Morgunblaðið - 17.02.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.02.1962, Blaðsíða 22
22 MOítarNfíLAÐlÐ L'augardagur 17. febr. 1962 kulda og snjd þeir sumarið mjög tvísýn. Úrslit firmakepjf'iinnar fara fram í húsi Vals n.k. laugar- dag, þann 17. þ.m. Keppa þá til úrslita þau 16 fyrirtæki, sem þá verða enn ósigruð. Keppt er um fagran silfurbik ar sem Leðurverzlun Magnúsar Víglundssnnar gaf, og er það farandgripur. En auk hans, hlýtur sú stofnun sem sigrar í mótinu, áletraðan silfurbikar til eignar, og einnig hlýtur það fyrirtsekið, sem verður í 2. sæti, eignarbikar. Keppt er eingöngu í tvíliðaleik og má búast við mjög harðri keppni og jöfnum leikjum í úr- slitunum n.k. laugardag. Svíar unnu í Bangkok SÆNSKA knattspyrnuliðið Örg ryte sem er á ferð um Austur lönd vann í gær bezta lið Ban- kok með 2:1. 40 taka þátt í af mæiis- móti ÍSÍ á skíðum SKÍÐAMÓT verður haldið í til- efni af fimmtíu ara afmæli íþróttasambands íslands sunnu- daginn 18. febr. 1962, við skíða- skálann í Hveradölum. Mótið verður sett kl. 2 e. h. af form. S. K. í., Einari B. Páls- syni, sem flytur ræðu við þetta tækifæri. Síðan hefst keppni og skráðir eru mn 40 þátttak- endur á mótið. Keppendur eru frá Akureyri, ísafirði, Ólafsfirði, Siglufirði, svo og Reykjavíkurfélögunum fjórum, Ármanni, iR, KR og Víking. Keppt verður í svigi, um silf- urbikar, sem gefinn er í tilefni dagsins. Bikar þessi er eignar- bikar. Margir beztu skíðamenn landsins keppa á móti þessu og verður tvímælalaust mjög hörð keppni. . Mótstjóri er Stefán G. Bjöms- son, form. Skíðafél. Rvíkur og með honum í mótstjórn eru: Guðjón Valgeirsson, Þórir Jóns- son, Sigurjón Þórðarson, Guð- mundur Magnússon og Ellen Sighvatsson. Á meðan á mótinu stendur, hefur mótstjómin skrifstofu í herbergi nr. 6 í Skíðaskálanum. Það eru eindregin tilmæli mót- stjórnar að keppendur og starfs- menn mótsins mæti fyrir kl. 11 f. h., Vonir standa til að eldri skíða menn verði viðstaddir mót þetta, Eftir keppni verður sameigin- leg kaffidrykkja í skíðaskálan- um í boði Skíðaráðs Reykjavík- ur og gestgjafa skíðaskálans, Óla J. Ólasonar, þar mun einn- ig forseti ÍSÍ, Benedikt G, Waage, afhenda verðlaun. ÞÓ AÐ við öslum snjóinn og hugsum helzt um það, hvern ig þreyja megi Þorrann og Góu, þá eru ýmsir aðrir sem þegar hafa sumarið í huga og búa sig á ýmsan hátt undir það. Meðal þeirra eru frjálsíþróttamenn og nokkra þeirra hitti Sveinn Þormóðs- son á æfingu nú fyrir skemmstu. Það hefur alltaf verið drjúgur hópur frjáslíþrótta- manna, sem búa sig vel undir sumarið. En til þess að svo megi verða, verður að æfa af elju og dugnaði kalda vertrardaga. Það þýðir ekki að bíða vors og sumars með hendur í vösum. Þegar sum arið kemur yfir sæinn þá verður öllum tímafrekari udirbúningi við þol- og lík amsþjálfun að vera lokið og séræfingar hvers og eins við áhöld og hlaup að geta haf- izt I frosti, undirbúa um mun reynast það erfið % þraut án þjálfunar. Og til að fullkomna kennslu sína kallaði Benedikt á gaml an garp Gunnar Huseby. — Hann er sippumeistari mikill og sýndi hinum yngri hvern ig bera sig á við það. Og þó Gunnar sé af léttasta skeiði var sippuhæfni hans enn í miklum blóma að sögn Sveins og allir gátu af honum lært. Aðrar æfingar fylgdu á eft ir. Ýmsar sippuæfingar svo og allskyns þrekæfingar á gólfi eins og Þórhallur Sig- tryggsson sést taka á litlu myndinni. Og svo urðu þeir á vegi Sveins einn daginn, hlaupar arnir sem ætla að gera garð inn frægann í sumar, með Kristleif í fararbroddi. Þeir klufu myrkur og storm vel gallaðir. En fullvissir um að aðeins æfing skapar meistar ann. Við munum þá ekki á- vallt þegar við sjáum íþrótta mennina að keppni, að á bak við afrekin liggja ótaldar stundir æfinga og strits — stundir, sem aðrir nota til skemmtunar og velliðunar í sófa eða á öðrum góðum stöðum. En íþróttamaðurinn finnur ærin laun fyrir erfiði sitt í árangri sem í kjölfarið fyigir. Frjálsíþróttamennirnir hafa nú undanfarnar vikur iðkað þol- og líkamsæfingar. — Sveinn Ijósmyndari brá sér á æfingu hjá KR og tók þessair myndir. Þjálfarinn Benedikt Jakobsson var að láta piltana sippa. Að sippa er æfing góð og stælir marga vöðva og eykur þolið - ótrú lega. Sumum kann að virð ast auðsvelt að sippa og lít- il þjálfun í því fyrir íþrótta menn. En þeir sömu ættu að reyna hvort þeir geta sippað 2—3 mínútur. Flest- Firmakeppni TBR í badminton hafin FIRMAKEPPNI í badminton stendur nú yfir og taka um 90 fyrirtæki þátt í henni. Eins og áður er keppnin útsláttarkeppni og falla því úr þau firmu, sem leik tapa. En jafnframt er keppn in með forgjafarsniði, svo að úrslit leikjanna eru yfirleitt Enska knattspyrnan 5 umferð ensku bikarkeppninnar fer fram á morgun (laugardag) og fara þá þessir leikir fram: ASTON VILLA — CHARLTON BLACKBURN — MIDDLESBROUGH BURNLEY — EVERTON FULHAM — PORT VALE UVERPOOL — PRESTON MANCHESTER U. — SHEFFIELD W. SHEFFIELD U. — NORWICH. W.B.A. — TOTTENHAM. Auk þeas fara eftirtaldir leikir fram f I. og II. deild. 1. deild. BOLTON — BIRMINGHAM LEICESTER — WEST HAM N. FOREST — CARDIFF 2. deild. HUDDERSFIELD — DERBY LUTON NEWCASTLE PLYMOUTH — L. ORIENT ROTHERHAM — BURY STOKE — SCUNTHORPE SUNDERLAND — BRIGHTON SWANSEA — WALSALL Au>k þess munu fara fram ýmsir aukaleikir m.a. þessir: ARSENAL — DUNDEE BRISTOL ROVERS — COVENTRY DUNDEE U. — MANCHESTER CITY IPSWICH — AACHEN MORTON — HIBERNIAN í Skotlandi fer fram 3. umferð bik- arkeppninnar og verða þá leiknir eftirtaldir leikir: ABERDEEN — RANGERS DUNFERMLINE — STENHOUSE MUIR HEARTS — CELTIC KILMARNOCK — ROSS COUNTY RAITH ROVERS — ST MIRREN STIRLING — EAST FIFE STRANRAER — MOTHERWELL THIRD LANARK — INVERNESS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.