Morgunblaðið - 07.03.1962, Page 14

Morgunblaðið - 07.03.1962, Page 14
14 MORQUISBLAÐIÐ Miðvikudagur 7. xnarz 1962 Námskeið félagsmála- stofnunarinnar NÁMSFLOKKASTARFSEMI Félagsmálastofnimarinnar hófst sunnudaginn 4. þ. m. með rekstri erindaflokks um verkalýðs- og efnahaldsmál og námskeiði í fundarstörfum, rökfræði og mælsku. Hannes Jónsson, for- stjóri, setti námskeiðið. Og að l>vi loknu tók Bjarni Bragi Jóns- son, hagfræðingur við stjórn fyrsta námskeiðafundar. Á dag- skrá voru tvö erindi: Þróun og grundvöllur verkalýðsbaráttunn- ar, flutt af Hannesi Jónssyni og Upphaf verkalýðshreyfingarinn- ar, sem Haraldur Jóhannsson hagfræðingur flutti. Á sunnudaginn kemur mun Hannibal Valdemarsson, forseti ASI, flytja erindi um íslenzka verkaiýðshreyfingu í fortíð og nútíð og Björgvin Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vinnuveit- enda sambandsins, flytja erindi um sögu, tilgang og skipulag samtaka atvinnurekenda. Innilegar þakkir öllum þeim er glöddu mig á áttræðis afmæli mínu 15. febrúai sl. — Guðs blessun fylgi ykkur ætíð. Stykkishólfi 5. marz, 1962. Guðrún Sigurðardóttir llliit Siguf-þóf Jór\ssor\ & co Faðir minn ANDRÉS J. BERTELSEN stórkaupmaður andaðist á Landakotsspítala 5. marz. Friðrik Bertelsen Elskulegu bórnm okkar, JÓNA STEFÁNSDÓTTIR og LARUS DANIEL STEFÁNSSON verða jarðsungin frá Kapellunni í Hnífsdal, fimmtu- daginn 8, marz kl. 2 e.h. Sigfríð Lárusdóttir, Stefán Björnsson Jarðarför mannsins míns, HAUKS HRÓMUNDSSONAR fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 8. marz kl. 3 e.h. Hulda Sveinbjörnsdóttir Samkvæmt ósk bróður okkar, HLÖÐVERS Á. ÁRNASONAR frá Oddsstöðum sem andaðist í Burkington Ondasio 6. jan sl. hefur jarð- setning hans farið fram hér heima. Áslaug Árnadóttir, Rannveig Árnadóttir, Guðrún Árnadóttir Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim er auðsýpdu samúð vegna andláts sonar míns WILLIAMS BREIÐFJÖRD Dorothy M. Breiðfjörð Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför INGÓLFS GUÐMUNDSSONAR Strandgötu 25 B, Akureyri Ingibjörg Halldórsdóttir, Margrét Ingólfsdóttir, Sigurlaug Ingólfsdóttír, Ragnar Steinbergsson, Ásta Sigurðardóttir.. Ingimar Eydal, Steingrímur G. Guðmundsson, Lilja Valdimarsdóttir Bótamál vegna meiðsla af hálfu lögreglumanna NÝLEGA var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í skaðabóta- máli, er Baldvin Sigurbjörnsson, skipstjóri, Hafnarfirði, höfðaði gegn fjármálaráðherra f. h. rík- issjóðs til greiðslu bóta vegna meiðsla, ei hann varð fyrir af völdum lögreglumanns í lög- reglustöðinni í Reykjavík. Málsatvik eru þessi: Nokkru eftir hádegi 27. febrú- ar 1957 kom stefnandi í lögreglu- stöðina í Reykjavík og spurði þar eftir kunningja sinum, er var fangavörður þar. Stefnanda, er var nokkuð undir áhrifum áfengis, var eftir nokkra stund vísað út af stöðinni. Hann kom þó aftur innan tíðar og var þá enn vísað út og fór lögreglumað- ur með honum. Lét lögreglu- maðurinn aftur útidyrahurðina á eftir stefnanda, en stefnandi varð milli stafs og hurðar hjara- megin með hægri þumalfingur- inn og hefur þá snúið að hurð- inni. Varð síðar að taka fram- an af fingrinum og eru bótakröf- umar í málinu gerðar végna þess ara meiðsla. Stefnanda og lögregluþjóni þeim, er hlut átti að máli, bar ekki saman um aðdraganda slyss- ins. Stefnandi hefur haldið því fram, að lögregluþjónninn hafi ýtt sér til dyranna og hafi hann hrökklast undan manninum til dyra og gengið aftur á bak. Lög- regluþjónninn hafi síðan lokað- dyrunum snöggt á eftir sér og fylgt vel eftir með því að leggj- ast á hurðina og þá hafi slysið orðið. Lögregluþjónninn, sem tjáði sig tvisvar um þetta atriði, taldi í síðara sinn, að stefnandi hefði gengið einn út um dyrnar og gengið áfram. Hann neitaði því og, að hafa lokað dyrunum harkalega eða hafa lagst á hurð- ina og kveðst hann ekki hafa orð ið var við, að stefnandi sneri sér við í dyrunum. Fleiri vitni voru leidd, sem öll báru, að stefnandi hefði verið alldrukkinn, en enginn hafði séð, þegar slysið skeði. Baldvin Sigurbjörnsson krafð- ist bóta að upphæð kr. 93.935,00. auk vaxta og málskostnaðar. Studdi hann kröfur sínar þeim rökum, að skv. islenzkum lögum bæri ríkissjóði að greiða bætur fyrir skaðaverk lögreglumanna. Hér væri um slíkt verk að ræða, en leggja yrði til grundvallar skýrslu stefnanda um slysið. Hinsvegar yrði ekki byggt á framburði lögreglumannsins, enda hafi hann orðið tvisaga um mikilvæg atriði. >á var þvi og haldið fram, að lögreglumaður- inn hefði átt að sýna sérstaka varúð, hafi hann verið jafn drukkinn og lögreglumenn halda fram. Fjármálaráðherra, f.h. ríkis- sjóðs, krafðist sýknu af kröfum lUNDARGÖTU 25 iÍMI 0745 stefnanda, og rökstuddi kröfuna með því, að ekki væri sannað, að lögreglumaðurinn hefði viljandi eða af gáleysi hegðað sér með öðrum hætti en honum bar. Stefn andi hafði verið drukkinn á lög- reglustöðinni, hann hafi þrjósk- ast við að fara út og hann hafi lagt hægri hönd á dyrastaf hægra megin, en á slíku hafi lögreglu- maðurinn eklji getað varað sig. Var því haldið fram, að slysið •* væri annaðhvort sök stefnanda eða það hefði orðið fyrir óhappa- tilviljun, sem ekki leiddi til bóta- skyldu stefnda. Til vara krafðist stefndi þess, að bótakrafan yrði lækkuð veru- lega og var sú krafa rökstudd með því, að stefnandi ætti megin sök á tjóni því, sem hann varð fyrir. Niðurstöður málsins fyrir hér- aðsdómi urðu á þá leið, að talið var að stefnandi og lögreglumað- urinn ættu hvor um sig jafnmikla sök á slysinu og bví bæri stefnda að greiða stefnanda hálft tjón hans, en sú upphæð var talin kr; 27.900,00. í Hæstarétti urðu dómarar ekki á eitt sáttir um niðurstöðu máls þessa. í forsendum að dómi meirihluta Hæstaréttar segir svo: „Er lögreglumaðurinn leiddi (stefnanda) út og lokaði dyrum lögreglustöðvarinnar, mátti hann vænta óeðlilegra viðbragða af hendi gagnáfrýjanda sökum ölv- unar hans. Bar lögreglumannin- um að kosta kapps um eftir föng- um að. Stefnandi yrði eigi fyrir meiðslum. Þetta átti lögreglu- manninum að mega takast, enda sýndi stefnandi honum eigi til- ræði né átti lögreglumaðurinn á neinn hátt hendur sínar að verja. Samkvæmt þessu og forsend- um héraðsdóms má rekja slys stefnanda til ölvunar hans sjálfs, óhappatilviljunar og vangæzlu lögreglumannsins. Þegar litið er til allra málavaxta, þykir rétt, FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA hefir opnað nýja skifstoÆu í Bankastræti 7, þar sem verzlun- in Ninon var áður og flutt þang- að starfsemi sína. Er inngangur og sýningargluggi á götuhæð, en skrifstofan á efri hæðinni. Mörg umboð. Guðni Þórðarson, framikvæmda stjóri, sýndi fréttamönnum þetta nýja húsnæði nýlega og skýrði jafnframt frá starfsemi skxif- stofunnar, sem hefur fengið við- urkenningu og aðild að IATA, alþjóðasa/mbandi flugféla;|a og söluumboð fyrir flugfélög um allan heim til útgáfu og söluum- boð fyrir flugfélög um allan heim til útgáfu farseðla fyrir sama verð og flugfélögin. Selur skrifstofan farseðla fyrir ísl. pen- inga með flugfélögunum, svo og með skipum, járnbrautum og bíl um hvert sem vera skal. Hefur Sunna aðalumboð á íslandi fyrir ýmis stór skipafélög og er að taka við umboði fyrir frönsku ríkisjámbrautirnar, sem gerir henni fært að selja fyrir íslenzka peninga járnbrautarseðla um alla Evrópu og fargjöld fyrir bíla yfir Ermarsund og víðar. Eru slilkir farseðlar aldrei dýr- að (stefnandi) beri tjón sitt, sem er hæfilega metið í héraðsdómi, að % hlutum sjálfur, en (stefndi) bæti honum það að hluta“. Samkvæmt því fékk stefnandi tildæmdar bætur að upphæð kr. 13.950,00 ásamt vöxtum og kr. 6.000,00 í málskostnað. Sératkvæði. Þórður Eyjólfsson, hæstarétt-. ardómari, og prófessor Magnús Þ. Torfason, er gegndi dómara-. störfum í máli þessu, skiluðu sér atkvæði. í forsendum að atkvæði þeirra segir, að auðsætt sé, að orsakir slyssins megi rekja til mótþróa stefnanda og mikillar ógætni hans. Þykir lögreglumað- urinn ekki hafa sýnt af sér óvar- kárni eða gáleysi í starfi sínu, sem eigi að varða skaðabóta- skyldu. Niðurstaða þeirra var þvf sú, að sýkna bæri fjármálaráð- herra f. h. ríkissjóðs af kröfum stefnanda, en málskostnaður fyr ir báðum réttum skyldi falla nið- ur, Höggmyndin af Ólafíu Jóhannsdóttur 1 SEINASTA jólablaði Lesbókar ritaði ég grein um Ólafíu Jó- hannsdóttur og sagði frá högg- myndinni af henni, er Kristinn Pétursson gerði. Var þar sagt að hún væri gjöf frá Norðmönn- um til Hins íslenzka kvenfélags. Þetta er á algjörum misskiln- ingi reist. Listamaðurinn, sem myndina gerði, hefur nú skýrt mér frá því, að myndastyttan sé alla ekki gjöf frá Norðmönnum, heldur hafi frú Ragnhildur Pét- ursdóttir í Háteigi keypt hana af sér. Frú Ragnhildur var stödd í Noregi 1928 þegar Krist- inn var að gera myndina og sá hana hjá honum. Leizt henni svo vel á, að hún bað Kristin að sjá til þess að tvær steypur yrði gerðar af myndinni, og hún fengi aðra þeirra. Þetta varð og myndina hafði frú Ragnhildur síðan á heimili sínu. Ég verð að biðja afsökunar á því, að hafa farið eftir ótraust- um heimildum um þetta efni þegar ég ritaði um Ólafíu. En hitt sný ég ekki aftur með, að höggmyndin ætti helzt af öllu að vera í Háskóla Islands. A. ó. ari en í landinu sem ferðast er um, en stundum ódýrari, eins og t.d. 10% ódýrari með lan/gferða- bílum i Bandaríkjunum en séu þeir keyptir á staðnum. Afsláttur af hótelherbergjum. í sambandi við hótelútveganir í Evrópu og Ameríku hefur skrif stofan komizt að samkomulagi við ýmis hóbel með afsiaetti, t.d. yfir vetrarmánuðina og miunar allt að 50% á mörgurn hótelum á Ítalíu. Sunna hefur undanfarin ár skipulagt hópferðir með íslenzk- um fararstjórum yfir sumar- mánuðina, fyrsta ferðin á pásk- um og sú síðasta í október, Sagði Guðni að í fyrra hefði ver* ið tekin upp sú nýlunda aið fljúga mikið á langleiðum i Evrópu og hefði það orðið vin* sælt til að losna við löng og þreytandi ferðalög. Sérstaklega kvaðst Guðni vilja leiðrétta þann misskilning, sem hann hefði orðið var við, að ferðaskrifstofur hljóti að leggja aukagjald á farseðla sem þær út- vega, en þeir væru þvert á móti ávallt seldir á nákvæmlega sama verði og keyptir beint hjá viðkomandi lélagL „Sunna“ flutt í nýtt húsnæði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.