Morgunblaðið - 07.03.1962, Side 2

Morgunblaðið - 07.03.1962, Side 2
2 MORGV N BL 4 ÐIÐ Miðvikudagur f. marz 1962 Borgarráð ræddi i gær: Skipuiagsbreytingar hjá hitaveitu Jóhannes Zoega hitaveifustjóri, Helgi Sigurðsson ráðgeíandi verk- fræðingur um hitunarmál Á FUNDI borgarráðs í gær var samþykkt að leggja til við borg- arstjórn, að gerðar yrðu ýmsar skipulagsbreytingar í sambandi við stórframkvæmdir þær, sem eru á döfinni í hitunarmálum Reykjavíkurborgar. Samþ. var að ráðinn yrði verkfr. til að vera til ráðuneytis um hitun armál, og nr.ælt með Helga Sig- urðssyni, hitaveitustjóra, til þess starfs. Einnig var samþykkt að mæla með Jóhannesi Zoéga, forstjóra Landssmiðjunnar, í starf hita- veitustjóra. Á fundinum var í fyrsta lagi samþykkt samhljóða að leggja til við borgarstjórn, að ráðinn verði verkfræðingur, eins og fyrr grein ir frá. Þá var samþykkt samhljóða að mæla með Helga Sigurðssyni til starfsins og honum verði j>afn- framt veitt lausn frá starfi hita- veitustjóra. Síðan var samþykkt tillaga frá borgarstjóra um að mæla með því, að Jóhannes Zoega skuli skipaður hitaveitustjóri frá og með 1. apríl að telja. Kommún- istinn í borgarráði, Guðmundur Vigfússon, bar fram tillögu um að starfið yrði auglýst til um- sóknar. Sú tillaga hlaut 1 atkv., en tillaga borgarstjóra var síðan saroþykkt með 4 atkv. Þá samþykkti borgarráð að leggja til við borgarstjórn, að Helgi Sigurðsson. hitaveitunefnd, og verði formaður nefndarinnar. hann Enn var ákveðin norðan- átt yfir landinu í gær, en lægð arsivæðið fyrir sunnan land var vaxandi og búizt við, að þess myndi fara að gæta nokk uð við suðurströndina innan skamms. Frost var um allt land, 10 stig á hádegi á Akur eyri. Veöurspáin kl. 10 í gær- kvöldi: SV-rnið: NA stinningskaldi og léttskýjað, hvass austan og skýjað til hafsins. SV-land, Faxaflói og miðin: NA kaldi eða stinningskaldi, bjartviðri. Breiðafjörður og miðin: NA stinningskaldi, víða él. Vestfiiðir ti'l NA-lands, Vestfj.mið til Austfjarðamiða: Norðanátt, sums staðar stinn- ingskaldi. éljagangur. i Austfirðir: Norðan kaldi, él norðan til. ’ , SA-land og miðin: NA kaldi, bjartviðri. Jóhannes Zoega. Helgi Sigurðsson verði kosinn í hitaveitunefnd í stað Jóhannesar Zoega, sem verður sjálfkjörinn í hana sem hitaveitustjóri að sam- þykktri framangreindri tillögu borgarstjóra. Að loikum var samþykkt að fela hitaveitunefnd að endur- skoða stárfsreglur þær, sem henni voru settar 1954, og gera til borgarráðs hið fyrsta tillögur að nýjum starfsreglum. Jafn- framt samþykkti borgarráð að mæla með því, að borgarverk- fræðingur taki nú þegar sæti í ,,Evrópudagurinn" er í dag: Aherzla lögð á menning- ar- og mannréttindamál ALÞJÓÐASAMBAND sveitar- félaga hefur haft forgöngu um, að í dag er haldinn hátíðlegur Gífurlegt tjón af völdum saltgulu á Suðurnesjum KOMŒ) hefur í Ijós, að talsvert magn af saltfiskií ýmsum verstöðvum á Suð- urnesjum hefur skemmzt af saltgulu. Ekki er enn vitað, hve miklu tjónið nemur, en unnið er nú að rannsókn málsins. Fyrir skömmu kom saltskip til Keflavíkur, og var skipað upp úr því 900 lestum af salti. Þetta salt var síðan flutt til verstöðva á Suðurnesjum og notað við saltfiskframleiðslu. Síðar varð vart við gulu í fiski, sem saltaður hafði ver- ið ir.sð salti úr þessu skipi. 1 gramm spillir 5.000.000 grömmum. Við athugun kom á daginn, að skipið, sem hér um ræðir, hafði áður flutt koparstengur. Salt er svo viðkvæmt fyrir snertingu við koparefnasam- bönd, að 200 grömm kopars nægja til að spilla 1.000 lest- um af salti nægilega til þess, að það verður ónothæft til saltfiskframleiðslu. Sé það notað, verður fiskurinn gul- ur og ljótur, svo að hann verð ur ill- eða óseljanlegur. Aft- ur á móti mun hann ekki hættulegur til neyzlu, þótt bragðið spillist; kemur líkt og þráabragð. f öllum verstöðvum syðra. Blaðið átti í gærkvöldi tal við Jón G. Pálsson, fiskimats- mann í Keflavík. Sagði hann, að salt þetta hefði verið flutt til allra verstöðva á Suður- nesjum, en myndi hafa dreifzt misjafnlega milli fiskverkun- arstöðva. Sumar hefðu verið orðnar saltlitlar, þegar salt- skipið kom, en aðrar átt eldri birgðir, sem notaðar hefðu ver ið fyrst. Sá væri þó hængur á, að víða hefði spillta saltinu verið blandað saman við hið eldra, svo að öllu yrði að fleygja. Milljónatjón þegar orðið. Ekki væri hægt að segja með neinni vissu nú, hve mikl ar skemmdirnar væru, en í gær hefðu verið komaiir fram 2—3000 pakkar af skemmdum fiski. Ekki bætti það úr ská.k, að hér hefði verið um ágætan fisk að ræða, svo að víst væri, að tjónið skipti milljónum. Skemmdimar koma ekki fram, fyrr en viku eftir stöfl- un, þannig að enn á sjálfsagt talsvert magn eftir að bætast við. Væri ekki ósennilegt, að viku til hálfan mánuð tæki að grafast fyrir um skemmdirnar og kanna skaðann til fulln- ustu. Ekki myndi hægt að selja skemanda fiskinn, nema e.t.v. að harðþurrka hann fyrir Braziliumarkað og selja hann sem gulan fisk. Það hefði ver- ið gert síðast, þegar vart varð við saltgulu, en verðið væri auðvitað mjög lágt. Dómkvödd nefnd skipuð. Dómkvödd nefnd vinnur nú að því að athuga fiskbirgðif syðra og Geir Arnesen, efna- verkfræðingur, vinnur að rannsóknum á vegum saltinn- flytjandans. Vonir munu • standa til þess. að allt saltið sé ekki jafnspillt, þar sem koparinn var ekki í tækjum, sem fluttu saltið um borð, heldur í skipinu sjálfu. Ætti því kopardust helzt að hafa verið í lestarsíðunum ,en salt- farmurinn í miðju að vera hreinni. Eins og fyrr greinir, þarf þó ákaflega lítið magn af kopar til að gera saltið óhæft til notkunar við saltfiskfranv leiðslu. Evrópudagur. Hér á landi gengst Samband íslenzkra sveitarfélaga fyrir því í samvinnu við upplýs- ingadeild Evrópuráðsins, að dags ins er m.innzt í útvarpi og blöð- um, og mun Morgunblaðið nota tækifærið til að minna með nokkrum orðum á starfsemi Evrópuráðsins. Stjómmálasamtök Evrópuríkja. Evrópuráðið var stofnað 5. maí 1949, og var þá gerð fyrsta til- raunin til að koma á fót stjórn- málalegum allsherjarsamtökum Evrópuríkja. fsland gerðist aðili ráðsins 1950, en aðildarríkin eru nú 16 og íbúar þeirra um 285 milljónir. Aðalstofnanir Evrópuráðsins eru tvær: ráðherranefndin, sem utanrí'kisráðherrar allra aðildar- ríkjanna eða fulltrúar þeirra eiga sæti í, og ráðgjafarþingið. Á þing inu eiga sæti 138 menn kjörnir með þeim hætti, er löggjafarþing aðildarríkjanna ákveða 3—18 frá hverju ríki. Af íslands hálfu eiga nú sæti á þinginu Hermann Jón- asson og Jóhann Hafstein, en eitt sæti er óskipað. Ráðgjafarþingið var fyrsta aliþjóðastofnunin, þar sem þingmenn komu saman til að fjalla um alþjóðleg vandamál, og hafði þegar af þeirri ástæðu sögulega þýðingu. Sendiherra ís- lands hjá Evrópuráðinu og full- trúi utanríkisráðherra í ráðherra- nefndinni er Pétur Eggerz. Aðalstöðvar Evrópuráðsins eru i Strassburg, og er þar allfjölroennt starfslið. Framkvæmdastjóri þess er nú ítalski stjórnmálamaðurinn Lodovico Benvenuti. Eini íslenzki starfsmaður ráðsins er Pétur Guðfinnsson hagfræðingur. Á vegum Evrópuráðsins starfa fjöldamargar nefndir, t.d. eru 14 fastanefndir skipaðar fulltrúum á ráðgjafarþinginu, og ráðherra- nefndin hefur skipað margar sérfræðinganefndir. Er verkefni þeirra m.a. það að gera drög að sáttmálum um ýmis efni. Hefur Evrópuráðið beitt sér fyrir gerð margra Evrópusáttmála, t.d. um mannréttindi, menningarmál, heilbrigðis- og félagsmál, ýmia lögfræðileg efni og útvarps- og sjónvarpsmál. FélagsmálasátL máli Evrópu var undirritaður á s.l. hausti. Evrópuráðið var stofnað I krafti þess áhuga, sem fyrir rúm- um áratug hafði komið fram í ýmsum löndum á Bandaríkjuro Evrópu. Þegar það mál var kann að nánar, komu í Ijós ýmisr erf- iðleikar, og margt af því, sero síðar hefur verið gert og byggist á sömu hugmyndum, er ekiki í foeinum tengslum við Evrópuráð- ið, þó að innan þess hafi verið um málin rætt og stutt að fram* gangi þeirra með ýmsum hætti. Þannig er t.d. Efnahagsfoandalag Evrópu ekki í beinum tengslum við ráðið Starfsemi þess hefur því beinzt inn á aðrar brautir að verulegu leyti, og munu menn almennt sammála um, að það hafi náð beztum árangri á sviði menn- ingarmála og mannréttindamála. Samstarf um , lögfræðileg efni mætti og nefna i þessu sambandi. ALÞINGIS Sameinað Alþingi miðvik udaginn 7. marz 1962, kl. 1:30 miðdegis. 1. Fyrirspurnir: a) Ríkislántökur 1961 — Bln nmf, __ b) Tónlistariræðsla — Ein umr. —% c) Aluminiumverksmiðja — Ein utnr. — 2. Afturköllun ajónvarpsleyfis, þáltill. — Frh. einnar umr. (Atkvgr), __ 3. Stýrimannaskóli íslands og Sj4 vinnuskóli, þáltill. —. Hvernig ræða skuli. — 4. Skóli fyrir fiskmatsmenn, þáltill. — Hvernig ræða skuli. — 5, Námskeið til tæknifræðimenntunar* þáltill. — Frh. einnar umr. 6. Vi8 urkenning Sambandslýðveidis l>ýzka- lands á 12 mílna fiskveiðilögsögu vi® ísland, þáltill. — Frh. einnar umr. —. 7. Byggingarsjóðir sveitabæja, þáltiU. — Frh. einnar umr. —8. I.andafundi* íslendinga i Vesturheimi, þáltill. — Ein umr. - ). Afurðalán vegna garð« ávaxta þáltill. — Ein umr. — 10. Sjói| varpsmál, þáltill. — Ein umr. — 11. Samgönguþætur á eyðisöndum Skafta fellssýslu, þáltill. — Ein umr. — 18. Útflutningur á dilkakjöti, þáltiU. —- Frh. einnar umr. — 13. Hlutdeild at- vinnugreina i þjóðarframleiðslunn^ þáltiU. Ein umr. — 14. Aukin afköst og bættar geymsluaðferðir sildarverK smiðja. þáltiU. — Ein umr. 18. Endu* skoðun skiptalaganna, þáltill. — Eú% umr. 16. Þyrilvængjur tll landhelgis- gæzlu, þáltiil. — Fynri umr. — 17. Út flutningssamtök, þáltlU. — Fyrri umr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.