Morgunblaðið - 17.02.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.02.1962, Blaðsíða 17
Laugardagur 17. febr. 1962 MORGVlVBL4r>lÐ 17 Páll Sveinsson yfir- kennari - Minningarorð <f. 9. nóv. 1901 - d. 11. febr. 1962) KveSja flutt 1 Barnaskóla Hafn arfjarðar 12. febrúar s.l., daginn eftir að yfirkennari skólans, Páll Sveinsson, andaðist. Útför Páls heitins verður gerð frá Hafnar fjarðarkirkju kl. 2 e.h. i dag. 1 Góðir nemendur, samkennarar og samstarfsfólk. Páll Sveinsson yfirkennari er látinn. Hann varð bráðkvaddur að heimiili sínu, Sunnuvegi 7, árla morguns í gær, þ. 11. febr. s.l. Svo skammt er bilið milli blíðu og éls — svo örstutt er stund millum líís og dauða. — Ökkur setur hljóð við þessa hel fregn, sem svo óvænt og fyrir- varalaust kveður sér dyra á þess ari stöfnun og gefur tíl kýnna, að góður drengur og mikilhæfur Æorystumaður úr okkar hópi sé genginn, horfinn af vettvangi þessa lifs, mitt í önn da-gsins. Hér verður ævi Páls heitins Sveinssonar ekki rakin, en að- eins stiklað á nokkrum stak- Steinum í lífssögu hans. — Páll heitinn var fæddur 9. nóv. 1901 á Kirkjubóli í Korpudal í Önund arfirði. Nokkur bernsku- og æskuár sín átti hann heima á ísafirði og naut hinnar lögboðnu barnafræðslu þar. Var sú mennt un, svo naumt sem hún var Samkomur K. F. U. M. Á morgun: Kl. 10.30 f. h. Sunnudagaskólinn. Kl. 1.30 e. h. Drengjadeildir — Amtmannsstíg og Langagerði. ■' Barnasamkoma í Kársnesskóla.' Kl. 8.30 e. h. ' Æskulýðsvikan hefst. Ræðumenn: Ástráður Sigursteindórsson, skólastjóri og Hilmar E. Guðjónsson. Kvennakór syngur, söngur og hl j óðf ærasláttur. Kristniboðshúsið Betanía, Laufásvegi 13. Á morgun: Sunnudagaskólinn kl. 2 e. h. — Ö1.1 börn velkomin. Hjálpræðisherinn 1 Laugardag kl. 8.30: Vakningar- samkoma. Færeyski sjómanna- itrúboðinn Jóhann Olsen talar. Sunnud. kl. 11 f. h.: Helgunar- samkoma. Kl. 8.30: Hjálpræðissamkoma. ■f Sunnudagaskóli kl 2. Samkomuhúsið Zion, Óðinsg. 6A Á morgun kl. 20.30 hefst vakn- ingavika, verður samkoma hvert kvöld vikunnar. Flutt verður fagnaðarerindið og vitnað um náð Guðs í Jesú Kristi. — ALlir hjartaniega velkomnir. Heimatrúboð Leikmanna. Kristilegar samkomur sunnudag kl. 5 í Betaníu, Lauf- ásvegi 13, þriðjudag kl. 8.30 í Bkólanum, Vogunum. Komið! — Verið velkomin! Helmut L. og Rasmus Biering P. ílytja „hinn gamla boðskap“.___________ I. O. G. T. Barnastúkan Díana Fundur á morgun. Kvik- myndasýning.G, M. skorin, hin eina, sern hanu naut í uppvextinum. Hugur Páls heit ins stóð þó opinn fyrir öllum fróðleik og hann hafði snemma yndi af bókum. í brjósti sér ól hann ríka þrá til að afia sér meiri menntunar, en barnafræðsl an ein gat veitt. En sökum efna- skorts virtust honum aliar bjarg ir bannaðar í þá átt, þar tii að þvi rak, að nokkrir vinir hans og velunnarar greiddu götu hans og gerðu honum það kleift að setjast í Kennaraskóla ísiands. Þaðan lauk hann kennaraprófi 1929. Sama árið varð hann fast ur kennari við Barnaskóla Hafn arfjarðar og starfaði hér óslitið æ síðan, allt til sinnar hinztu stundar. Síðustu árin, eða frá því um haustið 1955, gengdi hann starfi yfirkennara hér. Snemma á kennaraferli Páis heitins bar á því, að hann var laginn, dugmikill og hugmynda- rlkur fræðari, sem ekki mátti vamm sitt vta í neinu, er að kennslustarfinu laut. Á starfs- ævinni dofnuðu þessir eiginleik ar hans aldrei, en skýrðust æ því meir sem lengra á leið. Hann bar hag nemenda sinna ætíð mjög fyrir brjósti og sýndi það oft í verki síðar, er þeir nutu ekki handleiðslu hans lengur við sem kennara, að þer áttu hauk í horni, þar sem hann var. Vinnugleði Páls heitins og starfslöngun var með afbrigðum mikil alla tíð. Þó átti hann við mikla líkamlega örðugleika að stríða, sem háðu honum mjög og hindruðu hann í því að njóta sín til fulls — og sjaldan gekk hann heill til skógar hin síðari ár. — Sjálfur vissi hann hverju að aró fyrir sakir heilsunnar, en gekk þó æðrulaus til verks og sinnti skyldustörfum af stakri sam- vizkusemi í hvívetna þar til yfir lauk. Og nú er Páll Sveinssón allur. Sæti hans er autt og óskipað og mun verða svo um nokkurt sinn. Hér er því skarð fyrir skildi og margir munu sakna vinar í stað. En roálefnið lifir þótt maðurinn falli og merkið mun hafið upp af nýjum höndum. Og æskan l;f ir og er eilíf og lífið er eiLíft og lýkur ekki göngu sinni. í hljóðri þökik blessum við Iðnó ÁRSHÁTÍÐ GÖMLUDANSAKLÚBBSINS hefst meö borðhaldi kl. 7,30. Tvö skemmtiatriði. Hljómsveit Guðjóns Matthíassonar Dansstjóri Sigurður Runólfsson. Aðgöngumiðar afhentir frá kl. 5. Sími 13191 minningu Páls Sveinssonar. Við þökkum honum allt, sem hanh vann þessari stofnun. Látnum færum við honum virðingu okk ar og þakkir og kveðjum hann hinzta sinni með þessum orðum Sólarljóða: „Hinn mátkvi faðir! Hinn mæzti sonur! Heilagur andí himins! Þig. bið ég skilja, eem skapað hefur, oss alla eymdum frá. Hér við skiljum og hittast munum á feginsdegi fira; drottinn minn, gefi dauðum ró, en hinum líkn, sem lifa“. Þorgeir Ibsen. Helztu æviatriði Páls heitins Sveinssonar yfirkennara í Hatfn arfirði svo sem þau birtast í Kennaratalinu (1958): Páll Theodór Sveinsson, f. 9. nóv. 1901 á Kirkjubóli 1 Korpu dal í önundarfirði. For.: S. Jón b. þar, síðar sjómaður á ísafirði (f. 25. sept. 1870, d. 27. sept 1945) Sigurðsson, b. \ Neðrihúsum í Önundarfirði; og k. h. Kristín Björg (f. 11. okt. 1872, d. 25. janúar 1925) Guðmundsd. b. á Hóli í önundarfirði, Ólafssonar. — Kennarask. 1921—23 og 1924 —25, kennarapróf 1929. Námsför til Norðurlanda 1947 og 1957. Smábarnakennsla í Hafnarfirði Þorsfeinn Húsafelli LÁT VINAR míns Þorsteins bónda frá Húsafelli kom mér ekki á óvart, og varð mér sú anid látsfregn frekar hugarléttir en sorgarfrétt. Þegar líður að leið arlokum, að afloknu löngu og gæfuríku æfistarfi, og enga mann lega hjálp hægt að veita sjúk um manni, verður hinzta stund- in kærkomin. Andaðist Þorsteinn 3. febrúar 72 ára að aldri, og verður jarðsettur í dag í gamila kirkj ugarðium á Húsafelli, þar sem margt ættfólk hans hvílir. Mér er ætíð minnisstætt er ég kom að Húsfelli í fyrsta sinn, en síðan eru liðin um 40 ár. Eg man hið þétta og hlýja handtak hús- bóndans og húsfreyjunnar, Ingi bjargar, er þau buðu mig vel- komna í hlaðvarpanum á Húsa- felli. Frá þeirri stundu voru tengd vinarbönd mdlli heimilis míns og Húsafellsheimilisins, og hefur það ætíð síðan stað- ið mér og mínum opið, hvenær sem ég vildi þangað korna, og Húsfellingar átt húsaskjól á heimili mínu, þegar þeir gistu Reykjavik. Mikils virði er það Reykjavíkurbarni að eiga gott heimili að í sveit, sem tekur þvi með opnum örrnum að afloknum löngum vetri og setu á skóla- bekkjum, en á Húsafelli var yngri sonum minn 8 sumur, og fæ ég aldrei fullþakkað það góða fóstur, sem honum var þar veitt af Þorsteini og fjölskyldu hans. Þorsteinn bóndi var af miklu kjarnafólki kominn, af hinni svo kölluðu Húsafellsætt. Þorsteinn var greindur maður og grandvar, og varð hann hvers mann hug ljúfi sem honum kynntist. Hann var góðvi-ljaður maður, hrekk- laus og hjartahlýr, og vildi hvers manns vanda leysa. Þorsteinn hafði margskonar trúnaðar að gæta fyrir sveit sína, og var m.a. lengi hreppstjóri. Þorsteinn var fríður maður, bjartur yfirlitum og höfðingleg ur. Framkoma hans var fáguð, hógvær og hávaðalaus. Hélt hann bó faist á sínu ef deilt var, og 1926—1929. Kennari við Barnask. Hafnarfj. 1929, yfirkennari frá 1955. Gjaldkeri Byggingarfél. al þýðu, Hafnarf., frá stofnun 1934. Heilbrigðisfulltr. 1942—55. í stjórn Sjúkrasamlags Hafnarfj. frá 1946. Ýmis fleiri félagsstörf. Rit: Barnasögur undir nafninu Dóri Jónsson: Vaskir drengir, 1950, Áslákur í álögum, 1952, Haf ið hugann dregur, 1954, Kátir voru krakkar, 1956. Greinar og sögur í blöðum. Þýddar barna- sögur: Pési og Maja (Barbara Ring), 1944, Óli sjómaður (Olof Linek), 1948. K. 31. des. Þórunn (f. 17. sept 1903) Helgad. sjóm. í Melshúsum í Hafnarfirði, Guðmundssonar, og k. h. Guðrúnar Þórarinsd. frá Fornaseli á Mýrum. Barn: Guð- rún, f. 21. ág. 1930, hfr. í Hafn- arf. Stjúpsonur: Guðmundur Benediktsson, f. 11. des. 1924, læknir. ttt KVEÐJA Það varð brátt um Pál kenn- ara Sveinsson og margt, sem kom upp í hugann við andlátsfregn hans. Þar fór mætur og gegn maður, sem hafði góð og göfg- andi áhrif á ungmennin á rúm um þrjátíu ára starfsferli við Barnaskóla Hafnarfj arðar. Eril- samt var starfið og mörg Orðin töluð við hið unga fólk, sem hann leiddi af mikilli alúð fystu sporin á lífsleiðinni. Og hionum brást ekki bogalistin. Þeir, seon kynntust Páli, fundu að hann vildi hinum ungu vinum sínum allt hið bezta. Undir sló göfugt og viðkvæmt hjarta. Starfið var otft og tíðum erfitt fyrir hann bæklaðan, en unnið var af elju og einstaglðum áhuga, allt til hinztu stundar. — Páll var hinn viðmótþýðasti, létt yifir honum, og gott við hann að ræða. Hann var víðlesinn og skrifaði meðal annars nokkrar barna- og ungl- ingabækur. Ungir og gamlir nemendur hugsa í dag til Páls kennara og þakka honum góða viðkynningu. — Eg sakna hans úr hópi frétta- ritara, en í Hafnarfirði starfaði hann, sem slíkur fyrir Ríkisút- varpið. f viðtölum var hann hinn góði félagi, er gaman og gagn- legt var við að ræða. — Blessuð se minning hans. — G. E. ■*— Bókmennfir Framh. af bls. í6. ógæfan Leggi hana í einelti, en hún lætur aldrei hugfallast, og æðrast kann hún bersýnilega ekki. Lesandinn fær samúð með þessari hugrökku og dug- legu stúlku frá fyrstu kynnum, skilur skapbresti hennar og Les ýmislegt bak við línurnar, sem spillir hreint ekki bókinni. Lífs- saga hennar er eins og spenn- andi skáldsaga, ástaraunir og erfiðleikar í starfinu, áföll og sorgir, en einnig bjartar stund- ir, blíðviðri á köflum og stuðn- ingur góðra manna. En storma- söm mun ævin hafa verið allt fram á elliár, lognmolla og Leið- indi fyrirfinnast ekki í þessari bók. Ýmsir merkir samferða- menn koma við sögu, og stund- um rifjast upp fyrir lesandan- um þættir úr sögu Reykjavík- ur, sem hann var búinn að gleyma, e» þykja kannski minn isverðir, þegar öllu er á botn- inn hvolft. Bókin er laglega gerð og hress blær yfir henni allri. Frágangur forlagsins er mjög snotur. Þorsfeinsson bóndi - Minning var þá þéttur fyrir þótt hann færi sér hægt, og notaði hvorki roörg orð né stór. Húsafellsheimilið var orðlagt fyrir gestrisni, og heimilisbragur inn var þár að mörgu leyti ó- venjulegur. Ríkti þar heilbrigð glaðværð og frjálsræði, enginn fór sér óðslega, en allt vannst þó vel. Hin töfrandi náttúrufegurð sem umlykur Húsafell, og er ein hiii sérstæðasta og stórbrotnasta á fsLandi, heiliaði marga sem þangað komu, og urðu sumir af þeim farfuglum fastir gestir heim ilisins á sumrin, og bundust tryggðarböndum við fóikið og náttúruna, ekki sízt máiararnir og skáldin, þangað iögðu leið sína m.a. Ásgrímur, — en Húsa- feli varð hans annað heimili —, Jón Stefánson, Jón Þorieifs- son, Jón EngLÍberts, Júliana Sveinsdóttir, Muggur og Þor- valdur Skúlason. Einnig sum af okkar þekktustu skáldum. Settu listamennimir sitt svip- mót á heimilið. Oft var glatt á hjalia í stóra eldhúsinu í kjall aranum, þegar gestir og heima fólk hittist þar að afloknu dags- verki og spjaliað var um „riag inn og veginn“ yfir kaffibolla. En nú er Þorsteinn aljikör. ®(f senn er lokið hlutve»*ti gamla bæjarins, sem var heimili Þor steins bónda um áratugi, en á Húsafelli var hann fæddur Og átti þar heima alla æfi. f þessu húsi, sem var eitt hið virðuleg asta í Borgarfirðinum, þegar það var reist um aldamótin síðustu, hafa margir átt ljúfar og glaðar stundir, sem gleymast seint. S.l. sumar er ég gekk um gamla Húsa fellsbæinn greip mig undarleg til finning. Þar sem áður var fólk á ferli og iðandi líf, heyrðist ekki mannsins mál. Þar ríkti þögnin ein og tómleikinn. Fann ég þá, að komið var að leiðar- lokium þess sem var — hins gamla húss, sem verið hafði sér kennilegt heimili að rausn og hlýleika, og veitt gestum og gang andi athvarf í meir en hálfa öld. Nú hefir nýi tíminn numið land a Húsafelli. Hafa risið þar upp tvö nýtízkuleg hús með ýmsura nútímaþægindum, er eiga eftir að skapa sína sögu, — á gömluira grunni, og ber að fagna því. Þorsteinn kvæntist frændkonu sinni, Ingibjörgu Kristleifsdótt ur, Þorsteinssonar fræðaþular á Kroppi í Borgarfirði. Þessa hjartahlýju og og góðu konu sína missti Þorsteinn eftir nokk urra ára ástrika sambúð. Varð þeim fjögurra barna auðið. Þau eru Ástríður, gift Guðmundi Páls syni frá Hjálmsstöðum, Kristleif ur, kvæntur Sigrúnu Bergþórs- dóttur frá Fljótstungu, Magnús, ókvæntur, og búa þau öll á Húsa felli, Þorsteinn kennari á Hvann eyri, kvæntur Eddu Emilsdóttur. Eftir lát Ingibjargar réði Þor- steinn til sín ráðskonu .Sú sean dvaldi lengst á Húsafellsheimii inu var Herdís Jónasdóttir, en hún var þar ráðskona 20—30 ár. Munu áreiðanlega margir vinir hins gamla Húsafellsheimilis Þorsteins bónda minnast Herdís ar með þakklæti og hlýjum hug. Og nú er ég kveð Þorstein, vil ég af hjarta þakka honum og aðstandendum hans fyrir trygg lyndi og vinarþel öll þessi ár. Bjarnveig Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.