerzt í gær — sem ekki er heldur þakkandi — því það gerðist einmitt í gær. mennan borgam að vera að hugsa nokfkurn skapaðan hlut. En til þess að gera spurn- ingunni einhver smávægileg skil, þá skal ég segja þér, hvað mér er einna minnisstæðast frá árinu, sem leið og það á ekkert skylt við alla þá stór- viðburði, er daglega ske í okk ar dásamlegu og viðburða- ríku veröld, heldur aðeins smáatvik, er kom fyrir mig inni í bókabúð hér í henni Reykjavík. Eg kom þangað inn til að kaupa blöð, en rétt á eftir mér kom lítill og fjör- legur snáði. Er við stóðum þarna samsíða, sneri dreng- urinn sér »ð mér, brosti og sagði: „Eg er að kaupa blöð fyrir hann Roga.“ og auðvit- að þóttu inér það töluverð tiðindi. Svo sá ég allt_ í einu, að. það faerðist vandræða- svipur yfir þetta litla andlit, og um leið og drengurinn leit aði sem ákafast í vösum sín- Lúðvig Hjálmtýsson, framkvæmdastjóri: Ég mundi segja að atóm- sprengja Rússanna bæri hæst í viðburðarás ársins. Þá kom vað er þér minnisstæðast frá árinu, sem nú er að líða? Haraldur Á. Sigurðsson, leikari: „Hvað er þér minnisstæðast frá árinu, sem er að liða, er mjög einföld spurning, en þrátt fyrir það kemur á þig. vegna þess, að hún neyðir þig til að fara að hugsa, og það er eins og hverjum nútíma- manni sé allt annað eðlilegra en að hugsa. Þegar blaðamaður Morgun- blaðsins lagði þessa sákleys- islegu spurningu fyrir mig, þá fór ég að reyna að hugsa, en bomst brátt að raun um, að það er alls ekki eins auðvelt og virðast má í fljótu bragði. Það er búið að venja okkur af að hugsa. Veðurstofan seg- ir okkur, hvernig veðrið er, eða réttara sagt, hvernig það ætti að vera. Húsmæðrasíður blaðanna segja okkur hvað við eigum að láta í okkur dag hvern. Vikublöðin segja okkur, hvaða dægurlag við eigum að halda mest upp á. Svo er heill hópur af úrvals- mönnum, sem svo að segja ótilbvaddir fórna sér fyrir land og þjóð og segja okkur næstum endurgjaldslaust, hvar við eigum að standa í pólitík. Og svona mætti lengi telja. En þetta ætti að nægja til þess að sýna og sanna, að það er hreinast óþarfi fyrir al- um, tautaði hann fyrir munni sér: „Jæja, nú er ég bara bú- inn að týna tíkallinum.“ Áður en ég gat komið piltinum til hjálpar, sneri afgreiðslumað- urnin sér aS honum og ságði: „Nei, heyrðu, væni minn, þetta trikk ertu nú búinn að reyna svo oft áður.“ Og þá brá svo við, að andlit drengs- ins ljómaði »g hann sagði: „Nei, sko ,hérna kemur hann!“ Og hann dró tíkall upp úr vasa sínum. En vegna þess, að ég er sjálfur dálítið út und ir mig, þá fór mig að gruna, hvað þessi leikaraskapur drengsins átti að þýða, svo ég rétti honum fimmkall. Hann þakkaði fyrir, stakk seðlinum í vasann og sagði: „Þennan ætla ég að geyma. Eg ætla að safna upp í hundrað-kall.“ „Og þá ætlar þú að baupa þér gott?“, spurði ég. „Nei“, svar- aði pattinn, „ég ætla að halda áfram að safna og kaupa mér bíl, þegar ég er orðinn stór.“ Já, tímarnir breytast, það má nú segja. Þegar ég var á drengsins aldri, dreymdi mann ekki einu sinni um hjól- börur hvað þá meir. Enn á ný sneri þessi þriggja ára vinur minn sér að mér og nú vott- aði fyrir kímni í bláum aug- um hans. Hann sagði: „Þá skal ég keyra þig, þegar þú ert hugstæðast af því, er ég sjálf ur hef tekið þátt í eða lifað persónulega á árinu, sem nú er að líða, eða hvaða við- burður hafi að öðru leyti orkað dýpst á hug minn. Ég vel fyrri kostinn, og eru mér þá efst í huga þau sér- stæðu hughrif, er altóku menn á afmælishátíð háskól- ans 6. okt. sl., þ.á.m. er full- trúar erlendra háskóla og doktorsefni komu í salinn í hinum marglitu og marg- skrúðugu skikkjum sínum og hátíðin var síðan sett. Sú vinsemd og hlýja í garð Há- skóla íslands, er birtist í þeirri miklu stemningu, sem ríkti við athöfnina svo og á háskólahátíð daginn eftir, óg ekki gat farið fram hjá nein- um heilskyggnum manni, mun aldrei fölna eða fyrnast í huga mínum, og ætla ég, að svo sé um fleiri en mig. Frú Kristín L. Sigurðar- dóttir: Mér finnst árið hafa verið viðburðarríkt. Af erlendum viðburðum , er helsprengja Rússa mér efst í huga- Allir urðu svo óttaslegnir. Og það sýndi innræti kommúnistanna hér á landi, hvernig þeir tóku á því máli. Af innlendum við- burðum ber öskjugosið hæst, það má geyma í minningunni. Af öðru, sem kallað er smátt, en er það ekki, minnisit ég atvika, sem komu fyrir mig í mæðrastyrksnefnd. Ég man eftir móður, sem bom til dyr- anna í hjólastól, til' þess að taka á móti smágjöf tiil bam- anna. Einnig man ég eftir fram svo ekki verður um deilt það regin virðingar- leysi, sem kommúnisminn sýnir lífi einstaklinga og heilla þjóða. Ég tel að þetta hafi verið mesti viðburður ársins og er hann mér því minnisstæðastur. Ég hygg að svo sé um fleiri farið og að þessi viðburður hafi opn- að augu manna fyrir því hvað kommúnisminn er í raun og veru. Ármann Snævarr, háskólarektor: Spurning yðar getur bæði lotið að því, hvað mér sé gamalli konu í sjúkralhúsi, sem sagði mér með tárin í augunum, að hún hefði ekki séð peninga síðan í- maí. láf- eyririnn fór allur í sjúkra- kostnað og meira til. Mér finnst, að svo ætti að búa um hnútana, að gamalt fólk fái á- vallt eitthvað af lífeyrinum milli handanna, það er nógu þungur kross að bera að vera bæði gamall og sjúkur. Þá man ég eftir manni, sem við í mæðrastyrksnefnd höfðum hjálpað árum saman. Hann var búinn, að rétta sig við og kom til mín fyrir jólin, rétti mér hundrað krónur og bað um, að aðrir yrðu látnir njóta þess, sem þess þyrftu með. Þótt þetta hafi ekki verið mik ið fé, þá gat hann látið þetta ógert. Þetta gera ekki allir. Framh. á bls. 32. .{

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.