Morgunblaðið - 17.02.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.1962, Blaðsíða 2
2 MORcrnvnr.4 ðið Laugardagur 17. febr. 1962 €> ■ ' ■■ * ■ m pessi mynd var tekin nppi í Ártúnsbrekku í gær. Þangaff og í reykvísk börn löngum leitaff til þess aff æfa sig í skíffaíþróttinni. brekkurnar á Öskjuhlíff hafa (Ljósnr,. Mbl. Ól.K.M.) „79 af stobinm" kvikmynduð í sumar HINN 1. ágúst í sumar er gert ráð fyrir að byrjað verði að kvikmynda sögu Indriða G. Þorsteinssonar „79 af stöðinni“ og er það fyrirtækið Edda film sem annast gerð kvikmyndarinn- ar með tæknilegri aðstoð frá danska kvikmyndafyrir- tækinu Nordisk film. Leik- stjórn mun Erik Ballingann- ast, en hann er aðalleikstjóri Nordisk film og aðstoðar- framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins. Mun hann koma hing- að til íslands í byrjun apríl og þá verður endanleg á- kvörðun tekin um val leik- enda. Blaðið átti í gær tal við Guð- laug Rósinkranz þjóðleikhús- stjóra, en hann er framkvæmda stjóri Edda film og spurðist fyr- ir um þetta xnál. Guðlaugur hef- ir þýtt kvikmyndahandritið á sænsku og einnig er til ensk þýðing á því, en til stóð að enskt kvikmyndafirma annað- ist gerð myndarinnar, en áður en svar barst frá því hafði verið samið við Nordisk film. Aðgerðir Rithöfunda sambands- ins gegn Tímanum ; RITHÖFUNDAFÉLAG ís- lands hélt fund 14. þ. m. Rætt var um undirskriftasöfnun aff 1 mótmælum rithöfunda gegn1 stækkun Keflavíkurútvarps. ' Einnig fóru fram umræffur um rétt höfunda og aðgerffir stjórnar Rithöfundasanr.bands fslands gegn dagblaffinu Tím-' anum vegna heimildarlausrar birtingar ljóffa. Samþykkt var einróma tillaga um aff lýsa yfir algerri samstöffu með stjórn sambandsins í þessu máli. Fundurinn var vel sótt- ur. (Frétt frá stjóm Rithöf- undafélagis íslands). thöf- Á íslenzku Myndin verður gerð hér á landi og allir leikarar verða ís- lenzkir og því tal myndarinnar á íslenzku. Gert er ráð fyrir að gerðir verði á filmuna dansk tir og enskur texti á þær kópí- ur, sem sendar verða út um heim. Þjóðleikhússtjóri sagði að á þessu stigi væri ekki hægt að segja hverjir hefðu komið til greina sem leikarar í myndinni, en sem fyrr segir \ írður það endanlega ákveðið er leikstjór- inn kemur hingað, í apríl. Þóra og Róbert Blaðið hefir hins vegar haft þær lausafrec'iiir að Þóra Frið- riksdóttir muni lelka kvenhlut- verkið og Róbert Arnfin::"'\n hlutverk bílstjórans, en þetta eru sem kunnugt er aðalhlut- verkin í sögunni. Kaupstefna í Leipzig FRÉTTAMENN voru á fimmtu- dag boðaðir á fund hr. Schmidts, forseta verzlunarráðsins á her- námssvæði Sovétríkjanna í Mið- og Austur-Þýzkalandi. Skýrði hann Og Harald St. Björnsson, heildsali, fiéttamönnum frá fyrir komulagi kaupstefnu, sem hald- in verður í Leipzig í marz. Verða þar sýningardeildir frá allmörg- um löndum. Íslenzk samsýning átti að vera á kaupþingi þessu, en nú er sýnt, að af því mun ekki verða. Um 20 íslenzkir kaupsýslu menn eru sagðir hafa tilkynnt ferð sína til Leipzig. Mun fyrir- tækið „Kaupstefnan“ væntan- lega annast hópferð þangað. Minnkandi viffskipti viff sovézka hernámssvæffiff Hr. Schmidt gat þess, að við- skipti íslendinga við íbúa á her- námssvæði Sovétríkjanna í Þýzkalandi hefðu farið minnk- andi að undanförnu, einkum sl. tvö ár, eftir að verzlun var gefin frjáls á fslandi. Hefði sovézka hernámssvæðið verið hið sjöunda í röðinni meðal þeirra ríkja og svæða, sem íslendingar skipta við, en væri nú hið þrettánda. 2.8% af viðskiptum fslendinga beindust þangað, og væri við- skiptajöfnuður á hernámssvæð- inu óhagstæður gagnvart ís- landi. Frá Fiskiþingi 8. fundur Fiskiþings var haldinn á föstudag. Reikningar Fiskifé- lagsins árin 19&0 og 1961 voru samþykktir, og samþykkt var tillaga frá Allsherjamefnd um veiðarfærtmerkingar, svohljóð- andi: Fiskiþing beinir því enn á ný til stjórnar fjórðungssambanda í Norðlendinga-, Vestfirðinga- Sunnlendingafjórðugi, Sam- bands Snæfellinga og Reykja- víkur deildar, að þær beiti sér fyrir því, að gefnar verði út skrár um merki veiðarfæra á viðkomar li sambandssvæðum með það fyrir augum, að síð ar verði gefin út heildarskrá fyr ir allt landið, á prenti. Miklar umræður urðu um hafrannsóknir, fiski- og síldar- leit og var afgreiðslu málsins ekki lokið. Reumert hylltur á 60 ára leikafmæli hans Kaupmannahöfn, 16 febr. (ÁP) ÞEKKTASTI leikari Norffur- Ianda, Foul Reumert, átti í dag 60 ára leikaraafmæli og var þess minnst meff hátíffasýningu í Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn. Aff sýningu lokinni flutti Reumert ávarp af sviffinu. Reumert kvaðst vera djúpt snortinn af þeirri virðingu, sem honum væri sýnd og lét í ljós þakklæti sitt og ánægju, „sem ég get ekki með orðum lýst“. — Eg hef ekkert handrit og er því ekki leikari með hlut- verk, sagði Reumert. Eg er að- eins maður, sem læt í ljós þakk- læti með sínum eigin fátæklegu orðum. Fyrst flyt ég forsjóninni eða örlögunum, eða hvað sem við nefnum hið æðsta vald, þakk ir mínar fyrir auðugt og indælt líf. Eg vona að engin sorg hafi fylgt í fótspor mín. Eg þakka leikhúsinu, sem við öll erum 'hluti af og ég þakka þann kær- leik, sem allir hafa sýnt mér. Að loknu ávarpi sínu voru Reumert færðir blómvendir frá leikhúsum Norðurlandanna og leikarasamtökum. Áhorfendur hylltu hann ákaft og var hann margsinnis kallaður fram. Skólatannlækn- ingar MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt eftirfarandi fréttatilkynning frá Tannlæknafélagi íslands: „Vegna fyrirspumar borgar- stjórans í Reykjavík dags. fimmtudaginn 15. febrúar 1962, óskar stjórn Tannlæknafélags Is- lands að taka fram eftirfarandi: Á fundi sem fyrirhugaður er með borgarstjóra á mánudag 19. febrúar verður lögð fyrir hann tillaga varðandi skólatannlækn- ingar, sem stjóm Tannlæknafé- lags fslands mælir með. Á NA 15 hnúfar SV 50 hnútor X Snjófroma \7 Skúrir y//AR»3n. * ÚSi K Þrumur 'yyy/t,mv KuUoM /iifrtAi/ H H»i L Lmrt D J Ú P A lægðin yfir Mið- Svíþjóð olli í gær stormi á stóru svæði: Hafinu milli ís- lands og Noregs, Norðursjó, Bretlandseyjum, Niðurlönd- um, Suður-Noregi, Dan- mörku, Suður-Svíþjóð og Eystrasalti. Má búast við slysafréttum frá þessum lönd um í dag og á morgun. Norðaustur af Nýfundna- landi er ný lægð á leiðinni, og mun hún gera vart við sig í dag hér á landi. Veðurspáin kl. 22 í gær- kvöldi: Alldjúp lægð að nálgast Hvarf úr SV. Mun hún hreyf ast NA og verða út af Vest- fjörðum um miðnætti. SV-land, Faxaflói og mið- in: V stinningskaldi og smá- él fyrst, lægir fyrri hluta nætur. SA gola með morgn- inum, SV kaldi og snjó- mugga undir hádegi, allhvass S og SA með snjókomu og Meðal sýningargesta voru dönsku konungshjónin og Anne- marie prinsessa. Tröllslegur borg- arísjaki suðvestur af Islandi VEÐURSKIPIÐ ALFA tilkynnti kl. 15:32 á föstudag: „Stór borg- arísjaki á 62 gráðum, 3 mínútum norður og 34 gráðum og tveim mínútum vestur. Hættulegur siglingum." Kl. 177,20 tilkynnti skipið: „Jakinn er 29 metrar að hæð. 106 metrar að lengd og rekur um 114 gráður réttvísandi með 0,7 mílna hrðaa. Höldum okkur í nálægð jakans.“ Moskvu, 16. feb. (AP) KRÚSJEFF forsætisráðherra hafði í dag kvöldverðarboð fyrir Umar Dani yfirmann flughers Indónesíu og Adam Malik sendi- herra landsins. Voru Indonesarn- ir boðnir til dvalarstaðar Krús- jeffs í börginni Sochi við Svarta- haf. Einnig var Anastas Mikoyan aðstoðar forsætisráðherra við- staddur. * 0 0 & + tt * * + síðar rigningu síðdegis, all- hvass SV með súld og síðar skúrum um kvöldið. Breiðafjörður, Vestfirðir og miðin: Hægviðri og smáél í nótt, SA kaldi og snjómugga undir hádegi, allhvass S og SV síðdegis með snjókomu og síðar rigningu, gengur í allhvassa SV átt með súld og síðar skúrum með kvöld- inu. Norðurland og Norðurmið: Hægviðri og bjartviðri fyrst, en SA stinningskaldi og snjó koma með köflum síðdegis. NA-land og .NA-mið: Hæg- viðri og bjart fyrst, þykknar upp með S stinningskalda með kvöldinu. Austfirðir, SA-land og mið in: Hægviðri og bjart fyrst. Vaxandi S átt og snjókoma með kvöldinu. Horfur á sunnudag. Vest- anátt og él um vesturhluta landsins, en gengur í N-att með snjókomu norðanlands. 1 KVÖLD kl. 8.30 hefst í Sjálf- stæðishúsinu 35 ára afmælishá- tíð félagsins. Nýir félagar sem gamlir, fjölmennið. Miðasala í skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins milli kl. 9 og 12 og í aðgöngumiðasölu Sjálf- stæðishússins milli kl. 3 og 7. — Borðpantanir milli kl. 3 og 7, sími 12339. Leshringur um bókmenntir og listir verður í Valhöll kl. 8.30 á mánudag. Bridge-kvöld Keppni hefst á mánudag kl, 8.30 í Valhöll. Félagar fjöl- mennið og takið með ykkur gestL Nýir félagar Komið í skrifstofu félagsins í Valhöll (opið milli 9 og 7) og kynnið ykkur félagsstarfsemina. Athugið að aðeins hluti af starf- seminni er auglýstur jafnóðum. Heimdellingar Hittist í Varðarkaffi mUli kl. 3 og 5 á laugardögum. Sími skrifstofunnar er 17102. Opið allan daginn. Munið 35 ára afmælishátíðina. Stjorniu. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.