Morgunblaðið - 18.03.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.03.1962, Blaðsíða 1
24 siður og Lesbok 19. árgangur 65. tbl. — Sunnudagur 18. marz 1962 Prentsmiðja MoTgunblaðsins Einar - Baldvin og Ottarr Uöller til ÍSIew York S T J Ó R N Eimskipafé- lags íslands ákvað á fundi sínum í gær að senda til New York stjórnarformanninn, Ein ar B. Guðmundsson hrl. og Óttarr Möller, sem ráðinn hefir verið framkvæmdastjóri fé- lagsins og tekur við því starfi von bráðar. Munu þeir þar fylgjast með Goðafossmálinu. Forsvarsmenn Eim- skips leituðu í gærmorg un staðfestingar á frétt Morgunblaðsins frá AP- fréttastofunni í fyrri- nótt. — Síðan var kall- aður saman fundur stjórnar félagsins og fyrrgreind ákvörðun tek in um vesturför for- manns og framkvæmda- stjóra. Ákveðið var að þeir færu flugleiðs með flug- vél Loftleiða í gær- kvöldi. Castro boðar breytingar á Kúbustjórn Havana, 17. marz FIDELi Castro, forsaetrsráðherra Kúbu, flutti í gærkvöldi sjón- varpsFæðu þar sem hann til- Ikynnti að miklar breytingar væru í aðsiði á stjórn Kúbu. Castro nefndi ekki nöfn í þessu sam- bandi, en sagði að ýmsir menn hefðu freklega misnotað aðstöðu eína og komið á stað ringulreið í ptjórn landsins. Nefndi Castro einkum í þessu sanubandi nefndir þær, sem eiga að vera á varðbergi gegn gagnbyltingu, og sagði að hefðu leikið ýmsa landsmenn grátt Og auðmýkt þá. Gengur saman í Evian OAS ræðst d lyfjaverzlanir í Algeirsborg — Öllum lyfiaverzlunum lokað og lyf fdst ekki í neyðartiliellum Evian og Algeirsborg, 17. marz. — (AP) — SENDINEFNDIR Frakka og Serkja ræddust við í Evian í dag, 11. daginn í röð. Að löng- um samningafundi loknum í gær, var talið að skammt væri til samkomulags um vopnahlé í Alsír og var ekki talið ólíklegt að saman gengi á laugardags- kvöld. Ef svo færi var talið að de Gaulle, Frakklandsforseti, myndi skýra frá vopnahléssamn ingunum í útvarpsávarpi á laug- ardagskvöld. Sendinefnd Serkja kom nú í fyrsta sinn akandi til fundar- staðarins í Evian, þar eð storm- ur gerði illkleift að ferðast á báti eða með þyrlu. Strangur v'örður var um bílana, sem fluttu nefndarmennina. Ekkert kom fyrir að öðru leyti en að steinn imdan hjóli lenti í rúðu eins bílanna, og braut hana í mél. Segir að serknesku nefnd- armönnunum hafi ekki brugðið við þeta. Ekkert lát er á hryðjuverk- um OAS í Algeirsborg. A.m.k. Stóru farþegaskipi hleypt á land fyrir utan Cannes Rakst á blindsker í nattmyrkri Cannes, 17. marz. — (AP-NTB) LAUST fyrir miðnætti á föstu- dagskvöld rakst ítalska far- þegaskipið Venezúela, 18 þúsund lestir að stærð, á sker skammt fyrir utan Cannes. Mikinn leka setti þegar að skipinu og sá skip stjórinn þann kost vænstan að hleypa þvi á land, 500 manns voru um borð í skipinu, og björguðust allir í land vand- ræðalaust. _ Venezúela var á leið til S.- Ameríku frá Genúa á Ítalíu er óhappið varð. Voru farþegar á fyrsta farrými að skemmta sér við dans er skipið rakst skyndi- lega á blindsker skammt frá d’Antibeshöfða, og kom 10 metra löng rifa á botn þess. Fjölda smábáta dreif þegar að og aðstoðuðu við að koma far- þegunum í land. Fengu þeir samastað á ýmsum hótelum í Cannes. Skipstjóri og áhöfn fóru einnig fi’á borði eftir að skip- inu hafði verið hleypt á land og olíugeymar þess tæmdir. Segir skipstjórinn, að radar skipsins hafi bilað áður en strandið varð. ítölsk björgunarskip með froskmenn innanborðs komu á staðinn í gær. Þúsundir manna söfnuðust saman á ströndinni og fylgdust með því er sjó var dælt úr skipinu, sem liggur að- eins 200 metra frá landi. Skipstjórinn, Michele Betro, neitaði að ræða um strandið við fréttamenn, er hann kom í land. 10 plastsprengjur sprungu þar í dag og ollu talsverðu tjóni. Manntjón varð ekki af spreng- ingunum. í dag réðust OAS menn á lyfjaverzlanir í Algeirsborg og skutu til bana sex Serki. Skömmu fyrir hádegi í- dag var öllum lyfjaverzlunum á Algeirs- borg lokað vegna árása OAS- manna, og segir í fréttum að ekki sé hægt að fá lyf í allri borg- inni, jafnvel þótt um neyðartil- felli sé að ræða. Lokun lyfjaverzlananna varð upphafið að því að verzlanir tóku almennt að loka og jók þetta enn á ringulreiðina í borginni, sem var fyrir lömuð vegna verkfalls strætisvagnastjóra og benzínsala. Er nú hvergi hægt að fá benzín í borginni pg eru öll farartæki 1 þann veg að stöðvast. Á hádegi tilkynnti lögreglan að hryðjuverkamenn hefðu gert 30 árásir víðsvegar í borginni og a.m.k. 12 manns hefðu beðið bana og 20 særzt. Öllum árásunum, nema einni, var beint gegn Serkj um. Eldgos á hafsbotni London, 17. marz. B R E Z K A ísrannsóknaskipið Protector hefur tilkynnt um eld- gos á sjávarbotni í Suður-At- lantshafi, um 800 km. frá heims skautsbaugnum. Fann skipið þar miklar vikurbreiður á floti og voru sum vikurstykki þrjú fet á breidd. Vikur komst í sjávar- inntök á skipinu og tók það froskmenn þrjár klukkustundir að hreinsa þau Þessi mynd var tekin a1 Halmtorvet í Kaupmanna- höfn er bandaríski hermaður inn Levem Dixon var hand- samaffur af lögreglunni morg uninn 7. marz. s.l. Lögreglul mennirnir eru aff setja Dixonj inn í bíl, en hann er ákærður J fyrir aff hafa stungiff Júlíusl Steindórsson með hníf á veit-l ingahúsinu Casanova. Dixonj neitar stöffugt að hafa beittj hnífi í ryskingunum viff Júlí-l us. — Sjá ennfremur mynd á j bls. 2. Horne til London LONDON, 17. marz. — Horne, lávarður, utanríkisráðlherra Breta, hélt filugleiðis til LondOn frá Genf í dag. Mun hann ræða við Maomillan, fiorsætisráð- herra, um afvop nu nar ráösteÆn- una yfir helgina, en halda sáðan aftur til Genf á mánudag. Á þriðjudag mun Home ávarpa réð stefnuna. Rússar fljuga enn á flug- leiðum Vestur- veldanna Berlín, 17. marz (AP) FJÓRAR rússneskar herflug- vélar voru á flugi á flugleið Vesturveldanna milii Berlínar og Hamborgar í nótt. Er hér um að ræða fyrsta næturflug Rússa á flugleiðum þe&sum. Halda Rússar áfram upptekn- um hætti á flugleiðunum þrátt fyrir harðorð mótmæli Vestur veldanna. Ráðamenn í Bferlín telja að þetta flug Rússa, svo og fyrri flug þeirra í vikunni, séu til þess ætluð að hafa áhrif á hugsanlegar umræður um Berlínarmálið í Genf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.