Morgunblaðið - 18.03.1962, Side 2

Morgunblaðið - 18.03.1962, Side 2
2 MORCTJISBLAÐIÐ Sunnudagur 18. marz 1962 Falsanir Tímans um lánamálin O Tíminn heldur því m.a. fram í gser að lán til útihúsa og ræktunar í svei^um verði samkvæmt frumvarpi ríkis- stjórnarinnar til 15 ára. Hér fer málgagn Framsókn- armanna með hreinar falsanir. Sannleikurinn í málinu er sá, að Ingólfur Jónsson landbún- aðarmálaráðherra, lýsti þvi yfir í umræðunum á Alþingi um eflingu búnaðarsjóðanna, að lánstími vegna lána til úti- húsa og ræktunar muni verða 20 ár og 42 ár til íbúðarhúsa. f>rátt fyrir þessar skýlausu yfirlýsingar hikar Tíminn ekki við að staglast á að láns- tíminn verði miklu styttri. • Eins og öllum er kunnugt, skyldi Framsóknarflokkurinn við lánasjóði landbúnaðarins galtóma. Núverandi ríkis- stjórn hefur hins vegar for- ystu um það að bændur eigi greiðan aðgang að lánasjóðun- um og fái á næstunni hlut- fallslega hærri lán með þeim kjörum, sem sjóðirnir veita, en áður hafa tíðkazt. Tíminn gerir samaniburð á lánakjörunum nú og áður um leið og hann beitir fyrrgreind- um fölsunum. En hann gerir sér ekki grein fyrir því, hvers virði það er bændum að fá aukna fyrirgreiðslu í stofn- lánadeild og losna þannig við hina þungu vaxtabyrði og kostnað. sem þeir hafa orðið að bera vegna hárra víxil- skulda, sem eru afleiðing hins þrönga fjárhags lánasjóðanna. • Framsóknarmenn fjölyrða mjög um þann skatt sem yrði lagður á bændur til þess að afla lánasjóðunum tekna. All- ir vita að hann er aðeins örlít- ill hluti af því fé, sem lána- sjóðum landbúnaðarins er afl- að til starfsemi sinnar. Hins vegar minnast Tímamenn ekki á skattinn til Bændahallarinn- ar, sem bændur njóta einskis góðs af. Greinargerð frá samn- inganefnd sjómanna- félaganna Morgrunblaðitvu barst í gær svohljóðandi greinargerð frá samninganefnd Sjómanna- félaganna: éVegna þeirrar ákvörðunar Félags ísl. botnvörpuskipaeig- enda að senda sjávarútrvegs- meÆndum Alþingis erindi með ó»k um að lögum uim hvíldar- tíma á togurum verðj breytt á þann veg, að hvíildartími verði styttur úr 12 klst. á sólarhring í 8 kflst. á sólarhring, svo og vegna greinargerðar FÍB um rnálið, er sent var til blaða og útvarps, viíl samninganefnd sjómannafé laganna taka fram eftirfarandi: Á samningafundi fulltrúa tog araetgenda og sjómannafélag- anna 9. þ.m þar sem samninga- nefnd Félags isl. botnvörpu- Skipaeigenda akýrði í fyrsta sinn fré þeirri ákvörðun félags síns að snúa sér til Alþingis til að freista þess að fá lögunum breytt um hvíldartíma á tögurum, lýsti samninganefnd sjómannafélag- anna öll eindreginni andstöðu við að lögunum yrði breytt á þann veg sem áður greinir. Mánudaginn 13. þ.m. var samn inganefnd sjómannafélaganna boðuð á furvd sjárvarútvegsnetfnda beggja deilda Alþingis. Á þeim fundi lýsti samninganefndin á- kveðnum mótmælum við því að lögunum yrði breytt í það horf sem togaraeigendur fóru fram á. Á samningafundi með sátta- semjara 14. þ. m., fóru fulltrúar togaraeigenda fram á, að sarnn- ingar yrðu ræddir á grundvelli lengds vinnutíma, en samninga- ivefnd sjómannafélaganna neit- aði afdráttarlaust að ræða málið á grundvelli breyttra vökulaga og lauk þeim fundi þar með. Bæði í bréfi Félags ísl. botn- vörpuskipaeigenda til sjávarút- vegsnefnda Alþingis og í frétta- tilkynningu félagsins til útvarps 'Og blaða, eru færðar fram nokkr ar sundurlausar staðhæfingar samanburð við aðrar þjóðir varðandi afla íslenzkra togara, hvað snertir mannahald og afla, og einnig hvíldartíma á íslenzk- una fiskibátum. Hlaupið er yfir þessi atriði skýringarlaust og á sýnilega að duga, sem fullnægj- andi rök fyrir Alþingi og almenn ing. Hér er þó um að ræða kröfu togaraéigenda um að hopa til eldri tíma í máli, sem teljast verður eitt hið merkasta í félags- málalöggjöf þjóðarinnar og á sér langa og merka sögu, sem gerzt hefur á vinnustoðum togarasjó- manna, þ. e. um borð í skipunum, í félögum sjómanna og á Alþingi. Nefndin mun svara þess- um staðhæfingum togaraeigenda næstu daga, og skýra viðhorf sitt til þessara mála, svo sem ástæða er tii- Nefndin vill þá nú þegar sýna fram á, að með breyttum vöku- lögum verður mönnum á togur- um ekki fækkað úr 31 í 24 eða um 7 menn eins og togaraeigend- ur halda fram að unnt sé að gera, þar sem af 24 á skipi eru aðeins 13 sem vinna á þilfari og mundi þýða með iengdum vinnutíma 8— 9 menn á þilfari í einu, eh það jafngildir því að nægilegt sé, með óbreyttum vökulögum að á skipi séu 27—28 menn til þess að jafn- margir menn séu til starfa á þil- fari í einu. Enda hefur það verið algengt undanfarið og sérstaklega í vet- ur, að ekki hafi verið um fleiri menn að ræða á skipi og jafnvel verið færri í einstökum veiðiferð- um. Samkvæmt samningum eru engin ákvæði um lágmarkstölu um fjölda skipverja á togurum, þótt tekið sé fram, að ekki sé heimilt, að skipta aflahlut skip- verja, sem er 17%, í fleiri en 31 stað. ’ Breyting þessi á vökulögunum sem togaraeigendur fara fram á, getur því ekki sparað togaraút- gerðinni 7 manna kaup, því ólík- legt verður að teljast, að útgerð- armenn haldi því fram í fullri alvöru, að með tvískiptum vökt- um þurfi 10 menn á þilfar í einu, en aðeins 8—9 menn, þegar búið væri að lengja vinnutíma úr 12 í 16 klst. á sólarhring. Samninganefnd sjómanna hef- ur margsinnis mótmælt því, eins og getið er hér að framn, að nokkur breyting verði gerð á vökulögum togaramanna, og mun til hins ítrasta vinna gegn því að slíkt óhappaverk verði unnið. Jafnframt lýsir nefndin því einnig yfir, að hún mun ekki ræða samninga á grundvelli breyttra vökulaga, en treystir því að gengið verði nú þegar heils hugar til samninga um kjarabætur togaramanna til handa, svo ekki þurfi til lang- varandi stöðvunar að koma. Reykjavík, 17. marz 1962 í samninganefnd sjómannafé- laganna: Jón Sigurðsson, Tryggvi Helga- son, Hilmar Jónsson, Kristján Jónsson, Sigfús Bjarnason, Gunnar Jóhannsson, Borgþór Sigfússon." Myndin sýnir Bandaríkja- handtöku hans. Dixon er á- , , kærður fyrir að hafa stungið manninn Levem Dixon 1 . _. . ,. _ ,__-- Juhus Steindorsson með nmf vorzlu logreglunnar 1 Kaup- j átökum á Casanova-veitinga mannahöfn skömmu eftir húsinu fyrir skemmstu. ísraelsmenn sprengja sýrlenzka herstöð Tel Aviv og Damaskus TALSMAMJR Israelshers sagði í dag að ísraelsmenn hefðu ráð- izt á og sprengt í loft upp her- stöð Sýrlendiniga á landamærum Brak fundið úr flugvélinni? Burbauk, California og Guam, 17. mars (AP) LEITINNI að hinni týndu banda rísku flugvél með 107 manns inn anborðs hefur verið haldið áfram, en flugvélin týndist á fimmtú- dagskvöld á leiðiiuni frá Guam til /'NAIShniior SV 50 hnútar H Snjóloma » ÚliWB* \7 Skirír ft Þrumur 'W%, KuUosM ZS* HllatkA iHmt sd í gærmorg a var A og SA átt hér á landi, hiti var um frostmark við suðurströndima og á Vesturlandi, en enniþá var allmikið frost í innsveit um norðan lands og norðaust an kl. 8 var t.d. 9 st. frost á Akureyri og Egilsstöðum en mest 10 st. á Staðarhóli í Að aldafl. Allar breytingar á veð urkortinu höfðu verið mjög hægfara. Veðurspáin í gærdag. SV-land, Faxaflói og miðiri: SA og austan kaldi eða stinn- ingskaldi en hvasst á miðun- um, skýjað og dálítil rigning j með köflum. Breiðafjörður og miðin: Austan og SA kaldi en all- hvasst á djúpmiðum, skýjað. Vestfirðir og miðin: SA og austan kaldi en stinningskaldi á miðunum, skýjað. Norðurland, NA-land og miðiri: SÁ kaldi, skýjað. Aust- firðir og miðin: Austan og SA kaldi, skýjað og smáél. SA-land pg miðin: Austan stinningskaldi, skýjað og smá- él. Manila. í dag fann flugvél brak marandi í kafi á þeirri leið, sem flugvélin var á. Ekki er full- kannað hvernig á braki þessu stendur, en ekki er talið ósenni- legt að það sé úr hinni týndu flugvél. Hér var um að ræða fimm ihluti, sem möruðu í kafi 750 míl- ur frá Guam. Flugvélin, sem brakið fann, tilkynnti að engin merki sæjust um menn í nágrenni staðarins. Tvær flu;rvélar sveima nú yfir staðnum og tundurspillir er á leiðinni þangað, til að ganga úr skugga um hvers konar brak hér er um að ræða. Hafskip eignast nýtt skip LAUGARDAGINN 17. marz var hinu nýja flutningaskipi Haf- skips h.f. gefið nafn og heitir það „RANGÁ“. — Heimahöfn skipsinS verður Bolungarvík. Frú Guðrún Sveinbjamardótt- ir, Vestmannaeyjum, kona Gísla Gíslasonar, formanns hlutafél. Hafskip h.f., gaf skipinu nafn, „Rangá“ er annað skip félags- ins og er að stærð 1700 tonn, sem lokaður „shelterdecker“ og er byggt hjá skipasmíðastöð D. W. Kremer Sohn, Elmshom,- Vestur-Þýzkalandi. Skipið verð- ur væntanlega afhent félaginu i júnímánuði n. k. ísraels og Sýrlands í nótt. Sagðl talsmaðurinn árás þessi hafi ver- ið gerð til þess að stöðva ofheldi Sýrlendinga á þessum slóðum, en þeir hefðu hvað eftir annað sýnt af sér yfirgang. Samkvæmt fréttum féllu fimm ísraelskir her menn í átökum þessum og sex særðust. israelsmenn segja að 14 sýrlemkir hermenn hafi fall- ið, en Sýrlendingar segjast aðeins hafa misst einn mann, og fimm hafi særzt. — Talsmaður Sameinuðu þjóð- anna sagði í Jerúsalem í dag, að báðir aðilar hafi samið um vopna hlé. ísraelsmenn segja að Sýrlend- ingar hafi á ur.danförnum þremur vikum sýnt mikinn yfirgang á þessum slóðum. Hafi þeir láðizt á báta fiskimanna á Galíleuvatni, skorið á net þeirra og dregið þau á brott. Þá segja ísraelsmenn að sýrlenzkir fiskimenn hafi verið að veiðurn í norð-austurhluta vatnsins, innan landamæra fsra- els, og notið stuðnings sýrlenzka hersins i lar.di. Auðmýktur Leopoldville, 17. marz. — (AP) MOISE Tshombe, forsætisráð- hera Katanga, hefur nú beðið I tvo daga eftir því að nú fundi Adoula forsætisráðherra. — £ morgun barst honum bréf frá stjórninni í Leopoldville þar sem segir að hann verði að sækja formlega um fund við Adoula til innanríkisráðuneytisins. Er talið að stjómin í Leopoldville vilji með þessu auðmýkja Tshombe. MÁLFUNDAKLÚBBUB Næsti fundur verður n.k. þriðjudag kl. 8.30 í Valhöll. Aðal umræðuefni verður: Áfengismál. Framsögu hafa: Jón A. Sigurðs son, Bjarni Lúðvíksson, Björn Stefánsson og Garðar Valdimars- son.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.