Morgunblaðið - 18.03.1962, Qupperneq 5
f' Sunnudagur 18. marz 1962
K.WCJW«XCI Ð bB
5
iiiiii iiiiiii J HiiÉ
BERTIL prins af Svíarí'ki
átti fimmtugsafmæli í sið-
asta mánuði. Prinsinn er mjög
vinsæll í Svíþjóð og lætur
mjög til sín taka. Hann er
þekktur fyrir kappakst-ur og
áihuga á íþróttamálum, enda
streymdu til hans gjafimar á
afmælinu frá alLskonar félög
um, stofnunum og einstakling
um.
Mynd þessi er frá móttöku,
sem prinsinn stofnaði til í
tilefni afmælisins í konungs-
höllinni í Stokkhólmi. Prins-
inn er lengst til vinstri og er
að taka á móti forláta vindila-
kassa frá forsætisráðherran-
um, Tage Erlander. Utanríkis-
ráðherrann östen Undén, er
að taka'í hönd Bertil prins.
Loftleiðir h.f.: í>orfinnur karlsefni
er væntanl. kl. 05’:30 frá NY. Fer til
Luxemborgar kl. 07:00. Er væntan
legur aftur kl. 23:00. Fer til NY kl.
00:30. Snorri Þirfinnsson er væntanl.
3kl. 06:00 frá NY. Fer til Luxemborgar
kl. 07:30. Snorri Sturluson er væntanl.
kl. 08:00 frá NY. Fer tU Osló, Khafn
ar og Helsingfors kl. 09:30.
Hafskip h.f.: Laxá er á leið frá
Hornafirði tU Keflavíkur og Akraness
Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss
er i Dublin. Dettifoss er á leið tU NY.
Fjallfoss er á Dalvík. Goðafoss er í
NY. Gullfoss er í Rvík. Lagarfoss er
á leið tU Hamborgar. Reykjafoss er
á leið tU Hull. Selfoss er á leið tU
Rotterdam. Trcllafoss kemur til Norð
fjarðar 18. 3. Tungufoss er á leið tU
Gravarna, Zeehaan er á leið tU Grims
by.
Skipaútgerð ríkisr'?: Hekla er á
Austfj. á norðurleið. Esja fór frá
Rvík í gær vestur um land í hring-
ferð. Herjólfur er 1 Rvík. Þyrill er 1
Vestm.eyjum. Skjaldbreið fór frá Ak
ureyri í gær til Rvíkur. Herðubreið
fór frá Hornafirði í gær á leið til
Vestm. eyj a og Rvíkur.
Margan ym ismorgun
man ég er gullu svana —
hljóð, og sól í heiði
hló í gömlu Móum.
Þó um kvöld og kulda
Kjalar — hærra talar,
næðing hels og nauðir,
nesið, við hana Esju.
M ..tthías Jochumsson.'
Læknar fiarveiandi
Esra Pétursson um óákveðinn tima
(Halldór Arinbjarnar).
Gunnlaugur Snædal verður fjarver
andi marzmánuð.
Kjartan R. Guðmundsson frá 21. sept.
1961 til 31. marz 1962. (Samlagssj. Ol-
®fur Jóhánnsson, Taugasj. Gunnar
Guðmundsson).
Ólafur Helgason fjarv. til marz-
loka. — (Staðg. Karl S. Jónasson).
Tómai A. Jónasson fjarv. í 2—3 vik
ur frá 6 .marz. (Björn Þórðarson,
Frakkastíg 6A).
Víkingur Arnórsson til marzloka ’62
(Ólafur Jónsson).
Þórður Möller til 12. marz. (Gunnar
Guðmundsson).
Hvað þýða karlmannsnöfnin?
Aðalsteinn: ágætur (gimsteinn).
Agnar: ægilegur hermaður.
Ámundi: öflugur verndari.
Angantýr: eftirlætis þjónn.
Árni: afkomandi arnar.
Arnljótur: ógnandi örn.
Arnór: sterkur örn.
Ásgeir: hraustur hermaður.
Áskell: hraustur hjálmberi.
Ásmundur: hraustur verndari •
Atl* harðlegur maður.
Auðunn: vinur auðs.
Baldur: herra, drottinn.
Barði: skeggjaður maður.
Bárður: friður úr ófriði.
Benedikt: blessaður.
Bergur: sá sem bjargar.
+ Gengið +
Kaup Sala
1 Sterlingspund .... ..... 120,91 121,21
1 Bandarík j adollar .... 42,95 43,06
1 Kar.dadollar 40,97 41,08
100 Danskar kr. 624,60 626,20
100 Pesetar 71,60 71,80
100 Norska. krónur .. «03,00 604,54
1C0 Sænskar krónur .... 832,71 834,86
110 Finnsk mörk 13,40
100 Franskir fr 876,40 878,64
100 Belgiskir fr 86,28 86,50
100 Svissneskir fr. .... 990,78 993,33
100 Gyllini .. l.i.86,44 1.189,50
100 Tékkn. 'crénur .... 596,40 598,00
100 V-þýzk -nörk „. 1.073,20 1.075,96
1000 Lírur 69,38
100 Austurr. sch 166,18 166,60
80 ára er í dag, sunnudag 18.
marz, frú Ólöf Ingibjörg Jónis-
dóttir, ekkja Páls heitins Stein-
grímssonar bókbindara. Ólöf er
í dag hjá dóttur sinni Miðtúni
20.
Sextíu ára er í dag Ragnar
Kr istj ánsson, bifreiðarstj óri,
Reykjum, við Sundlaugaveg.
Fknmtugur er í dag Hörður
Gíslason, Gnoðarvogi 28, Reykja-
vík.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband Eva Ólöf Hjartardótt-
ir og Þorkell Guðmundsson,
Grundargerði 14.
ÞEGAR Ellzabet móðir Eng
landsdrottningar heimsótti
blaðamannaklúbb karlmanr-a
í Lund-únum nýlega, þá setti
hún það fordæmi að vera
fyrsti kvenmaðurinn, sem hef
ur fengið sér „einn“ við bar
inn í klúbbnuim. Drottningar
móðirin stafck út einn þurran
Martinj og rabbaði kumpán-
lega við gesti.
Þegar hún kom í billiard-
herbergið, þá stóðlst hún ekki i
mátið og reyndi leikni sína.
Myndin hér að ofan er tekin
við það tækifæri. Þótt hún
„brenndi af“ í þetta sinn, þá
er hún enginn byrjandi. —
Blaðafulltrúi konungsfjöl-
skyldunnar upplýsti, að fjöl
skyldan léki stundum billiard
i höllinni og drottningarmóð
irin væri talin mjög liðtæk í
íþróttinni á heiimilinu.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaba-nd Sólveig Þóra Ragn-
arsdóttir, frá Vest-mannaeyjum,
og Hafsteinn Guðmundsson,
öldueötu 51. Revkiavík. i-
Nýtt iðnaðarhúsnœði
Til sölu ca. hundrað fermetra á bezta stað. Ein hæð
eða tvær saman. Sér hitaveita fyrir hvora hæð.
Hentar fyrir léttan iðnað eða skrifstofur.
Upplýsingar í síma 19195.
Viimuhsgræyingarnámskeið IMSI
Annar áfangi hefst mánud. 19. marz
kl. 9:00 árdegis.
IHNAÐARMÁLASTOFNUN ÍSLANDS
„Þcgar maðurínn deyr“
nefnist erindi, sem Júlíus
Guðntundsson flytur í Að-
ventkirkjunni sunnudaginn
18. marz, kl. 5 e.h.
Eiriar Sveinbjörnsson og
Árni Arinbjarnar léika á
fiðlu og orgel.
Allir velkomnir.
Dömur
Dagkjólar — Kvöldkjólar — Brúðarkjólar
Fermingarkjólar
Hjá Báru
Austurstræti 14
íbúð
óskast til leigu, 4—5 herb., ný eða nýleg, strax eða
frá 14. maí n.k. Fyrirframgreiðsla. Upplýsingar veit-
ir
Guðm. Ingvi Sigurðsson, hrl.
Klapparstíg 26, sími 22681
Buda diesel
til sölu. Mjög hagstætt verð.
Nánari upplýsingar í sima 3-56-39.
Efna-iðnaðarvélar
óskast keyptar. Hrærivél 60—100 ltr. 3 kefla völsun-
arvél mega vera notaðar, en í fullkomnu standi.
Tilboð merkt: „Efna-iðja — 4112“, sendist afgr,
Mbl.
Nýkomin
Plisseruð terylenepils
ljósir litir
HATTABÚÐ REYKJAVÍKUR
Laugavegi 10
Bakarameistarar
Munið eftir tertuskreytingunum frá mér.
BrúðarpÖr — Fermingardrengir og stúlkur.
VAGN JÖHANNSSON — Sími 50476