Morgunblaðið - 17.02.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.02.1962, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIb Laugardagur 17. febr. 1962 Hjálmar Bárðarson skipaskoðunarstjóri Gúmmíbátamir og Henry Hálfdánarsson í MOKGUNLAÐINU 15. þ. m. ritar Henry Hálfdánsson fram- kvaemdastjóri Slysavarnafélags íslands grein er hann nefnir gúmmíbátarnir og öryggi sjó- manna. Þegar ég hafði lesið greinina, verð ég að játa, að mér var ekki ljós tilgangur hennar, því svo mjög er hún sjálfri sér ósamkvæm. í einu orði er talað um undursamleg tæki, en í öðru er talað um „skran“ um sama tækið. Hins vegar er greinin svo ræt in, að þar sem framkvæmda- stjóri Slysavarnafélags íslands á í hlut, verður ekki hjá því kom izt að svara þeim aðdróttunum og rógi, sem þar kemur fram. Grein þessi er Slyavamafélagi íslands til harla lítils sóma og tel ég ekki óeðlilega þá kröfu mína, að stjórn Slysavarnafélags ins gefi út opinbera fréttatil- kynningu um það, hvort grein þessi eigi að koðast rituð í nafni þeirra samtaka og á ábyrgð þeirra eða ekki. Meðan slík yf- irlýsing liggur ekki fyrir, verð- ur að sjálfsögðu að skoða grein- ina sem álit Slysavarnafélags ís- lands, enda hefir ritstjóri Morg- unblaðsins tjáð mér, að blaðið birti hana fyrst og fremst vegna þess, að hún berst frá Slysa- varnafélagi íslands. Aðaltilgangur greinarinnar virðist vera, að auka vantraust manna á gúmmíbjörgunarbátum, sömuleiðis er alvarlegur rógur gegn skipaskoðunarmönnum og talið, að þeir vanræki skoðun trébjörgunarbáta, og að sjó- menn vantreysti trébátum að ástæðulausu. Þá eru skipaskoð- unarstjóra gefin þau ráð, að vera ekki að eyða tíma í gúmmí báta, heldur snúa sér að endur- bótum trébáta, glertrefjabáta og aluminiumbáta, eða finna upp ný björgunartæki t. d. baujur eða kúlur úr aluminium, gler- trefjaefni eða striga. Þá er því haldið fram í greininni að ensk- ar (RFD, Elliot, Dunlop, Bau- fort) verksmiðjur framleiði lé- lega gúmmíbáta, en þýzka verk- smiðjan (DSL) góða báta, sem varla komi nokkum tíma nokk- uð fyrir. Henry segir, að hér hafi skipaskoðunin viðurkennt „skran“, sem hver og einn vill selja, en ekki sé nothæft á ís- lenzkum skipum. Ég geri ráð fyrir að frumkvöðlum í fram- leiðslu gúmmíbjörgunarbáta í Bretlandi þyki þetta fróðlegar fréttir af hendi Slysavarnafél. íslands, en ekki tel ég ólíklegt að slík ummæli frá framkvæmda . stjóra slysavarna á Islandi verði talinn all-alvarlegur atvinnu- rógur af lögfróðum mönnum. ★ Það er svo ákaflega auðvelt að standa utan við kjarna máls ins, berja höfðinu í steininn, trúa ekki á neina framþróun en hrópa álösunarorð til þeirra manna, sem telja sig gera sitt bezta sem og framleiðenda björg unartækja og rægja þeirra störf og framleiðslu. Ég vil eng- um telja trú um, að ég sé neinn sérfræðingur í framleiðslu gúmmíbjörgunarbátanna, því fer fjarri. Hins vegar hefi ég síðan 1954 reynt að fylgjast sembezt með þróun þessara mála. Ég hef heimsótt ýmsar verksmiðjur, sem framleiða gúmmíbáta, ég hef setið í ýmsum alþjóðlegum nefndum, þar sem rætt var við færustu sérfræðinga verksmiðj- anna og opinberra rannsóknar- stofnana, um hvað gera mætti til endurbóta þessara björgun- artækja. Á grundvelli slíkra við- ræðna hafa verið teknar sameig inlegar ákvarðanir margra Vest- ur-Evrópuþjóða um endurbætur gúmmíbáta og búnaðar þeirra. Hvergi hef ég á þessum ráð- stefnum orðið var við neinar sérstakar leiðbeiningar frá Slysa varnafélagi íslands eða Henry Hálfdanssyni. Ég hefi tekið þátt í nokkrum tilraunum með þessi tæki, og ég hefi séð hvernig hver einasta pjatla í gúmmíbát- ana er þaulreynd af opinberum rannsóknarstofum, áður en nota má efnið í gúmmíbáta. Hver einasti strangi af gúmmístriga- efni er stimplaður að athugun l6kinni. Efnið hefir verið reynt í frosti við heimskaut og í hita- belti við verstu aðstæður. Hita- beltissólin er látin brenna á efn- inu í marga mánuði til að sjá hvernig efnið reynist við öll hugsaníeg skilyrði. Dúkurinn er sérstaklega fúavarinn áður en hann er gúmmíborinn. Hver einasti gúmmíbátur er þaulpróf- aður, í Englandi t. d. af sér- fræðingum frá Ministry of Tran sport. Ég held að allir þeir menn, sem hér eiga hlut að máli, geri sér Ijóst, að fram- leiðsla björgunartækja er á- byrgðarstarf. Það eru því hörð orð frá framkvæmdastjóra Slysavarnafélags íslands að telja að flestir þeir gúmmíbjörgunar- bátar, sem hér hafi fengið lög- gildingu, séu of veikir fyrir ís- lenzka veðráttu. ★ Það yrði of langt mál að fara hér inn á ýms þau atriði í fram leiðslu gúmmíbáta, sem fróðleg væru. Eitt vil ég þó nefna, en það er þykkt efnisins. Efni gúmmíbjörgunarbátanna er þriggja strigalaga gúmmíefni. Þetta efni þolir alveg ótrúlegt hnjask og núning, en það þolir ekki stungu frá hníf eða nagla. Þykktin var áður meiri en nú er á sumum gúmmíbátanna, en þykkara efnið reyndist illa vegna þess, að það þolir ver pökkun í fellingar en þynnra efnið, og auk þess er reynt að hafa gúmmíbátana sem léttasta, því enginn gúmmíbátur má fara fram úr 180 kg. samkvæmt al- þjóðasamþykkt. Hins vegar má gera þá gúmmíbáta, sem geymd ir eru uppblásnir um borð, úr verulega þykkara efni. Þessa gúmmíbáta höfum við nefnt slöngubáta, til aðgreiningar frá venjulegum gúmmíbjörgunarbát- um, og hugmyndin er að taka þess'a uppblásnu gúmmíbáta í notkun bráðlega á íslenzkum tog- urum, samkvæmt nýrri reglu- gerð, sem mun væntanlega taka gildi innan fárra dága. Þessir gúmmí-slöngubátar hafa verið notaðir í íslenzkum varðskipum í nokkur ár til að fara á milli skipa í rúmsjó, og hafa reynzt með afbrigðum vel. Þessir bátar eru ætlaðir til róðra, en á þeim má einnig koma fyrir utanborðs- mótor. Um styrkleika á nylonsnúru gúmmíbátanna hefi ég ekki miklu við það að fcæta, sem þeg- ar er komið fram í blöðum og útvarpi. Línur þessar hafa slitn- að, oftast vegna sörgunar í gati í glertrefjahylkjum. Þessu er nú verið að breyta hér heima á öll- um þessum gúmmíbátum. Hér er enn eitt dæmi um þróun. Reynzl an getur verið dýrkeypt, en þrát* fyrir allar rannsóknir getur reynsla daglegs lífs sýnt fram á nauðsyn endurbóta. Því miður eru mannanna verk ennþá það veikburða, að hamfarir náttúr- unnar geta orðið þeim yfirsterk- ari. En ég verð að bæta því við, að fáir munu vera fúsari til sam- starfs um endurbætur en fram- leiðendur gúmmíbjörgunarbát- anna. Henry Hálfdánsson og Slysa- varnafélag íslands hafi átt frum- hugmyndina og unnið brautryðj- endastarf varðandi notkun gúmmíbjörgunarbáta á íslenzk- um skipum. Árið 1952 hélt Slysavarnafélag íslands sitt 6. landsþing. Þá hafði Skipaskoðun Ríkisins leyft Vest- mannaeyingum að nota gúmmí- björgunarbáta í landróðrabátana. Varðandi þetta mál liggur fyrir eftirfarandi samþykkt landsþings ins: „6. Landsþing Slysavarna- félags fslands ályktar: Samkvæmt öruggum. heim- ildum hefur Skipaskoðun rík- isins leyft að flothylki úr tog- leðri verði sett í fiskibáta af öllum stærðum, sem gerðir eru út frá Vestmannaeyjum og komi flothylki þessi í stað hinna lögskipuðu skipsbáta og Hjálmar R. Bárðarson En eins og ég hefi áður tekið fram í útvarpi og blöðum, þá er ekki nóg að auka styrkleika nylonlínunnar í gúmmíibátana. Þetta hefir skipaskoðun ríkisins þegar látið gera á fjölda gúmmí- báta. Festing línunnar í gúmmí- bátinn sjálfan verður að vera jafn-örugg og línan. En festingin má heldur ekki vera þannig gerð, að hún rífi gat út úr gúmmíbátn- um við of mikið átak. Festingin er nú límd með mjög sterkri gúmmíplötu utan á flothylki flestra gúmmíbátanna, en í sum- um fest einnig í griplínuna utan um hylkin. Fyrst um sinn hefir verið ákveðið að bæta við ann- arri eins festingu á hitt flothylk- ið, og festa taugina í hanafót milli beggja. Henry Hálfdánsson segir, að utan um alla gúmmíbáta þurfi að festa öryggisgjörð úr kaðli. Þetta hljómar ákaflega vel og traust- lega að óathuguðu máli, en ég get fullvissað Henry um, að marg ar tilraunir hafa verið gerðar með ýmsar gjarðir, en flestar hafa þær boðið öðrum hættum heim. Einkanlega hefir slík gjörð viljað rífa út úr festingum. og stundum valda þvælingi í línum. Allt eru þetta hins vegar atriði, sem ekki er þorandi að breyta, nema þaulrannsaka þær aðrar af- leiðingar, sem þetta getur valdið. ¥ Það er ný frétt fyrir mig, að þeir því ekkl nafffir meff í ferff ir, lengri effa skemmri. Lands þingið mótmælir þessari ráð- stöfun. í fyrsta lagi sem mjög hættulegri fyrir öryggi nr.anns lífa á sjónum. í öðru lagi sök- um þess, að flotholt sem þessi hafa í engu landi sem kunnugt er um, fengiff viffurkenningu sem örugg björgunartæki, er komiff geti í staff skipsbáta þeirra og björgunarbá.ta, sem krafist er af alþjóffalögum. aff notaðir séu á smærri og stærri skipum. I þessu sambandi Ieyfir Landsþingiff sér að draga þaff mjög í efa, aff til séu heimildir fyrir því í íslenzkum Iögum. og reglum, um útbúnað skipa, er heimili effa leyfi undanþág- ur sem þessar er hér um ræff- ir. Skorar því Landsþingiff á Skipaskoðun ríkisins og önnur viðkomandi stjórnarvöld, aff nema úr gildi framangreinda stórhættulega og að áliti þings ins heimildarlausu undan- þágu, sem veitt hefur veriff“. Hér getur hver dæmt sem vill, hvort líklegt sé, að Henry Hálf- dánsson eða Slysavarnafélag ís- lands hafi samtímis að þessi samþykkt er gerð á Landsþingi þess, beitt sér fyrir því að tekin yrði upp notkun gúmmíbjörgun- arbáta á íslenzkum skipum. — Hver trúir því? | Síðan þessi samþykkt var gerð eru liðin mörg ár, og síðan munu ] hafa bjargast um 180 manns í , gúmmíbátum hér við land. Á þeim skipum, sem búin hafa ver ið gúmmíbátum *»■*• mér. ekki kunnugt um að nen... h-afi bjarg- ast í trébát. Trúlega væri því islenzka þjóðin flestum þessara manna fátækari í dag, ef ekki hefði notið gúmmíbátanna. Henry Hálfdánsson hefir tjáð mér, að ekkert sé þvi til fyrir- stöðu að hafa „einhversstaðar" trébát á öllum bátum. Þegar ég hefi spurt um stað fyrir hann, er oftast sagt að hafa megi bát á 'hvoifi á lúgu, eða að binda hann á vant. Ég hefi ekki hingað til vitað betur en að Vestmannaeyingar hafi byrjað notkun gúmmíbjörg- unarbáta og eigi því heiðurinn af að vera frumkvöðlar á þessum vettvangi. Ég hefi heldur ekki fyrr en nú heyrt, að Henry Hálfdánsson hafi verið milli- göngumaður milli Vestmannaey- inga og verksmiðjanna um, hvað endurbæta þyrfti. Hins vegar veit ég að Lárus Óskarsson stórkaupmaður átti þar sinn merka þátt, sem milli- göngumaður við RFD verksmiðj- urnar ensku, en frá þeim kom 'hingað sérfræðingu, Edwards að nafni, til að skoða aðstæður og safna upplýsinga um reynslu þá, sem Vestmannaeyingar höfðu bá af notkun gúmmíbjörgunarbáta. Þess má geta, að eitt þeirra atriða, sem Henry telur sig hafa ráðlagt þessum enska sérfræðingi að setja á gúmmíbátana, er sér- stakur útbúnaður til að rétta þá við. Þetta er einkar fróðlegt að fá vitneskju um nú, því þetta mun vera eitt þeirra atriða, sem var þegar fyrir hendi á fyrstu gúmml bátunum, svo ekki þurfti að bæta því við. Mér er einnig ánægja að geta tjáð Henry Hálfdánssyni, að gúmmíbátar eru oft dæmdir óvið gerðarhæfir við skoðun hér, ef þeir eru orðnir gamlir, en miklu oftar er ónothæfisdómur þó feild- ur vegna þess, að gerð bátsins er orðin úrelt, og nýjustu krö' -i þess vegna ekki fullnægt. Fund- ið hefi ég hér í skjölum skipa- skoðunar ríkisins ýmsar lýsing- ar á atburðum, sem benda til þess, að fyrirrennari minn í starfi hafi allnokkuð verið við þessi mál riðinn, enda leyfði skipa- skoðunin á sinum tíma, sam- kvæmt ósk Vestmannaeyinga. að búa skip sín gúmmíbátum. Varla hefir það verið að ráði Henry Hálfdánssonar, ef dæma má af vantrú hans á gúmmíbjörgunar- bátum. Henry skorar á mig að nefna þau sjómannasamtök. sem þess j hafi óskað, að fá að nota gúmmi- I björgunarbáta í stað fastra bá'ta, Af samtökum vil ég einkum , nefna skipstjóra- og stýrimanna- félagið Verðandi í Vestmunna- eyjum, sem tekið hefir mjög (ákveðna afstöðu í málinu með I áskorun til skioaskoðunarstjóra dags. 3. febr. 1961. f bréfi dags. 4. febr. 1961 sem ritari félagsins Gisli Eyjólfsson skrifar mér, segir svo m.a.: „f umræðum um tillöguna, tóku allmargir menn til máls og kom það berlega fram í ræðum þeirra, að þeir töldu trébáta úrelta og óhentug björgunartæki á fiskibátum. Júlíus Sigurðsson skipstjðri, og formaður félags okkar, sagði m.a. „Gúmmíbátarnir eru það bezta, sem við þekkjum og mér finnst það vera út í bláinn, að vera að skykka okkur til að hafa tæki, sem ekki koma að notum. Þá sagði Júlíus frá því, að er hann var með m/b Þorgeir goða, fyrir mörgum árum, og ætlaði að hafa lífbát um borð. Bátur- inn var hafður frammá og bund- inn út við bóg, framan við lúk- arskappann. Júlíus sagði, „Báturinn var aldrei til friðs, hvernig sem hann , var bundinn, og ég var þeirri Frh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.