Morgunblaðið - 31.12.1961, Page 16

Morgunblaðið - 31.12.1961, Page 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Sunnndagur 31. des. 1961 MEISTARAMÓT ýmissa landa hafa farið fram að undanförnu. Hæsí ber meistaramót Sovét- ríkjanna. Eftir 13. umf. er nr. 1 B. Spassky 9 v. 2. Averbach 8. 3.—4. Bronstein og Poulugaj- ewsky 7%. 5.—7. Wasjukow, Smyslof og Taimanof 7. 8.—10. Tal, Keres og Cosinin 6Vz. Alls eru keppendur 21. Petrosjan, Kortsnoj Stein, Geller og Bot- vinnik eru ekki á meðal kepp- enda. Santiago Skákmeistari Chile varð Flores sem hlaut 10% af 13. 2. H Pilnik 10. 3. Letelier 9. Broekwille Kanadameistari varð Joyner 9 af 11. 2. Vaanesiú 8. 3.—4. Cay- ford og Siklos 7. Eftirfarandi skák er tefld í 1. umferð á meistaramóti U.S.S.R. í Bakú. Stórmeistarinn B. Spassky vinnur skemmtilega sóknarskák af nýliðanum Koz, sem teflir ékki sem nákvæmast gegn vafasömu afbrigði í Spánska leiknum. I. O. G. T. Stúkurnay Verðandi nr. 9 og Dröfn nr. 55. halda sameiginlegan hátíðar- fund n.k. þriðjudag (2. jan.) kl 8,30 í GT húsinu. Helgi Tryggva son cand teol flytur áramótahug leiðingu. Sálmasöngur. Upplestur Jólasögur. Æðstitemplar Svart: B. Spassky Hvítt: J. Koz Spánski leikurinn 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel d6 7. c3 Bg4 Spassky leyfir sér dálítið hæpna uppbyggingu gegn nýlið- anum Koz. Síðasti leikur svarts er fyrst og fremst rangur vegna þess að hvítur getur mætt hon- um á einfaldan hátt með 8.~ d3 ásamt Rbd2 fl og forðast þannig h3 fyrr en svar.tur hefur 0-0. Þegar Bg4 verður að hörfa til h5 þá er hann úr leik um ófyrir- sjáanlegan tíma. 8. h3(?) Mjög óvarlegt á meðan svartur hefur ekki hrókfært á styttri veginn. 8. — Bh-5 9. d3 Dd7 Spassky undirbýr að hróka á drottningarvæng, þar sem hvítur er þegar búinn að gefa höggstað á sér á h3. 10. Rbd2 Annar möguleiki var 10. Ra3-c2 og e3. Einnig var 10. Bg5 mögulegt. 10. — g5(!) Skemmtileg peðsfórn, sem að vísu h-efur verið reynd í svipuð- um stöðum. H. g4 Koz álítur g-línuna hættulegri en h-línuna. Samt sem áður var 11. Rfl betri leið. T. d. 11. — g4. 12. hxg4, Bxg4. 13. d4. 11. — Bg6 12. Rfl h5 13. Rf3—h2 hxg4 14. hxg4 0-0-0 15. Bxc6 Dxc6 16. Bxg5 Hvítur á úr vöndu að ráða. Ef 16. f3 þá d5 og svartur á mjög fallega stöðu. 16. — Dd7 17. Be3 Rxg4! UM þessar mundir eru Danir að ganga frá samningum í Bandaríkjunum um smíði á nýjum tundurskeytabátum fyr ir danska flotann. Bátar þessir verða af nýrri gerð og hafa líkön af þeim verið reynd á tilraunastöðvum beggja vegna Atlantshafsins. Verða bátarnir knúnir tveim gastúrbínuvélum og eiga að geta siglt mun harð- ar en þeir bátar, sem fyrir eru, eða með um 100 km. hraða á klukkustund. Auk þess er í bátnum lítil dísilvél til afnota við siglingu á hægri ferð og eru túrbínurn ar aðeins notaðar fyrir mikinn hraða. Kostirnir við túrbín- urnar eru bæði, að bátarnir geta lagt af stað fyrirvara- laugt, því ekki þarf að hita túrbínurnar upp, og svo taka þessar vélar minna rúm í skip unum. Bátarnir eru 27,5 metr- ar langir og kostar hver þeirra um kr. 75 milljónir. S VART: ABCDEFGH ABCDEFGH H V f T T : Staðan eftir 17. — Rxg4! Eftir opnun g-línunnar fæf svartur ný tækifæri. 18. Dxg4 . Ef 18. Rxg4, f5. 19. exf5, Bxf5. 20. f3, Bxg4! 21. fxg4, Dc6! T. d. 22. 1) Rh2, Hxh2! 23. Kxh2, Hh8 + . 24. Kgl, Hhl + . 25. Kf2, Bh4+ og mátar. 22. 2) Rg3, Hh3. 23. Bf2, Hdh8 jnátar Hlhl mót. 18. — 15! 19. exf5 Ef 19. Dxg6, Hdg8 og vinnur. 19. — Bxf5 20. De2 Hdg8 + - 21. Rg3 Ef 21. Khl, þá Bxd3. 22. Dxd3, Dc6+. 21. — Bh4 22. Df3 Svartur svarar 22. Rhfl með Dc6! 22. — Bxd3 23. Bd2 Örlítilli truflun gat 23. Bg5 valdið, en svartur vinnur eigi að síður með 23. — Bxfl. 24. Bxh4, Bb5 með hótuninni Bc6 og Hxh4. 23. — Bxg3 24. Dxd3 Dh3 gefið I. R. Jóh. Jólatónleikar á Akranesi AKRANESI, 27. des. — Annan í jólum voru haldnir jólatónleikar hór í kirkjunni. Hófust þeir kl. 5 og stóðu í tvo tíma. Viðfangsefnin voru 10. aðeins eitt íslenzkt, — Kvöldljóð eftir Bjarna Þorsteins- son. Hin voru eftir Bach, Reger, Motzart. Hándel. Tveir einsöngv- arar komu fram. Jón Gunn3augs« son og Baldur Ólafsson. Drengja« kvartett söng jólasálma. Þrír voru kórar>nir, Kirkjukórinn, karlakórinn Svanir og blandaður kór. Söngstjórar voru þeir Hauk« ur Guðla-ugsson og Magnús Jón-s« son. Svo léku og frúrnar Anna Magnúsdöttir og Sigríður Auð- uns á hljóðfæri. Loks léku fjórir drengir á lúðra. Miilili atriða las só'knarpresturinn. sr. Jón M. Guðjónsson, úr ritningunni. Kirkj an var nærri full. —. Oddur. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 sem ekki höfðu verið hvít jól. Já, það var undarlegt, hvernig snjórinn eins og heyrði jólunum tiL Nei, sjáðu nú bara vettling- ana, sem hann hafði kast að frá sér fyrir utan skúr- inn. Þeir voru næstum horfnir í þessa hvítu, mjúku ull. Spörvaflokkur köm Og réðist á grenibarrið, sem hann hafði kvistað af toppunum. Þeir litu til hans glöðum, smáum augum. Hann varð að reyna að herða sig og koma upp jólavöndunum. Var ekki eins og spörvarn ir væru farnir að furða sig á seinlæti hans, þar sein hann sat? Hann lagði grenitopp- inn við stöngina og negldi hann fastan, en allur spörvahópurinn forðaði sér óttasleginn upp á hiöðuþakið. Já, bráðum hefði hann nú lokið við þetta, og þá gætu allir átt góð jól, bæði úti og inni. Hvað sá hann? Voru þau á Bakka strax búin að kveikja ljósin? Nei, þetta var víst bara í búrinu, þau höfðu ekki ennþá lokið við matseldina. Jón gamli fékk eins og sting í brjöstið, þegar hann leit á ljósið, þarna fyrir handan. Það var af því, að hann og Björn gamli á Bakka höfðu ver id óvinir nú um skeið. Hann settist aftur á við arhöggið og gleymdi að reka fleiri nagla. Gleðin og jólafriðurinn var ein- hvern veginn á bak og burt. Jón og Björn á Bakka höfðu lengi verið grann- ar Smálækur skipti tún- u’ium, og þeir gátu sem bezt setið hvor á sínum tröppum og kallast á. Góðir vinir og góðir grannar höfðu þeir líka verið allt þar til í sumar, að þetta missætti komst á. Það byrjaði þannig, að Jón gerði Birni orð, að hann þyrfti að girða bet- ur akurgerðið sitt, því að Jón mundi sleppa hestun- um i hagann niður með áuni. En dagurinn leið og sá næsti, ón þess Björn hæfist handa, og Jón áréttaði orðsendinguna, án árangurs. Ojæja, það var þá á ábyrgð Björns gamla sjálfs, að kvöldið eftir sleppti Jón hestunum. Um nóttina fóru þeir inn í akurgerðið og tróðu nið ur og eyðilögðu mest allan rúginn. „Jæja, þér var skamm- ar nær að girða, karl minn“, hugsaði Jón með sér og sleppti hestunum á sömu slóðir næsta kvöld Morguninn eftir var einn af hestum hans með Ijóta rispu allt frá hóf- skeggi og langt upp á legg. Hann var haltur og varð að standa brúkunar- laus í hesthúsinu um mánaðartíma. „Hér er eitthvað óhreint í pokahorninu", hugsaði Jón með sér, Og hann hélt áfram að ala á grun sín- um allt haustið, þótt vinnumaðurinn segði, að hsnn hefði séð blóð og hrossahár á hvössum járnteini, sem lá ásamt öðru rusli niður í ánni. Grunurinn hélt samt áfram að grafa um sig hjá Jóni gamla. Þannig var óvináttan til orðin, og hún hélt áfram að magnast nærð af öllum þeim margvís- legu skapraunum, sem hvor granninn gat hinum gert. En hvorugur þeirra Jóns eða Björns minntist á þetta einu orði. Báðir vildu láta líta svo út sem þeír létu sig þetta litlu skipta. Ef leiðir þeirra lágu þannig að þeir mætt ust, vék annar hvor alltaf úr vegi Og héU í áðra átt eins og hann væri að hyggja að einhverju sér- síóku, Hann var ekki allur þar sem hann var séður, hann Björn gamli. Eins og til dæmis á sunnudaginn. Jón stóð upp af viðar- högginu og ók sér, eins og hrollur væri í honum. Var það furða, þótt hon- um gremdist! Annar eins þrjótur og hann Björn á Bakka fannst tæplega á guðs grænni jörð! Hann greip hamarinn og rak niður nokkra nagla með stórum og þungum högg- um. Jón og kona hans höfðu ekið til kirkjunnar sunnu daginn fyrir jól. Þá kom Björn gamli og ók fram hja þeim, án þess að segja orð. Og hann ók þannig, að snjókófið þyrlaðist um þau. Að aka framúr honum Og Blakk á leið til kirkju! Hafði nokkur heyrt ann að eins? Og það með því- líkan bansettan húðar- jáik fyrir sleðanum! En á heimleiðinni, á ísnum á Svartavatni, hafði Jón sýnt hver væri munurinn á Blakk hans Og húðarjálkunum á Bakka! Hann þaut eins og örskot framhjá Birni, svo að sleðinn tókst næstum á loft, en allt kirkjufóik- ið horíði glottandi á! Já, Björn átti sannar- lega skilið að fá fyrir férðina. Jón gamli settist aftur niður á viðarhöggið. Hann sat í djúpum þönkum. Það var skrítið, að í dag fannst honum einhvern veginn erfiðara að gera sig eins reiðan í garð Björns, eins og hann þó með réttu ætti að vera. Það var víst jólunum að kenna. Einkennileg áhrif, sem jólin höfðu á mann. Reyndar hafði hann oft sinnis heyrt það og lesið, að á jólunum eigi að ríkja friður og sátt milli allra. Máski var nú eitt- hvað til í því. En hann var nú varla sá aumingi, hann Jón gamli Þor- steinsson, að hann yrði að gjalti fyrir einum eða neinum, þótt það kæmu jol eða páskar! Samt voru þetta fyrstu jólin, serh hann var í ósátt við Björn á Bakka. Þeir höfðu alltaf verið virktar- vinir, allt frá því, að þeir gengu í skóla og til prests ins saman. Og staðið höfðu þeir saman að mörgu góðu gamni. Já, þeir voru sannarlega kná- ir karlar, þegar þeir voru upp á sitt bezta og fóru saman á bjarnarveiðar! Ætti hann ekki að sætt- ast við Björn? Hann þráði það. Aldrei mundi hann eftir svona leiðinlegu hausti. Nú voru jólin ein- mitt að koma. Og þá bar hann alla þessa úlfúð í brjósti sér. Snjórinn féll jafnt og þétt. Nú vildu spörvarnir ekki bíða lengur, þarna vcru þeir aftur komnir. Verst var þetta, sem skeði á sunnudaginn var. Þetta —, að hafa verið til altar- is og haga sér samt svona á eftir. Aka eins og óður maður, reiður og ögrandi. Hr.nn var Of gamall til slíkra bernskubreka, hann Jón Þorsteinsson. Hvaða blessun gat hann haft af því að fara til altaris, án þess aðr fyrirgefa óvinum sínum? Og nú voru kom- m jói. Nei, hann skyldi fara til Björns á Bakka og það strax í dag. „Hans“, kallaði hann. Hann 'ætlaði að skreppa inn og laga sig svolítið til. Filturinn gæti gengið frá kornknippunum og sett jólavöndinn út h ;nda fuglunum. Inni í bænum skipti Jón um jakka og skó og batt hreinan trefil um bálsinn. Rakað hafði hann sig um morguninn. „Hvert ertu að fara?“, spurði kona hans. „Hm!“ Jón ræskti sig og fann, að honum hitn- aði í kinnum. „O, ég ætla svO sem ekki langt að fara, en helgin er nú að ganga í garð“. Hann fór út Og lagði af stað niður eftir. En svo sneri hann við. Hvað átti hann að gera sér til ermdis? Það hafði hann exkert hugsað út í. Eitt- hvert erindi varð hann þó að eiga. í ráðaleysi gekk hann yfir að fjósinu. Það var heitt þar í svona mildu veðri og hann lét hurðina standa opna. En hann gat ómögulega látið séi detta í hug, hvernig hann ætti að gera heim- sókn sína að Bakka eðli- lega og eins og til komna af tilviljun. Þá kallaði vinnumaður inn til hans. Kornknipp- in til jólanna höfðu fall- ið niður á heyloftið, og nú höfðu mýsnar etið upp hvert einasta hafrakorn. Hann sýndi Jóni kornlaus ar hálmviskarnar. Það var vani Jóns að láta á haustin þreskja allt kornið, nema knippin, sem geymd voru í jóla- vendi, og nú átti hann ekkert að setja út til fugl anna. Honum * gramdist þetta fyrst í stað, en flaug svo í hug, að hérna hafði hann fengið erindi til að fara yfir að Bakka. „Ég ætla að vita, hvort ég get fengið lánuð nokk-, ur kmppi“, sagði hann og lagði af stað. Hann hélt rakleiðis að Bakka. Yinnu maðurinn horfði á eftir honum og furðaði sig ekki lítið a, að að húsbóndinn hélt í þessa áttina. Björn gamli hafði séð, hvar Jón var á leiðinni, og tók á móti honum I stóru stofu. Það brakaði og- gnast í brenninu i ráuðkynntum ofninum, en i stofunni var rokkið og notalegt. ____

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.