Morgunblaðið - 17.02.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.02.1962, Blaðsíða 11
Laugardagur 17. fehr. 1962 MORGUTSBL 4 ÐIÐ 11 BITSTJÓRAH: BIRGIR Isk GUNNARSSON OG ÓLAFUR EGILSSON ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRÁ HEIMDALLUR, félagr ungra Sjálfstæðismanna á nú 35 ára af- mæli. Félagið var stofnað 16. fe- brúar 19‘J7 af ungum mönnum, áhugasömum um stjórnmál. Fé- lagið hefur eflzt og dafnað og stæðisstefnuna og hefur æ siðan starfað í þeim anda. Þúsundir ungra manna og kvenna hafa ver ið félagsmenn í Heimdalli þau 35 ár. sem félagið hefur starfað. Fé- lagið hefur eflzt og dafnað og sjaldan verið öflugra að styrk en nú. , ★ 1 fyrstu stjórn félagsins, sem kosin var á stofnfundinum áttu sæti eftirtaidir menn: Pétur Haf- stein, form., en meðstjórnendur Ólafur H. Jónsson, Gunnlaugur Briem Einarsson, Lárus H. Blön- dal Og Torfi Jóhannsson, en í varastjórn voru kjörnir Magnús Thorlacius, Björn Blöndal og Sig- urður Haukdal. Á stöfnfundinum var félaginu ekki gefið nafn, en á næsta fundi komu fram nokkrar tillög- ur um nafn, og var tillaga frá for manni félagsins um, að félagið bæri nafnið HEIMDALLUR eftir hinum forna ás, samþykkt. Sjálfstæðisflokknum öflug stoð Þegar félagið var stofnað voru það einkum ungir menn úr íhaldsflokknum gamla, er stóð að stofnun félagsins. Árið 1929, er Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður við samruna íhalds- flokksins og Frjálslynda flokks- ins, tók íélagið upp stuðning við Sjálfstæðisflokkinn og hefur æ síðan veitt flokknum öflugan stuðning. íhaldsflokkurinn hafði verið stofnaður 1924 og þar gengu sam an í sveit þeir, er trúðu á sjálf- stæðisstefnuna — vildu vernda frelsi og sjálfstæði einstaklings- ins og styðja með því hverskonar efnahags og menningar framfarir þjóðarinnar. Um það leyti tóku og ýmsir ófgamenn að láta mik- ið á sér bera í þjóðfélaginu. Það var því full þörf á því, að ungir menn gengju saman og stofnuðu með sér samtök til að berjast fyrir hugsjónum sínum. Hér er ekki rúm til að rekja sögu félagsins. Félagið hefur iengst af starfað með miklum blóma og þar hafa lagt hönd á plóginn fjöldi ungra manna Og kvenna. Framsýn stefna. Félagið hefur allt fná upphafi haft á stefnuskrá sinni ýmis framfaramál, sem síðar hafa orð- Þessi mynd var tekin í Valhöll s.I. þriðjudagskvöld og sýnir einn af fjölmörgum fundum, sem stjórn félagsins heldur að jafnaði með félagsmönnum. Heimdallur 35 ára Öflug og blómleg starfsemi ið að veruleika. Heimdallur tók t. d. snemma upp í stefnuskrá sína kröfu um algjöran skilnað við Dani og þóttu þær tillögur all róttækar á þeim tíma. Sú stefna félagsins birtist þeg- ar í stefnuskrá Heimdallar 1931. Af öðrum málum, sem félagið tók þá upp í stefnuskrá sína má nefna: Að ísland yrði gert að lýðveidi þegar að sambandsslitum fengn- um. Að kjördæmaskipunin verði færð í það horf, að atkvæði allra kjósenda geti orðið jafn áhrifa- rík á landsmál, hvar sem þeir búa á landirfu. Að kosningaréttur til Alþing- is verði bundinn við 21 árs lág- Frá Bridge-keppni Heimdallar, sem hófst s.l. máhudag. Allar myndir á síðunni eru teknar í þessari viku og veita innsýn í venjulega starfseimi Heimdallar. Afmælishátíð Heimdallar Heimdallur, F.U.S. efnir til veglegs afmælishófs í Sjálf- stæðishusinu í kvöld. Hefst það kl. 20.30. Þar munu flytja ávörp og ræður: Birgir ísl. Gunnnarsson, formaður Heimdallar. Birgir Kjaran, alþingismaður. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Jóhann Hafstein, bankastjóri. Þór Vilhjálmsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Skemmtiatriði verða flutt af Róbert og Rúrik og mælsku- keppni verður háð af Heimdellingum úr Menntaskólan- um og Verzlunarskólanum. Á miðnætti verður fram borinn íslenzkur matur. Að lokum verður stiginn dans fram eftir nóttu. Aðgöngumiðar að fagnaði þessum verða seldir í Sjállfstæðishúsinu í dag kl. 2—7. e.h. miarkS'aldur. Að unnið verði að auknum skilningi og samúð milli verka- mianna og atvinnurekenda og verkamenn fái hlutdeild í arði niður úr 25 árum í 21 ár. Sjálf- stæðisflokurinn varð því fyrsti stjórnmálaflokkur hérlendis til að hafa svo ungan mann í fram- boði eftir lækkun kosningaaldurs ins, enda mat æskulýður Reykja- víkur það að verðleikum og færði Leshringir hafa verið stór liður í fræðslustarfi félagsins í vetur. Hér skýrir Eyjólfur K. Jónsson undirstöðuatriði kommúnismans. þeirra fyrirtækja, sem þeir vinna við, þar seim því verðiur við kom ið. Að skipaður verði opinber áikærandi. Að ungir menn verði styrktir til náms erlendis í helztu nýj- ungum á sviði atvinnuveganna og að stofnuð verði, svo fljótt sem unnt er, deild í íslenzjkum at- vinnufræðum við Háskólann. Hér eru aðeins tekin nokkur atriði úr þessari fyrstu stefnu- skrá Heimdallar og sýna þau glögglega þá framsýni, sem ríkt 'hefur hjá félagsmönnum allt frá upphafi. Sum þessara atriða eru fyrir löngu komin í framkvæmd, en önnur fyrir tiltölulega stuttu síðan og enn önnur hafa ekki enn ‘þá náð fram að ganga, þrátt fyrir endurteknar kröfur og tillögur ungra Sjálfstæðismanna. Ungir menn til stjórnmálastarfa Þá hefur félagið löngum haft allmikil áhrif innan Sjálfstæðis- flokksins. Það var t. d. þegar í bæjarstjórnarkosningum, er fram fóru í ársbvrjun 1930, að þáver- andi formaður félagsins var val- inn sem 7. maður á lista flokks- ins. Allt frá þeim tíma hefur það verið eitt af aðaláhugamálum félagsins að koma ungum mönn- um til virkra starfa í stjórnmál- um. Það hefur og verið gæfa Sjálfstæðisflokksins, að ávallt hefur verið tekið tillit til rétt- mætra óska félagsins í þessu efni. Þess má geta, að í janúar 1930, er bæjarstjórnarkosningarnar fóru fram, hafði aldurinn til kosn íngarréttar nýlega verið færður flokknum heim glæsilegan sigur í kosningum þessum. Stjómmálaáhugi unga fólksins Heimdallur hefur ávallt litið á það sem eitt sitt stærsta hlut- verk að auka áhuga ungs fólks á stjórnmálum. í því skyni hefur félagið allt frá upphafi lagt mikla áherzlu á hverskonar fræðslustarfsemi með útgáfu íræðslurita um stjórnmál og sér- stökum námskeiðum. Þessi starf- semi hefur miðað að því, að kynna ungu fólki grundvallar stefnur í þjóðmálum, til að gera það færara en ella um að volja og hafna, er að kjörborðinu kem- ur. Með slikrj starfsemi er lýð- ræðið í landinu styrkt og Sjálf- stæðisflokkurinn telur það sínum hugsjónum tdl brautargengis, ef fólk kann skil á helztu grund- vallarstefnum þjóðmálanna. öflug starfsemi Eigi alls fyrir löngu birtist hér á síðunni yfirlit yfir starfsemi Heimdallar á árinu. Hefur starf félagsins á þessum vetri verið með miklum blóma og margskon ar starfsemi er fyrirhuguð. Hér á síðunni birtast og mynd- ir úr starfinu í vetur. Á síðustu mánuðum hafa geng- ið í Heimdall mikill fjöldi ungra manna ög kvenna úr öllum stétt- um þjóðfélagsins. Félagið og stcbia þess virðist eiga vaxandi hljómgrunn meðal unga fólksins í landinu, enda sú stefna, er fé- lagið styrkir í beztu samræmi við hugsjónir og skoðanir ungs, heil- brigðs æskufólks. Formenn Heim- dallar 1927-62 Pétur Hafstein, látinn, 1927, s.hl. árs 1929, 1930 Knútwr Arngrimsson, látinn, f.hl. árs 1928 Jóhann G. Möller, látinn, s.hl. árs 1928, 1933 Gunnar A. Pálsson, hrl., f.hl. árs 1929 Thor Thors, ambassador, 1931 Guðmundur Benediktsson, bæjargjaldkeri, 1932 Sigurður Jóhannsson, skrifst.maður, 1934 Gunnar Thoroddsen, f jármálaráðherra, 1935, 1936, 1937, 1938 Jóhann Hafstein, bankastjóri, 1939, 1940, 1941, 1942 Ludvig Hjálmtýsson, framkvæmdastjóri, 1943, 1944, 1945 Björgvin Sigurðsson, framkvæmdastjóri, 1946 Gunnar Helgason, framkvæmdastjóri, 1947, 1948, 1949 Ásgeir Pétursson, sýslumaður, 1950, 1951 Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, 1952, 1953 Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri, 1954, 1955 Pétur Sæmundsen, framkvæmdastjóri, 1956, 1957 Baldvin Tryggvason, framkvæmdastjóri, 1958, 1959 Birgir ísl. Gunnarsson, lögfræðingur, 1960, 1961, 1962.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.