Morgunblaðið - 31.12.1961, Page 12
12
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 31. des. 1961
Útgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónssqp.
Lesbók: Arni Ölaj sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: dðalstræti 6.
Auglýsingar og argreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
Á réttri leið
¥TM ÁRAMÓTIN staldra menn gjarnan við, líta yfir far-
inn veg og leitast við að gera sér grein fyrir, hvað
framtíðin muni bera í skauti sínu. Stjórnmálamenn flytja
ávörp sín, gera þjóðunum grein fyrir stöðu þeirra, því
sem áunnizt hefur og hvað framundan sé.
Um þessi áramót eins og önnur mun sjálfsagt sitt sýn-
ast hverjum um aðstæðurnar, en naumast verður því þó
með rökum neitað, að yfirleitt búa landsmenn nú við góð-
an hag og atvinnuöryggi, að fjárhagur landsins hefur ver-
ið treystur og viðskiptafrelsi aukið. Þannig hefur tekizt að
styrkja þann grundvöll, sem framkvæmdir á nýja árinu
og næstu árum hljóta að byggjast á.
' Því miður hafa framfarir hérlendis ekki orðið eins mikl-
ar síðasta áratuginn og víðast í nágrannalöndunum og kjör
landsmanna því ekki batnað til samanburðar við aukna
velmegun nágrannaþjóðanna. Þessa staðreynd er ekki hægt
að skýra með því. að íslendingar hafi ekki lagt jafnhart
að sér og aðrir. Þvert á móti er ástæða til að ætla, að
hér sé meira og lengur unnið en víðast annars staðar.
Enginn efi er á því, að ástæðan er sú, að hér var tildrað
upp hinu furðulegasta kerfi uppbóta, styrkja og rangrar
gengisskráningar, sem dró úr heilbrigðri þróun atvinnu-
veganna, beindi fjármagni oft og tíðum á rangar brautir
og leiddi til margháttaðrar spillingar.
! Áður en unnt var að hefja nýja framfarasókn, varð að
afnema þetta óheilbrigða kerfi og að því verkefni sneri
Viðreisnarstjórnin sér þegar í stað, með þeim alkunna
árangri, að nú búum við íslendingar við svipaða stjórnar-
hætti og þær þjóðir, sem hraðast sækja fram. Margir
spáðu því, að þessi tilraun til viðreisnar efnahagsins mundi
fara út um þúfur, en reynslan hefur orðið sú, að hún
hefur staðizt í öllum meginefnum. Að vísu var það nokk-
urt áfall, að gengið skyldi vera fellt með verkföllum í
sumar, en það breytti þó engu um stjórnarstefnuna — eins
og var tilgangur þeirra, sem fyrir skemmdarverkunum
stóðu.
En nú, þegar traustur grundvöllur hefur verið lagður
að stórstígum framförum, verða menn að láta hendur
standa fram úr ermum. Við eigum ekki einungis að geta
aukið velmegun til jafns við nágrannaþjóðirnar á næstu
árum, heldur líka bætt að einhverju leyti upp það,
sem misfarið hefur á seinni árum. Verkefnin blasa hvar-
vetna við og enginn efi er á því, að unnt er að gera sjö-
unda áratug tuttugustu aldarinnar að mesta framfaraskeiði
hinnar íslenzku þjóðar, ef skynsamlega er stjórnað.
Nú hillir undir það, að við getum hafið stórvirkjanir og
stóriðju. Þannig mundi rísa upp nýr atvinnuvegur, sem
færði þjóðinni áður óþekktan auð. Þeirri auglegð þarf síð-
an að dreifa meðal þjóðfélagsþegnanna í eins ríkum mæli
og kostur er. Fjármagnið á ekki að safnast á fáar hendur,
hvorki einstaklinga né ríkisvalds, heldur á það að verða
til þess, að sem allra flestir þjóðfélagsborgarar verði fjár-
hagslega sjálfstæðir.
' Aðrar þjóðir hafa í vaxandi mæli farið þá leið, að stofna
almenningshlutafélög, þar sem mikill fjöldi landsmanna
tekur beinan og virkan þátt í atvinnurekstri og nýtur arðs
af honum. Þá leið getum við íslendingar líka farið og
eigum að fara. Þannig getum við safnað miklu fjármagni
til stórrekstrar, jafnframt því sem við tryggjum hinn
hagkvæmasta rekstur fyrirtækjanna og dreifingu arðs
þeirra.
; Við íslendingar höfum ríka ástæðu til að vera bjartsýnir
um þessi áramót og við skulum strengja þess heit, að hefja
á nýja árinu þá framfarasókn, sem þegar hefur verið
grundvölluð.
Qhkh
t
* *
ec^i nycir
r
o
S ND OOGTÆKNI
Innan 10 ára munu geíslavirk efni
valda byltingu i varðveizlu matvæla
Kjarnorka, eidflaug-
ar og matvæli
NÝLEGA áttu fréttamenn frá
sænska sjónvarpinu viðtal
við hinn þekkta kjarnorku-
fræðing og Nóbelsverðlauna-
hafa, Bandaríkjamanninn —
Glenn Seaborg.
Fréttamiennirnir lögðu fyrir
vísindamanninn margar þýð-
ingarmiklar spurningar. Við
sumar spurningarnar vafðist
Seaborg tunga um tönn, þeg-
ar hann gerði tilraun til þess
að svara þeim ákveðið, eins
og til dæmis þegar hann var
spu-rður um það, hverjir hefðu
betri kjarnorkuvopn Rússar
eða Bandaríkjamenn. — öðr-
um spumingum — og reyndar
flestum — svaraði Seaborg
hiklaust og með sýnilegri
ánægju.
Varðveizla matvæla
Ein af þessum spumingum
var um framfarimar í notkun
geislavirkra efna til varð-
veizlu matvæia.
— I>að get ég sagt ykkur,
sagði kjarnorkufræðingurinn
hiklaust að innan tíu ára
munu geislavirku efnin vaida
byltingu á þessu sviði. Til-
raunir, sem framkvæmdar
hafa verið, hafa sýnt, að með
því að meðhöndla matvæli
með geislavirkum efnum,
hefur verið hægt að drepa
hinar smáu lífverur. sýkla o.
fl., sem valda hrörnun og
rotnun matvæla. Með þessari
aðferð er hægt að lengja
geymsluþol matvælanna.
— Nú á dögum þegar svo
mikið er ritað og rætt um of
mikla geislavirkni, bæði í
andrúmsloftinu sem í matvæl-
um er ekki hætta á því, að
matvælin meðhöndluð með
hinni nýju aðferð verði einn-
ig geislavirk?
— Nei. Geislavirk efni eru
þannig gerð, að þau senda
stöðugt frá sér þrenns konar
geisla: smá helíumkjarna, raf-
eindir og gammageisla. Þeir
síðastnefndu eru svipaðir
röntgengeislum og hafa lík
áhrif.
— Matvælin eru staðsett í
námunda við hin geislavirku
efni, og streyma geislamir þá
í gegn um þau og ,.hreinsa“
þau. Matvælin koma þannig
aldrei í snertingu við geisla-
virku efnin og því enginn
möguleiki á því, að þau verði
geislavirk sjáif.
Kjamorkuvopn
Þegar Seaborg var spurður
að því, hverjir hefðu betri
kjaraorkuvopn, Rússar eða
Bandaríkjamenn, s v a r a ð i
hann, að til þess að geta gefið
ákveðið svar yrði að taka
fjöldamörg atriði með í reikn-
inginn. Stærð kjarnorkuvopna
væri ekki hið eina sem skipti
málii heldur einnig möguleik-
ar á fiutningi þeirra, varnir
gegn þeim, uppgötvun á óvini
i tírna, notkun tæknilegra
gervihnatta og fjölbreytni
kjamorkuvopnanna. — Ölil
þessi atriði gegna stóru hlut-
verki á hinu stóra kjarnorku-
sviði, þar sem þó hin minnstu
— atómin sjálf — leika
stærsta hlutverkið.
— Ég sjálfur, bætti Seaborg
þó við, — álít persónulega. að
Rússar séu ekki á undan
Bandaríkjamönnum í þessum
efnum.
Glenn og geimurinm
Glenn Seaborg er maður á
bezta aldri, geislandi af lífs-
þrótti og fjöri. Hann hefur átt
mikinn þátt í uppgötvun geisla
virkra efna ög fyrir starf sitt
í þágu vísindanna hafa hon-
um verið veitt Nóbelsverð-
laun.
Eins og gefur að skilja, er
hugur Seaborgs ekki bund-
inn eingöngu við atómin á
jörðu niön. í sigurgöngunni
út í geiminn er hann í broddi
fylkingar.
Notkun kjarnorku úti í
geimnum er aðallega með
tvennum hætti: notkun kjarn-
orkurafhlaðna og kjarnorku-
ofna.
Kjarnorkuhlöðurnar svo-
nefndar Snap-rafhlöður, hafa
kjarna samsettan úr geisla-
virkum efnum. Orku geisl-
anna frá þessum efnum er
breytt í hagnýta raforku, sem
að knýja senditæki og önnur
nota má meðal annars til þess
að knýja senditæki og önnur
tæki í gervihnöttunum. Tveir
gervihnettir hafa verið sendir
upp með kjarnorkurafhlöður
innanborðs. Það eru Transit-
gervihnettirnir, sem Banda-
ríkjamenn hafa skotið upp í
því skyni að athuga möguleik-
ana á því að nota gervihnetti
til staðarákvarðana skipa og
flugvéla. Kjarnorkurafhlöð-
urnar hafa reynst mjög vel.
Kjarnorka
í öllum geimskotum til þessa
hefur verið notað eldsneyti,
annaðhvort fast eða fljótandi.
KjarnOrka hefur aldrei verið
notuð. Þetta er af vissum
ástæðum.
Þeir kjarnorkuofnar, sem nú
eru til, eru ekki hentugir til
geimskota frá jörðu. Fyrst Og
fremst er það vegna hinnar
miklu geislahættu, ef geim-
skotið mistekst.
Þegar út í geiminn er köm-
ið er öðru máli að gegna. Við
langar geimferðir, þegar nota
þarf orku í langan tíma, eru
kjarnorkuofnarnir bezti orku-
gjafinn. Þeir geta gefið orku
í langan tíma án þess að
„brenna upp“ eins og venju-
legt eldsneyti. Aðalvandamál-
ið er að breyta orkunni í þrýsti
orku, sern þrýstir eldflaugun-
um áfram
Fareindahreyflarnir svo-
nefndu lofa mestu á þessu
sviði. Með orku frá kjarnorku
ofnunum eru fareindir (íónar)
settar á geysihraða í segul-
sviði. Síðan er fareindunum
skotið frá afturhluta eldflaug-
anna og kemur þá fram þrýsti-
kraftur á svipaðan hátt og hjá
þrýstiloftsflugvélum.
Björgvin Hólm
OUR EVER CHANGING WORLD By Ottö Ö. Bindar
jjbpAÝ'Z
MISSLEMEN
PREDICT THAT
TOMORfíOW'S
TOURISTS
WIL L BOARD A
POCKETLINER
IN AMERICA...
...LAND IN
CITIE& AN/-
WHERE ON
EARTH IN
LESS THAN
TWO HOURSr !
HEIMUR okkar breytist í sífellu. f dag spá eldflauga-
sérfræðingar að ferðamenn nr.orgundagsins muni stíga um
borð í eldflaug í Bandaríkjunum . . . fara upp í himin-
geiminn innan um gerfihnetti og . . . lenda í hvaða borg
sem vera skal á jörðunni innan tveggja klukkustunda.
.