Morgunblaðið - 31.12.1961, Side 15

Morgunblaðið - 31.12.1961, Side 15
Sunnudagur 31. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ T5 Hugo. Hljóðfall þeirra er dá- samlegt, hraðinn, skriðurinn er óstöðvandi; eins og maður heyri hjartslátt 'máttugrar vél- ar einhvers staðar djúpt niðri í skipsiðrum. — Meðan við erum að tala um vanmetin skáld, þá held ég að menn eigi eftir að fá betra álit á Matthew Arnold en þeir hafa nú. Harris: Getið þér notið dul- spekinganna (the Mystics)? Nicolson: Ekki nema á ófull- kominn hátt. Trúarbrögð og trúarreynsla eru mér fjarlæg. Eg skil þau ekki. Ég er ekki góður í leikfimi, ekki góður í reikningi og ekki góður í trúar- brögðum. Sumt fólk grípur allt- af boltann, en ég missi hans. Sumir ná að grípa trúna. Ég missi a# henni. A? vera ekki frúaður Harris: Þér saknið leikanna Cg stærðfræðinnar; saknið þér trúarinnar? Nicolson: Nei, það held ég *kki. Harris: Hafið þér aldrei fund- ið neina þörf á einhvers kon- ar heimspeki til þess að lifa eftir? Nicolson: Það er annað mál. Ég á mér lífsheimspeki, hef mín lífsfílósófíu, ef þér viljið kalla það svo. Ég trúi því, að tilgangur lífsins sé að vera ham ingjusamur og hjálpa öðru fólki til þess. Tilgangur lífsins er hamingja að mínu áliti. Ég á hér við hamingju í skilningi Aristóteless, að maður eigi að vera starfsamur, beita vitinu og gera gagn og þroskast í sam- ræmi við lögmál eigin náttúru og eðlis, þroska það bezta í sjálfum sér. Ég aðhyllist sem sagt teleólógiska lögmálið (kenn inguna um orsakatilgang). v Ég geri ráð fyrir, að það að vera óhamingjusamur í mínum skilningi — gera ekki gagn á vitrænan hátt — sé að vera í synd. Syndarar fara til helvítis, og það er til helvíti hér á jörðu; helvíti þess, sem verður þunglyndur, af því að hann reynir ekki að ástunda speki- starf, vera starfsamur á nyt- samlegan hátt. Sumir geta að- eins haldið sér frá því með því að drekka sig ölvaða, aðrir taka eiturlyf eða gera eitthvað ann- að. Að vera gagnrýnir Harris: Hefur lífsheimspeki yðar haft áhrif á verk yðar? Nicholson: Ó-já, ég býst við því, en ég vona samt, að hún sé ekki of nærgöngul, þrengi sér ekki um of inn. Ég skrifa um bækur annars fólks aðallega vegna þess að ég hef notið bóka þess og hef gaman af að koma þeirri ánægju áleiðis til ann- arra. Mér þykir ágætt að gera gagn með því að segja lesendum Observers frá fólki, sem hefur gert gagn eða reynt það. Það er miklu auðveldara að vera einhverju ósamþykkur í skrifum sínum, heldur en að vera því meðmæltur, og það er líka meira upp úr því að hafa, vilji maður vera sniðugur í skrif um sínum. Þér hafið e.t.v. tekið eftir því, að í Roget’s Thesaur- us (samheitabók) er margfalt meira um orð, sem hafa mót- mælandi, illkvittna eða nei- kvæða merkingu, hefjast á and-, nei-, ó-, mót- o.s.frv., heldur en orð, sem hafa jákvæða eða hrósandi merkingu. Sá, sem ætl- ar að vera vingjarnlegur, hjálp- samur og „með-“ í dómum sín- um, neyðist til þess að vera takmarkaðri í orðaforða en hinn, sem rífa vill niður. Ég hef að- eins úthúðað verkum, sem mér finnst hreinskilnislega vera ó- vönduð, illa unnin og letilega eða fölsk, uppgerðarleg og til- gerðarleg. Það hafa verið bæk- ur eftir fólk, sem getur ekki gert sjálfu sér það ómak að ástunda spaklega breytni — stunda spekistarf — og gera gagn. Svo reynir það að græða á okkur hinum með því að láta svo líta út, að það, sem er óheiðarlegt og lélegt, sé raun- verulegt og verðmætt. Harris: Hafið þér lesendurna í huga, þegar þér setjizt niður við skriftir? Nicolson: Ég reyni alltaf að setja mér Observerlesendur fyr- ir sjónir, eins og þeir gerast gáfaðastir og víðsýnastir. Ég skrifa mig aldrei niður, þ.e.a.s. lækka mig ekki til þess að geta náð til einhverra ímyndaðra að- ilja, sem érfitt eiga að fylgjast með, nema allt sé skýrt og einfaldað út í yztu æsar. Það má vera, að ég hafi skrifað mik- ið af hégóma og vitleysu um ævina, en ég hef aldrei skrifað niður á við. Ég vildi heldur vera óljós, torskilinn eða jafn- vel dularfullur annað veifið, en að ganga nokkru sinni út frá þeirri móðgandi tilgátu, að sá, sem læsi The Observer, vissi ekki eins mikið og ég. Ég reyni að vera ekki um of smámunasamur og vandfýsinn. Við þau fáu tækifæri, þegar svo vill til, að ég er einum um of sérfróður um viðfangsefnið, þá reyni ég að láta það ekki skína í gegn í skrifum mínum. Að vera öldungur Harris: Hefur ellin rýrt hæfni yðar til þess að öðlast og njóta hamingjunnár, — hamingjunnar í skilningi yðar? Nicolson: Að ástunda vitur- lega breytni, stunda spekistarf, nota skynsemina og gera gagn? Nei. Alls ekki. Það má auðvitað vera, að ég stundi ekki slíka breytni, en mér f i n n s t það -----------j--------- -------------- sjálfum engu að síður. Ellin færir manni margar gjafir. Á efri árum er ég hætt- ur að iðrast ýmislegs, hættur að sjá eftir mörgu. Nú er mér t. d. alveg sama um það, þótt ég væri ekki góður í leikfimi og íþróttum. Þetta með íþróttir, já: Setjum svo, að þér séuð góður íþróttamaður. Þá hafið þér gaman af að iðka þær, og þar af leiðir, að þér gleymið áhyggjum yðar og vandamálum á meðan, og öðlizt þannig ham- ingjukennd. En þegar þér komizt á miðj- an aldur, verðið þér of gamall til þess að iðka þessar íþróttir og glatið þannig þessari ham- ingjukennd, eða hamingjunni að því leyti. Og hafi íþróttaiðkun verið lífið- sjálft fyrir yður, jafnvel ævistarf, þá endar lif yðar í vissum skilningi, og ótíma bær dauði kemur á yður. En hafi líf hugarins verið yðar raunverulega líf, þá getið þér haldið áfram að lifá — ef þér verðið þá ekki alveg „gaga“ — að fullu eða næstum því að elliær, sljór og ósjálfbjarga, fullu, þangað til þér náið níræð- isaldri. Það verður meira að segja meiri fylling í því. Harris: Búizt þér við að geta haldið áfram að njóta lífsins eins vel og núna, þangað til þér verðið níræður? Nicolson: Vissulega, þangað til ég næ hvaða aldri sem er, að einu tilskildu: Að ég glati ekki forvitni minni. Hæfileikinn til að njóta lífsins, lífsnautnin, er að miklu leyti því undirorpin, hve mikla forvitni maður hef- ur til að gera. Það er ekki mik- ið að fá út úr lífinu með hold- legri nautn. Lífið hlýtur að hafa eitthvað miklu meira að bjóða. Sumir fá það frá tónlist, aðrir frá náttúrunni og enn aðrir frá ýmsum listgreinum. En sameig- inleg undirstaða alls þessa er forvitni. Ef ég vaknaði einhvem tíma að morgni til og uppgötvaði, að það væri ekkert sérstakt, sem mig langaði til þess að spyrja um, lesa um eða hugsa ura, þá fyrst held ég að kominn væri tími til þess að loka búð- inni og — nú, dunda við eitt- hvað í garðinum í von um að ég gæti orðið forvitinn aftur um eitthvað — fljótt. Friður og ró yfir Keflavík JÓLAHÁTÍÐIN í Keflavik leið "fallega og virðulega- Veður var gott og stillt, nokkuð kalt og snjó föl á jörð. Á Þorláksmessu var mikil umferð Og ös í verzlunum. Engin ölvun, slys eða óþægindi komu fyrir. Bærinn var prýdd ur ljósum og jólatrjám og hús og gluggar víða fagurlega skreytt. Á aðfangadagskvöld léku nokkrir félagar úr lúðrasveitinni jólalög frá turni kirkjunnar áður en guðsþjónusta hófst og hljómaði leikur þeirra yfir bæinn. Kirkjan var þéttsetin á öllum messutím um og friður og ró yfir bænum. Á þriðja jóladag héldu Karla- kór Keflavíkur og kvennakór Slysavarnafélagsins Jólatónleika í kirkjunni og á vegum Tónlistar félagsins hélt Polyfonkórinn frá Reykjavík tónleika í Bíóhöll inni. < . . . Æ v'MPAUTGCRÐ RIKISINS Ms. SKJALDBREIÐ vestur um land till Akureyrar 4. jan. nk. Vörumóttaka 2. jan til Tálknafjarðar, Húnaflóa- og Skagafjarðarhafha og Ólafsfjarð ar, Farseðlar seldir á miðviku- dag. __ 4 LESBÓK BARNANNA J. F. Cooper SÍÐASTI MÓHlKANIi 48. Loks tók Gungasjuk, faðir Uncasar til máls: „Ungur veiðimaður er nú horfinn til hinna eilífú veiðilenda", sagði hann, „af þvi að andinn mikli þurfti að kalla hann í þjónustu sína. Ætt mín er liðin undir lok og ég stend einn uppi“. Þá gekk Fálkaauga til hans! „Nei, höfðingi“, sagði hann, „þú stendur ekki einn uppi. Við erum „Gleðileg jól“, sagði Jón og gekk inn. „Þakka þér fyrir og eömuleiðis", sagði Björn á Bakka og rétti fram höndina. Handtakið var svo fast og innilegt, að Jón fann strax, að hann var ekki óvelkotninn gest ur. „Tylltu þér“, bætti Björn við. ,Þakka þér fyrir, en ég setlaði nú bara að vita, hvort þú gætir selt mér eitt eða tvö hafraknippi, sem mig vantar handa fuglunum“. „Jæja, þá þykir mér nú nýtt við bera, ef þú átt ekki einu sinni korn' fram til jóla“, sagði Björn hlægjandi og sló í spaugi á öxlina á Jóni. „Ætlunin var nú, að það dygði svo lengi. En mýsnar komust í knippin, sem ég hafði ætlað að geyma til þessara nota“. „Ja, sei, sei, víst skaltu fá eins mikið og þú þarít á að halda. En seztu nú héina, og við skulum láta faia vel um okkur. Svo settust. þeir hlið við hlið í setbekkinn, sem fóðraður var kálfskinm. Þeir spurðu um heilsufar ið, hvor hjá öðrum, og brátt fóru þeir að tala um gamla daga og þau mörgu jói, sem þeir höfðu átt saman. Þannig sátu þeir góða að vísu komnir af ólíkum þjóðum, en það er vilji guðanna, að við fylgjumst að, það sem við eigum eftir ólifað. Aldrei mun ég gleyma hinum hrausta hermanni, sem nú hefur horfið frá okkur — og minnxng hans skal tengja okkur saman, svo að við skiljum aldrei framar. Gömlu vinirnir tókust í hendur þvert yfir gröf- ina, meðan indíánarnir stóðu þögulir umhverfis. „Látum okkur nú hverfa héðan“, sagði öldungur- inn Jamenud. „Bleik- skinnarnir eru herrar jarðarinnar og blóma- skeið indíánanna er á e.nda runnið. Of lengi hefi ég lifað. f dögun lífs ins sá ég fólk mitt ham- ingjusamt, og nú áður en nóttin skellur á, hefi ég séð síðasta hermann mikils ættflokks deyja —, síðasta móhíkanann líða undir lok. — Endir. stund og spjölluðu sam- an, og hvor um sig gladd- ist hið innra með sér yfir, að hinn skyldi vera svo Ijúfur og góður. Þegar Jón sýndi á sér fararsnið, sendi Björn vinnupiltinn eftir fjórum af beztu kornknippunum, sem til voru. „Jæja þá, svo er nú eftir að borga fyrir vörurnar", sagði Jón og tók upp budduna sína. „Við skulum skrifa það á skósólann. Er það ekki þannig, sem við höldum okkar reikning", sagði Björn gamli og hló. Svo skildu þeir með fcstu og innilegu hand- taki 5. árg. ■¥• Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson -ff 31. des. 1961 Lars Kjölstad: Grannasætt AÐFANGADAGURINN var runninn upp. Það var kyrrt * veður, en dimmt yfir og snjórinn féll mður í þéttum flygs- um. Dagsbirtunnar gætti lítið, það var næstum dimmt eins og komið væri kvöld. Jón gamli var úti í brenniskúrnum og sýslaði við að festa tvo greni- toppa á langar stengur, en vinnupilturinn mokaði gangstiga milli húsanna, áður en helgin gengi í garð. En það var sjálfsagt til lítils gagns í svona mikilli snjókomu. Jón fór sér hægt við verk sitt. Hann sat á við- arhögginu með hamarinn í hendinni og horfði á snjóinn. Það vakti alltaf upp einkennilega mildar og ljúfar hugsanir að horfa á snjólnn falla, það gerði allt svó hátíðlegt, einmitt eins Og það átti að vera á jólunum. Og ennþá var komið aðfanga dagskvöld. Nú gat hann að minnsta kosti munað fimmtíu jól og af þeim voru aðeins fimm eða sex,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.