Morgunblaðið - 06.03.1962, Blaðsíða 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 6. marz 1962
Otgeíandi: H.f, Arvakur. Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfú.s Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: A.rni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
HATRIÐ Á HÖFUÐ-
BORGINNI
„Forystuskip Reykvíkinga
er fúnað í naustum og maðk-
smogið. Borgararnir hafa of
lengi lagt blessun sína yfir
það uppsátur í sömu skorð-
um. Sé reynt að ýta nökkv-
anum á flot í einhverjum
framfaramálum, liggur kjöl-
urinn eftir í sora þeirra
spilltu sérgæðings- og fjár-
gróðaafla, sem grafið hafa
um sig við rætur borgar-
meiðsins í fjörutíu ár“.
annig lýkur ritstjórnar-
grein í Tímanum sl.
sunnudag um höfuðborgina.
Þar er allt maðksmogið og
fúnað, þar er sori spilltra
sérgæðings- og fjárgróðaafla
o.s.frv.
Reykvíkingar kippa sér að
vísu ekki upp við að heyra
slíkar lýsingar af hálfu Fram
sóknarmanna. Frá fyrstu tíð
hafa þeir hatazt við höfuð-
borgina og fundið henni
flest til foráttu. Menn minn-
ast þess, að svo langt hefur
ónáttúra Tímans gengið, að
hann gat ekki unnt Reykvík-
ingum aðdáunar á útsýninu
til Esjunnar og líkti henni
við fjóshaug.
Framan af kann hatrið á
höfuðborginni og baráttan
gegn henni að hafa markazt
af því, að Framsóknarmenn
teldu það líklega leið til að
afla sér fylgis úti uni land.
En sannleikurinn er bara sá,
að hvað sem áður kann að
hafa verið, þá gera allir
landsmenn sér grein fyrir
hlutverki höfuðborgarinnar
og eru raunar stoltir af
henni, bæði vegna eldri sögu
hennar og yngri. Þess vegna
er barátta Tímans gegn
Reykjavík og Reykvíkingum
illskiljanleg.
Þegar Reykjavíkurkynning
in var haldin í sumar, flutti
Tíminn nokkrar greinar, þar
sem málefni Reykjavíkur
voru rædd vinsamlega og af
réttsýni. Menn héldu þá, að
Framsóknarflokkurinn hefði
gert sér grein fyrir því, að
hyggilegra væri að líta á
höfuðborgarbúa sem jafn-
réttháa öðrum landsmönn-
um og róginum um Reykja-
vík myndi þar með linna. En
annað er nú orðið uppi á
teningnum, eins og menn
sjá af hinum tilvitnuðu orð-
um hér að framan.
En einkennilegt er það, ef
Framsóknarmenn halda að
rógburður um Reykjavík sé
líklegastur til að styrkja þá
í baráttu þeirri, sem framund
an er í borgarstjómarkosning
unum. —Reykvíkingar munu
vissulega nota það tækifæri
til verðugs svars við Fram-
sóknarrógnum.
AUKNAR ÍBÚÐA-
BYGGINGAR
Árið 1955 komst tala íbúða
í smíðum í Reykjavík
í hámark, eða 1808 íbúðir.
Þessar geysimiklu bygging-
arframkvæmdir voru ávöxt-
ur heilbrigðrar efnahagsþró-
unar eftir að gengið var fellt
1950 og efnahagurinn treyst-
ur. —
Er kunnara en frá þurfi
að segja, að 1955 var almenn
velmegun hér á landi og
bjart fram undan. En þá
tókst kommúnistum með að-
stoð Hermanns Jónassonar
að knýja fram nýja verð-
bólgu með víðtækum verk-
föllum, og í kjölfar þeirra
var vinstri stjórnin sáluga
svo sett á laggirnar.
Almenna veðlánakerfið,
sem komið var á fót nokkru
áður en vinstri stjórnin tók
við völdum, hafði lánað að
meðaltali 8,7 millj. kr. á
hverjum mánuði og meðal-
lán út á íbúð voru þá 55 þús-
und krónur. Á tímum vinstri
stjómarinnar lækkuðu mári-
aðarlegar lánveitingar úr
almenna veðlánakerfinu nið-
ur í 3,9 millj. og meðallán á
íbúð urðu þá 36 þúsund krón
ur. Á vinstri stjórnartíman-
um hækkaði hins vegar
byggingarkostnaður venju-
legrar 100 fermetra íbúðar úr
280 þús. kr. í 375 þús.
Afleiðingar þeirrar bjálfa-
legu efnahagsstefnu, sem
vinstri stjórnin rak, urðu
þær, að íbúðabyggingar
minnkuðu ár frá ári. Al-
menna veðlánakerfið varð
nær óvirkt, og engar ráð-
stafanir voru gerðar til að
tryggja lánsfé.
Nú er verið að snúa þess-
ari óheillaþróun við. Sam-
hliða aukinni spárifjármynd-
un er nú unnt að endurreisa
lánasjóði til styrktar hús-
byggjendum. íbúðabygging-
ar munu því þegar fara vax-
andi á þessu ári og þó enn
meira á næstu árum, þegar
verulegt sparifé hefur safn-
azt fyrir. Þannig er þróunin
að verða hin sama og fyrir
8—10 árum, þegar húsbygg-
ingar voru að ná hámarki.
„UNDIRLÆGJU-
AFSTAÐA"
C|íðastliðinn sunnudag ræðir
^ Tíminn um það í löngu
Biblíutextar frá fyrstu öld
e.kr. birtir innan skamms
FYRIR skömmu bárust þær
fregnir frá bandarísku forn-
leifastofnuninni í Jerúsalem,
að tekizt hefði að fletta í sund
ur og þýða textana á einni
helgiritarúllunni, sem farmst
Við Dauða hafið ‘árið 1956. Á
þessa rúllu eru letraðir 36
sálmar úr Gamla testament-
inu og nokkrir fleiri sálmar,
áður óþekktir. Meðal sálm-
anna úr Gamla testamentinu
er sálmur númer 151, sem til
þessa hefur aðeins verið til í
einni grískri útgáfu.
Þessa leturrúllu fann Jórd
anskur bedúini í Qumram-
héraðinu við Dauða-hafið.
Hún er frá því á fyrstu öld
eftir Krist burð — eða 8—900
árum eldri en elztu heildar-
handrit, sem áður höfðu fund
izt — og sálmarnir eru allir
ritaðir á hebresku.
Innan skamms verða text-
arnir birtir, en það er forn-
leifastofnunin í Jerúsaiem,
sem hefur birtingarréttinn.
Handritin eru hinsvegar talin
eign jórdanska ríkisins.
Siglingaþing og
ömul landabréf
Alþjóðasiglingaþingið fór
fram í Baltimore í Bandaríkj-
unum síðastliðið haust. Þingið
sóttu nokkur hundruð fulltrú-
ar frá 105 lönum. Slík þing eru
haldin fjóðra hvert ár, og var
þetta í annað sinn, að það var
háð í Bandaríkj unum.
í því tilefni hafði hið heirns
kunna listasafn í Baltimore,
Walters Art Gallery, sýningu
á verðmætum handritum,
landabréfum og uppdráttum,
sem rekja sögu sæfara heims-
ins allt frá Ptólemusi Og fram
á okkar daga.
Þar gat að líta nokkur elztu
landabréf af heiminum, sem
vitað er, að til eru — eða þeim
hluta heimsins, sem þekktur
var. Koma þar m,a. fram
skemmtilegar skoðanir manns
að nafni Marcrobius, sem uppi
var á árunum 395 til 423. Hann
skipti flötu yfirborði jarðar-
innar í fimm hluta eftir veð-
urfari: pólarnir tveir sinn við
hvorn enda, þar sem óbyggi-
legt var vegna kulda; mið-
baugur, þar sem óbygigilegt
var vegna hita, og loks tvö
tempruð belti. En hinn byggði
heimur var allur í nyrðra belt
inu, og það var urnlukt sjó.
Claudius Ptolemeus frá
Alexandríu ber hæzt í sögu
landauppdrátta og siglinga.
Hann er sagður höfundur
fyrsta heimsatlasins. Hann
skráði lýsingu á heiminum í
bók kringum 160 f. Kr. Það
var fyrsta tilraun til þess að
’byggja landakortagjörð á vís-
indalegum grundvelli. Bókin
var full af villum, mdðað við
það sem nú er vitað, en svo
verðmæt var hún þá, að hún
var hin viðurkennda veraldar
mynd í hvorki meira né minna
en 1400 ár.
Þegar kom fram á 15. öld,
fóru sæfarar í Miðjarðarhafi
að gera svokölluð „skipstjórn-
arkort.“ Sagnfræðingur einn
segir m.a. svo um hinar fögru
Jónisku eyjar, að þær „freist-
uðu jafnvel hinna raunsærri
sæfara og teymdu þá frá einni
eyjunni til annarrar." Og þeir
gerðu uppðrátt að strandlengj
um eyjanna um leið og þeir
sigldu meðfram þeim, og ár-
angurinn varð einskonar ferða
mannakort af þessu svæði.
Smám saman bættust ný
lönd í hópinn og voru skráð
inn á landabréf og kort. Upp-
dráttur af landifundum Kólum
busar, sem sýnir Vestur-Indí-
ur og Mið-Ameriku, er fyrsta
prentaða spænska kortið af
Ameriku. Hjartalagað landa-
bréf, sem gefið var út í Fen-
eyjurn árið 1511, er eitthvért
fyrsta „nútima" landabréfið,
sem sýnir hluta af meginlandi
Norður-Ameríku. Það sást að
visu ekki mikið af meginland-
inu, aðeins óljós hugmynd um
strandlengju efst á þessu ein-
stæða landakorti.
•Um tíma urðu landakörtin t
fremur skrautleg myndskreytt j
handrit en nytsöm siglinga- J
kort. Frá 13. öld eru nokkur l
svonefnd Portolan Atlaskort. |
Það voru fagurlega skreytt |
sjókort af ströndum Evrópu, /
Afríku og Indlandshaifs, og l
voru hafnir og fljót og helztu I
borgir máluð af mikilli list á
fínlegt gullblað.
En þessi kort voru fremur
til skrauts en nota, enda
Skildu skipstjórarnir korta-
bækur síinar eftir í landj í ör-
uggri geymslu
Það var ekki fyrr en seint á
árunum kringum 1500, að far-
ið var að gera vísindalega ná-
kvæm heimslandakort — sem
byggð voru á landikömnun en
ekki ágizkunum og sögusöng-
um. Eitt merkasta landakort
endurreisnartímabilsins var
Wright-Molineaux veraldar-
kortið, sem gert var með Mer
cator-aðferðinni. Þar var gef-
in nokkuð nákvæm mynd af
Evrópu, Afríku og Asíu. Suð-
ur-Ameríka var auðþekkjan-
leg, helzt til samankeyrð
neðst,- og Norður-Ameríka var
nokkuð rétt, nema hvað Mich-
iganvatn var allt of stórt. En
það sem mestu máli skipti,
var að yfirleitt var allt á rétt-
um stað — og það ekki lítið
afrek á þeim tíma.
máli, hver undirlægjuháttur
það sé að heimila varnarlið-
inu rekstur sjónvarpsstöðvar.
Blaðið spyr:
„Hvers vegna hafa slík
mistök átt sér stað? Hvað
veldur því að ríkisstjórnin
afhendir erlendum aðila eins
konar einkaleyfi til að ráða
yfir mesta áróðurstæki í
landinu? Hvers vegna dylst
öllum hinum sjö ráðherrum,
sem skipa ríkisstjórn íslands,
að hér sé nokkuð varhuga-
vert og hættulegt á ferð-
inni....“ o. s. frv.
Hið kátlega við þessi um-
mæli er hinsvegar, að utan-
ríkisráðherra Framsóknar-
flokksins, dr. Kristinn Guð-
mundsson, veitti þetta leyfL
Orð þessi hitta því engan
annan en hann og flokk
hans. Er því engin furða,
þótt menn brosi að þessum
nýjustu tilburðum Þórarina
Þórarinssonar til að reyna að
gera samstarf okkar við
bandamenn okkar tortryggi-
legt. —