Morgunblaðið - 07.03.1962, Síða 23

Morgunblaðið - 07.03.1962, Síða 23
Miðvikudaguf 7. márz 1362 MOFCfJlSBLAOfÐ 23 ☆ A SUNNUDAGSMORG- UN komu 11 ítalskir blaða og útvarpsmenn í flugvél frá Alsír til Parísar. —■ Undanfarna daga höfðu of beldismenn OAS áreitt þá í Algeirsborg og að lok- um krafðist hreyfingin þess að þeir hyrfu úr landi, ellegar skyldu þeir allir teknir af lífi án dóms og laga. ítalirnir höfðu búið, ásamt öðrum olaðamönnum á Aletti- hótelinu. Á laugardagsmorgun inn komu þangað OAS-menn í bíl, cg gengu til herbergja ítalanna með vopn í hönd og gerðu upptækar myndarvélar og hljómupptökutæki ítalskra sjónvarpsmanna. Verðmæti þess er talið vera allt að þrem milljóniim íslenzkra króna. Á fimmtudaginn höfðu ítöl9ku sjónvarpsmennirnir nefnilega farið inn í Kasbah, Serkjahverfið, og tekið þar ílalski blaðamannahópuriim við brottför sína frá Alsír. Giovannini er þriðji frá vinstri. Atiaga OAS gegn biaða- mönnum í Alsír upp þátt, sem sýndur var í ítalska sjónvarpinu. Yfirleitt hafa OAS-menn talið frásagn- ir ítalskra blaðamanna halla meira á hreyfinguna en frá- sagnir annarra. Eftir hádegi komu sömu OAS-mennirnir aftur til hótels ins Og höfðu á brott með sér Giovanni Giovanini frá La Stampa í Torino. Hann kom aftur 20 minútum síðar, ná- bleikur í andliti og sagði frétt irnar um úrslitakosti OAS. Giovannini sagði, að OAS- menniroir hefðu lýst yfir. að ítölsku blaðamennirnir væru verstu óvinir þeirra og næst kæmi röðin að Bretum. Allan laugardaginn sendi OAS nýj- ar hótanir til hótelsins. Aðeins einn ítalskur blaða- maður er nú eftir í Algeir- borg og er það hinn þrítugi Nicolas Caraciolo frá II Giorno í Milanó. Hann er af fornri aðalsætt í Napolí og neitar að láta hræða sig. OAS er þó verst við hann af öllum blaðamönnunum, vegna þess að blað hans er málgagn olíu- kóngsins Enrico Mattei, sem á að nafa hafið samningaum- leitanir við útlagastjórnina um olíuréttindi i Sahara að aflokn um friðarsamningunum. OAS hefur þegar gert tilraun til að ráða Matlei af dögum. Er- lendir kollegar Caraciolos reyna að halda um hann líf- vörð. Eftir fyrsta mannrán OAS á laugardaginn, gerðu þeir aðra atlögu. Nokkrum mínútum eft ir að hreyfingin hafði sam- band við Hótel Aletti, kom ungur maður í blárri peysu til hótelsins. Tveir Bretar buðust til að fara með honum og semja fyrir hönd hinna ítölsku starfsbræðra sinna. Úti á auðri götunni söfnuðust um 50 blaða menn í kringum OAS-mann- inn og reyndu að hindra Bret- ana í að íara inn í bílinn sem beið eftir þeim. í nokkurra metra fjarlægð frá hópnum biðu tveir þung- vopnaðir lögreglumenn á mót- Orhjólum, með vélarnar í gangi. Margir reyndu að kalla á þá, en þeir hreyfðu sig ekki. Skömmu seinna sneri sá peysuklæddi sér til þeirra og þeir hlýddu þegar í stað skip- un hans og hurfu, með benzín ið í botni upp götuna. Lögreglumennirnir voru einkalífvörður hans! Rétt um svipað leyti fóru nobkrar bryn varðar bifreiðir framhjá, en hermennirnir skiptu sér ekki hið mmnsta af atburðunum framan við hótelið. Þegar Bretarnir komu til baka, höfðu þeir það eitt að segja, að fresturinn. 24 stund- ir, væri óbreyttur. Meðan á viðræðunum stóð höfðu þeir fengið vótn að drekka á reikn- ing OAS. Að visu komu tveir lög- reglumenn til hótelsins klufcku stund síðar, en þeir voru kall- aðir þangað af orðuskrýddum, frönskum herforingja. Hann sagði einn ítölsku blaða- mannanna hafa ráðizt á sig. Blaðamaðurinn hafði beðið hann „að hafast eitthvað að“. Herforinginn, sem var staddur með dömu í barnum, hafði svarað því til að hann væri í fríi, og þá hafði blaðamaður- inn sagðt með miiklum hita: „Leyfist mér oð votta franska hernum aðdáun mína“. Stólar og borð vöru tjá Og tundri i forstofunni, þegar herforinginn og blaðartiaður- inn voru búnir að gera upp sakirnar. Á mánudagsnóttina, um 12- leytið, var gerð umfangsmikil lögregluronnsókn á Hótel Aletti. Um það bil 100 blaða- menn frá öllum hlutum heims urðu að standa með uppréttar hendur, frammi fyrir vél- byssukjöftum, meðan óein- kennisklæddir lögreglumenn framkvæmdu leit á þeim. Síð- an var þaulleitað í öllum her- bergjum hótelsins. Það er ein- kennandi fyrir ástandið, að margir héldu að þarna væri um nýja árás OAS að ræða. Enginn sannfærist lengur af einkenmsbúningi lögreglunn- ar. Aðeins einn blaðamaður, Willy Reunert frá danska út- varpinu, lét ekki hræða sig og neitaði að láta leita hjá sér, fyrr en honum væri sýnd heim ild frá lögreglustjóranum. Mörg blöð hafa í hyggju að kalla fréttaritara sína í Algeirs borg heim til að mótmæla at- burðunum um helgina. Allar moskur í Algeir9borg eru nú fullar af trúuðum Mú- hameðstrúarmönnum. Rama- dan, föstumánuður Múhameðs trúarmanna, er að verða út- runninn og hin mikla hátíð L’Aid E1 Seghir byrjar í dag. Reynslan, hefur sýnt. að Serkir eru afar æstir meðan á hátíðahöldunum stendur, og horfa menn með ugg til há- tíðarinnar, því búast má við alvarlegum árekstrum milU þjóðabrotanna í Alsír. UTAN UR HEIMi — Kennedy Framh. af bls. 1 un. Ef Bandaríkin og bandalags- riki þeirr.1 geri fleiri tilraunir en þegar 'nafr verið gerðar, neyð- jst Sovétríkin til að gera tilraunir með nýja gerð vöpna í því skyni að tryggja friðinn í heiminum. Afall Krúsjeff segir ákvörðun Banda ríkjanna áfall fyrir vænt- anlegar afvopnunarviðræður í Genf. Hann harmar að Banda- ríkin og Bretland vilji ekki sam- Iþykkja að halda ráðstefnuna sem leiðtogafund, eins og hann hafði áður lagt til, en kveðst geta fall- izt á að hún hefjist með fundi utanríkisráðherra aðildar- ríkjanna. Krúsjeff rninnir á að af vopnunarviðræður hafa farið fram undanfarin fimmtán ár án árangurs. Það væri því Skamm- sýni að ætla að unnt væri að ná samkomulagi að þessu sinni eftir þeim leiðurn, sem hingað til hafa verið gagnslausar. Segir Krúsjeff að Sovétríkin séu reiðubúin að samþykkja tillögur Vesturveld- anna um eítirlit með afvopnun ef Vestuvveldin samþyiloki tillög- ARSHÁTÍÐ í LÍDÓ. sunnudaginn 11. marz kl. 19. Aðgöngumiðar hjá Magnúsi E. Baldvinssyni, Laugavegi 12. ur Sovétríkjanna um algjöra og almenna afvonun. STANGAST Á Forsætisráðherrann bendir á að Kennedy hafi margsinnis haldið því fram að Bandaríkin stæðu framar Sovétríkjunum í smíði kjarnorkuvopna auk þess sem yfirmenn hersins hafi hreykt sér af því að ráða yfir vopnum sem gætu máð Sovétríkin og banda- lagsríki þeirra af yfirborði jarð- ar. Nú væri hinsvegar sagt að Bandaríkin neyddust til að hefja tilraunir að nýju til að dragast ekki aftur úr Sovétríkjunum á þessu sviði. Þessar upplýsingar stangast augsjáanlega á, segir Krúsjeff. Hann lýkur orðsend- ingu sinni með því að lýsa yfir þeirri trú sinni að unnt verði að binda endi á kjarnorkukapphlaup ið. HELDUR STUÐLA AÐ ÁRANGRI Sendihevra Bandaríkjanna í Moskvu, Llewelyn Thompson, af henti í dag svar Kennedys við þessari orðsendingu Krúsjeffs. Lýsir Kennedy þar ánægju sinni yfir að Krúsjeff s'kuli hafa fall- izt á utanríkisráðherrafund um afvopnunarmál. Segir Kennedy að tilgangurinn hljóti að vera að ná saimkomulagi um afvopnun en ekki að skiptast á ófrjóum áróðri. Hann kveðst ekki að svo stöddu kæra sig um að svara ýmsum lið um í orðsendingu Krúsjeffs, sem þeir séu ekki sammála um. Við skulum heldur gera allt til þess að viðræður fulltrúa okkar geti borið árangur, segir forsetinn. — Krúsjeff Framh. af bls. 1 leiðslu landlbún«ðarvéla. Hann kvaðst álíta að allt of snemima hefði verið gripið til þess að framleiða vörur, sem alls ekki væru jafn nauðsynlegar og þær, sem hætt var við. Krúsjeff zkýrði frá því að miðað við sjö ára áætl unina hafi orðið verulegur fram leiðslúbrestur á árinu 1961. Þann ig hafi vantað 16 millj. tonn af korni, þrjár millj. tonna af kjöfi og 16 millj. torrna af mjólk. — íþróttir Framh. af bls. 22. 9pretti við erlenda sundfólkið og sigrarnir gengu á víxl. Það er því víst að í kvöld verður bar áttan hörð, og skemmtilegri í- þróttakeppni sést varla en jöfn keppni í sundi. Keppnisgreinar í kvöld eru þessar: 100 m bringusund karla, 50 — bringusund karla, 100 — skriðsund karla, 100 — flugsund karla, 100 — skriðsund kvenna, 50 — bringusund kvenna, 100 — bringusund unglingar, piltar (18 ára og yngri) 100 — skriðsund drengja, (16 ára og yngri) 50 — bringusund sveina (14 áre og yngri). 100 — bringusund telpna, 4x50 — bringusund kvenna, 4x50 — bringusund karla. — Athugasemd Framhald af bls. 10. Því má bæta við, að bændur voru ánægðir með þennan áburð- arinnflutning, enda mun hann hafa sparað þeim verulegar fjár hæðir í áburðarkaupum það vor- ið. Að síðustu þessi lokaorð: Eg hafði ekki hugsað mér að skrifa um þetta mál. Hélt að Áburðar- verksmiðjan h.f. léti sér nægja, að fá rekstur Áburðarsölu ríkis- ins í sínar hendur, en frestaði að gera fyrirrennara sína tortryggi- lega, þar til þeirra eigin verk töl- uðu um meira, farsælla og ein- lægara starf í þjónustu bænda, en áður hefir þekkzt. Áreiðanlegar fréttatilkynning- ar geta venð góðar, en þó skipta nú verkin ennþá mestu máli. Björn Guðmundsson GUNNAR IÓNSSON LÖGMADUR við undirretti oq hæstarétt þingholtsstræti 8 — Simi 18259 LOFTUR ht. lngólfsstræti 6. Pantið tíma í síma 1-47-72. Sigurg^ir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifsofa. Aústurstrætj 10A. Sími 11043.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.