Morgunblaðið - 31.12.1961, Side 20

Morgunblaðið - 31.12.1961, Side 20
20 MORGIJTSBLAÐIÐ Sunnudagur 31. des. 1961 --------^ Margaret Summerton HUSiÐ VIÐ SJÚINN Skdldsaga það var engin huggun. Einhvern tíma.... og fyrir ævalöngu að mér fannst... .höfðu ástarorð farið okkar í milli, en ég gat ekki hugsað mér, að hann myndi endurtaka þau framar. Atvikið í bílnum hafði fjarlægt okkur svo mjög hvort öðru. Áður höfðum við vorið tvær mannverur með eitt og sama markmið.... eða var það nú? Hafði Mark viljað það, sem ég vildi, eða var það alltsaman látalæti? Ég vissi, að ég átti mér spum- ingu, sem ég varð að leggja fyrir hann: ,,Hvað áttirðu við, þarna í bílnum? Með þessu, að Esmond væru allar bjargir bann aðar og að lögreglan væri ekki það eina sem harm hefði að ótt- ast?“. Hann lagði höndina á arm mér. Farðu nú í rúmið og reyndu að sofa, Charlotte. Trúðu mér tii, elskan min að þú ert enginn maður til að hugsa neitt að gagni i kvöld. Ég reif mig lausa. f»ú segir mér að fara að hátta og sofa, en hvemig get ég sofið þegar þú heldur áfram að tala í gátum og líkingum? Ég verð að fá að vita, hvað þú átt við, Mark. Við skulurn láta það '.-iga sig í kvöld, endurtók hann. Þú hefur ekki gott af meiru í bili. Þessi tilraun hans ti-1 að draga við sig svarið rak mig til nokk- urs, sem var ekki nein snögg hugdetta heldur hafði verið að þróazt með mér undanfarnar klukkustundir og náði nú há- marki. Eftir þetta flökt milli vonar og ótta, eftir þennan dag, sem hafði fært mér ástina en gerði sig nú líklegan til að hrifsa hana frá mér aftur, var ég orðin fram- andi fyrir sjájlfri mér. Höndin skall á kinninni á Mark svo hún hvítnaði en roðn- aði síðan. Mig hefði átt að hrylla við þessu, en ég var gjörsamlega tilfinningarlaus. Hann hvorki strauk andlitið né sýndi þess nein merki, að hann hefði fundið til höggsins. Jæja, Charlotte, ef þú vilt hafa það svona skaltu líka fá það. Ég viidi bara ekki segja þér það í kvöld. En hér hefurðu það: Það er eng- in öruggari leið til að myrða mann án þess að upp komizt, en að myrða þann, seotn þegar er tal- inn dauður. Ég starði á hann eins og bjáni. Esmond? En hvern ætli langi til að myrða hann? Ivor. Röddin var örugg og skjálftalaus. Og hugsanlega í góðri samvinnu við Lísu! vn. Já, Mark hafði, með sinni ró- legu og skjálftalausu rödd til- kynnt mér, þá trú sína, að Ivor og Lísa brugguðu Esmond bana- ráð. Ég hristi höfuðið og það var þungt, rétt eins og ég væri að rakna úr yfirliði. Síðan sneri ég mér frá honum og gekk til dyra en var komin út áður en hann igæti opnað fyrir mér. Ég fór upp á loft, án þess að geta hugsað í nokkru samhengi. Þegar ég var komin inn í herbengið mitt, sneri ég lykl'inum í skránni. Ég vaknaði með sölina skín- andi beint framan í núg og með reyk í nösunum. Á stól, sem hafði staðið framan við snyrti- borðið, sat Lísa með vindling miili fingranna og starði út um gluggann. Ég reis upp við koddann og við hljóðið sneri Lísa sér við. Þú læstir dyrunum hjá þér í gærkvöldi, sagði hún svo að þeg- ar Ivy kom með teið þitt og komst ekki inn, fór hún að gera sér allskonar óhugnanlegar hug- myndir í.sambandi við þetta og ég varð að koma henni til hjálp- ar. Sem betur fer, ganga 'flestir lyklarnir hér að flestum hurðun- um. Þú sefur vært eins og ung- barn, er það ekki? Ég gerði það í nótt. Ég leit á úrið mitt. 9.15. Höfuðið á mér var þungt, þó að ég hefði ekki beinlínis höfuðverk. Hálft glas af viskíi? Varla gat það veitt manni óslitinn svefn í níu klukku stundir? Nú komu atburðir gærkvölds- ins fram í huga mínum í einni röð — hvert atvik óskert og út af fyrir sig rétt eins og röð af einþáttungum. Og síðasti þáttur- inn, þegar ég hafði beitt líkam- legu ofbeldi, kom hvað allra skýrast fram í hugann. Teið þitt varð kalt, svo að Ivy fór með það aftur, sagði Lísa ró- lega. Ég S'kal ná þér í nýtt te ef þú vilt. en fyrst verðum við að tala saman. Ég fer út klukkan tíu Annanhvorn föstudag fer ég með Gretel ti'l Wel'knouth til þess að láta leggja á henni hárið — það er næstum skriflega tekið frám j ráðningarsamningnum hennar — og svo lœt ég líka klippa Timmy ef þess þarf með. Þú ert eitthvað hissa á svipinn? Já, það skal ég játa, svaraði ég. Hún rak upp hæðnishlátur. Hingað til hefur allt sloppið vel, af því að allir og ekki sízt ég. hafa hagað sér eins og ekkert væri um að vera. Það hefur víst ekki verið sér- lega auðvelt, játaði ég. Ekkert hefur verið auðvelt síð- an daginn, sem ég giftist Esmond. Orðin komu með vaxandi styrk og eitri, rétt eins og ungimeyjar- hamurinn hefði dottið af henni sem snöggvast. En svo fór hún í haminn aftur. Það sem ég vildi vita, er það hvernig Mark brást við þessu öllu á leiðinni heim. Mér varð stirt um svarið. Já, hvernig brást harrn við? spurði Lísa aftur óþolinmóð. Þegar við skildum, var hann að mestu sömu skoðunar og þeg- ar þú hittir hann. Hann vill fara í lögregluna með þetta.... Ég þagnaði og gat alls ekki getið mér til um athafnir Marks í morgun. En það má hann ekki! Þú get- ur komið í veg fyrir það, Charlotte. og það verðurðu að gera. Ég hörfaði ósjálfrátt undan leiftrandi augnaráði hennar. Já, eigum við ekki að koma að efninu? sagði Lísa hvasst. Það fer að verða tímii til kominn. Nú var ungmeyjan gjörsamlega horf in úr fasi hennar, og viljinn eða hvaða metnaður það nú var, sem rak hann áfram, var eitilharður. Fyrst og fremst skulum við at- huga nokkur atriði viðvíkjandi Mark Halliwell. Þú þekkir hann ekki mjög mikið. eða hvað? Sannleikurinn var mér sárs- aukakenndur. Nei, varð ég að játa. Lofaðu mér þá að leiða þig í allan sannleika. Hann er greind- ur ungur maður, ekki sem verst stæður, en hefur þó hvorki eins mikinn auð eða völd og hann gætí óskað sér. Þessvegna hefur hann alltaf látið eins og honum þætti eitthvað óskaplega vænt um Edvinu. Þú hefur sjá'lf séð, hvemig hann þóttist geta komið í kring sýningu á kl’essunum hans Dannys. enda þótt hann vissi vel. að það yrði vonlaust verk. En það er ekki fyrsta afrek ið hans. Um hvítasunnuna, þeg- ar hann var hérna gestkomandi, fór hann að reyna að koma sér í mjúkinn hjá Danny, af því að hann vissi. að hann var innundir hjá Edvinu. Þá var tilgangurinn hjá honum sá að reyna að hafa út úr Edvinu fé til að setja í bókaútgáfuna sína. En Edvina var fijót að bíta hann af. Og svo var það vitanlega auð- vitað mál, að þegar Edvina sendi eftir frænda hans og hann gat ekki komið, gripi Mark tækifær- koma sér þannig í náðina hjá ið ti-1 að gera henni greiða og henni. Mér finnst hann nú ekki hafa gert það sagði ég. Edvina veit vel nú orðið, að hann vili ekki hafa neinn veg eða vanda hvorki af myndunum né dagbókunu'm. O, það er nú bara af því, að hann hefur haft hestas'kipti ef svo mætti segja, svaraði Lísa snöggt. Hann þarf ekki framar á myndunum eða dagbókunum að halda Hann hefur fengið þig í staðinn. Ég svaraði reiðilega: Bull! Hún hristi höfuðið, ein,s og á- sakandi. Nei. það er ekkert bull. Ég er ekfci að segja, að Mark sé ekki skotinn í þér í fullri alvöru. Það gæti ég ekki um dæmt. En það, sem ég vildi sagt hafa, er það, að þetta fellur vel við fyrir- ætlanir hans. Og úr því að svo er. getur hann ekki sagt neitt eða gert, sem gæti móðgað þig. Með öðrum orðum, Oharlotte mín: Þú getur haft hann eins og þú sjálf vi'lt. Þig langar ekkert að láta draga Esmond fyrir dóm- arann. sakaðan um að hafa myrt Danny, eða hvað? Nei. auðvitað ekki. Hún þeytti vindlingsstubbn um út um gluggann. Er það ekki .skrítið, að þú skulir allt, í einu rekast svona inn í líf Esmonds, einmitt í tæka tíð ti! að bjarga því? Ég glápti á hana, alveg orð- laius. Láttu þér ekki bregða svona við. Ég veit að ég hef verið ber- sögul, en hér duga engin hálf- yrði, og auk þess hélt ég, að þetta væri þér sjálfri allt ljóst. Þú getur að minnsta kosti ekki annað en vitað, að þú ert sonar- dóttir forríkrar gamallar konu. Hún hatar mig. svaraði ég. Æ, góða mín þú ætlar vonandi ekki að fara að gera þér rellu út af þessum smáhnippingum ykkar í gær. Þetta er ekki nema daglegt brauð hjá öllum, sem hér eru nálægt henni. Hún horfði á mig eins og hún vildi leggja á mig eitthvert lokamál. Þú ert viss að fá eitthvað eftir Edvinu, þori ég að sverja. Og þú getur meir að segja verið komin með geislabaug um höfuðið, áður en þú veizt af' Vitanlega vona ég, að sá baugur verði ekki alltof stór, en annars ætti að verða nóg handa okkur báðum. * V >f >f GEISLI GEIMFARI >f >f >f v / ■— Klimmer foringi, við handtök- um Pétur á gamalmennaklúbbnum í kvöld. Það er bezt að þér látið borgaraklæddu lögreglumennina yð- ar sjá þetta. Tilkynning: Síðast þegar hann var handtekinn bar Pétur geislabyssu. Verður að telja að hann beri vopn og sé mjög hættulegur. — Og eitt atriði enn. Það er hugs- anlegt að Pétur reyni að nota nýtt banvænt eitur .... Glottandi gas! ailltvarpið Sunnudagur 31. desember. (Gamlársdagur) 830 Létt morgunlög. — 9.00 Fréttir. — 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Morguntónleikar: a) Grund Piéce Symponique eft- ir César Franck (Marcel Dup- ré leikur á orgel). b) Noktúrnur eftir Debussy Sin- fóníuhljómsveit Lundúna leik fc ur; Leopold Stokowski stjórn- ^ ar. c) Gérard Souzay syngur aríur úr frönskum óperum við und- irleik hljómsveitar. d) Fiðlukonsert nr. 1 1 D-dúr op. 6 eftir Paganini (Leonid Kogan og hljómsveit tónlist- arháskólans í París leika, Charles Bruek stjórnar). c) Karnaval op. 8 balletmúsík eft ir Schumann (Hljómsveitin Philharmonia; Robert Irving stjórnar). 12.15 Hádegisútvarp. 13.00 Endurtekið leikrit: „Penelope'* eftir William Somerset Maugham (Áður útv. 3. okt. 1959). Þýð- andi: María Thoroddsen. — Leik- stjóri: Helgi Skúlason. v 14.25 Miðdegistónleikar: í»ættir úr óperunni „Sígauna- . baróninn** eftir Johann Strauss (Hilde Guden, Anneliese Rothen- berger, Karl Terkal, Erich Kunz o.fl. syngja með kór og filhar- monísku hljómsveitinni í Vínar- borg; Heinrich Hollreiser stjórn- ar. — Jón R. Kjartansson kynn- ir). 15.30 Kaffitíminn: Jósef Felzmann Rudólfsson og félagar hans leika. 16.00 Veðurfregnir. — Nýjárskveðjur. — (Hlé). 18.00 Aftansöngur í Hallgrímskirkju Prestur: Séra Jakob Jónsson. Organleikari: Páll Halldórsson). 19.10 íslenzk alþýðulög og álfalög. 19.30 Fréttir og íþróttaspjall. 20.00 Ávarp forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar. 20.30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Stjórnandi: Pál! Pampichler Pálsson. 21.00 „í þungbæru gamni og glens- fullri alvöru,“ samfelldur þátt- ur í tali og tónum. Flosi Ólafs— son dregur saman efnið og nýtur fulltingis ýmissa skemmtikrafta, ekki sízt Svavars Gests og hljóm- sveitar hans. 23.00 Gömlu dansarnir: Hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar leikur lög eftir íslenzka höfunda. Söngfólk: Hulda Emilsdóttir og Sigurður Ólafssen. 23.30 Annáll ársins (Vilhjálmur Þ* Gíslason útvarpsstjóri). 23.55 Sálmur. — Klukknahringing. Áramótakveðja. — Þjóðsöngur- inn. — (Hlé). 00.10 Danslög, þ.á.m. leikur danshljómsveit Björns R. Einars- sonar. 02.00 Dagskrárlok. Mánudagur 1. janúar (Nýársdagur) 10:45 Klukknahringing. — Nýárssálmur 11:00 Messa í Dómkirkjunni (Biskup íslands, herra Sigurbjörn Ein- arsson, prédikar. Séra Jón Auð- uns dómprófastur þjónar fyrir altari. Organleikari: Dr. Páll Is- ólfsson. 12:15 Hádegisútvarp. ^ 13:00 Ávarp forseta íslands (Útvarpaff frá Bessastöðum) — Þjóðsöngur- inn. 14:00 Messa í Laugarneskirkju (Prest-, ur: Séra Garðar Svavarssonu Organleikari: Kristinn Ingvars- son). 15:15 Kaffitíminn: a) Leonard Pennario leikur létt lög á tvö píanó. b) Carl Billich og félagar hana leika. 16:00 Veðurfregnir. Nýárstónleikar: Níunda hljóm- kviða Beetho\ ens (Bayreuth há- tíðarhljómsveitin, Elisabeth Schwarzkopt, Elisabeth Höngen. Hans Hopf, Otto Edelmann og Bayreuth hátíðarkórinn flytja. Stjórnandi: Wilhelm Furtwang- ler. — Hljóðritað á tónlistarhá- tíðinni í Bayreuth 1951. — Flutt- ar verða skýringar og lesin þýð- ing Matthíasar Jochumssonar á „Óðnum til gleðinnar" eftir Schiller). 17:30 Barnatími (Helga og Hulda Val- týsdætui : a) Leikrit: „Kálfur og krummi'*, Leikstjóri: Hildur Kalman. b) Barnakór Landakotskirkju syngur jólasálma. c) „Ljúfa álfadrottning**, fram- haldsleikrit með söngvum eft- ir Ólöfu Árnadóttur; V. þátt- ur. — Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Söngstjóri: Sigurður Markússon. 18:45 „Skín frelsisröðull fagur“: Ætt- jarðarlög sungin og leikin. 19:30 Fréttir. 20:00 Frá liðnu ári. Samfelld dagskrá úr fréttum og fréttaaukum (Högni Torfason býr til flutn- ings). 21:30 Tónleikar: Sinfóníuhljómsveit ís- lands leikur. Stjórnendur: Páll Pampichler Pálsson, Hans Anto- litsch og Bohdan Wodiczko. Ein- leikari á fagott: Sigurður Markús son. a) „Galathea in fagra**, forleikur eftir Suppé. b) Konsertino fyrir fagott og hljómsveit eftir Philipps Burell. c) Matinees Musicales eftir Benjamin Britten. 22:05 Danslög. — 24:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.