Morgunblaðið - 31.12.1961, Side 9
Sunnudagur 31. des. 1961
MORGVNnr, 4f)IÐ
9
RÆTT VIÐ
AS vera géður
sendiherra
Harris: Þegar þér horfið nú
yfir farinn veg, mynduð þér þá
fremur kjósa, að þér hefðuð
starfað í utanríkisþjónustunni
áfram — gert það að æviat-
vinnu yðar?
Nicolson: Nei. Ég held ekki,
að ég hafi haft þá hæfileika til
að bera, sem gera mann að
verulega góðum sendiherra. Það
er ekki þess virði að vera sendi-
herra, nema að vera verulega
góður í starfinu.
Sir Harold Nicolson
er það nú. Þetta hefur svipt
mig mörgu. Þar sem ég er ekki
góður í stærðfræði, eru raunvís-
indi ofar mínum . skilningi.
Alveg eins og sumt fólk hætt-
ir að fylgjast með, þegar trú-
mál ber á góma, þá hverfur öll
hugsun hjá mér, þeg'ar menn
fara að ræða um raunvísindi.
Við eigum okkur öll dag-
drauma tii þess að bæta okkur
upp ýmis konar vöntun og ó-
fullkomleika. Minn dagdraumur
er vísindalegs eðlis — læknis-
fræðilegur. Ég hefði gaman a,f
því að vakna morgun einn og
lýsa því yfir, að ég hefði fund-
ið upp læknislyf við gigtveiki,
eða eitthvað í þá áttina. Það
væri dýrlegt að vera annar
Koch eða Pasteur.
þroska þetta hugarástand?
Nicoison: Ég held, að til þess
að maður teljist „menntaður“ í
mínum skilningi, verði hann að
hafa þekkingu og hæfileika til
að lesa bókmenntir annarra
þjóða en sinnar eiginnar, a.m.k.
bókmenntir annarrar þjóðar. Ég
er ánægður með að geta notið
bókmennta á frönsku, þýzku ög
að nokkru leyti á ítölsku, eins
vel og á ensku. Annars held ég,
að það hafi aðallega verið
franskan, sem máli skipti.
Harris: Hversu mikilvæg
tungumál teljið þér latínu og
grísku?
Nicolson: Mér getur ekki
dottið neitt í hug, sem komið
gæti í staðinn fyrir latínu og
grísku, þegar námsefni er valið
Harris: Hvernig vitið þér,
hvenær sendiherra er „verulega
góður“?
Nicolson: Það er ekki hægt að
vita, fyrr en hann er hættur að
vera sendiherra. Þér getið ekki
myndað yður raunverulega skoð
un á sendiför eða embættis-
rekstri sendiherra, fyrr en þér
vitið, hvað um hann var sagt,
eftir að hann fór. Menn geta
verið góðir eða slæmir sendi-
herrar á tvo vegu. Þeir geta
verið vinsælir eða óvinsælir, og
þeir geta verið áhrifamiklir eða
áhrifalitlir. Jock (John Hay)
Whitney, bandaríski sendiherr-
ann, sem fór héðan í ársbyrjun,
var mjög vinsæll. Ég ætla, að
Gladwyn Jebb hafi ekki verið
neitt ósköp vinsæll í París, en
hann hafði mikil áhrif og mátti
sín mikils, einkanlega við de
Gaulle sjálfan.
Harris: En kemur manngildi
— persónuleiki — sendiherra
mjög til álita í sambandi við
það, hvort hann verður talinn
„góður“ eða „slæmur“?
Nicolson: Slíkt hefur mjög
mikla þýðingu. Það er alger-
lega komið undir persónulegum
eiginleikum manns, hvers kon-
ar sendiherra hann verður. Þeir
eiginleikar skipta öllu máli,
skapgerð, lundarfar og lyndis-
einkunn. Framar öllu vil ég
telja þessa þrjá eiginleika: Hug
rekki, gáfur og þolinmæði. De
Gaulle mat Gladwyn Jebb mjög
mikils, vegna þess að Jebb lét
hlut sinn hvergi fyrir honum.
Hann kom alltaf til baka á
fund forsetans, án þess að
nokkurn kjark hefði dregið úr
honum, og skýrði sjónarmið sín
mjög skynsamlega og af ein-
stakri þolinmæði.
Það er bezta leiðin til þess að
verða góður sendiherra, og
þannig er hinn bezti sendiherra.
Góður sendiherra getur breytt
stefnu ríkisins, þar sem hann
starfar. Það gerist ekki oft, en
fyrir getur það komið, og
stundum getur hann breytt
stefnu síns eigin lands.
AB vera ekki góður
í leikfimi
Harris: Þér sjáið ekki eftir
því, að hafa ekki orðið stjórn-
málamaður, og þér sjáið ekki
eftir því, að hafa ekki orðið
diplómat. Iðrizt þér n o k k -
u r s ?
Nicolson: Mér þykir leiðin-
legt, að ég skyldi ekki vera
góður í leikfimi; ég sé eftir því,
að ég skyldi ekki vera góður í
stærðfræði; og ég iðrast þess að
hafa aldrei brugðið mér til
Kína.
Harrls: Höfðuð þér raunveru-
lega áhyggjur af því, þótt þér
væruð ekki góður í leikfimi í
skqla?
Nicolson: Áhyggjur? —
Þetta varpaði skugga á alla
tesku mína. Það gerði mér dap-
urt í geði á hverjum degi. Ég
gekk- í Wellington-skólann, en í
skólanum þeim var álitið frem-
ur mikilvægt að vera duglegur
í leikfimi, leikum og íþróttum.
Ég man eftir því, að leikfimi-
kennarinn sagði einu Sinni við
mig: „Guð hjálpi mér, Nicol-
UHI LISTENA AÐ LIFA, SKÁLDSBÍAP
LEIKFIMI, ELLINA, DIPLÓIVIATÍ,
GAGNRÝNI, FORVITNI OG FLEIRA
SAMTAL það, sem hér fer
á eftir, er síðari hluti við-
tals, sem Kenneth Harris átti
við Sir Harold Nicolson og
birt var í brezká vikublaðinu
„The Observer" fyrir
skömmu í tilefni af 75 ára
afmæli Sir Harolds.
Sir Harold er þekktur fyr-
ir skrif sín um sagnfræði og
bókmenntir. Hefur hann gef-
ið út fjöldamargar bækur á
sl. 40 árum, allt frá „Ver-
laine“ árið 1921 og til „Age
of Reason“ árið 1960. Þá hef-
ur hann getið sér gott orð
sem bókagagnrýnir, einkum á
síðari árum við „The Obser-
ver“.
Sir Harold er fæddur í
Teheran árið 1886, og voru
forldrar hans Carnock lávarð
ur og lafði Hamilton. Sir
Harold nam í Balliol í Ox-
ford og gekk síðan í utan-
ríkisþjónustu Bretlands. Starf
aði hann í henni, unz hann
sagði af sér árið 1929. Var
hann bæði í Madrid, Mikla-
garði, Teheran og Berlín, og
í utanríkisráðuneytinu í
Lundúnum um árabil. Hann
var einn fulltrúa Breta við
gerð friðarsamninganna 1
Versölum 1919—1920. Eftir
að hann sagði af sér störfum
í utanríkisþjónustunni árið
1929, fékkst hann við ýmis
ritstörf og var m. a. í rit-
stjórn „The Evening Stand-
ard“ um tíma. Árið 1935 var
hann kosinn á þing fyrir
Verkamannaflokkinn og sat
þar fram yfir stríðslok.
Útvarpsstjóri BBC varð
hann 1941 og gegndi því
starfi um árabil.
Eiginkona Sir Harolds er
V. Sackville-West, og eiga
þau tvo syni.
Sir Harold er heimsþekkt-
ur fyrir skrif sín um sagn-
fræði, bókmenntir o. fl. —
Fyrsta bók hans, „Verlaine“,
kom út árið 1921. Þá má
nefna bækurnar „Tennyson",
,,Byron“, „Some People",
„Public Faces“, „Lord Car-
nock“, „Peace Making 1918
—1919“, „Curzon — The Last
Phase“,' „Dwight Morrow",
„Small Talk“, „Helens Tow-
er“, „Diplomacy" „Marginal
Comment", „Why Britain is
at War“, „The Desire to
Please", „The Congress of
Vienna“, „The English Sense
of Humour", „Benjamin
Constant", „King George V:
His Life and Reign“, „The
Evolution of Diplomatic Met-
hod“ og „Good Behaviour".
Síðasta bók hans, „The Age
of Reason“, kom út í fyrra.
Þá hefur hann getið sér gott
orð fyrir bókagagnrýni, og
hefur á seinni árum ritað í
Observer.
son! Þér eruð algerlega r o t -
i n n “. Það var enginn napur-
leiki í röddinríi, engin illgirni,
óvild eða fyrirlitning. Hér var
aðeins um hlutlausa en ein-
dregna yfirlýsingu á staðreynd
að ræða, og ég vissi, að hann
hafði á réttu að standa.
Það var hreint himnaríki fyr-
ir mig að fara til Balliol. Þang-
að til ég fór frá Wellington,
var lífið mér ekkert nema leið-
indi, en síðan hefur mér aldrei
leiðst. í Balliol var stórkostlegt
að vera. Á þeim árum átti ég
margar góðar stundir. Ég kem
þangað oft, og mér sýnist allt
vera hið sama og þá: Sama
stranga, . hörkulega herbúða-
andrúmsloftið, viðfeðmur skiln-
ingur og samúð í andlegum efn-
um, andstyggð á eyðslu, hvort
heldur um er að ræða á tíma,
fjármunum eða öðru, sami smá-
vottur af drambi eða ofmetn-
aði. „Áreynslulausir yfirburðir",
sagði Asquith.
Harris: Er ekkert, sem þér
hafið á móti Balliol, eins og
hann var á yðar tíma?
Nicolson: Jú. Við vorum allir
ákaflega hrifnir af Swinburne,
en þar missást okkur illilega. Á
þeim árum þótti mér hann
yndislegur. Nú hata ég hann.
Harris: En þetta með stærð-
fræðina. Gátuð þér hreint e k k -
e r t í reikningi?
Nicolson: Nei, ég var mjög
slæmur. Það er bara þannig, að
ég get ekki hitt bolta, og ég
get ekki lagt saman tölur. Svona
Að vera menntaður
'Harris: Eigið þér við það, að
þér hefðuð heldur viljað vera
vísindamaður en nokkuð annað?
Nicolson: Já, ég á við það.
Það er enginn vafi á því. Húm-
anísk fræði þroska tilfinningar,
en vísindi og tæknifræði þroska
hugsanir. Þær síðarnefndu eru
áhrifameiri, öflugri. Húmanísk
fræði breyta fólki — dálítið, en
vísindin breyta heiminum — og
fólki líka.
Ég myndi láta mér það nægja,
ef ég gæti rétt aflað mér nógrar
þekkingar á raunvísindum til
þess að geta fylgzt með. Eins
og er veit ég svo lítið, að ég er
einfaldlega sambandslaus við —
eða get ekki umgengizt — fólk,
sem ég veit, að er bæði
skemmtilegt, fróðlegt að kynn-
ast, og áhrifamikið. Þetta er
auðmýkjandi fyrir mann, sem
trúir því, eins og ég geri, að
allur tilgangur menningarinnar
sé að auka samband hvers og
eins við annað fólk og við lífið.
Harris: Hvað eigið þér við
með orðinu „menning", þegar
þér talið um tilgang menning-
arinnar?
Nicolsorí: í öllu samhengi er
„menning“ orð, sem lýsir hug-
arástandi manns; ástandi manns-
hugar; ekki innihaldi hugarins,
heldur viðhorfum hans: Áhuga,
hugðarefnum, ánægjuefni, for-
vitni, umburðarlyndi.
Harris: Eru einhverjar hlut-
lægar forsendur fyrir því að
handa gáfuðum strák, sem
hjálpa á til að verða að mennt-
uðum manni. Þessar námsgrein-
ar kenna honum að leggja hart
að sér og vinna vel. Þær veita
honum ýmislegt, sem er þess
virði að eiga við lok námsins,
og það beinir honum svo inn á
aðrar brautir; leiðir til nýrra
hluta.
Harris: Hverja listgrein teljið
þér nauðsynlegasta og mikil-
vægasta fyrir menninguna?
Nicolson: Skáldskap.
Harris: Hvers vegna?
Nicolson: Yegna þess að hann
dýpkar tilfinningalífið. Skáldin
hafa varðað og markað fyrir
okkur hina þröngu stígi, sem
liggja niður til dýpstu meðvit-
uðu tilfinninga okkar. Skáldin
kenna okkur, hvernig okkur á
.að verða innanbrjósts, þegar
við hugleiðum rnikla hluti. Þess
vegna sagði Shelley: „Skáld eru
óviðurkenndir löggjafar heims-
irts“ o. s. frv. Þau lýsa hugsjón-
um okkar með minnisstæðum
orðum. Þau upphefja okkur og
geta komið okkur í algleymis-
ástand, sérstaklega þegar þau
eru ekki alveg viss, um hvað
þau eru að tala.
Við getum ekki lifað á kveð-
skap eingöngu. Skáldsagnahöf-
undar dýpka tilfinningalíf okk-
ar ekki eins mikið og ljóðahöf-
undar, auka næmleikann ekki
eins mikið, en þeir færa út til-
finningasvið okkar, víkka skynj-
unarsviðið, breikka það og
stækka. Virginia Woolf kenndi
mér að taka eftir mörgu, sem
ég hefði annars ekki séð. Hún
hefúr aukið við það svið, sem
vitund mín gerir sér grein fyr«
ir. Skáldsagnahöfundurinn fær-
ir út takmörk tilfinningasviðs-
sin, en ljóðskáldið dýpkar það.
Að vera skáid
Harris:. Hvað vilduð þér hafa
orðið, ef þér hefðuð verið
skapandi listamaður?
Nicolson: Ljóðskáld. Allir
myndu vilja verða skáld, ef
þeir gætu það. A.m.k. hver sá,
sem ber eitthvert skynbragð á,
hvað það þýðir að vera skáld.
Harris: En ef þér hefðuð ekki
getað orðið skáld? Hvað hefð-
uð þér viljað vera þá?
Nicolson: Voltaire.
Harris: Hvers vegna?
Nicolson: Vegna þess sem
hann var — einstæð samblönd-
un háðs og samúðar — eða
vorkunnar.
Harris: Njótið þér samtíma-
skálda?
Nicolson: T. S. Eliot er skáld.
Auden er skáld. Ég dáist aS
sumum kvæðum Stephens
Spenders, einkum eldri kvæðum
hans. Ég held, að á árunum
milli heimsstríðanna hafi skáld-
skapurinn — með nokkrum
undantekningum — villzt af
vegi, runnið út af sporinu og sé
ekki kominn upp á það aftur.
Vandræðin stafa af tilraunum
til þess að öðlast samtímabund-
inn innblástur, nýja andagift,
og til þess að tala samtíma-
máli. Þessar tilraunir eru full-
komlega réttar og heilbrigðar, en
samt hafa þær komið skáldskapn-
um úr snertingu og tengslum
við hina sameiginlegu reynslu,
þetta sam-mannlega, sem býr í
okkur öllum. Nútíma skáldskap-
ur hefur orðið að leyndarmáli,
einka-samskiptum, bréfaskrift-
um innan þröngrar klíku.
Auðvitað kemur andsvar,
endurverkun, eins og alltaf.
Skáldskapur, ekki skáld, ákveð-
ur framtíð skáldskaparins. Við
eigum eftir að hverfa að nýju
á vit ríms og hljóðfalls, kveð-
andi, þessa lýsandi afls í ljóð-
listinni, sem lýsir öllu svo vel
og knýr kvæðið áfram, og
gömlu bragarhættirnir, eins og
t.d. „blank verse“, koma aftur
til sögunnar. Og það leikur
enginn vafi á því, að þegar tím-
ar líða fram, mun skáldskapar-
arfleifðin verða enn auðugri
vegna þessa hlés^
Þetta var það, sem gerðist,
þegar rómantísku skáldin komu
til sögunnár. Mjög glæsilegt
skáldskapartímabil var á síðari
helmingi átjándu aldar að enda
í einhæfri gerviskreytingu og
skrúðmælgi, en það leið sann-
arlega ekki á löngu, áður en
eitt aflmesta og frjósamasta
tímabil í skáldskap tók við —
rómantíkin. Rómántísku skáld-
in kvöi’tuðu einmitt um þetta,
— að skáldskapurinn hefði
losnað úr tengslum við hinn
venjulega mann, venjulegt fólk.
Harris: Njótið þ é r kvæða
eftir Wordsworth og Coleridge?
Nicolson: Það geri ég svo
sannarlega. Wordsworth fer að
vísu oft niður á óþolandi lágt
stig með innantómu orðagjálfri
og hversdagsleika, en við skul-
um taka hann eins og hann er,
jafnvel með öllu ruslinu, og þá
er hann eitt með mestu skáld-
um veraldar. „Prelude“ er mjög
gott kvæði, hvaða mælikvarði
sem lagður á það er. Ég tel
Coleridge vera mikið skáld fyr-
ir alla tíma.
Ég held, að hann sé mest van-
metinn af öllum brezkum skáld-
um. Tennyson var lítils metinn
um nokkurt árabil, en hefur nú
rétt við aftur — fljótara heldur
en Coleridge. Margar skoðanir
og hughrif Tennysons fældu
fólk frá honum, en nú erum
við nægilega fjarlæg honum til
þess að láta okkur það engu
skipta og koma auga á höfuð-
atriðið: mikilleika hans. Ein-
göngu fyrir vald hans á mann-
legu máli, tungutaki, skipa ég
honum í sérflokk, e.t.v. með