Morgunblaðið - 06.03.1962, Blaðsíða 15
Þriðjudagur C. marz 1962
MORGVlSBLAÐIÐ
15
Hvernig orð eru
valin í nýja orðabók?
Eftir LYNN POOLE
Xhe Johns Hopkins University.
MIKIÐ hefur verið rætt og
ritað í Bandaríkjunum um ný
útkomna Websterorðabók,
fyrstu endurskoðuðu heildar-
útgáfu þessarar orðabókar
frá því 1934. Einkum hefur
blöðum landsins orðið tíðrætt
um nýyrðin, sem þar eru til-
greind, og skoðanir skiptar á
þeim. Svo eru önnur orð, úr
sér gengin og erfið í notkun,
sem eru látin víkja fyrir öðr-
um nýrri, sem orðin eru al-
geng í hinu litríka enska
máli.
En spurningin, sem efst
var í huga okkar, var þessi:
hvemig fara ritstjórarnir að
því að ákveða, hvaða nýyrði
þeir taka með, og hver eru
látin bíða, þar til séð verð-
ur fyrir um almenningshylli
þeirra? Ritstjórar hjá útgáfu-
fyrirtækinu G. & C. Merri-
man, sem gefur út Webster’s
Third New International
Dictionary, tóku vel í að
svara þessari spurningu og
horfðu ekki í það, þótt þeir
sóuðu í okkur tíma og erfiði.
í aðalbækistöðvum útgáf-
unnar í Springfield í Massa-
ehusettsfylki er hver röðin
við aðra af skjalaskápum. í
skúffunum eru rúmlega sjö
milljón spjöld og á hverju
spjaldi er orð. Þegar einhver
aðstoðarritstjóranna, sem við
útgáfuna starfa, en þeir
skipta hundruðum, rekst á
nýtt orð í töluðu máli eða
ritmáli, tekur harm fram
spjald og skráir orðið á það.
Þar getur hann og um heim-
ild sína, uppruna orðsins,
samhengi og dagsetningu. í
hvert skipti, sem orðið kem-
ur fram á nýjan leik, eru
færðar sams konar upplýs-
ingar um það inn á sama
spjald. Með árunum safnast
þannig smám saman upplýs-
ingar um orðið, sem gefa til
kyhna, hve ört hið nýja orð
hefur komizt inn í málið al-
mennt, og hve útbreidd notk-
un þess er. Áður en hafizt
er handa um endurskoðun á
eldri útgáfu orðabókarinnar,
hvort heldur það er heild-
arendurskoðun eða ekki, rann
saka aðalritstjórarnir nýyrð-
in, sem spjöldin gefa til
kynna að komin séu í notk-
im almennt. Að því búnu
bera þeir saman ráð sín við
þar til kjöma fræðimanna-
nefnd, og loks ákveða þeir,
hvaða orð skuli taka með.
Þannig er það, að orð eins og
„goof,“ „upsurge", „finalize"
og fleiri eru birt í nýju út-
gáfunnni með skýringum á-
samt rúmlega 450 þúsund
öðrum orðum.
Oft líða mörg ár, þar til
orð eru tekin með í slíkar
útgáfur. Sem dæmi má nefna
orðið „kjarnasprengja." í 28
ár var þetta orð á spjaldi í
orðasafni orðabókarútgáfunn-
ar. Þess var fyrst getið í
janúar 1917, og athugasemd
fræðimannsins var þetta eina
orð: „óraunhæft". Það varð
því miður veruleiki. Á ár-
unum 1917 til 1961 eru til-
færð mörg þúsund dæmi um
notkun orðsins kjarna-
sprengja.
Auk nýyrðanna eru tilfærð
ar Vm það bil 100 þúsund
, nýjar merkingar á orðum,
sem skráð hafa verið í fyrri
útgáfum. Hingað til hafa ver
ið gefnar fjórar merkingar
á orðinu „curtain“, þ. e. tjald,
sem hangir: skilrúm milli
tveggja turna; í hernaðarmáli
um tengilið milli tveggja
vígja, og loks merkir það
leiktjald. Nú hefur fimmta
merkingin bætzt við — „það
sem gegnir hlutverki varnar-
veggs eða hindrunar í þeim
tilgangi að vernda, fela eða
aðskilja; dæmi: öryggistjald."
Rússneska járntjaldið og
kínverska bambustjaldið.
Einhver fyrsta athugasemd
orðabókarmanna um þessa
merkingu orðsins er skráð
hinn 26. júlí 1947. Þar er til-
færð þessi setning úr tíma-
riti: „Að baki úraníumtjalds
vesturveldanna.... “ Upp frá
þessu eru skráð dæmi um
notkun orðsins í sömu merk-
ingu í hundraðatali á stutt-
um tíma, enda varð orðið
tjald í þessari nýju merk-
ingu brátt algengt í talmáli.
í kjölfar hinna ótrúlega
öru framfara í vísindum,
læknisfræði, geimvísindum og
öðrum tæknigreinum hefur
komið flóð af nýyrðum. Þó
er algengara að orð, sem fyr-
ir eru í málinu, breyti um
merkingu eða fái aukamerk-
ingu. Að þessu þrotlausa og
síbreytilega orðsöfnunarstarfi
vinna rúmlega himdrað fast-
ráðnir sérfræðingar og nokk-
ur hundruð annarra ráðgef-
andi manna í þeirri viðleitni
að fylgjast með breytileika
og teygjanleika hinnar ensku
tungu.
U
T
S
\
\
L
KVENSKÓR
KAREMANNASKÓR
BARNASKÓR
INNISKÓR
BOMSUR
o'g margt fleira.
Om kort tid udkommer stort
nyt antikvar-katalog: Nr. 121
Iceland (antikke og nyere
bþger) Greenland, Lapland,
Arctic-Legions, Nothern Phil-
ology, tilsendes gratis p& for-
langende.
ROSENKILDE & BAGGER
Antikvariatet
Kron-prinsens-gade 3
Kþbenhavn K.
Pökkunarstulkur
og karlmenn
óskast. Fæði og húsnæði.
Mikil vinna.
HRAÐFRYSTISTÖÐ VESTMANNAEYJA
sími 11 og 60 (í Reykjavík 19-4 20).
IMÝJ I) IM G !
Póstverzlunin Hagkaup hefir tekið upp þá nýjung að
gefa út aukablöð á milli aðal-pöntunarlistanna, þar sem
fólki er gefinn kostur á:
a) Útsöluvörum á sérstaklega lágu verði. í því skyni
hefir Hagkaup sambönd við erlendar verksmiðjur um
kaup á útsöluvörum frá þeim.
b) Nýjum vörum, sem fram koma og ekki hafa náð
aðallistanum. Er því bæði um að ræða tízkuvörur og
aðrar nýjar vörur.
Fyrsta aukablaðið er þegar komið út með ýmsar góðar
vörur á hálfvirði. Annað aukablað er í prentun og
fleiri væntanleg.
Áskriftargjaldið að aukablöðunum er aðeins tíu krónur
& ári.
Það er auðvelt að gerast áskrifandi. Þér þurfið aðeins
að fylla út meðfylgjandi eyðublað og senda það ásamt
10 kr. til
H A G K A U P
MIKLATORGI,
REYKJAVÍK
og verður þá nafn yðar fært inn á spjaldskrá hjá fyrir-
tækinu og aukablöðin send yður jafnskjótt og þau koma
út
Nafn: .....-..................................
Heimili: .....................................
.tHHHHH,
tf HHHHHH
•HHHHIHHH
HHHHHHHH
HHHHHHHHI
HHHHHHHHf
HHHHHHHHI
Ifllllf fHIHH
’lfHHHHHH
MHfflfHlfHÍ
•HHHIIIH
1f*,*,l,AViV.V.V*HHH»l»ft»M»f fifftlttf
ll«MMélllHMUIIIHHlUIIIHMétllMHHHHHHHIHH»t<«
HHHHHt.
fHHHHHIf.
HHHHHIHH.
HHHHHHHIH
Hllllf HHHHH
IIIIHfllllllHHl
IHIIHIHIIIIIH
IIHIIIIIHHHH
IHHHHHHIf'
HIHHIHIM/'
HHIHHH
EFTiRLÆTI FJðLSKYLDUNNAR
Hun byrjar
daginn með
G&rpjSf
Handhœgasta máltíð hústreyjunnar
er Corn Flakes
Omissandi á hverju heimili
Fœst í nœstu matvörubúð
CORN FLAK