Morgunblaðið - 06.03.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.03.1962, Blaðsíða 16
16 MORGLNBLAÐIÐ Þriðjudagur 6. marz 1962 F LU G- VI RKJA- N E M A R LOFTLEIÐIR hafa í hyggju að aðstoða nokkra pilta á aldrinum 1S—25 ára, til flugvirkjanáms í Bandaríkjunum á þessu ári Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu félags- ins, Lækjargötu 2, Reykjavík og hjá um- boðsmönnum Loftieiða úti á landi. Æskilegt er að umsækjendur hafi gagn- fræðapróf, landspróf eða hliðstæða mennt- un. Umsóknir skulu hafa borizt ráðningar- deild félagsins fyrir 1. apríl n.k. Vilborg Jónsdóttir 85 ára í DAG, 6. marz, heldur einn af eiztu íbúum Eyrarsveitar, Vil- borg Jónsdóttir, 85 ára afmæli sitt hátíðlegt. Vilborg er fædd í FélagsSáS Til skíðafélaganna frá ÍB. Þ. 11. marz nk. fer fram af- mælis-svigmót ÍR í Hamragili og verður keppt í karla-, drengja- og kvennaflokki. Hverju félagi er gefinn kostur á að senda 6 keppendur í hvern flokk og þurfa tilkynningar að hafa borizt Sig- urjóni Þórðarsyni, % Borgar- þvottahúsið, fyrir hádegi 7. marz. Keppnin hefst með svigi drengja kl. 10.00. Skíðadeildin. Daglegar skíðaferðir í Skíðaskálann í Hveradölum kl. 1.30 og 7.30 fyrir kvöldferð- ina tilkynnið þátttöku fyrir kl. 6 í síma 11515. Á miðvikudaginn 7. marz (öskudaginn) verða skíðaferðir skólabarna kl. 10 f. h. — Af- greiðsla hjá BSR. Skíðaráð Reykjavíkur. Vill ekki einhver taka að sér að lesa með þrem- ur systkinum, sem öll eru í barnaskóla. Æskilegt væri að viðkomandi byggi sem næst Miðbænum. Tilb. sendist Mbl. fyrir 11. þ. m., merkt: „Barn- góð — 7567“. Eyrarsveit og hefur alið þar all- an sinn aldur. Foreldrar henn- ar voru Jón Jónsson, útvegs- bóndi í Móabúð, og kona hans, Guðrún Hallgrímsdóttir. Auk Vilborgar lifa tveir synir þess- ara hjóna, en þeir eru Kristján, sem bjó í Móabúð eftir föður sinn og er nú elzti íbúi. Grund- arfjarðar, fæddur 1874, og Hall- grímur, vélstjóri í Reykjavík, fæddur 1890. Þessi þrjú syst- kini eru öll ótrúlega ern og virðast gædd sérstakri seiglu og óvenjulegri lífsorku. Vilborg er enn létt á fæti og gengur dætur sínar auðveldlega af sér, ef því er að skipta. Vilborg giftist um tvítugt Élísi Gíslasyni frá Vatnabúðum í Eyrarsveit. Áttu þau fyrst heimá í Móabúð, síðan um ára- tug í Oddsbúð og loks að Vatna- búðum, en búðir þessar eru all- ar í svoköíluðu' Vatnabúðar- plássi í Eyrarsveit. Þar bjó fyrr- um allmargt fólk, sem byggði þó afkomu sína að mestu á sjó- sókn, enda fengsæl fiskimið skammt undan. Þau Elís og Vilborg byrjuðu með lítið, en þau voru bæði atorkusöm. Búið stækkaði smám saman, og húsa- kynnin bötnuðu. Börn þeirra (^voru 9, en eitt þeirra dó ungt. Fósturson tóku þau að sér, og var hann hjá þeim til tvítugs- aldurs. Elís lézt 1943, tæplega sjötugur að aldri, en Vilborg bjó áfram á Vatnabúðum með börnum sínum. Þar býr hún enn með syni sínum, og eru þau nú einu íbúarnir í Vatnabúðar- piássi. Margt hefur verið mótdrægt á langri ævi, en í endurminn- ingunni víkja erfiðleikar og sorgir lífsins fyrir umhugsun- inni um þá gæfu, sem henni hefur fallið í skaut, og það er ein mesta gleði hennar í ellinni að fylgjast með lífsláni barna sinna og barnabarna, en afkom- endur Vilborgar eru orðnir 111 talsins, og sú tala hækkar ört með hverju ári, sem líður. Mér þætti það mjög trúlegt, að henni entist líf og heilsa til að sjá afkomendur sína í fjórða lið, því að heilsa hennar er með ágætum og starfsorkan enn ó- venjulega mikil. 1 dag lítur Vilborg með gleði yfir stóra hópinn sinn, sem keppist við að hylla hana á af- mælisdaginn hennar. Og undir afmælisóskirnar taka sveitung- ar hennar af heilum hug og biðja henni blessunar Guðs. Magnús Guðmundsson, Setbergi. . m hnFHFÍDíR RAFSUÐUMEIMtM Nokkra rafsuðumenn vantar strax. Til greina koma menn, sem vildu rafsjóða í aukavinnu. Vélsmiðjan Kyndill h.f. Suðurlandsbraut 110 — Sími -32778 Hveragerði Óska eftir að kaupa hús eða íbúð í Hveragerði. — Sumarbústaður kæmi til greina. Bjarni Guðmundsson, Box 1336, Reykjavík ÍBÚÐ 3ja—4ra herb. risíbúð við Snorrabraut, til leigu nú þegar fyrir rólegt eldra fólk_ Alger reglusemi áskil_ in. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir fimmtudags- kvöld, 8. þ.m. merkt: „Rishæð — 244“. Höfum kaupanda að heilu húsi, helzt í Vesturbænum. Nýlegt og vandað hús kemur helzt til greina. — Útborgun getur orðið óvenjuiega mikil. Málflutningsstofa VAGNS E. JONSSONAK Austurstræti 9 — Símar 14400 og 16766. ■ + eá B n sa / I B d I Per njotio vaxandi alits ... þegar þér notið Blá Gillette Extra rakbiöé Þér getið verið vissir um óaðíinnanlegt útlit yðar, þegar þér notið Blá Gillette Extra blöð, undrablöðin, sem þér finnið ekki fyrir. Pó skeggrótin sé hörð eða húðin viðkvæm, þá finnið þér ekki fyrir blaðinu ef notuð eru Blá Gillette Extra. 5 blöð aðeins Kr. 20.50. GiISette er eina leiðin til sómasamlegs raksturs ® GiMette er skrásett vörumerKl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.