Morgunblaðið - 06.03.1962, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 6. marz 1962
Lán húsnæðismálastjorn-
ar hækkar um 80 þús. kr,
Á FUNDI neðri deildar á föstu
dag var fram haldið umræðum
um frumvarp um húsnæðismála-
stofnun, sem nokkrir þingmenn
Alþýðubandalagsins eru flutn-
ingsmenn að. Ekki tókst að ijúka
umræðunni, en henni hafði verið
frestað tvívegis áður.
Notadrýgsta launahækkunin.
Einar Olgeirsson (K) mótrmælti
þeim ummælum Gísla Jónsson-
ar, að ekki mætti læklka vexti á
seldum skuldabrófum vegna í-
búðarhúsa, nema ríkið borgaði
mismuninn. Unnt væri að hækka
vexti á skuldabréfum, án þess
að ríkið borgaði mismuninn fyr
ir lántaka; á sama hátt sé hægt
að lækka vexti, án þess að ríkið
borgi mismuninn. Vextirnir eru
ekki lögverndaðir í stjómar-
skránni. Þess vegna hafur Al-
þingi fulla heimild til að lækka
þá. Ef hér væru einhverjir k-risti
legir menn inn, sem ég veit að er
ekki, sagði þingmaðurinn, mu-ndu
þeir segja að það væri á móti
kristindómnum að hafa vexti.
Þá kvað hann notadrýgstu
launhækk-unina, ef unnt yrði að
lækka húsaleig-
una. Nú sé hún
95—50% af tekj
um eins manns.
Séu atvi-nnurek-
endur skynsam-
i-r ættu þeir að
krefjast þess af
ríkisvaldinu og
bönkunum að
hún yrði 10%;
þolanlegt yrði, að húsaleigan
yrði sjötti hluti launa.
Rikið borgi vaxtahækkunina.
Jón Skaftason (F) kvað það
aðalatriði þessa frumvarps, að
vextir byggingarlána lækfcuðu og
lánstíminn yrði lengdur, og því
sagðist hann sammála. Ekki taldi
hann óeðlilegt, að komið yrði á
móts við fólk vegna efnahags-
ráðstafanna og beinlínis tekið inn
á fjárlög ákvðin upphæð til að
greiða niður hina háu vexti á lán
um. Þá kvað hann það ákvæð-i
frumvarpsins erfitt í fram-
kvæmd og hætt við, að það
leiddi til misræmis, að endur-
greiða hluta byggingarkostnaðar
HJÓNA
simf
_3V333
/\VALLT TIL LEI&U:
Vdslcóflur
Xvanabí lar
Dvattavbílar
Vlutnirvgadagnav
þuN6flVINNUl/á4R7r
sívní 54353
frá 1960. Eðlilegra vœri að veita
hærri lán. Einnig kvað hann það
ákvæði vafasamt, að vaxtalækk
unin nái langt aftur í tímann eða
til þess tíma, er veðdeildarlánin
voru fyrst afgreidid.
Þá k-vaðst hann
sammála því, að
lækka þurfi
byggingahkosbn-
aðinn. Kvað
hann frumvarp
ríkisstj órnarinn-
ar í efri deild
um að hækka
húsnæðisimála-
stjórnarlánin
um 50 þús. kr. ágætt, svo langt
sem það næði en, það næði þó
ekki nógu langt, þar sem hækk
unin nægði efcki einu sinni til að
standa undir hækkaðri skatt-
lagningu ríkisstjómarinnar. Þá
kvað hann þróunina í byggingar
kostnaði hafa Orðið þá, að í sept.
1959 hefði 360 rúmmetra íbúð
kostað 350 þús. kr., í sept 1961
466 þús. kr. Hækkunin næmi bví
116 þús. kr. eða 33,2%.
Eykur erfiðleikana.
Gísli Jónsson (S) kvað mjög
aðkallandi að bæta úr húsbygg-
ingarmálunum, en það yrði ekki
gert með ráðstöfunum, sem sköp
uðu enn meiri vandræði, eins
Og frumvarp það, er til umræðu
væri. Þá kvað hann Jón Skafta-
son alveg eins hafa getað skrifað
meo fyrirvara undir nefndaráiit
meirihlutans sem minnihlutans,
þar sem hann væri andvígur því,
að tollarnir verði endurgreiddir
og vaxtalæfckunin aftur í tím-
ann, en það séu aðalatriði frum
varpsins. End-a lægi ljóst fy-rir,
að ekki er unnt að lækka vexti
á seldum skuldabréfum almenn-
ingi, nema einhver- taki á sig
vaxtatapið. Öðru máli gegnir hins
vegar um þau bréf, sem ríkis
bankarni-r hafa keypt. Um þau
er aðeins við ríkið að selja, en
þó hygg ég, að forráðamenn
bankanna verði tregir til. Þá
kvað þingmaðurinn öðru gilda
um þau bréf, sem óseld væru.
Þó teldi hann litl-a hjálp að því
að gefa út verðbréf með 4% vöxt
um, þar sem þau yrði trauðla
unnt að selja nema með miklum
afföllum. Sama hátt yrði einnig
að hafa á þeim bréfum, sem seld
hafa verið, kalla þau inn og
borga við nafnverði og gefa þau
svo út á ný með hinum lækkuðu
vöxtum.
Einar Olgelrsson (K) taldi, að
þar sem með lögum hefði það
ákvæði verið afnumið úr samn-
ingum atvinnurekenda og laun-
þega, að vísitöluuppbót skyldi
verða á kaup, sé alveg eins hægt
að breyta vöxtum á útgefnum
skuldabréfuro. með lagabreyt-
ingu. Hverfandi lítill „prívat-
markaður" sé á skuldabréfum og
eina vitið að skylda bankana til
að kaupa þau.
Hækkunin meiri í tíð
vinstri stjórnarinnar
Emil Jónsson félagsmálaráð-
herra taldi, að með samþykki
írumvarpsins yrði ekki ráðin
mikil bót á vandkvæðum hús-
byggjenda, nema með fylgi mikil
frmlög úr ríkissjóði. Jón Skafta-
son hefði sagt, að byggingarkostn
aður hefði hækkað um 33,2%
Og kynni að vera, að fá mætti
þá tölu út, sé tekið ákveðið tima
bil. En sé miðað við október 1958,
sem er síðasta talan í tíð vinstri
stjórnarinnar, og október 1961 þá
Framh. á bls. 10.
ektarákvæði tíföidu
Á FUNDI efri deildar í gær voru
samþykkt við aðra um-
ræðu frumvörp ríkisstjórnarinn
ar um aðstoð við vangefið fólk
og framsal sakamanna .
I neðri deild var frumvarp um
eyðingu svartsbaks samþykkt
við 2. umræðu.
Efri deild.
Auður Auðuns (S) skýrði frá
því, að heiibrigðis- og félags-
málanefnd hefðu borizt mót-
mæli frá sælgætisframleiðendum
og Félagi ísl. iðnrekenda vegna
tappa-gjal-disins til sty-rktar fötl-
uðum. Það yirði að viðurkennaet,
að mótmæli-n séu á marga-n hátt
réttmæt, en þar sem ekkert ligg
ur fyrir um, að ráðstafanir hafi
verið gerðar til að afla fjá-r með
öðru móti, leggi nefndin einróma
ti lað frumvarpið verði sam-
þykkt.
Friðjón Skarphéðinsson (A)
skýrði frá því, að allsherjarnefnd
hefði orðið ásátt um að mælí
m-eð samþykki frumvarps um
framsal sakamanna, sem fjaliar
um skilyrði þess, að slífct fram-
sal eigi sér stað milli Norður-
landanna. Er hér um heimilda-
löggjöf að ræða, sem margvísleg
ar takmarkanir eru á.
Neðri deild.
Gunnar Gíslason (S) skýrði
frá því, að landibúnaðarnefnd
legði til, að frumva-rp um eyð-
i-ngu svartbaks verði samþykkt,
en í því er gert ráð fyrir, að skot
mannslaun verði stórhækkuð og
sektarákvæði tíföldiuð. Kvaðst
hann vona, að samþykki frum-
va-rpsins muni stuðla að eflingu
æðarvarps, en var þó ekki veru
lega trúaður á, að það hefði mik
ið að segja. Varnaði hann fram
þeirri spurningu, hvort ekki
mætti læra af öðrum þjóðum aðr
ar og áhrifaríkari aðferðir til út
rýmingar svartbaks.
ndurskoöa
um erfðafjarskatt
Á FUNDI neðri deildar í gær
urðu nokkrar umræður um
frumvarp ríkisstjórnarinnar um
erfðalög, en það var þó samþykkt
óbreytt til 3. umræðu.
Samþykkt óbreytt
Einar Ingimundarson (S)
skýrði frá því, að allsherjarnefnd
legði til, að frumvarpið yrði sam-
þykkt óbreytt. Dr. Þórði Eyjólfs
syni hæstaréttardómara og Ár-
manni Snævarr háskólarektor
hefði verið falið að segja álit
sitt á erindi Kvenréttindafélags
íslands, sem nefndinni hefði bor-
izt, og eins á breytingartillögum
frá Gísla Jónssyni. Að fenginni
umsögn sérfræðinganna og ásamt
framhaldsáliti sæi nefndin ekki
ástæðu til að breyta frumvarp-
inu.
Flutt sé á milli erfðaflokka
Gísli Jónsson (S) kvað hér um
mjög viðkvæmt.og stórt mál að
ræða. Megínástæðuna fyrir því,
að nefndm lagði á móti tillögum
sínum taldi hann vera, að með
-þeim væri verið að raska því sam
komulagi, sem gert hefði verið í
erfðalaganefndinni á Norður-
löndum. Nú viðurkennist. að fullt
samkomulag ber að hafa um
heildarlöggjöf við aðrar Norður-
landaþjóðir, en hins vegar má
það starf ekki ganga svo langt,
að það stríði ,á móti þeim hugs-
unarhætti, sem rótfastur er orð-
inn í íslenzku þjóðlífi. En því
beri ekki að neita, að þetta erfða
lagafrumvarp miðar töluvert
Ný löggjöi um óðul
og erfðalöggjöf
Á FUNDI efri deildar s.l. föstu
dag gerði Bjartmar Guðmunds-
son (S) grein fyrir frumvarpi
landbúnaðarnefndar um ættar-
óðal og erfðaábúð.
Frumvarp þetta er flutt í sam
ráði við landbúnaðarráðherra.
Það er samið af mill-iþinganefnd
1960, sömu nefnd og samdi ?á
frumvarp um breytingu á ábúð
arlögum, sem náðu samþyfcki A1
þingis. Af þeim breytingum leið
ir m.a., að þörf er á að gera einn
ig breytingar á þessum lögum til
samræmis.
Kirkjugarðar.
Þá gerði Auður Auðuns (S)
grein fyrir frumvarpi um breyf
ingar á lögum til kirkjugarða,
sem m-enntamálanefnd flyfur, að
beiðni kirkjumála'ráðherra. —
Breytingar þær, sem lagðar eru
til, miða einkum að því að kirkju
görðum landsins verði meiri
sómi sýndur en hingað til og
skipulagj þeirra og hirðingu ko-m
ið í betra horf.
Loks gerði Gylfi Þ. Gíslason
menntamálaráðherra grein fyrír
frumvarpi ríkisstjórnarinnar um
Heyrnleysingjaskóla, en það
hafði verið samþykkt í neðri
deild.
aftur á bak við
þau ákvæði, sem
gildandi erfða
lögum eru. Vitn
aði hann í þessu
sambandi til
röikstuddrar
dagskrár, sem
afgreidd var á
Alþingi s.l. ár,
um, að rýrður
verði verulega erfðaréttur fjar-
skyldra erfingja og jafnframt
gerðar tillögur um breytingar á
lögum til erfðafjárskatts, enda
séu erfðafjársjóði tryggðar veru-
lega auknar tekjur.
Höfuðbreytingar þær, sem al-
þingismaðurinn kvaðst leggja til,
eru þær, að flutt sé til á milli
erfðaflokka, bæði frá því, sem
nú er í lögum, og einnig frá því,
m í frumvarpinu er gert ráð
fyrir. Gert sé ráð fyrir, að fluttir
séu í fyrstu erfð foreldrar og afi
og amma. Ekki kvaðst hann held
ur sjá ástæðu til, að búi væri
Skipt í marga staði, sem til lítils
gagns væri fyrir viðkomandi.
Þá gat hann þess, að Kvenrétt-
indafélag íslands hefði sent ítar-
legt erindi til nefndarinnar og
sérstaklega varðandi það, hvaða
reglur skuli gilda, þegar maki sit-
ur í óskiptu búi. Nefndin hefði
talið, að þessi ákvæði ættu helzt
ekki heima í þessum lögum, en ef
svo væri, kvaðst alþingismaður-
inn ekki sjá, hversvegna 2. kafli
erfðalaganna, sem fjallaði um
óskipt bú; ætti fremur heima í
þessum lögum.
Endalaust dulnefni
Bjarni Benediktsson dómsmála
ráðherra vakti abhygli á, að í 2.
kafla erfðalaganna væri fyrst og
fremst fjallað um, hvenær réttur
væri til að sitja óskiptu búi og
hvaða réttarstaða skapaðist við
það; í skiptalögunum er hins
vegar fjallað um, hvernig skipta
skuli, þegar skipt er. Lögin um
skiptalögin hefðu verið sett 1874,
þess vegna væri trúlegt, að tími
sé kominn til að endurskoða þau
Og kvaðst hann sammála þings-
ályktunartillögu, sem komið
hefði fram þess efnis.
Varðandi breytingartillögur
Gísla Jónssonar kvað ráðherrann
áhuga hans beinast nokkuð að
öðrum þætti, þ. e. reglum um
erfðafjárskatt. En forsenda þess,
að þeim skatti sé breytt, er, að
áður hafi verið ákveðið, hvaða
reglur skuli gilda um sjálfar
erfðirnar. Þess vegna sé skyn-
samlegast, að Alþingi taki fyrst
afstöðu til þess, hvort setja skuli
ný erfðalög, og síðan hvort
ástæða sé til nýrra ákvæða í
erfðafjárskattslögunum.
Þá kvað ráðherrann það enda-
laust deiluefni, hve langt erfðirn
ar skuli ganga. Á sínum tíma hafi
mátt segja, að hann. hafi borið
ábyrgð á erfðalögunum 1949, þar
sem þau voru samin að hans til-
hlutan, en eftir á kvaðst ráð-
herrann þó ekki efast um, að í
þeim hafi verið gengið of langt
í breytingunum. Það sé að vísu
rétt hjá GJ, að þótt eðlilegt sé
oft að hafa sem mest samstarf
við hinar Norðurlandaþjóðirnar,
þá megi það samstarf ekki brjóta
á móti viðurkenndum réttarhug-
myndum. Minnti hann á, í því
sambandi, að núgildandi erfða-
reglur eru frá 1949 og var þá um
róttæka breytingu að ræða, frá
því sem áður var. Kvað hann
breytingarnar á frumvarpinu
ekki fara lengra aftur á bak, en
lagareglur standa til um á hin-
um Norðurlöndunum. Það sé þar
að auki mjög heppilegt svo skyld
u-m þjóðum, að í slíku grundvall-
aratriði, sem erfðalögin eru, séu
sem líkastar reglur eftir því, sem
réttarhugmyndir ríkjanna leyfa.
Loks kvaðst hann ekki skyldu
þræta um þessi mál, þar komi
svo oft persónuleg tillit til, að
erfitt sé að setja reglur, sem
menn geti fyrirfram verið sann-
færðir um, að rati hið rétta meðal
hóf. Þess sé þó að gæta, að menn
geta haft áhrif í skiptingum með
erfðaskrá.
Sem hjón væru
Gísli Jónsson (S) kvaðst að
mörgu leyti geta fellt sig við
Skoðanir ráðherrans og vera sam-
mála honum um sumt. Þá fagn-
aði hann því, að næði frumvarp
þetta fram að ganga, yrði þegar
snúið að þeim þætti þingsálykt-
unarinnar að endurskoða erfða-
fjárskattslöggjöfina. Loks vakti
hann athygli á, að ein málsgrein
breytingartillagna sinna væri al-
gert nýmæli. Þar væri lagt til,
að karl og kona, sem búið hefðu
saman þrjú ár og hefðu alið barn
saman, skuh farið með sem hjón
væru í erfðalögunum. Kvað
hann hér um sanngirnismál að
ræða, sem þegar hefði verið við-
urkennt af Tryggingarstofnun
ríkisins.
Sem fyrr segir, var frumvarpið
samþykkt óbreytt og vísað til 3,
umræðu.