Morgunblaðið - 15.03.1962, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 15. marz 1962
MORCUNBLAÐ1Ð
n
íslenzk Ijóðabók vekur athygli í Danmörku
Ljóðaþýðlngum Pedersens vel tekið
þýðingar hans virðast jrfirleitt
g-erðar af miklum næmleik Og
hugkvæmni. Um það má senni-
lega deila, hve mörg orð með
fornnorrænum hljómi danskan
þoli. FJest eru þau að vísu þar
sem rími er beitt. En samt er eikki
með neinum rökum hægt að sætta
sig við þessar línur í ljóði Jóns
Helgasonar, sem annars er
fallegt:
Umsagnir um „Fra hav
til jökel“
EINS og skýrt var frá hér í
blaðinu um síðustu áramót
kom út á forlagi Munks-
gaards í Kaupmannahöfn lítil
bók með þýðingum íslenzkra
ljóða, sem Poul P. M. Ped-
ersen hefur gert. Nafn bók-
arinnar er „Fra hav til jök-
el“, og er hún hugsuð sem
nokkurs konar kynning á
miklu stærra verki, sem Ped-
ersen hefur unnið að undan-
farin ár og koma mun út á
næsta ári. Verður það úrval
íslenzkra ljóða frá 1919 trl
1961.
Morgunblaðinu hafa borizt
þrjár vunsagnir úr dönskum
blöðum um sýnisbókina, sem
er 88 blaðsíður, og fara þær
hér á eftir.
★
„Berlingske Aftenavis" birti 9.
janúar ritdóm eftir Henning Fons
mark undir fyrirsögninni „Nor-
rænn útkjálki stórveldi í Ijóðlist-
inni“, og er hann á þessa leið:
„Hinar síendurteknu umræður
hérlendis um bókmenntir og al-
þýðleik, sem eru næstum alltaf
jafntiigangslausar, eiga sér aðeins
stað i þjóöfélagi, þar sem tilfinn-
ing samábyrgðar milli skáldanna
og fólksins er ekki lengur fyrir
hendi.
Þennan klofning er hvorki
h^egt að skera burt né lagfæra
með því að skiptast á röksemdum
og skömmttm. Þegar óhappið
hefur átt sér stað, kemur það fljót
lega fram hjá báðum aðilum sem
móðgun, cg þessar særðu tilfinn-
ingar verðum við að þola þangað
til sú stund rennur upp, að skyndi
lega heyrist raust í landinu, sem
enginn kemst hjá að hlusta á.
Menn ryðja ekki slíkum snill-
ingi braut í námsflokktum eða há-
skólum. Þar er í hæsta lagi hægt
að leiða pá lesendur, sem ekki
eru undirbúnir, að þröskuldi til-
raunastotfunnar, þar sem nútíma-
list fer að dæmi vísindamannsins
©g setur upp sín margbrotnu tæki
til að gera hinar velundirbúnu
tilraunir sirar. En á þennan hátt
hittast ekki aðilarnir tveir, skáld-
ið og lesendur hans, sem nú eru
ei i att að berja hvor á öðrum.
Nú er það ævinlega listamað-
urlnn, sem verður að setja skil-
yrðin í þeim sáttmála, sem gera
skal. Hin eftirvæntingarfulli les-
andi verður siðan að bíða augna-
bliksins eða koma þangað sem
hann telur sig geta fallizt á sátt-
málcum. Og meðan beðið er, nota
■ncnn tímann til að skemmta hver
©ðrum eða móðga hver annan —
með þessum feikilegu umræðum
í blöðum, útvarpi og tímaritum
um listina og alþýðleikann.
X--X--X
Á fslandi hefur áðurnefndur
lclofningur, sem við verðum að
búa við áramt flestum þjóðum
evrópskrar menningar, efcki átt
sér stað að fullu, já, hann er
kannski rétt í þann veginn að
hefjast. Foul P. M. Pedersen
nefnir í formálanum fyrir úrvali
sínu af íslenzkri nútimaljóðlist í
danskri þýðingu, að fyrsta ljóða-
bók Davíðs Stefánssonar, sem
kom út 1919, hafi síðan selzt í
nálega 80.000 eintökum. Sé miðað
við fólksfjöldann, mundi það
avara til þess, að „Nattens
pibere" eftir Nis Petersen, svo
nefnt sé vinsælasta danska ljóð-
skáld aldaiinnar, hefði verið gef-
in út og selzt í rúmlega 2Í4
milljón eintaka hérlendis. Og
enda þótt ljóðin í þessari síðast-
nefndu bók hafi hlotið eindæma
mikla útbreiðelu á danskan mæli-
kvarða, hafa þau ekki enn náð
50.000 eintaka sölu á heilum
mannsaldri.
Það er samt ekfci aðeins eintaka
fjöldinn, sem ber því vitni, að á
íslandi hafi tekizt að skapa hinn
öfundsverða trúnað milli skáld-
anna og þjóðarinnar. Það sést
einnig af ljóðunum, jafnvel þegar
þau birtast í erlendum búningi
og eru lesin. af framandi augum.
Bilið milli góðs hefðbundins
skálds eins og Davíðs Stefánsson-
ar og hægfara ,.módernista“ eins
og Steins Steinars er næstum
ósýnilegt, af því sú endumýjun,
sem á sér stað hjá hinum siðar-
nefnda (að sögn fyrir álhrif fró
T. S. Eliot, Ezra Pound og öðrum
meisturum cömu greinar), er
framkvæmd i greinilegri lotningu
gagnvart öllu því sem á liðnum
öldum liefur safnazt til hinnar
lrfshætfu bókmenntahefðar þjóð-
arinnar. Það, sem í öðrum löndum
Evrópu þessarar aldar hefur
orðið bylting í ljóðmáli, hefur
yfir sér bla? hægfara framþ'ró-
unar í íslenzkri Ijóðlist.
X---X--X
Poul P. M Pedersen lætur úr-
val sitt ná yfir tímabilið frá
fyrstu bók Davíðs Stefánssönar
árið 1919 til ljóða síðustu ára
(Matthías Johannessen Og
Hamnes Pétursson). Það er sam-
blandið af hrikaleik og innileik
íslenzkrar náttúru, sem yfirleitt
hefur orðið ijóðskáldunum sterk-
astur innblástur. „Tíminn" er
ekfci fyrst Og fremst miðaður við
breytileik menningarinnar, held-
ur við æviskeið einstaklingsins,
t. d. glataða bernsku eða glataða
æsku. Og rótleysið, sem íslenzk
nútímaskáld eiga sameiginlegt
með bræðnim sínum annars stað-
ar, hefur ákveðna þrá að styðja
sig við og ákveðið heimMisfang að
baki sér, Og þannig er það annars
eðlis en eirðarleysið sem liggur
eins og ólæknandi taugaveiklun
inn við kjarnann á megninu af
nútímalist Evrópu. „Hver vegur
að heiman / er vegur heim“,
segir í fyrstu línum ljóðsins
„Ferð“ eftir Snorra Hjartarson,
Og þessi díalektíska þversögn er
sennilega langstuttorðasta lýsing
á því samblandi af útþrá Og rót-
festu, sem er svo einkennandi
fyrir afstöðu íslenzkra ljóðskálda
til umlhverfis síns.
f úrvali Pouls P. M. Pedersens
fáum við góða innsýn í hvað þessi
skáld hafa afrekað og hver er inn
byrðis afstaða þeirra; sömuleiðis
hver er afstaða þeirra til hefðar-
innar, sem þau eru að endumýja,
og til umhcimsins, sem þau hafa
að nokkru leyti getað leyft sér að
vanrækja, af því þau höfðu af
svo miklu að taka heima fyrir.
Meðal hápunktanna í þessu úr-
vali er hið unaðslega draumljóð
„Únglíngurinn í skóginum" eftir
Halldór Laxness (það köstaði
hann 1500 kr. ferðastyrk frá Al-
þingi, af þvi það var of nýstárlegt
fyrir sinn tíma), nokkrar af hin-
um fallegu hugleiðingum Guð-
mundar Böðvarssonar um ís-
lenzka náttúru og allmörg mjög
góð dæmi um nokkuð tima-
bundna mótun sama efnis hjá
tveimur ágætum ljóðskáldum,
Matthíasi Johannessen Og Hann-
esi Péturssyni, sem báðir eru
kringum þrítugt.
Um stöðu Tómasar Gúðmunids-
sonar í íslenzkri ljóðlist, sem að
ágæti má líkja við Per Lange hér-
lendis, fær lesandinn ekki full-
komlega sannfærandi hugmynd
af þýðingunum í þessu úrvali, og
léttleikinn í nokkrum af hinum
undirfurðulegu og einföldu ljóð-
um Steins Steinars hefur sýni-
lega verið fyrirfram dæmdur til
að týnast í hinum erfiða flutningi
úr ísienzku yfir á dönsku. En
slíkir smámunir geta ekki haggað
Poul P. M. Pedersen
þeirri heildarmynd sem fram kem
ur og ber vitni um vandaða þýð-
ingu, sem loksins kemur ofekur
í samband við norrænan útkjálka,
er telst meðal stórvelda í bó'k-
menntunum".
★
„Information“ birti 3. marz rit-
dóm eftir Torben Broström undir
fyrirsögninni „íslenzk ljóðlist“,
og fer hann hér á eftir:
„Fyrir nokkrum árum var hér
í blaðinu rætt um sænskt úrval
íslenzkra nútímaljóða (FIBs lyrik
klubb). Nú er röðin komin að Dön
um að leggja fram úrval af þess-
ari norrænu Ijóðlist, sem við eig-
um svo ógreiðan aðgang að. Poul
P. M. Pedersen hefur í nokkur
ár haft með höndum mikið verk-
efni í sambandi við þýðingar á
íslenZkum Ijóðum, og nú býður
hann upp á sýnishorn af þeim,
sem kom út í formi jólakveðju
frá prentsrniðju Vald. Pedersens.
Þetta úrval tekur yfir nokkru
lengra túnaskeið en sænska úr-
valið, þar sem lögð var áherzla
á að sýna sigur módernismans.
Danska úrvalið er dreifðara, en
verður ekki sótt tM saka fyrir það,
því hér er emungis um að ræða
undanfara stærra verks, sem okk
ur er heitið.
Poul P. M. Pedersen byrjar
kynningu sína með finam ljóðum
eftir Davíð Stefánsson, sem kom
fram eftir fvrri heknsstyrjöld og
varð eftirlæti allra með mikilli
og tMfinningarríkri ,ég-ljóðlist“,
sem af sýmshornunum að dæma
var lika yfrið umsvifamikil. í
Ijóðum hans og þó einkum í ljóð-
um Tómasar Guðmundssonar,
sem er aðeir.s yngri, kemiur fram
náttúra sem er voldugri og mátt-
ugri en dönsk náttúra og skapar
hugsanatengsl við norræna menn
ingarsögu. Þetta ljær ljóðunum
styrk, sem kannski ber þau yfir
torfærurnar þegar sjálf ljóðlistin
bregzt. Þessa má einnig finna
dæmi eftir að íslenzk ljóðlist
verður „evrópsk", eftir að módern
isminn heldur innreið sína. Það
er auðvelt að fylgjast með því
allt fram tM ljóðskáldanna
i Hannesar Péturssonar og Matt-
híasar Johannessens, sem báðir
eru um þrítugt Eftir þann síðar-
nefnda eru bírt brot úr „Hólm-
gönguljóðum" og hinu mikla
verki „Jörð úr ægi“, þar sem
m. a. segir:
„Vi er dödens digtere —
vi 'hörer en fremmed gæst
ride ene í gaarde
paa sagnets hvide hest
og eftertrsgte deres sang
som hævder de har en dag til
paa kistebunden og ikke ved:
deres liv er udmaalt
í smaa rationer.
Vi har talt om döden
med ödemarkens fjelde,
men aldrig faaet svar
paa vore spörgsmaal
som bar graa rimfrost
ind i vort bryst . . .
Ómurinn frá T. S. Eliot ef
greinilegur og nær allt til mynd-
anna frá eyðimörkinm. Eliöt
þekfkti lilka þá tilfinningu að fá
líf sitt mælt út í teskeið. En þetta
verður ekxi bara innantómt nú-
tímalegt orðatMtæki: upplifun
náttúrunnar tryggir það. Og und-
ir sama „gráskeggjaða himni“ var
völvan „á einferli í árdaga“ með
spá sína.
Steinn Steinarr, sem lézt fyrir
nokkrum árum, er nefndur stór-
mennið í módernískri ljóðlist fs-
lendinga, en Halldór Laxness
getur líka lagt orð í belg, þegar
rætt er um lívað það kostar að
gefa út óskiljanleg ljóð. Hið
draumkennda ljóð hans „Úngl-
íngurinn í skóginum“ varð þess
valdandi, að Alþingi tók af hon-
um 1500 ki'óna styrk, þar eð því
ægði tungutal hins kornunga
skálds. Það er efeki hægt að tala
svona við elskuna sína:
Kylling,
kaftekill ing,
'hvide lilje,
horsegög,
min turtildue Og ildflue,
her kommer jeg for at se dig,
se dig.
Maane fra Skaane
flöj med en blaane
for at se dig,
blaamaane fra Skaane,
spaamaane fra blaane
fra spaamaaneblaane
for at ta dig, ta dig —
•
Verkið, sem Poul P. M. Peder-
sen vinnur að, er mikilvægt, og
„Hvad haader dig bedst:
at se ham som gæst í kvæld
eller först omsider?"
En þýðarmn á þakkir skyldar
fyrir þetta upphaf hins stærra
verks, sem maður bíður nú með
eftirvæntingu*.
★
„Aktuelt“ í Kaupmannahöfn og
um 20 önnur blöð sósíaldemó-
krata úti á landsbyggðinni birtu
eftirfarandi umsögn eftir danaka
ljóðskáldið Ove Abilgaard:
„Fyrir nokkrum árum kom út I
Svíþjóð ágætt úrval af þýðingum
islenzkra nútímaljóða, sem Ari-
ane Wahlgren gaf út undir nafn-
inu „Modern islándsk poesi"
(FIBs lyrikklubb). Aðrar Norður
landaþjóðir kynntust þá í fyrsta
sinn hinm fróju og margbreýti-
legu þróun ♦ nýtízfculegri ljóð-
. list íslendingf: eftir strið. Nú virð
ist góðu beilli vera von á sams
konar úrvali á dönsku. Ljóðskáld
ið Foul P. M . Pedersen hetfur
árum saman unnið að þessu viða-
mikla verkefni, og nú er hann
kominn svo langt, að hann hefur
sent á markaðinn lítinn fyrir-
boða væntanlegs úrvals, sem á að
vera fyllra og stærra en sænska
úrvalið. Þessi fyrirboði ber heitið
„Fra hav til jökel“. Hér eru sýn-
islhorn af verkum helztu ljóð-
skálda frá Davíð Stefánssyni tM
Hannesar Péturssonar. Þessi Iitfa
bók gefur góð fyrirheit um hið
endanlega úrval. Hér eru góðar
þýðingar á vurkum eldri og hefð-
bundnari Ijóðskálda eins og Tóm-
asar Guðmundssonar og Jóns
Helgasonar, en einnig hin frjá/Is-
legu Ijóð Steins Steinars og Matt-
bíasar Johannessens eru sannfeer-
andi skáldskapur í sínum danska
búningi. Bókin er verðmætt
sýnishorn, og það er með eftir-
væntingu sem maður hörfir fram
tM hins endanlega stórvirkis.
Steinhus við Baldursgotu
til sölu, sem er tvæi 3 herb. íbúðir, möguleiki á að
byggja tvær 4 hcrb. íbúðarhæðir ofan. á húsið.
Eignarlóð mjög sanngjarnir skilmálar.
STEINN JÓNSSON HDL.
lógfræðistofa — fasteignasala
Kirkjuhvoli — Sími 14951 og 19090.
AUSTIN GIPST
LANDBÚNAÐARBIFBEIÐ.
Óviðjafnanlegir eiginleikar við hverskonar aðstæður
Garlar Gísluson hf,
bifreiðaverzlun.