Morgunblaðið - 31.12.1961, Side 8

Morgunblaðið - 31.12.1961, Side 8
8 MORCinSBLAÐIÐ Sunnudagur 31. des. 1961 Danir kynna ísl. nútímaljóð IMý bók ■ þýðingu Pouls P. IV%. Pedersens EFTIR rúmt ár er von á myndarlegu úrvali íslenzkra Ijóða í danskri þýðingu Fouls P. M. Pedersens, en hann er einn af kunnustu ljóðaþýðend um Dana. Hefur hann unnið að þessu verki undanfarin fjögur ár og býst við að Ijúka því á næsta ári. Hefur hann þegar þýtt kringum 200 Ijóð eftir um 20 skáld og hyggst þýða 100 Ijóð til viðbótar. í bókinni verður úrval íslenzkra Ijóða á tímabilinu 1919—1961, en hún verður gefin út af Helgafelli, væntanlega í samvinnu við bókaforlög á Norðurlöndum. Gert er ráð fyrk- að bókin verði myndskreytt af ýmsum fremstu listamönnum fslend- inga, en hún verður tileinkuð frú Bodil Begtrup, fyrrver- andi sendiiherra Dana á fs- landi, sem átti sinn þátt í að samrvinna tókst með hinum danska þýðara og Ragnari Jónssyni, forstjóra Helgafells. Þetta mikla brautryðjanda. verk Pouls P.M. Pedersens hefur þegar verið kynnt með tvennu móti í Danmörku og hefur sú kynning vakið tals- verða athygli. í fyrsta lagi sendf forlagið Munksgaard í Kaupmannahöfn á markaðinn sýnishorn af þýðingum Ped- ersens í lítilli bók rétt fyrir jólin. Bókin heitir „Fra hav til jökel“ og er 88 blaðsíður í alistóru broti, mjög smekk- lega útgefin. Þar koma fram níu af þeim ca. 20 skáldum sem verða í hinu stóra úrvali. >au eru Davið Stefánsson, Tómas Guðmundsson, Jón Helgason, Halldór Laxness, Guðmundur Böðvarss., Snorri Hjartarson, Steinn Steinarr, Matthías Johannessen og Hannes Pétursson. Þýðandinn hefur skrifað stuttan inngang fyrir bókinni, þar sem hann gerir grein fyrir ljóðskáldun- um, sem kynnt eru, og boðar hið stærra verk. Bókin er gef in út sem jólakveðja og gjafa bók Munksgaards, en takmark að upplag af henni verður einnig til sölu í bókaverzlun- um. Hinn þátturinn í kynning- unni á verki Pedersens hefur komið fram í dagskrá danska ríkisútvarpsins undanfarna fjóra mánuði. — Síðan í septemiber hefur danska útvarpið baft fastan þátt ann- an hvern sunnudag og gekk hann undir nafninu „fslenzk nútímaljóðskáld“. Hafa dansk ir leikhúsmenn komið fram alls átta sinnum og lesið upp ljóð 17 íslenzkra skálda, en þýðandinn valdi ljóðin og bjó dagskrána til flutnings. Upplesturinn ' önnuðust: Johannes Meyer, hinn 75 ára gamli snillingur danslkrar leiklistar; Helle Virkner, kunn leikkona og eiginkona danska utanríkisráðherrans; Frits Helmuth, leikari og leiklhús- stjóri; Erik Mörk, kunnur Shakespeare-leikari og eipn hinn efnilegasti af yngri leik- búsmönnum Dana; og loks leikararnir Jörn Jeppesen og Sören Elung Jensen. Umsögn Pedersens um hvert einstakt skáld og verk þess var lesin upp af leikstjóranum Christ- en Möller. Hér fer á eftir yfirlit yfir dagskrána í heild, skáldin sem kynnt voru og ljóðin sem lesin voru; 9. septemher: „Ég er frið- lausi fuglinn“. Ljóð eftir Davíð Stefánsson, lesin af Hjartarson, lesin af Helle Virkner og Frits Helmuth. Eftir Halldór;. „Unglingurinn í skóginuim". Eftir Snorra: „Það kallar þrá “, „Dans“, „Vor“, „Tungl og stjörnur“, „Ferð“, „Gekk ég undir vorhimni", uMér dvaldist of lengi“ og „Þoka“ (prentað í Félagsbréfum A.B. nr. J7, 1960). 22. október: „Og sjö þúsund árum síðar“. Ljóð eftir Stein Steinarr, lesin af Johannes Meyer. Ljóðin voru þessi: „Mannkynssa^a fyrir byrjend ur“, „í vor“, „Tunglskin", „Minning", „Vögguvísa“, „Ekkert", „Myrkur", „Götu. vísa“. „Leiðarlok", „Preludi- um“, „Asfalt“, „Mansöngur", „Skógur", „Hudson Bay“, og „Tíminn og vatnið“ (nr. 1, 8, 10, 12, 15, 16 og 21). 5. nóvember: „Hin hvítu skip“ Ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum, Guðmund Böðvarsson og Jón úr Vör, lesin af Sören Elung Jensen. F.ftir Jólhannes: „Rauðsendingadans" og „Jafn dægri á haust" Eftir Guð- mund: „Heiðaljóð“, „Hin hvítu skip“, „Kemur kvöld“ og „Við vatnið“. Eftir Jón: „Útmán- uðir“. „Sumarnótt",, „Ég er svona stór“ og „Ég er lúka af mold“. 19. nóvember: „Dymbil- vaka“. Ljóð eftir Þorstein Valdimarsson, Stefán Hörð Grímsson, Hannes Sigfússon, Einar Braga og Jón Óskar, lesin af Jörn Jeppesen. Eftir Þorstein: „Leit“. ' Eftir Stefán Hörð: „Vetrar- dagur“ og „Kvöldvísur um sumarmál“. Eftir Hannes: Úr „Dymbil- vöku“ („Ég sem fæ ekki sof- ið“, „Klæddur í silki“, „Dreg úr skápnum bók“, „Sjá það var allt“, „Þar sem eldurinn gróf sína ásýnd“ og „í værðarvoð þokunnar“). Eftir Einar Braga: „Þegar Poul P. M. Pedersen Helle Virkner í sjónvarpshlutveíki nóttin dó í jökulinn". Eftir Jón Óskar: „Haust“ Og „Landið“. 3. desemher: „Jörð úr ægi“. Ljóð eftir Matthías Johannes- 'sen, lesin af Frits Helmuth. Ljóðin voru þessi: „Blóm í júní“; úr „Hólmgönguljóðum“ („þú ert narkissos", „þú ert kvöldsól", „þú ert dagur aust- an heiðar", „þú ert tíminn og vatnið", „þú ert dagurinn sem hvarf" og „þú ert vatnajök- ull“); „Jörð úr ægi“ (bls. 24— 27, 47—48 og 51). 17. desember: „Eangt heim til manna“. Ljóð eftir Sigfús Daðason, Sigurð A. Magnús- son, Hannes Pétursson og Jó- hann Hjálmarsson, lesin af Erik Mörk. Eftir Sigfús: „Sakamaður", „Mosaþakið hraunið“, „Marg- Johannes Meyer í sjónvarpshlutverki víslegt útsýni" og „Horfnu þúsundaára smánæturinnar“. Eftir Sigurð: „Dagar“, „Augu þín“ og „öldur“. Eftir Hannes: „Bláir eru dal ir þínir“, „Ung stúlka“, „Stjörnur“ „Jón Austmann“ og „Vor á framaridi strönd“. Eftir Jóhann: „Nafnlaust gras“, „Eitt kvöld í vor“ og „Um kvöldið komu bátarnir að landi“. o—O—o Eins og fyrr segir flutti leik stjórinn Christen Möller um- sögn þýðandans um hvert ein- stakt ljóðskáld. Allmikið var skrifað um þessa útvarpsdag- skrá í dönsk blöð og nokkur þeirra birtu sýnishorn af þýð- ingum Pedersens. Hann lætur þess getið í bréfi til Morgun- blaðsins, að leikararnir hafi haft mikla ánægju af að koma Ijóðunum á framfæri við danska hlustendur, og tveir þeirra, Erik Mörk og Frits Helmuth, liafi jafnframt látið í ljós vón um að fá einhvern tíma að sýna gestaleik á sviði íslenzka Þjóðleikhússins. Bókin, sem Poul P. M. Ped- ersen hefur unnið að svo til sleitulaust undanfarin fjögur ár, verður fyrsta allsherjar- kynning á íslenzkri ljóðlist frá tímabilinu 1919—1961, og má því vænta þess að hún þyki forvitnileg þegar hún kemur á markaðinn, enda virðist kynningin í danska útvarpinu hafa vakið athygli. Frits Helmuth í hlutverki Berengers í „Nashyrningnium“ Erik Mörk Johannes Meyer. Ljóðin voru þessi: „Friðlausi fuglinn“, „Hátíð", „Á Dökkumiðum“, „Útlaginn", „Sigling inn Eyja fjörð“ „Ég nefni nafnið þitt“, „í Brennerskarði", „Ég sigli í haust“, „Haustljóð" og „At- lantis". 23. septemher: „Fljótið helga“. Ljóð eftir Tómas Guð- mundsson, lesin af Erik Mörk. Ljóðin voru þessi: „Eitt hjarta ég þekki“, „Um sundin blá“, „Gamalt ljóð“, „Austurstræti", „Enn syngur vornóttin", „Svefnrof", „Vegurinn, vatnið og nóttin“, „Jón Thoroddsen" og „Fljótið helga“. 8. október: Módemisminn kemur til íslands. Ljóð eftir Halldór Laxness og Snorra A/þjóðaráðsfefna sérfrœðinga um hreyfingakerfi SÉRFRÆÐINGAR frá Evrópu og Ameríku hittust í Surrey, Eng- landi á annarri ráðstefnu Inter- national Council of Kinetography Laban (I. C. K. L.), sem haldin var frá 4.-11. ágúst síðast lið- inn. I. C. K. L. var stofnað fyrir tveim árum til að efla það kerfi, sem fundið var upp af Rudolf Laban, til að skrifa niður hreyf- ingar og til að auka skilning og viðurkenningu þess í heiminum. Kinetogmphy Laban eða La- banotation, eins og kerfið er nefnt í Bandaríikjunum, lýsir hreyfingum með samsetningu á grundvallaratriðum þess, svo að allar tegundir mannlegra’ hreyf- inga er hægt að skrifa t. d. dans, leikfimi, íþróttir, iðnað o. fl. Þar sem kerfið er ekki byggt upp á neinni einni tegund dans, hefur það verið notað um allan heim. Líkt og með tilkomu nótna- skriftar, þá hefur Kinetography gert það mögulegt að mynda safn af dönsum og rutt leiðina að því að .kóreógrafisk verk eru talin með í höfundarréttarlögunum. Stcrfnendur I. C. K. L. Lisa Ullmann, Ann Hutchinson, Al- breeht Knust og Sigurd Leeder voru tilnefnd af Rudolf Laban sjálfum sem heimildarmenn þessa kerfis. Lisa Ullmann for- stöðukona Laban Art of Move- ment Centre var gestgjafi eftir- farandi leiðtoga í hreyfingar- skrift: • Ungverjaland: Dr Emma Lu- gossy, Maria Szentpál. Pólland: Roderyk Lange. Vestur-Þýzskaland: Albreoht Knust. Austur-Þýzkaland: Ingeborg Baier. ísland: Mínerva Jónsdóttir. Bretland: Diana Baddeley, Va- lerie Preston, Lisa Ullmann, Edna Geer. Bandaríkin: Ann Hutchinson, Nadia Ehilkovsky. Júgóslavía: Vera Maletic. Frakkland: Jacqueline Haas. Stjórnina skipa: Forseti: Albrecht Knust. Varaforseti: Valerie Preston. Ritari: Edna Geer’ Gjaldkeri: Rihoda Colby. Samþykkt var með lögum, að tilgangur ráðsins væri, að styðja Laban kerfið í hreyfingarskrift; að auka alheims viðurkenningu og notkun þess, að hvetja og styðja að stöðugri þróun sérstak- lega í samræmingu í skrift og starfshæfni. Stefna ráðsins er að koma í framkvæmd hverju hag- nýtu málefni sem líklegt er til að efla tilgang þess, og að vinna með Laban Art of Movement Centre og öðrum samtökum eða einstakl ingum, sem hafa skyld áhugaefni, Eitt af ‘hinum mikilvægu verk- efnum sem I. C. K. L. hefur tek- izt á hendur er skipulagning safns, sem þegar er all stórt af kennslutækjum, greinum, kennslubókum, skrifuðum verk- um og smá dönsum, þar á meðal verk eftir Georg Balanchine, Martha Graham, Hanya Holm, Doris Humphrey, Jerome Robb- bins, Kurt Jooss, Pino Allakar, og Igor Moisuiv. Laban kerfið hefur opnað leið til visindalegra skýringa á sam- anburði í þjóðsagnafræði. Ótrú- legur fjöldi af þjóðdönsum hefur þegar verið skrifaður og ar oú verið að safna saman. lon ^09** \ HPINGUNUM- C/iguh/té^ 7fajnai.tVutiQ 0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.