Morgunblaðið - 07.03.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.03.1962, Blaðsíða 10
10 M o RG r/ n n r 4 ð 1Ð Miðvikudagur 7. marz 1962 \ I Lissábon, 15. febrúar. ! TILRAUN Spánar til að reyna að komast í Efna- ; hagsbandalagið, án þess að ræða það áður við ná- granna sinn, Portúgal (sem er meðlimur í ev- rópska fríverzlunarsvæð- inu), hefur verið tekin sem móðgun í Lissabon. I i M Franco. Salazar. Spanverjar vekja áhyggjur í Portúgal eftir Elizabeth IVforris gáfa þeirra er fínlegri, enda er í þeim meira keltneskt blóð en Spánverjunum. — Hún hefur vakið upp aldagamlar grunsemdir. Óttinn um að verða gleypt af Spáni hefur haft mikil á- hrif á sögu Portúgals og átt þátt í því, að hið 600 ára gamla ensk-portúgalska sam- band skuli enn vera við lýði. Spánn er nærri sex sinnum stærri en Portúgal og hefur verið hótun við tilveru þess síðan á dögum Mára. Portú- galar hafa að orðtæki: „Hvorki góður vinur né góð hjónabönd koma frá Spáni“. Portúgaxar hentu Spánverj- um fyrst út 1385 með hjálp enskra steinslöngvara og bog- manna í úrslitaorustunni við Aljubarrota, og bandalag Englendinga og Portúgala fæddist árið eftir. — Nærri tveim öldum seinna „erfði“ Filipp II Spánarkonungur Portúgal, nánast af tilviljun, og árangur þess varð það sem samtíma sagnaritarar kölluðu „sextíu ára fanga- vist“. Endurheimtar frexsisins 1640 er minnzt í dag með súlu á aðaltorgi Lissabon. Jafnvel 18. aldar einræðis- herrann, markgreifinn af Pombal, sem notaði sér hinn skelfilega jarðskjálfta í Lissa bon sem afsökun til að brjóta á bak aftur völd ensku verzlunargreifanna ~ í Lissa- bon og Oporto, vildi ekki heyra minnzt á „fjölskyldu- samning“ við Spán og Frakk- land gegn Englandi. Á 19. öld komu margar innrásir frá Spáni og Portú- gaí missti að eilífu borgina Olivenca. Á þessari öld hrjáðu stöðugar herferðir konungssinna frá Spáni hið nýstofnaða lýðveldi eftir valdaafsal konungs 1910. Eft- ir 1000 ára deilur hefur Portúgal þess vegna sálar- flækjur hvað Spán snertir. Verzlun milli þessara ’ríkja er nærri engin, til dæmis er hár tollur á sherry í Portúgal og sama gildir um portvín á Spáni. í dag er það ekki her- irnir, heldur rekast á skap- gerðirnar. Portúgalarnir eru blíðari í sér en Spánverjar, ekki eins hagsýnir og kímni- 1 Portúgal hefur ekki fæðst neinn E1 Greco eða Goya, Picasso né Salvador Dali, né heldur tónskáld á borð við Granados eða Manuel de Falla, en það hefur gefið heiminum mikla landkönnuði. Vasco da Gama og Magellan og Hinrik prins, sem sigldi „kringum hálfan heiminn“. í dag eru portúgalskir verkfræðingar vel þekktir, einkum fyrir stíflugerð. Báðar þjóðirnar hafa stað- ið gegn tilraunum til frjáls- lyndrar stjómar, en af mis- munandi ástæðum. Þótt Portúgalar séu oft frjálsiynd- ir í sér, eru þeir lélegir stjómendur og það sést ekki aðeins í stjómmálum, heldur líka í viðskiptum. Spánverj- amir eru hræddir og tilfinn- inganæmir, of þröngsýnir og miklir einstaklingshyggju- menn. Spánska borgarastyrjöldin sleppti allri þeirri grimmd og ástríðu, sem Spánverjinn get- ur sýnt af sér. Þrátt fyrir hinn forna ótta við Spán, studdi stjóm dr. Salazars Franco hershöfðingja og upp reisnarmennina á virkan hátt frá upphafi. Portúgalska sam- fylkingin, sem nú er gagn- rýnd harðlega af stjórnarand stöðunni, var upphaflega mynduð til stuðnings Franco, af Salazar, og ekkert leynd- armál gert úr því að sigur spönsku lýðveldisstjómarinn- ar væri alvarleg hætta fyrir portúgölsku stjómina. Lýð- veldissinnar ,sem höfðu flúið til Portúgal voru sendir aft- ur til Spánar í dauðann. Bretar rnótmæítu, þegar portúgalska stjómin leyfði að hergögnum handa Franco væri skipað í land í Lissa- bon frá skipum Hitlers. En þá þegar höfðu skotfærin til hersveita Francos, á leið frá Sevilla til Burgos, verið send gegnum Portúgal. Jafnvel áð- ur en borgarastríðið brauzt út, hafði Franco hershöfð- ingi stofnað „skuggaráðu- neyti“ í hóteli í Lissabon. Þegar borgarastríðið endaði 1939 fóru Portúgalar að hafa nánara samband við Spán en nokkru sinni áður. Vegna skyldra hugsjóna höfðu dr. Salazar og Franco hershöfð- ingi nána samvinnu, byrjuðu með að semja um vinsam’iega sambúð.; Þrem árum seinna gerðu hinir tveir einræðis- herrar Íberíu-samninginn. — Hann var gefin út sem múr gegn marxisma. Hann var ekki gerður opinber nákvæm lega, en samt sem áður lét stjóm Salazar það uppi, að ekki væri hægt að nota banda lag Englendinga og Portú- gala gegn Spáni. Dr. Salazar getur treyst á stuðning Spánar hjá Samein- uðu þjóðunum við stefnu sína í nýlendunum, jafnvel þó að öll önnur lönd heims- ins greiði atlcvæði gegn henni. Báðir einræðisherrarnir eru kænir og varkárir menn. — Franco er að reyna að sýnast frjálslyndur fyrir heiminum með því að ýta öfgamönnum smátt og smátt út úr ráðu- neyti sínu og gera áætlun um að konungur verði eftirmað- ur hans. Hann hefur einnig leyft amerískar herstöðvar á Spáni í staðinn fyrir efna- hagsaðstoð. Þar sem Salazar þurftiekki að berjast til valda, þarf hann ekki að gera sig til fyrir almenningsálitinu í heiminum, því hann var sett- ur til valda af herráðsnefnd vegna fjármálasnilli sinnar. Þegar við enda seinni heims- styrjaldarinnar var hann bú- inn að fá gott orð á sig sem réttlátur og góður stjórnandi. Enginn efaðist um vizku hans. En nú hefur hallað undan fæti fyrir honum, bæði vegna hinnar djörfu portú- gölsku stjómarandstöðu í út- legð og frá afrísku lands- svæðunum Ndola og Mozam- bique. Og með hinni nýju aukn- ingu árása á stjóm hans, er farið að tala mikið um Íberíu samninginn, meðal stjóm- málalega hugsandi Portúgala, og margir þeirra, þar á með- al sumir stuðningsmenn Sal- azars sjálfs, gera sér fulla grein fyrir því að væri samn ingnum stranglega framfylgt, gætu Portúgalar orðið í reyndinni sem eitt af héruð- um Spánar. Það er enginn vafi á þvi, að lýðveldi í Portúgal yrði óvinsamlegt í garð Spánar Francos. — Spænska falangístablaðið Ar- riba sagði um daginn: „Íberíu-samningurinn hefur séð fyrir öllum möguleikum." Stephan Hughes símar frá Rabat: Efnahagslíf Marokkos er I hættu, ef Spánn verður með- limur evrópska efnahags- klúbbsins. Spánn og Marokkó keppa á viðskiptasviðinu. — Bæði löndin selja ávexti, vín, kom og aðrar vörur í Ev- rópu. Ef Spánn gengur íEfna hagsbandalagið, hljóta vörur hans að fá betri samkeppnis- aðstöðu, og Marokkó á von á að missa meira en 30 milljón pund í utanlandsviðskiptum. Efnahagslíf Marokkó hefur komizt yfir sveiflumar eftir sjálfstæðið, aðallega vegna hjálpar frá Bandaríkjunum og af þeirri staðreynd, að Frakk land hélt áfram að veita tals- verðar tollalækkanir á fram- leiðsluvörum Marokkós. Þótt efnahagsaðstoð Bandaríkj- anna haldi áfram að minnsta kosti fram í lok 1963, þegar flugstöðvar Bandaríkjanna eiga að hætta störfum, er ekki víst að Frakkar haldi áfram að flytja inn appelsin- ur frá Marokkó, til dæmis vegna þess að Spánverjar mundu áreiðanlega heimta að hin mikla uppskera þeirra yrði vemduð fyrir „órétt- látri samkeppni". (OBSERVER _ öll réttindi áskilin). Athugasemd um áburðarverð ÁBURÐARVERKSMIÐJAN hf. hefir gefið út fréttatilkynningu run að henrr. hafi tekizt að gera hagkvæm mnkaup á erlendum áburði tii notkunar á n.k. vori. Hefir hún fengið tilkynninguna birta í Ríkisutvarpinu og mörg- um blöðum. Kennir nokkurrar sjálfsánægju í tilkynningunni og er þar farið með fullyrðingar, scm óhugsandi er að sanna. Áburðarverksmiðjan h.f. segir að vegna bætírar aðstöðu og hag- kvæmari innkaupa, verði áburð- arverðið a. m. k. tveimur og hálfri milljón króna lægra en annars hefði orðið. Og á öðrum stað er talað um rúmlega 800 þús. króna spamað á erlendum gjaldeyri, borið saman við fyrra árs verð. En hvaða rök eru þetta? Hver getur fullyrt um að Áburðar- verksmiðjan h.f. hafi gert hag- kvæmari innkaup heldur en Áburðarsala ríkisins kynni að hafa gert, eí hún hefði annast innkaupin? Um þetta getur eng- inn sagt. Og fullyrðingar, sem styðjast við þannig rök, eru fá- nýtar. Við athugun á áburðarverði sl. haust, kom fram, að verð á þrífos fati, sem er langsamlega aðalteg- und af innfluttum áburði, myndi eittihvað lækka, frá því sem var sl. ár. Greindi undirritaður for- stjóra Aburðarverksmiðjunnar h.f. frá pessu eins og öllu öðru, sem máli skipti í sambandi við reynslu um áburðarkaup og rekst ur Áburðarsölunnar. Kom þetta álit einnig alveg saman við þær upplýsingar, sem forstjórinn fékk hjá formanni verksmiðjustjórnar, hr. Vilhjálmi Þór _ bankasfajóra, um það leyti sem Áburðarverk- smiðjan var að taka að sér rekst- ur Áburðarsölunnar. Reyndin varð einnig sú, að innkaupsverð á þrífosfati lækk- aði. Er því undarlegt að sjá í fréttatilkynningunni, að markaðs verð hafi nú verið hærra en áð- ur. Eg leiði hjá mér, að ræða um gróðann af bættri aðsfxöðu í Gufu nesi. Reynslan ein sker úr, hvort þar eru haldbetri rök um að ræða, heldur en „hagkvæmu inn kaupin“. En allir vinir landbún- aðarins, munu óska að svo verði. Fréttatilkynningin upplýsir, að Áburðarverksmiðjan h.f. hafi fengið lækkun um á aðra millj. frá fyrstu tilboðum, þar til samn ingar voru gerðir, á öllu áburðar- magninu. Varla munu margir, sem eru kunnugir í viðskiptalíf- .inu, kalla þetta stóra eða merki- lega frétt. Svo er sjálfsagt að samþykkja ekki fyrstu tilboð, heldur reyna samninga um lækk- un. Áburðarsala ríkisins hefir vit- anlega unnið þannig og mjög oft tekizt að íá verulega lækkun frá fyrstu tilboðum. En það hefir aldrei verið gefin út nein frétta- tilkynning þar að lútandi. — Hér skal þó gerð undantekning og greint frá einu litlu dæmi frá árinu 1959. Þá var oflítiill kjarnl og þurfti því að flytja inn köfn- unarefnisáburð og voru keyptar 6000 smál. af Ammonsúlfatsalt- pétri frá Þýzkalandi. Munurinn á fyrstu verðtilboðum og kaup- samningi á þessu litla magni, var með núverandi gengi, rúmlega 1,5 millj. króna, kaupanda í hag. Eða m. ö. o. svipuð upphæð og nú virðist hafa orðið á rúmlega þrefalt meira magni. Framhald á bls. 23. GIRDKAREM, sem allir hafa beðið eftir, er nú til sýnis í Sýningar- arglugga Málarans, Bankastræti. Leitið upplýsinga: C. S. JÚLÍUSSON Aðalstræti 6, 7. hæð. Sími 18864. JÁRN H.F. Súðavog; 26. Sími 35555(

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.