Morgunblaðið - 15.03.1962, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.03.1962, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 15. marz 1962 9 MORCUlSBLAÐÍh Sigurður Jóhannesson bankavörður-minning ÁRDEXIIS í dag fer fram í kapellunm í Fo&svogi útför Sig- urðar Jóhannessonar fyrrum bankavarðar í Útvegsbanka ís- lands í Reykjavík. Sigurður fæddist að Höfða í Eyrarsveit í Snæfellsnessýslu 2. febrúar 1881 og hafði þannig rúmlega eitt ár yfir átta áratugi, er hann andaðist. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Guðmundsdóttir og Jó- hannes Sigurðsson. Föðurforeldr ar Sigurðar voru Jóhanna Sig- urðardóttir og Sigurður Pálsson, er bjuggu að Höfðakoti í sömu sveit. Móðurforeldrar hans bjuggu í Gvendareyjum á Breiða firði, Björg Gunnlaugsdóttir og Guðmundur Ormsson. Sigurður Jóhannesson ólst upp í foreldrahúsum til níu ára ald- urs. Var hann þá, við andlát föð- ur síns, tekinn í fóstur hjá Snæ- birni Kristjánssyni í Hergilsey og konu hans Guðrúnu Hafliða- dóttur. Vinfengi var mikið með foreldrum Sigurðar og húsibænd- um að Hergilsey og eigi að ófyr- irsynju. Sigurður mat að verð- leikum og þakklæti það uppeldi og þroska er hann þar hlaut og varð aðnjótandi. Minntist hann oft þeirra æskudaga og ætíð af hlýhug. Sigurður hóf ungur sjósókn, harða baráttu við úfið úthaf og válynd vetrarveður. Það var hans fyrsti skóli. Um aldamótin settist hann á skólabekk í Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan skip- stjórnarprófi. Var hann eftir það fjöldamörg ár formaður á þilskip um og síðar mótorbátum við Breiðafjörð. Alls stundaði Sigurður sjósókn í rúman aldarþriðjung og ávallt á ' Breiðafjarðarslóðum. Kapp- samur var hann, hygginn ávallt, fengsæll og farsæll kom hann úr hverjum róðri. Árið 1930 kvaddi Sigurður bvitgð og búendur við Barða- strönd og fluttlst frá Flatey til Revkjavíkur. Hóf hann þá almenna verka- mannavinnu. sem á næstu árum revndist æði stopul og tekjurýr. Sigurður nýtti þó með afbrigð- urn vel og ágætlega allt er aflað ist .Honum tókst með iðjusemi og þrautseigju að sjá heimili eínu, eiginkonu og tveimur ung- um sonum, farborða og vera allt af bjargálnamaður. Ævistarfi Sigurðar Jóhannes- sonar lauk að loknu dagsverki í Útvegsbanka fslands, en þar hafði hann starfað og verið vörð- ur og umsjónarmaður frá 10. Iióvember 1948 allt til andláts. Fyrir fótaferð flestra borgar- búa var hann kominn til vinnu í bankanum þriðjudaginn, 6. marz s.l. Vinnudagur hans var til lokunartíma bankans þann dag, sem ávalt áður. Glaður og eíkátur þennan síðasta ævidag íinnti hann skyldustörfum sínum *vo sem endranær. Broshýr með kímniyrðum deildi hann geði og gamni við starfsfélagana í Bank anum við hádegisverð. Allt lék í lyndi. Hinsvegar máttu kunn- ugir merkja fölva og jafnvel feigðarlit í andliti Sigurðar hina eíðustu daga. Var eigi að undra, því fyrir tæpu ári, eftir að Sig- urður var orðinn áttræður, gekk hann undir erfiðan og á'hættu- ^aman uppskurð í Landsspítal- enum. Var ljóst að hverju etefndi, en flestum kom á óvart hversu brátt að bar. Allur var hann að kvöldi þennan síðasta starfsdag, einni klukkustund fyr ir miðnætti. Að Sigurði er mikil eftirsjón. Hann var góður félagi og einlæg- úr. Hugsandi maður, greindur yel, bókhneigður og Iesinn. Snyrtimenni í fasi og framkomu, bjartur og fríður yfirlits. Hann huggði mikið og ræddi oft um | líf, ss~n hann trúði að tæk: við i að loknu starfj við aldurtila. Sigurður þráði þann dauðdaga, j er hann hlaut, á kyrrlátri kvöld- | stundu; að kveðja samferðafólk- ið sáttur við alla og án þess að þurfa að verða einum eða öðr- um til þreytu og byrði á sóttar- sæng. Mér var kunnugt að Sigurður bar í hrjósti nokkurn kvíða sið- ustu daga ævinnar. Þeim kvíða fylgdi nokkur kali, sem' honum var ekki eiginlegur þó skiljan- legur, þegar litið var yfir lang- an starfsdag og mikla starfs- gleði, sem ef til vill var á enda, því eftir örfáa daga myndi hann hætta störfum í bankanum fyrir aldurs sakir. Kvíði hans og kali var bland- inn beiskju; að mega ekki njóta starfsorkunnar meðan hann gæti óhaltur gengið til vinnunnar. Sigurði var iðjuleysið andstyggð og tilhugsun þess að einmitt það ætti eftir að verða hlutskipti hans lagðist þungt á hug hins vinnufúsa verkamanns . Sigurður kvæntist eftirlifandi konu sinm Halldóru Jónsdóttur 10. marz 1912. Eignuðust þau tvo sonu Björgúlf félagsmálafull- trúa, og Júlíus bánkagjaldkera. Hinn aldraði heiðursmaðar á hlýjar endurminningar í hjört. um okkar, sem störfuðum með honum í Útvegsbanka íslands. Þær geymum við. Við sendum í dag ekkju hans, sonum, systkinum og öðrum ættingjum og vinum, innilegar samúðarkveðjur og vottum minningu Sigurðar Jóhannesson- ar virðingu og þakklæti. Adolf Björnsson. Sjöfug i dag: Jóna I. Jónsdóttir JÓNA Ingibjörg Jónsdóttir, Bol ungarví'k er sjötug í dag. Hún fædidist að Skriðu í Syðri-Dal við Bolungarvík 15. marz 1892, dótt ir hjónanna Ingibjargar Bjarna dóttur og Jóns Tyrfingssonar, bónda þar. Jóna naut ekki mikll ar skólagöngu fremur en önnur börn á þeim tíma, en í hekna- húsum mun hún þó hafa notið allgóðrar fræðslu. Var þar lagð ur sá grundvöllur er ávallt síðar hefur mótað störf henna og lífs viðhof. Framan af æfi stundaði hún búskap og um skeið á tveiim jörðum, Hóli og Hanhóli í fæð ingarsveit sinni. Gift var hún Guðmundi Jónssyni og eignuðust þau eina dóttur, Ingibjörgu, sem nú er búsett á Akureyri. Auk þess tóku þau hjón mörg fóstur börn, sem þau ólu upp, ýmist að öllu eða nokkru leyti. Mann sinn missti Jóna á bezta aldri og kom þá í hennar hlut einnar að stýra fjölmennu heim ili. Kom þá í ljós hve milki'l dugn aðar og þrekkona hún er. Hér er ekki unnt að gera grein nema stuttlega fyrir löngum og við- búrðarríkum starfsferli hennar. Þegar hún hætti búskap, gerðist ’hún ráðskona hjá Sigurmundi lækni í Bolungarvílk. Kom þá í Ijós einstæður vilji hennar, og hæfileiki til að hjúkra. Var það hlutverk hennar að aðstoða hér aðslœkna í fjölmörg ár við hjúkr unarstörf og einnig oft að vera staðgengill þeirra. Munu þeir vera ófáir sem standa í þakkar skuld við hana fyrir þessi störf hennar. Síðustu 12 árin hefur Jóna ver ið gæzlumaður barnastúkunnar Lilju hér á staðnum. Hefur hún lagt sig þar alla fram við að hafa góð áhrif á uppeldi barna. Eink unnarorð stúkunnar; „Trú, sak- leysi og kærleikur“, hefur hún gert að sínum í verki. Matsölu hús hefur hún starfrækt undan farin ár. Munu þeir nú margir, sem þar hafa þegið greiða. Vafa laust verður þó flestum minnis stæðast framkoma og viðmót hús freyjunnar. Enn skal talinn ó- þrjótandi áhugi Jónu fyrir garðrækt og útsaumi. Má sjá fagran og frumlegan ávöxt þess síðarnefnda á heimili hennar. — Gegnir furðu hvernig hún getur komið þessu öllu í verk. En mál- tækið „Morgunstund gefur gull í mund“ hefur sannazt á henni, enda hefur hún alltaf verið mjög árrisul. Að lokum má ekki gleyma því, sem Jóna sjálf hefur alltaf lagt höfuðáherzlu á, en það er trúin. Hefur hún ætíð verið trúkona mikil og þakkað guði hversu vel hefur tekizt til í hennar æfi- starfi. Ekki hefur hún þó orðið viðskila við umburðalyndið, held ur gert það að einu sinna aðal- einkenna. Afmælisbarnið dvelur nú í sj úkraskýli Bolungarvikur og hefur kennt nokkurs lasleika undanfarna mánuði. Er ekki að efa að margir munu hugsa hlýtt til hennar í dag. Sjálfur vil ég flytja henni hugheilar kveðjur og óska þess að hún megi bata hljóta og dveljast enn um skeið rneðal okkar. Jafnframt þakka ég henni ógleymanlega viðkynn ingu á liðnum árum. Björn Þ. Jóhannesson. / Samkomur K.F.U.M., A.D. Fundur í kvöld kl. 8.30. Kristni boðskynning, Bjarni Eyjólfsson ritstjóri, talar. — Píslarsagan II. Passíusálmar. Allir karlmenn velkomnir. Iljálpræðisherinn Munið að Ofursti Kristiansen talar á samkomunum í kvöld og annað kvöld kl. 8 30. Allir velkomnir. Samkomuhúsið Zion, Óðinsg. 6A Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna. Fíladelfía Almenn samkoma kl. 8.30. — Tage Söberg talar. Allir vel- komnir. 5 óra óbyrgð ó húsgögnum Klæðum og gerum við hús- gögn. Húsgagnaverzlun og vinnu- stofa, Þórsigötu 15 (Baldurs- götumegin). Sími 12131. ðska eftir konu til að sjá um heimili, annað hvert kvöld og aðra hvora helgi. Herbergi og aðgangur að eldhúsi getur fylgt. Tilboð sendist Mbl., merkt; „Aðstoð — 4092“. Nýr vandaður Svamp svefnsófi á aðeins kr. 2500,- Eldhús-stálhúsgögn á gjaf- verði. Svefnsófaverkstæðið Grettisgötu 69. Opið kl. 2—9. athugið Til sölu er Ford hausing tví- sklpt, frambiti, sturtur, felgur, dekk, Dodge-mótor 1955 o. m. fl. Uppl. hjá Magnúsi Jónssyni Stykkishólmi. Sími 98. llng reglusöm stúlka óskar eftir að komast að sem nemi á hárgreiðslustofu. Tilb. sendist fyrir 20. marz, merkt: „Nemi — 4091“.. Höfum kaupendur 2ja, 3ja og 5 herb. íbúðum og einbýlishúsum. Útborganir mjög háar. Rannveig Þorsteinsdóttir hrl. Malflutningur - Fasteignasala Laufásvegi 2. Símar 19969 og 13243. Ti! sölu 6 herb. íbúð við Laugarnesveg 5 herb. hæðir við Laugarnes- veg, Kleppsveg og Safa- mýri. 4ra herb. hæðir við Klepps- veg, Skipasund, Sólheima, Bugðulæk, Hjarðarhaga, — Hringbraut, Ásveg, Nýbýla- veg og Hvassaleiti. 3ja herb. íbúðir og hæðir við Granaskjól, Seljaveg, Ný- lendugötu, Skipasund, — Álftamýri, — Langholtsveg, Hrísateig, Óðinsgötu og í Hllðunum. 2ja horb. búðir og hæðir við Eskihlíð, Sundlaugaveg, — Hjarðarhaga, Drápuhlíð og Snorrabraut. Einbýlishús í Austurbænúm. Ilúseign í Breiðholtshreppi — 3ja herb. óvenjulega vönduð íbúð á 1. hæð, 3ja herb. íbúð í risi, verkstæðispláss í kjallara. Einar Asmundsson hrl. Austurstræti 12, III. hæð. Sími 15407. Skrifborð úr eik, tvær gerðir. Skjalaskápar úr tekki og eik. Svefnbekkir með rúmfata- geymslu og með háum og lág- um göflum úr tekki og mahogni. Verð frá kr. 3.275,-. Skatthol úr tekki. Verð kr. Skatthol úr tekki. Verð kr. 4975,-. Skúlason & Jónsson sf. Laugavegi 62. Sími 36503. HPIN0UNUM. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.