Morgunblaðið - 18.03.1962, Side 3
Sunnudagur 18. marz 1962
3
MfíRCVNRIAÐ1Ð
Allir ánægðir me» daginn. Hér sjást hjónin Einar Kristjánsson óperusöngvari og ko-
hans meff dóttur þeirra og tilvonandi tengdasyni. Frá v. Óskar Sigurffsson, frú Kristjáns-
son, Einar og Brynja. — Ljósm. Mbl. Ó. K. M.
Nú ætla ég að borða
skðtu og dóta mig heim
SÍÐUSTU viku dvaldist
hér í heimsókn hinn gamal-
kunni Reykvíkingur, Ein-
ar Kristjánsson óperu-
söngvari. Hann hefir ekki
komið hingað heim til ís-
lands að vetrarlagi í 32 ár,
eða allt frá því hann hélt
út í heiminn tæplega tví-
tugur að aldri.
Einar var að vanda kátur
og fjörugur, er fréttamaður
blaðsins hitti hann að máli og
rabbaði við hann örskamma
stund.
★
Auðvitað barst talið fyrst
að Völu dóttur hans og hinum
frábæru viðtökum er hún
fær fyrir leik sinn og söng 1
„My Fair Lady“.
— Þetta var mjög ánægju-
legt. Nei, ég hef ekkert kennt
henni. Ég sagði henni bara að
þetta myndi kosta tár og stríð.
— Og þið hjónin skruppuð
heim til íslands í tilefni frum-
sýningarinnar?
— Já. Annars var þetta
meiri dagurinn. Meðan Vala
tróð upp í Þjóðleikhúsinu var
Brynja, hin dóttir okkar, að
trúlofa sig. Þetta voru því
tvöföld hátíðahöld.
•k
Minnugir þess að fyrir fá-
um árum var Einar hér
sumarlangt og vann við land-
mælingar og fór þá víða um
landið, spurðum við hann
hvort hann hefði ekki brugð-
ið sér út á land meðan hann
dvaldist hér að þessu sinni.
— Nei, ekki er nú hægt að
segja það, og þó. Réttara er
þó að segja að ég hafi farið
út og upp í loftið. Tilvonandi
tengdasonur okkar er flugmað
ur og hann flaug með okkur
hjónin og Brynju í hringferð
yfir landið. Það var dásamleg
ferð, bjart og fagurt hvert sem
litið var. Allir þessir tæru
litir.
— Var ekki erfitt fyrir þig
að komast hingað á þessum
tíma.
— Það var alger tilviljun að
ég gat skroppið heim núna.
Við erum að æfa óperuna
Gianni Sehiohhi eftir Puccini.
Að vísu er verið að taka hana
upp að nýju og þarf hún því
ekki langar æfingar. Það er
búið að sýna hana 40 sinnum
Sutinudagtir 2. í föstu
Hvers vegna?
eftir sr. Jónas Gaslason í Vik
„Og Jesús gekk þaSan út og fór I jg þaff, sem þeir óskuðu sér. Þá
Æskulýðsvika í Laugar-
neskirkju
UM MARGBA ára skeið hefur
K.F.U.M. og K.F.U.K. í Laugar-
nes9Ókn haldið æskulýðsvikur í
Laugarneskirkju. Þessar æsku-
lýðsvikur hafa verið mjög fjöl-
sóttar og margar verið þakklátur
fyrir ánægjulegar kvöLdstundir
þar.
Æskulýðsvikan verður að þessu
einni haldin vikuna 18.—25. marz.
iÞá verða haldnar æskulýðssam-
'komur í Laugarneskirkju á
hverju kvöldi kl. 8.30. Á sam-
komunum verða haldnar stuttar
ræður og talar þar ungt fólk
ásamt þekktum æskulýðsleiðtog-
um. Auk þess verður mikill söng
ur á hverri samkomu, einsöngur,
kórsöngur, söngur með gítarund-
irleik og almennur söngur.
Fyrsta samkoman verður
sunnudaginn 18. þ. m. og tala þá
þeir Gunnar Sigurjónsson, cand.
theol., og Þórir Guðbergsson,
kennari, og blandaður kór syng-
ur.
Af öðrum ræðumönnum í vik-
unni má nefna Jóhann Guð-
mundsson, flugumferðastjóra, og
Ingólf Gissurarson, húsgagna-
bólstrara, sem meðal annarra
tala á samkomunni á mánudag,
áður. En hljómsveitarstjórinn
þurfti að fá frí ofurlítinn tíma.
Við byrjum aftur á mánudag-
inn. Ég gat því notað tæki-
færið. Þetta var því einkar
skemmtileg tilviljun.
k
— Og hefir ekki verið nóg
að gera að heimsækja frændur
og vini?
— Jú, ég vildi að við 'hefð-
um getað heimsótt miklu
fleiri, en það er ekki hægt að
þessu sinni. Ég er reyndar
farinn nú þegar (fimmtudags-
kvöld). Nú ætla ég að hvíla
mig, borða skötu og dóta mig
af stað heim aftur. Það getur
nefnilega líka verið dálítið
erfitt að eiga frí ekki sízt þeg-
ar dæturnar eru að stíga
örlagarík spor í lífinu.
— Og það lítur út fyrir að
dætur þínar ætli að staðfest-
ast hér heima. önnur á leik-
sviðinu, en hin í hjónaband-
inu.
— Já. Ég er lika hæstánægð-
ur með það. Þær virðast
kunna sér vel hér heima.
Þar með kveðjum víð Einar
Kristjánsson að þessu sinni
með þessum orðum:
— Verði þér að góðu skatan.
Sigurbjörgu Guðmundsson, verk-
fræðing, Ólaf Ólafsson, kristni-
boða, Frank Halldórsson, kenn-
ara, Ástráð Sigursteindórsson,
skólastjóra, og fleiri.
Miðvikudaginn 21. þ. m. verður
föstuguðsþjónusta í kirkjunni og
prédikar þá sóknarpresturinn
séra Garðar Svavarsson.
Æskulýðsvikunni lýkur sunnu-
daginn 25. þ. m. Þá verður guðs-
þjónusta með altarisgöngu kl. 2
e. h. og prédikar þá sóknarprest-
urinn. Um kvöldið kl. 8.30 verð-
ur lokasamkoman og talar þá
m. a. Felix Ólafsson, kristniboði.
Þessar samkomur eru sérstak-
lega ætlaðar ungu fólki, og ættu
aðstandendur unglinga að stuðla
að því eftir megni, að þeir komi
á samkomurnai
burt til byggða Týrusar og Síd
onar. Og sjá, kona nokkur kan-
versk, er komin var úr þeim hér
uSum, kallaSi og sagði: Miskunria
þú mér herra, sonur Davíðs! Dótt
ir mín er þungt haldin af illum
anda. En hann svaraði henni engu
orði. Og lærisveinar hans komu til
hans, beiddu hann og sögðu:
I.áttu hana fara, því að hún kall
ar á eftir oss. En hann svaraði
og sagði: Eg er ekki sendur nema
til týndra sauða af húsi ísraels.
En hún kom, laut honum og
mælti: Herra, hjálpa þú mér. En
hann svaraði og sagði: Það er ekki
fallegt að taka brauðið frá börn
unum og kasta því fyrir hvolp-
ana. En hún sagði: Satt er það,
herra, en hvolparnir eta þó af
molum þeim, er falla af borðum
húsbænda þeirra. Þá svaraði Jes-
ús og sagði við hana: Kona, mikil
er trú þín. Verði þér sem þú vilt.
Og dóttir hennar varð heilbrigð
í frá þeirri stundu".
— Matt. 15, 21—28.
ÞESSI frásaga af Jesú vekur
oft furðu okkar. Hveris vegna var
hann svona seinn á sér að heyra
bæn kanversku konunnar? Fór
Jesús í manngreinarálit?
Gyðingar voru útvalin þjóð
Guðs. Þess vegna héldu þeir sjálf
ir, að þeir væru öðrum þjóðum
meiri í augum Guðs. Þeir töldu
sig eina eiga hlutdeild í fyrir-
heitum hans. Guð var aðeins Guð
Abrahams, fsaks og Jákobs. Þeir
litu niður á aðrar þjóðir.
Fljótt á litið gæti þessi frásaga
virzt benda til sömu afstöðu hjá
Jesú. Það er þó ekki rétt, enda
heyrði hann bæn konunnar að
lokum. Og hann réðst gegn þjóð-
ernishroka Gyðinga. Hann segir
þá jafnþurfandi fyrir náð Guðs
og alla aðra. Guð elskar alla
jafnt. Jesús kom til að frelsa alila
menn.
Útvalning Gyðinga var fólgin
í því, að frelsarinn fæddist hjá
þeim. Hið jarðneska starf Jesú
var bundið við þá eina. Það var
fyrst eftir að hann hafði að fullu
lokið því verki, sem Guð hafði
falið honu-m, að allur heimurinn
eignaðist hlu-tdeild í boðsfcap
hans og starfi. Þá fengu læri-
sveinarnir Skipun um að fara og
gera allar þjóðir að lærisveinum.
Þetta verðum við að rnuna, er
við lesum guðspjal-1 dagsins. Jarð-
neskt starf Jesú var bund-ið við
Gyðinga eina.
i II.
En það er annað, sem við meg-
um aldrei gleyma. Tilgangur Jes-
ús með komu sinni til jarðarinn-
ar var alis ekki sá að lina líikam-
lega þjáningu og böl. Hann kom
til að frelsa okikur undan valdi
syndarinnar og veita okkur sam-
félag við Guð. Það er ætíð aðal-
atriðið hjá honum.
Þó að likamleg neyð yilli Jesú
allta-f sársauka, var hún samt
aukaatriði hjá a-ndlegri neyð
mannsins. Og hið margvíslega böl
sem þjáir mennina, er einmitt
afleiðing syndarinnar í mann-
heimi.
Þótt Jesús læknaði líkams-
m-ein. mannanna, þá var það eng-
in fullnaðarlausn á vandanum.
Það var aðeins urn að ræða ör-
li-tla frestun á hinurn óumflýjan-
legu örlögum.
Raunveruleg hjálp var fólgin
í því einu að grafast fyrir ræt-
ur meinsins og vinna allsherjar-
sigur yfir valdi hins illa hér í
heimi. Þess vegna stefndi allt
líf hans að krossinum á Golgata.
Þar vann hann þann sigur. Og
í upprisunni er hann kröftug-
lega auglýstur að vera sonur
Guðis.
Hvers vegna leitaði mann-
fjöldinn á fund Jesú? Flestir
voru knúðir af ytri neyð. Og
er þeir höfðu fengið lausn henn-
ar, voru margir, sem sneru burt
frá honum aftur. Þeir höfðU'feng
funclu þeir ekki lengur þörf a
honum.
Jesús leitaði of-t árangu-rslaust
að þeim, sem leituðu hans knúðir
af innri þörf og veittu boðskap
hans viðtöfcu. Þess vegna prófaði
Jesús trú þeirra, sem til nans
bomu. Og þegar hann fann trúna,
traustið, sem lét ekkert aftra sér
frá h-onum, gat hann fyrst hjálp-
að.
Kánverska konan stóðst prófið.
Hún gafst ekfci upp. Hún hélt á-
fram að biðja. Og þá var bæn
hennar heyrð, .
III.
Hvers vegna leitum við til
Jesú Krist?
öll leitum við til Guðs, ef
vanda ber að höndum, sem við
ráðum akki við. Jafnvel guðs-
afneitarinn flýr til Guðs, þegar
spilaborgir mannlegs hroka
hrynja í rúst framm-i fyrir stað-
reyndum tilverunnar. Þá er hann
hræddur um Mf sitt og sér ekkert
annað til bjargar. Á sllkum stund
um vinna ýrnsir fögur og stór heit
en því miður verða efndirnar oft
minni, ef hættan líður hjá. Þá
fer mörgum svipað og litla
drengnum, sem datt ofan í brunn
og átti erfitt með að kornast upp.
Hann bað Guð að hjál-pa sér.
Loks komst hann svo upp. Þá
sagði hann: Þú þarft ekki, Guð.
Ég gat.
Þetta einkennir of oft afstöðu
okkar ti-1 Guðs. Við vilju-m að-
eins njóta góðs af Guði í tíman-
legum efnum. Ýmsir virða-st helzt
hugsa sér Guð eins og góðlegan
öldung, sem situr á himnum og
sér í gegnum fingur sér við okk-
ur mennina, tekur ekki strangt
á okkur, þótt við breytum rangt,
en er reiðubúinn að núast kring
um okk-ur eins og vi-kalipur þjónn
eftir geðþótta okkar.
Það kann að vera þægileg guðis
hugmynd, en þarrnig er ekki sá
Guð, sem Jesús Kristur hefur
opinberað okkur. Sá Guð er heii-
agur og vandlátur, kærleik-srík-
ur, en réttlátur. Hann vill okk-
ur aðeins hið bezta, en verðua:
stundum að beita okkur hörðu
til að hindra ak-kur í að fara
okkur að voða.
Þess vegna getur Guð stund-
um notað þjáningar og kvöl til
að ljúka upp augum okfcar og
fá okkur til að leita sín I fullri
einlægni. Og oft þorir Guð jafn-
vel ekki að heyra bænir okkar
um að taka frá okkur tímanlega
erfiðleika af ótta við, að þá snú-
um við ba-ki við honum. Þá væri
verr farið.
Guð lætur sér aldrei nægja
það eitt að leyisa líkam-legan
vanda okkar. Hann vill leysa Okfc
ur frá syndum Okkar, taka okfc-
ur í sa-mfélag við sig. Það er
aðalatriðið fyrir Guði. Þess
vegna uppfyllir hann ekki allar
bænir sem við biðjum til hans.
Það er ok-kar vegna.
Þess vegna fjarlægir hann ekki
heldur allta-f frá okkur erfið-
leika og sjúkdóma. Hann viU
þvert á móti snúa þeim okkuir
til góðs, svo að við fáum að
reyna roeira af náð hans. Því að
svo mjög, sem hann lætur sér
annt um líkamlega velferð obk-
ar, er andleg velferð ok-kar hon-
um þó miklu meira virði.
„Því að hvað stoðar það mann-
inn, þótt hann eignist allan heim-
inn, ef hann bíður tjón á sál-u
sinni?“
Biðjum Guð um að Ijúka upp
augu-m okkar, svo að við fáum
einnig skilið kærleika hans í
þessu. Gefumst aldrei upp. Biðj-
um til Guðs, og treystu-m náð
hans. Þá m-unum við fá að reyna
kærleka hans í öllum hlutum.
Jónas Gíslason.