Morgunblaðið - 31.12.1961, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 31. des. 1961
verður að hafa alla gát á
svo að ofþensla verði ekki.
^ Góð afkoma
Hagur ríkissjóðs er góður
og unnt var að afgreiða fjár-
lög tekjuhallalaus án hækk-
unar skatta. Tollar á ýmsum
vörum voru þvert á móti
lækkaðir í nóvember.
Á árinu var haldið
áfram að auka frjálsræði í
innflutningi. Innflutningur á
allmörgum vörum var gef-
inn frjáls í ársbyrjun, þ.á.m.
leðurskófatnaði. í september-
lok var innflutningur á bif-
reiðum gefin frjáls. Af öllu
þessu hefur leitt meira vöruúr
val en nokkru sinni áður og
verðlag á mörgum vörum hef
ur verið hagstæðara en áður
vegna aukinnar samkeppni
og tollalækkana. Hefur al-
menningur orðið þessa áþreif
anlega var nú um jólin. Ber
mönnum saman um, að jóla-
verzlun hafi nú verið óvenju
mikil og er það vitni al-
mennrar velmegunar. Hefur
og atvinna sjaldan verið
meiri heldur en hina síðustu
mánuði. Góð síldveiði, bæði
á sumar- og haustvertíð, hef
ur ráðið úrslitum, þó að vetr
arvertíð brygðist sums staðar
og aflaleysi togara sé geig-
vænlegt.
Ætla má, að framleiðslu-
verðmæti sjávarafurða reikn-
að á föstu verði muni verða
svipað á árinu 1961 og á ár-
inu 1959. Á árinu 1960 var
það hins vegar 8% lægra en
1959. Þess ber þó að gæta,
að á árinu 1961 hefur verið
kostað mun meira til að afla
verðmætanna en á árinu
1959, bæði með stærri og
betri bátaflota og mjög aukn-
um tækjum til veiða einkum
að því, er síldveiðarnar
snertir. Verðlag útfluttra
sjávarafurða er og enn tals-
vert lægra en á árinu 1959,
líklega um 3—4%.
Það sem nú reynir á, er
hvort menn vilja á ný stofna
í hættu því, sem áunnizt
hefur, með því að leggja út
í nýjar kaupdeilur og verk-
föll, sem engum verða til
góðs eða hvort þeir vilja taka
upp ný vinnubrögð í þessum
efnum. Kanna verður til
hlítar, hverju má áorka með
betri vinnutilhögun og öðr-
um ráðstöfunum, sem einar
eru líklegar og mögulegar til
raunhæfra kjarabóta. Enda
ber að minnast þess, að nú
þegar er samið um 4% kaup-
hækkun síðar á árinu, auk
hækkunar kvennakaups nú
þegar.
Framkvæmdaáætlun —
stóriðja
Framkvæmdaáætlunin, sem
nú er unnið að, er í beinu
framhaldi viðreisnarinnar. —
Ein af orsökum sjálfheldunn
ar, sem við höfum komizt í,
er, að við höfum reynt að
gera of margt samtímis án
þess að gera okkur grein
fyrir, hvernig fjár skuli afl-
að og hverja framkvæmd
við í raun og veru kjósum
helzt. Gífurlegt verk er að
semja slíka framkvæmdaá-
ætlun í fyrsta skipti og var
okkur mikið happ að fá
til verksins norska sérfræð-
inga, sem eru alvanir slíku
starfi úr heimalandi sínu.
Aðstæður þar eru um margt
svo líkar að til mikillar leið-
beiningar varð hér, en hið
glögga gestsauga kom einnig
að góðu haldi þannig að ætla
má, að margt sé betur séð
en þótt íslendingar sjálfir
hefðu einir unnið að verk-
inu. Hér er þó enn einungis
um frumdrög að ræða, sem
eftir er að vinna úr, og skal
ekki á þessu stigi fullyrt, hve
nær því verki verður til fulls
lokið.
Athuganir þessara sérfræð
inga hníga mjög í sömu átt
og okkar eigin íhuganir um,
að til þess að styrkja efna-
hagslíf okkar þurfum við á
fleiri undirstöðuatvinnuveg-
um að halda, og þá fyrst og
fremst stóriðju, sem geri
mögulega virkjun fallvatna í
stærri stíl en áður. Gæti hún
orðið undirstaða margs kon-
ar smærri iðnaðar, jafnframt
því sem hér skapaðist at-
vinnuvegur, sem veitti þjóð-
inni allri meiri öryggi, held-
ur en þeir, sem fyrir eru.
Sumir óttast, að með þessu
yrði hagur hinna eldri at-
vinnuvega skertur. Að mínu
viti fer fjarri að svo muni
fara, því að einmitt á þenn-
an veg einan er hægt að létta
af þeim byrðum, sem þeirnú
þurfa að bera og gera þeim
samkeppni við útlenda at-
vinnuvegi erfiða.
Á hinu nýja ári eru ærin
verkefni framundan. Treysta
verður þá atvinnuvegi sem
fyrir hendi eru og byggja
upp nýja, sem tryggi betur
örugga velsæld íslenzku þjóð
arinnar.
Megi Islandi og íslending-
um vel farnast.
Gleðilegt ár!
Gylfi í álnum
í FRÉTTABRÉFI frá sjávar-
afurðadeild SÍS er skýrt frá því
að reykhúsið, í Hafnarfirði, er
reykja skal ál, eigi að geta hafið
stárfrækslu í vor. Sé hafin bygg-
ing reykihússins og skuli fyrsta
áfanga lokið í vor. Valgarð J.
Ólafsson er nýkominn úr stuttri
ferð til Hollands til að ræða um
framkvæmdaatriði við Hollend-
inga. Og loks er sagt fré því að
ráðinn hafi verið maður til að
veita reykhúsinu forstöðu, Gylfi
Guðmundsson, hagfræðingur að
mennt. Hann hefur unnið hjá
Hval h.f. og verið kallaður Gylfi
í hvalnum. Nú verði hann vænt-
anlega kallaður Gylfi í álnum.
Ræningjaher í
LEOPOLDVILLÉ, 21. ' des. —
í kvöld brutust þúsundir Bal-
uba-manna út úr flóttamanna-
bú'ðunum í Elisabethville og
fóru í, ránsferðir um borgina. —
Fóru þeir um íbúðarhverfin
eins og ræningjaher og greip
mikil skelfing borgarbúa. Um 40
þúsund Baluba-menn eru í
flóttamannabúðum SÞ skammt
utan við borgina og voru her-
menn SÞ önnum kafnir við að
handsama Baluba-mennina úti
um alla borg. Þegar síðast frctt-
ist stóð þetta ógnarástand enn
og reyndist SÞ-mönnum erfitt
að hafa hemil á þeim, sem eftir
voru í flóttamannabúðunum.
Sigurður Pálmason,
Hvammstanga
Verzl. S. Ó. Ólafsson, Selfossi
Verzlunarfél. V.-Skaftfellinga,
Vík, Mýrdal
Verzlunarfél. Borg, Borgarnesi
Verzlunarfel. Austurlands,
Hlöðum, Lagarfljótsbrú
Verzlunarfél. Dýrfirðinga,
Þingeyri
Húsgagnaverzlun fsafjarðar
Bólstruð húsgögn h.f.,
Akureyri
z$Hl
*9
Teppi h.f. Austurstræti 22, Reykjavík
Pöntunarfélag Eskfirðinga, Eskifirði
Verzlun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík
Kaupfélagið Þór, Hellu
Kristinn Magnússon, Reyðarfirði
Sigurður Sölvason, Skagaströnd,
Sölvi Ólafsson, Fáskrúðsfirði
Verzlunin Vökull, Sauðárkróki
Höskuldur Stefánsson, Neskaupstað
Verzlunarféiagið Grund h.f,, Grafarnesi
Áki Gránz, Norðurstíg 5, Ytri-Njarðvík
*9
«9
<9
„ «9
<9
Haukur Jónasson, Slgluflrði **9
Marinó Guðmundsson,
V estmannaey jum
Vöruhúsxð, Dalvík
Þorsteinn Húnf jörð,
Blönduosi
Verzlun N."C. Nielsen
Kaupfélagið Dagsbrún,
Ólafsvík
Verzlun Sigurðar Ágústssonar
Stykkishóimi ^
' ^
^9
<S9
«9
<$9
<i9
<9
«9
I
: