Morgunblaðið - 07.03.1962, Side 3

Morgunblaðið - 07.03.1962, Side 3
Miðvikudagur 7. marz 1962 M O R GVN B L'AÐIÐ r Nei, ekki fullur — Hvað er það þrennt, sem þú dáir mest í þessum heimi? — Ha, ha, ha, hah! Hann hló og með öllum líkamanum og rak í mig olnbogann, straúk grásprengt yfirskeggið, sem var með ofurlitum tóbaks yrjum. — Ég held þú þurfir varla að spyrja um það. Annars kemst ég sennilega næst svar- inu í vísu, sem ég gerði á há- táðinni á Þingvöllum 1958. — Þú átt við landsmót hestamanna. — Já, já. Auðvitað. Þá var ég spurður hvernig mér lík- aði og af hverju ég hefði mest yndi. Vísan er svona: „Allt er þetta eftir vonum, eins og líka sést. Hjá flinkum hestum, fögrum konuim, finn ég yndi mest“. — Og hið þriðja? — Ja_ það er nú þetta, þú veizt. Ég kann því ákaflega vel að vera góðglaður með góðum félögum. — Og þú ert að temja fyrir Reyikvíkinga. — Já. já. Það held ég nú. Alltaf að temja, blessaður vertu. Ég tamdi í fyrra á vegum Fáks, en nú er ég með þétta sjálfur. — Hvenær byrjaðirðu að temja? en gööglaöur — Ég var 9 ára. — Hvað ertu gamall? — Á sjötugasta árinu. — Þá átt þú 60 ára tamn- ingarafmæli núna. — Já. Sextíuára reiðafmæli. Það er nú líkast til. — Og hefir alltaf verið að temja £ öll þessi ár? — Já, alltaf að temja. — Hvað heldurðu að þeir séu nú orðnir margir hestarn- ir sem þú hefir tamið? — Skipta hundruðum. Ég tók það ekki upp hjá mér fyrr en Of seint að halda því sam an svo ég get ekki sagt þér það nákvæmlega. — Og var efcki erfitt að stunda búskapinn með þessu? — O. jú. En maður vildi vinna það til til að bæta þessu við dagsverkið. — Þú byrjaðir að temja 9 ára, Hvað var sá hestur gam- all og hver átti hann? — Hann var fjögra yetra, leirljós og ég átti hann sjálfur. Hafði keypt hann. — Og hvernig fórstu að eiga fyrir hesti efcki eldri en þetta? — Ég sparaði fyrir honum. Það var verið a gefa manni þetta 50 aura Og krónu í senn og ég safnaði þessu saman. Hugurinn var allur við þetta,- það voru nú ekki nema 75 krónur, sem dýrið kostaði. — Og hvernig gekk svo tamningin? — Ég byrjaði með hann upp úr hátíðunum, þegar rýmkaði í hlöðunni, teymdi hann fyrst í hringi og svo óx rýmið. Svo fór ég að fara á bak. — Var hann hrekkjóttur? — Nei. En ég kenndi hon- um að stökkva yfir spilverk, sem voru 1 hlöðunni og gerði allskonar kúnstir við hann. Stökk á bak af heystakknum og þar fram eftir götum. Svo kom vorið, og þegar ég fór að hýsa hann í fjárhúsunum, sem voru tveggja króa með garð- anum í miðjunni, kom ég oft- ast að honum standandi uppi í garða. Þá fannst mér ég hafa kennt honum helst til mikið. — Þú heldur mikið upp á leirljóst? — Já. Ég hef alltaf átt leir- Ijósa ’nesta og nú á ég tvo hérna í húsinu. — Og af hverju stafar það? — Líklega af því sá fyrsti var leirljós. Úti fyrir dyrunum er öskrað á hann. Hann hafði verið að leggja við laglegan fola í einni stíunni og teymir hann fram á ganginn. — Helvítis aðköllin og læt- in alltaf. Nú verð ég að fara. Hann Jóhann Friðriksson ætl- ar með mér upp á ísa. Ég er með þrjá. Tveir eru þarna úti. Aftur er öskrað. — Er hann að verða verri, segir hann Og teymir hestinn að dyrunum. — Hvernig líkar þér að ríða út með Reykvíkingum? — Svona sæmilega. Það er samt ákaflega misjafnt. Mér finnst þeir ríða of hart, flestir. Það lítur stundum út eins og andskotinn sé á hælunum á þeim með hlaðna byssu, segir hann um leið og hann snarast út um dyrnar. Hann gengur að hestunum og snarast á bak. — Væri nú ekki gott að vera fullur Höskuldur? köll- um við til hans. — Nei ekki fullur, en svona góðglaður. Það væri ágætt. segir hann og lagar sig til í Vinir hnakknum og þrýstir loðhúf- unni ofurlítið lengra rriður á ennið. — Jæja þá höldum við af stað. Verið þið blessáðir. Við horfum á eftir öldungn- um, þar sém hann fer góð- ganginn með þrjá til reiðar. Sólin er gengin í vestrið og það stirnir á freðinn svörðinn sem hestarnir bryðja undir hófum sér. Það er lyftingur í folanum, sem hann situr. Það er einhver stíll yfir öllu sem hann ríður þessi maður. Sjötugur kann Höskuldur Eyólfsson frá Hofsstöðum í Hálsasveit enn að meta góðan hest, vín og fagrar konur. STAKSTIIHIAR McCarthyismi á íslandi? Kommúnistamálgagnið ræðir I gær um skilyrði, sem. Bergur Sig urbjörnsson hefur sett fram í nafni einhverra vinstri manna fyrir samstarfi þeirra við kom- múnista. Þegar blaðið ræðir um þessi skilyrði vandar það Bergi ekki kveðjurnar. Þar stendur m. a.: Bergur McCarthy Eiíðolögin samþykkt d Alþingi „Og raunar eru skilyrðin býsna kunnugleg; þau eru sótt í regl- ur þær, sem McCarthy fékk sett- ar á sinum tima, . . . Einnig bera þær keim af félagsskap þeim, sem kenndur er við John Birch «4 Samkomulag vinstri m.anna er þannig ekki upp á marga fiska. Bergur og Gils segja réttilega, að kommúnistar á íslandi séu handbendi Rússa, en kommún- istar svara með því að líkja þeim mönnum við McCarthy og John Birch, sem þeir seilast til banda- Iags við. Þrátt fyrir allt gæti bræðralagið orðið cinlægrt, því ekki er langur vegur frá Mc Carthyisma til kommúnisma. Loksins, loksins! Það má segja um eftirfarand! grein, sem birtist í Tímanum í er, að „oft veltir lit.il þúfa þungu hlassi“: „Sigurður A. Magnússon, blaða maður og bókadómari, getur tíma ritsins „Líf og list“ lítúlega í rabb dálki sínum í Eesbók Mbl. um sál uð íslenzk lista- og bókmenntarit. Ekki veit ég, hvort hann er að þakka mér svona persónulega (í víðlesnasta blaði landsins) fyrir að hafa EKKI birt smásögur eftir Sig, sem hann var að senda mér með ofur vinsamlegum bréfum, meðan hann var góði drengurinn í KFUM og lagði stund á guð- fræði, eða hvort Iúf og list, sem nú hefur hvílt í friði í 10 ár, get- ur enn sært sjúklegan bókmennta metnað hans og espað upp í hon- um enn meiri löngun í nafn en raun er á. Svo virðist sem hvorki Morgunblaðið né Rósinkranz né Grikkjakóngur hafi getað full- nægt nafnílöngun hans fram að þessu. Á FUNDI neðri deildar Alþingis í gær var frumvarp ríkisstjórn- arinnar am ný erfðalög samþykkt sem lög frá Alþingi, svo og frum- varp um skipti á dánarbúum og félagsbúum, um réttindi og skyldur hjóna og um ættaróðal og erfðaábúð, en þessi frumvörp öll eru í nánum tengslum. Þá var og frumvarp um eyð- ingu svartbaks samþykkt við 3. umræðu og sent efri deild til af- greiðslu. Töluverðar umræður urðu um frumvarp um húsnæðismála- Hafnarfjörður ANNAÐ kvöld kl. 8.30 verður bingó hjá Stefni, fél. ungra Sjálf- stæðismanna. Eins og venjulega verða mörg verðlaun veitt. — Spilað verður í Sjálfstæðishúsinu og er öllum heimill aðgangur. stofnun, en þeim hafði þrívegis verið frestað áður. Atkvæða- greiðslu um frumvarpið var frest að, en þessir tóku til máls: Hanni bal Valdimarsson, Gísli Jónsson, Gunnar Jóhannsson, Jón Skafta- son og Emil Jónsson félagsmála- ráðherra. Árangurslaus sáttafundur EINS OG skýrt var frá í Mbl. á þriðjudag, hélt sáttasemjari rík isins, Torfi Hjartarson, fund með aðiljum deilunnar um kaup og kjör togarasjómanna þá um kvöld ið. Sambomiulag náðist ekki um kvöldið, og hefur annar fundur ekkj verið boðaður. Munaði 8 mánuðum! Þeir, sem þekkja Sigurð gerla, munu dæma um, hvort það er af meðfæddum óheiðarleik eða upp- runa eða uppeldi hans — trúlega. þó ekki í KFUM — að hann fer svona skakkt með, blessaður pilt- urinn. Srgurðurinn minn góurinn! Líf og list kom ekki út í IV2 ár. Þar skrökvaðirðu vísvitandi. Út komu 20 hefti á rúmum tveim ár- um. Það hóf göngu sína í apríl 1950, en hrökk upp af klakanum í júní 1952. Sem sagt, það lifði tvö ár og tvo mánuði. Svo þakka ég þér tóninn í um- sögninni — hann kemur upp um þig — og óska bér til hamingju með að Líf og list birti ekki smá- sögu eftir þig á sínum tíma og tók ekki á sig ábyrgð og vanda „góðs fólks“, sem þú áttir eftir að hitta síðar. Steingrímur Sigurðsson."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.