Morgunblaðið - 18.03.1962, Page 11

Morgunblaðið - 18.03.1962, Page 11
Sunnudagur 3,8. marz 1962 MORGVNBIAÐ1Ð 0 11 -____si* GUNNAR IÓNSSON LÖGMAÐUR við undirrétti oq hæstarétt Þinqholtsstrjcb 8 — Sími 18259 Brotajárn og málma kaupir hæsta verffl. Arinbjörn Jónsson Sölvholsgötu 2 — Sími 11360. Saumastúlku óskast strax Uppíjsingar hjá vcrkstjóranum Leðurgerðin hf. Skipliolti 27 — Sími 22450 : „Það fer ekki hjá þvi, þegar Skipt er við fjölda manna, að ágreiningsefni skjóti upp kollin- um. En ég reyni eins og ég get, þegar slíkir árekstrar eiga sér etað, að láta ekki óvildina festa rætur hjá miér, enda þótt mér finnist, að gert hafi verið á hluta minn. Stundum er þetta erfitt, en ég er mér þess ekki meðvitandi, að ég beri kala til ntakkurs manns. Ég geri þetta kannski ekkj sérstaklega þeirra vegna, sem ég á í höggi við þá c þá stundina, heldur fyrst og fremst sjálfs mín vegna.“ ■ i „Áttirðu erfiða æsku?“ I „Nei, nei. Faðix minn dó að visu þegar ég var 10 ára. Ég átti góða móður. Faðir minn hafði lagt 500 krónur inn á bók, sem var á mínu nafni. Þær voru orðn- ar 700, þegar ég kom heim úr Verzlunarskólanum átján ára gamall. Þetta var árið 1924. Það var erfitt um atvinnu þá, og ég fékk hvergi neitt að gera. Mér fannst ég yrði að vinna að verzl- unarstörfum, fyrst ég var búinn að fara í Verzlunarskólann. Ann- ars stefndi hugur miinn alltaf til sjómennsku. Þá setti ég á stofn verzlun um haustið. Móðir mín varð að leysa borgarabrófið, ég var of ungur.“ „Hvað áttu mörg frystihús?“ „Skiptir það nokkru máli?“ „En báta?“ „Hver veit það?“ '■ „Lifir þú hátt jafnríkur og fólkið segir þig vera?“ „Áttu við að ég sé á fylliríi í Klúbbnum eða Glaumbæ? Eða að ég sé á hverju ári í baðstranda- siglingum? Nei, mér er raun að þvi að þurfa að sigla, og ef ég get með einhverju móti komizt undan að þiggja heimboð eða fara á veitingahús, geri ég það. Ég vil helzt borða heirna hjá fj ölskyIdunni og hlusta á þá músi'k sem fjölmennt barna- heimili hefur upp á að bjóða. Ég er heimakær.“ „Og geturðu verið mi'kið heima?“ „Nei, því miður. Firnm daga vikunnar er ég oftast í Vest- mannaeyjum. Hinum tveimur skipti ég milli fjölskyldunnar og fyrirtækja minna hér syðra.“ j „Hvað gerirðu í Eyjum?“ ■ „Eg held mig í frystihúsinu, verksmiðjunni, beituskúrunum eðu á bryggjunum. „Hvernig eyðir þú deginum, þegar þú ert heima?“ „Ég fer á fætur kluikkan sjö á morgnana og raka mdg annað hvort heima eða uppi í sundhöll. Þangað fer ég á hverjum morgni með strákana þegar ég er í bæn- um.“ „Og þú syndir þá eins og i gamla daga. Hvað syndirðu nú langt?“ „Hundrað metra. Og það er oft ast kappsund við strákana. Ég vinn nú orðið aðeins eina og eina umferð með því að taka á öllu, sem ég á tik Þegar upp úr kemur, tekur félagsskapurinn Coldwater að sér að herða ak'kur og stæla. Formaður er þar Jón Árnason í Fiskifélaginu og ritari Konráð Gíslason í Hellas, og hann ræður öllu eins og ritarinn hjá Samein- uðu þjóðunum. Þá eru sundhett- urnar eða plastpokar fyillt af ís- köldu vatni og látið dynja á mönnum óviðbúið, og það er engin miskunn hjá Magnúsi, þó við séum nýbúnir að þurrka okk ur og farnir að hafa það nota- legt, kannski m.eira að segja ný- komnir úr sólbaði. Ég geri alltaf Möllersæfingar, sem ég lærði 6 ára, þegar Guð- mundur Sigurjónsson kenndi þær í þinghúsinu í Vestmanna- eyjum.“ „Þama ertu auðvitað frjáls eins og fuglinn fljúgandi og ekk- ert, sem minnir þig á auð eða fátækt." „O, jæja. f morgun spurði bað- vörðurinn mig að því, hvort hann ætti ekki að loka klefanum, á meðan ég væri ofan í. Ég sagði, að þess gerðist ekki þörf: „Það er engu að stela, ekkert nema fátæktin.“ „Og hana vill enginn“ svaraði baðvörðurinn hinn ró- legasti. „Hvað tekur svo við?“ „Ég má ekki eyða nema klukkutíma í þetta. Ég þarf að vera kominn heim klukkan átta, þá kemur liðið, sem heima er, streymandi niður í matinn, og verð ég þá að standa tilbúinn með lýsisiflöskuna og útdeila hverjum sínum skammti, ogl mamma og pabbi eru þar ekki undan skilin. Morgunmaturinn er nokkrar Skeiðar af hafra- graut, allt og sumt. Krakkarnir fá auk þess egg og appelsínu- safa. Síðan fer ég með þrjú yngstu börnin í leikskóla. Bi-yn- dís Zoega og fóstrurnar í Drafn- arborg hafa gætt barnanna frá 2 til 6 ára aldurs, konan hefði ekki komizt yfir það.“ „Og svo?“ „Fer ég vestur í Hraðtfrysti- stöð og yfirheyri verkstjórana. Næsti áfangi er skrifstotfan, bank arnir og Sölumiðstöðin. Á kvöld- in hjálpa ég konunni að getfa börnunum að borða, koma þeim í rúmið og lesa með þeim bæn- irnar. Þá fyrst færist ró yfir heimilið og ég get sezt niður og hlaupið yfir fyrirsagnir í blöð- unum.“ „En lestu engar bæfeur?" __ „Nei, ég er löngu hættur því. Áður fyrr lét ég Gyldendal senda mér sígildar skáldsögur og ferða sögur jafnóðum og þær komu út hjá forlaginu, og hatfði mikið yndi atf lestri þessara bóka. Nú hef ég aldrei tima til að lí'ta í bók sem nakkru nemur.“ „En ef þér tækist að létta eitt- hvað á þér.“ „Þá kysi ég fátt frekar mér til dægrastyttingar en sígildar skáld sögur. Ég hef gaman af Kiljan“. „Hann skilur ykkur útgerðar- mennina svo vel! En hvað gerið þið á sunnudögum?“ „Förum upp í sumarbústað. En ég ætla ekki að segja þér, hvar hann er, því ég veit ekki nema blaðamönnunum finnist þeir þá þurfa að taka mynd af honum til að punta upp á næstu grein. Það er verst, eí ekkert púður væri nú í því.“ „Hvernig kemist allur hópur- inn upp eftir?“ „Ætli ég verði ekki að fá mér aflóga strætisvagn, áður en langt um líður.“ „Þú ert mikill sundmaður Ein- ar. Þú hefur alltatf lagt mikla rækt við sundið." „Faðir minn hafði mikinn á- huga á þessari jþrótt og lærði að synda um aldamótin kominn ytfir fimmtugt hjá Bjögúlfi Ólafssyni lækni, sem þá var sundkennari í Eyjum. Faðir minn barðist öt- ullega fyrir því, að sundskyldu var fyrr komið á í Vestmanna- eyjum en annarsstaðar hér á landi. Þá var engin sundlaug til í Eyjum. Okkur var kennt að synda í sjónum. Ég byrjaði læra sund, þegar eg var sex ara. Einn fyrsti kennari minn var Ás- geir Ásgeirsson, núverandj for- setj, þá ungur sbúdent. Ég hetf aldrej verið neinn sér- stakur sundgarpur, langt frá því. En hingað til hefur mér með guðs og góðra manna hjálp tek- izt furðanlega að synda gegnum þann brimgarð, sem við kö'llum líf.“ — M. Salur 85 ferm. hentugur fyrir léttan iðnað eða annað, við Hverfis. götu er til leigu nú þegar. — Tilboð sendist Mbl. merkt: „Góður staöur — 4159“. A B BÓKAFLOKKURINN kemur út samtímis í 14 löndum. — AB og 13 útgáfufyrirtæki í Evrópu gefa út þennan stór- fróðlega og sérlega fatlega bókaflokk í sam- vinnu við timaritið LIFE Almenna bókafélagið er langstærsta bókafélag landsins vegna þess að það býður beztu bækurnar og það veitir beztu kjörin Febrúarbókin er komin út. FRAKKLAN D I n ^ RUSSLAND er fyrsta bókin í þessum flokki. Kom hún út i desember og fékk hvarvetna hina beztu dóma, cndi seidust í desember um 3000 eintök. Úr ritdómum um AB-bókina Frakkland Myndirnir eru frá hinu fræga tímariti LIFE og textana skrifa fyrsta flokks höfundar. Frá- gangur bókanna er hinn full- komnasti og fegursti. Alþýðublaðið, 15. des. 1961. eftir Charles W. Theyer. Þýðendur eru Gunnar Ragnarsson og Thorolf Smith. — í þessari bók segir í skýrum og skemmtilegum texta og frá- bæmm myndum frá Rússlandi og fólkinu sem það byggir, sögu þess »g memungu, atvinnuveg- um, stjórnmálum, hugsunarhætti, íþróttum, skemmtunum o. fl. í bók- inná eru á annað hnndrað myndir og um helmingur litmvndir. Lesmál bókarinnar svarar til Y um 160 bls. i Skírnisbroti. Verð aðeins kr. 235,00 en fé- lagsmenn AB fá 20% afslátt. Þetta er í einu orði sagt agæt bók og það á við, hvort sem litið er á búning hennar og mvndir eða hún er lesin. niður í kjölinn. Tíminn, 20. des. 1961 Ég undirritaður óska að gerast félagi í Almenna bókafélaginu. Ég greiði engin árs- gjöld til félagsins, iæ Félagsbréfin ókeypis og bækur félagsins eftir eigin vali 20% ódýrari en. utanfélagsmenn. Ég Iofa að kaupa minnst fjórar AB-bækur á ári meðan ég er í félaginu. Nafn: ................................... Heimili: .................................. Kaupstaður: .............................. Hreppur: .................................. Sýsia: .................................... ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ, Tjarnargötu 16, Reykjavík VAIMLR SÖLLMAÐLR óskar eftir starfi. Verzlunarskólamenntun og góð málakunnátta. — Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „4158“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.