Morgunblaðið - 31.12.1961, Side 17

Morgunblaðið - 31.12.1961, Side 17
MORGVTSBLAÐIÐ 17 ? Sunnudagur 31. des. 1961 — Amundsens /V Framhald af bls. 6. ir til flutninganna — Amundsen hafði haft 97 með sér þegar hann íór frá Noregi, en þeir voru orðnir 116 þegar í Hvalfjörð kom. Þann 28. jan. var húsið — Fram- heim — fullgert, Og allur far- angur kominn þangað. Við húsið voru sett upp 14 stór tjöld, 8 fyrir hundana og hin fyrir geymslu. M Þann 4. febr. kom rannsókn- arskip Sootts ,*Ferra Nova, í Hvalfjörð og lagðist hjá Fram. ,Var það að flytja menn úr enska leiðangrinum austur að King Ed- ward VlI-lands, til rannsókna þar, en Scott sjálfur beið í Mc- Murdo-sundi. Pennal skipstjóri á Terra Nova og Campell leiðang- ursforingi voru fyrstu gestimir, sem Amundsen fékk í Framheim. Daginn eftir hélt Terra Nova á- fram ferðinni- * ' Og 10. febr. hélt Fram burt úr Hvalfirði í hafrannsóknaför sína kringum hnöttinn ,sem standa skyldi heilt ár. Thv. Nilsen liðs- foringi og skipstjóri á Fram var foringi þessa leiðangurs, sem safnaði dýrmætu efni fyrir vís- indin. En eftir urðu átta menn. Af þeim skyldu þrír, undir for- ustu Prestruds liðsforingja rann- saka Edw. Vll.-Iand, en Amund- sen við fimmta mann freista að komast á suðurpólinn. f Nú var keppzt við að flytja birgðir í áfangastað gekk það greiðlega. Fjórir menn voru í flutningum þessum en fjórir við störf í Framheim, en þó vom fleiri við flutningana þegar frá leið. Og 11. apríl, þegar „skriðið var í vetrarhýðið“ höfðu 3000 kíló af mat verið |Iutt í birgða- geymslur á 80-, 81. og 82 breidd- arstigi. Og nú hófst langur vetur. En allt var vel undir hann búið. Og við vistarforðann höfðu bæzt 60 lestir af sel — keti og spiki, svo nóg var handa hundunum. >ann 20. október lögðu þeir upp í pólferðina Helmer Hans- sen, Wisting, Hassel, Olav Bjaa- land og Amundsen, og sama dag Iagði Prestrud upp í förina aust- ur í Edw. VH.land ásamt Hjalm- ar Johansen og Jörgen Stubber- ud, sem er sá eini sem enn lifir af þeim suðurförunum átta. — Þeir fimm-menningarnir höfðu fjóra sleða og 52 hunda og vistir til fjögurra mánaða. Þann 16. nóv. voru þeir komnir suður á 85 br. st. og hafði ferðin til þessa verið leikur einin- Þeir höfðu skilið eftir vistir á 83. og 84. br. st. en þó mest á 85. Þar skildu þeir eftir mat til mánaðar og höfðu tveggja ménaða mat með sér áfram. Þeir höfðu að jafnaði farið 50 km. dagleiðir eftir að sleðarnir tóku að létt- ast. Færið hafði til þessá verið slétt og sprungulaus jökulbreiða en nú tók við brattlendi og illfær jökul hrönn, sem þeir voru fjóra daga að komast upp, en aðra fjóra l'águ þeir veðurtepptir. Nú drápu þeir 24 hundana og skildu eftir einn sleðann, svo að eftir voru aðeins 18 hundar og þrír sleðar. Þann 1 des. voru þeir komnir kafla leiðarinnar og voru nú yfir „Djævlebræen", erfiðasta kafla leiðarinnar og voru nú staddir 9100 feta hæð, en daginn eftir komust þeir yfir hæsta depil leiðarinar, 10,750 fet, á 87° 51’ s. br. Og kl. 13, þann 14. des. töldu þeir sig vera komna á hinn þráða stað. Þeir reistu stöng með norskum silkifána, gjöf frá konum í Kristianiu, og skírðu landið í kring i höfuðið á Hákoni VII. I Daginn eftir gengu þeir fram og | aftur um nágrennið, og 16. des. var veður svö heiðskírt að þeir gátu gert stöðumælingar á hverj- um klukkutíma allan daginin. Loks reistu þeir lítið tjald og fána í kring, og nefndu þetta Pól- heim. Leiðin frá Framheim var að kalla bein, og 1400 km. löng, svo að meðal dagleið var 25 km. En á heimleiðinni var meðal- dagleið 36 km. til Framheim. 26 jan. — með 2 sleða og 11 hunda. En Fram hafði kömið í Hvalfjörð aftur þ- 9. jan. Austurferð Prestruds hafði einnig gengið að óskum og náð góðum vísindalegum árangri. Og 30. janúar var Frajnheim kvatt, og haldið burt og til Hobart í Tasmaníu e>t komið þangað 7. marz. • V. Þannig er í stuttu máli suður- pólsæfintýri Roalds Amundsens. Það má segja, að hann hafi ver- ið heppinn, bæði með leiðina og veðrið. Hvörttveggja var miklu betra en hjá Soott, en hans leið var miklu vestar. Kringum 650 km. fjarlægð er á milli Fram- heim og vetrarlægis ScOtts, og leiðirnar mættust ekki fyrr en á heimskautinu. Og Soott var síðar á ferð en Amundsen — lagði af stað 3. nóv. og komst ekki á pólinn fyrr en 18. jan. en varð úti á heimleiðinni ásamt öllum félögum sínum- Amundsen hafði það afrek að baki sér er hann fór suður, að hafa komist sjóleiðina milli Atl- ants- og Kyrrahafs fyryir norðan Can^da fyrstur manna, og varð heimsfrægur fyrir það. Sú ferð vár farin á 47 lesta skipi sem Gjöa hét, og var jafngamalt Am- undsen, smíðað til selveiða árið 1872. En þrátt fyrir þetta afrek varð honum illa til fjár, er hann fór að undirbúa norðurferð sína, sem frestáð var vegna pólferðar- innar. Þegar hann ko«i að sunn- an fór hann þegar að undirbúa norðurferðina, og nú þótti ekki annað tækt en að smíða nýtt Skip til hennar. Það hét Maud, og henni sigldi Amundsen aust- ur með ströndum Síberíu, en fór af skipinu þar, og dr. H. U. Sverdrup varð leiðangursstjóri og Maud rak í norðurísnum ár- um saman. En Asmudsen afréð, með tilstyrk Lincoln-Ellsworths A UNDANFÖRNUM árum hefir á vegum sýslunefndar Snæfells- ness og Hnappadalssýslu verið unnið að því að safna gömlum munum, sem minna á forn vinnubrögð eða forna heimilis- hætti, og hafa sögulegt gildi. Ragnar Ásgeirsson, ráðunautur, hefir í þessu skyni ferðast um marga hreppa sýslunnar. Hafa nokkur hundruð góðra muna komið í leitirnar og verið gefnir væntanlegu Byggðasafni Snæ- fellinga. Munum þessum hefir verið safnað saman til geymslu í Stykkishólmi. Nú hefir Byggða- safnið fengið húsnæði í glæsi- legu húsi Amtbókasafnsins, sem nýreist er í Stykkishólmi. Ragnar Ásgeirsson mun síðar í vetur taka að sér að setja munina upp, merkja þá og búa um, svo safnið geti orðið til sýnis almenningi. að auglýsing I siærsva og útbreid.dasta blaðinu borgar sig bezt. PÁLL s. pálsson Hæstaréttarlögmaður Bergstaðastræti 14. Sími 24-200. að komast á norðurpólinn fljúg- andi og voru tvær flugvélar keyptar til ferðarinnar, en urðu að nauðlenda áður en komist var alla leið. Önnur vélin var skilin eftir norður í ísnum, en áhafnir beggja komust heilu og höldnu til mannabyggða í hinni vélinni, 6 alls. En Amundsen var ekki af baki dottinn. Hann viðurkenndi að flugvélamar væru ekki nógu fullkomnar til þess að komast á heimskautið, en taldi auðvelt að komast þangað á loftfari. Rolf Thommesen ritstjófi Tidens Tegn gekk til liðs við hann um þetta mál, og lioftskipið Norge var smíðað í Ítalíu, undir umsjá No- biles, sem verða skyldi skip- stjóri, en Riiser-Larssen, síðar yfirmaður norska flughersins, yfirstýrimaður. Norge flaug að vísu yfir heimskautið og varpaði niður norskum, ítölskum og amerískum fánum (Lincoln Ells- worth var einn aðal-styrktar- maður fyrirtækisins). En þessi för varð öllum aðstandendum til leiðinda, og hún varð Amund- sen að bana- Því að þegar No- bile fór loftferð sína árið eftir, til þess að sýna heiminum að ítalir væru einfærir um að fljúga yfir heimskautið, fórst lóftfarið, og vissi enginn um skeið hvar það var niðurkonaið. Amundsen brá við skjótt og fékk frönsku flugvélina Latham til þess að fara með sig í leit að Nobile. Var lagt af stað í flaustri, sem var alveg ólíkt Amundsen, og má með réttu kalla þá ferð feigðar- flan. Latham týndist, og með henni Amundsen. — Ferðin til suðurpólsins mun halda nafni Hróalds Ámunda- sonar lengur á lofti en nokkurt annað ferðalag hans. En æfi- braut hans eftir þá för, var stráð þyrnum e*fiðleika og von- brigða. Byggðasafnsnefndin kann Ragn ari Ásgeirssyni beztu þakkir fyr ir ágæta aðstoð hans í þessu efni. Byggðasafnsnefndinni er ljóst, að ekki hefir ennþá náðst til allra Snæfellinga, sem eiga muni, sem myndu prýða safnið og geymast betur þar en víðast annars staðar — muni sem minna á liðnar kvnslóðir, ein- staklinga, bæi og sögur og horf- in eða hverfandi vinnubrögð. — Nefndin beinir þeim óskum til allra sem kynnu að eiga slíka hluti og vilja efla safnið, að *láta nefndina eða Ragnar Ás- geirsson vita um það, sem þeir vildu leggja fram. Hvers kon- ar gamlir hlutir eru vel þegnir, þó þeir virðist lítið gildi hafa í augum nútímamannsins, enn- fremur gamlar bækur, gamlar myndir af fólki, sem búið hefur í héraðinu, gömlum bæjum o.fl. Nefndin beinir þessum tilmæl- um til allra Snæfellinga bæði jinnan héraðs og utan. Setjum metnað okkar í það, að gera byggðasafnið veglegt. í Byggðasafnsnefnd: Gunnar Guðbjartsson, Gísli Þórðarson, Karl Magnússon. í formála fyrir bók Amundsen um „Sydpolen" skrifar Fridtjof Nansen: „Þegar landkönnuður- inn kemur heim með sigur, fagna honum allir. Allir erum vér stolt- ir yfir drýgðri dáð, fyrir hönd þjóðarinnar, fyrir hönd mann- kynsins. Okkur finnst við hafa fengið nýja skrautfjöður í hatt- inn, og fengið hana ódýrt. — Hve margir af þeim fagnandi skara voru virkir, þegar um það var að ræða að undirbúa dáðina, þegar mest þurfti á styrk og stuðningi að halda? Var nokkurt kapphlaup þá, um að koma fyrst- ur? Oftast er leiðtoginn ein- mana þá, hann hefur oft mátt reyna, að verstu erfiðleikana- verður að yfirvinna heima, áð- ur en lagt er úr höfn. Svo var það með Columbus; og með marga síðan.“ Nansen sagði þetta ekki að ástæðulausu. Og jafnvel eftir suðurförina átti Amundsen í erf- iðleikum. Ég man enn hve mikið mér sámaði að heyra á tal nokk- urra Norðmanna um borð í skipi milli Fredrikshavn og Larvik, þegar Amundsen var að búa sig undir fyrra flugið norður. „Hann er nú einn óþarfasti maðurinn, sem við höfum átt,“ sagði einn, „hann gerir ekkert nema sníkja peninga“- Hinir jánkuðu og kímdu. — í dag munu fáir norskir menn hugsa þetta, og því síður segja ,það. Amundsen er þjóð- hetja í dag. Ágæt minningarsýn- ing um hann stendur yfir í List- iðnaðarsafninu í Osló, og tekist hefur að gera ágæta kvikmynd af æfi hans og starfi, með þvi að skeyta saman gamlar frétta- myndir. Skúli Skúlason. KAUP 00 S\LA Kaupsýslumannstímaritið „Export-Import-The Bridge to the World“ segir frá nýjum fram leiðsluvörum og söluárangri á ensku og þýzku, og auglýsir fram leiðsluvöru yðar um víða veröld. Fáið ókeypis eintak! Schimme] Publications, Wúrzburg, West- Germany — Umboðsmaður ósk- ast. Verzflunarhúsnæði Verzlunrahúsnæði á góðum stað óskast sem fyrst. Má vera stórt. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir miðvikudagskvöld merkt: „Stórt verzlunarhúsnæði — 7485“. OrSsending til SnæíeHinga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.