Morgunblaðið - 18.03.1962, Side 24

Morgunblaðið - 18.03.1962, Side 24
Fxéttasímar Mbl — eftir 1 o k u n — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 Reykiavíkurbréf Sjá bls. 13 65. tbl. — Sunnudagur 18. marz 1962 180 fulltrúar á fundi Norðurlandaráðs Fagerholm kosinn forseti raðsins Helsingfors, 17. marz AP TÍUNDI furídur Norðurlandaráðs ihófst í Heisingfors í dag og sitja liann 180 fulltrúar frá öllum Norðurlöndum Fráfarandi forseti ráðsins Eirk Eriksen fyrrver- andi forsæfisráðherra Danmerk- ur, setti fundinn og sagði m. a. að sikiptar skcðanir væru um það Ihve nána samvinnu Norðurlönd- in ættu að taka upp við önnur ríki Evrópu. En hann lagði á- herzlu á að því meiri, sem sam- vinnan væri innbyrðis milli Norð urlandanna því meiri stoð væri Söfnunín nálgast eína millf. Söfnunin vegna sjóslysanna 3 I GÆR fékk blaðið þær upp- lýsingar að söfnunin vegna sjóslysanna nálgaðist nú eina milljón króna. Biskupsskrif- stofan hefir þegar tekið á móti hálfri milljón. Hjá Egg- ert Kristjánssyni stórkaup- manni hafa safnazt 325.470,00 kr. og Morgunblaðinu iiöfðu í fyrrakvöld borizt 150 þús- und krónur. Þania mun með- talinn ágóði af skemmtunum, sem haldnar voru til styrktar söfnuninni. Fleiri aðilar taka á móti fé til söfnunarinnar, en ekki var blaðinu kunnugt um hve miklu fé það nemur. Kafnarfjörðnr Það er annað kvöld kl. 8:30 sem Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboðinn heldur fund í Sjálf stæðishúsinu. Auk fundar- starfa verður spiluð félags- vist og kaffi framreitt. Félags konur eru beðnar að fjöl- menna og taka með sér gesti. Blaðamenn ADALFUNDUR Blaðamannafé- lags íslands verður haldinn í dag ki. 2. Fundurinn verður í ítalska salnum í Klúbbnum við Læikjar- teig. Dagskrá' Venjuleg aðal- fundarstörf. — Félagar fjölmenn- i8. það Norðuriöndunum í heild Og hverju landi fyrir sig. Forseti Norðurlandaráðs var kjörinn Karl August Fagerholm fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands. Hann kvaðst sammála Eriksen um ágæti norrænnar sam vinnu Og lýsti ánægju sinni yfir afstöðu ríkisstjórna Norðurland anna til þessa máls. Samvinnu- samningunnn, sem er til um- ræðu á þessum fundi Norður- landaráðs gefur oikikur öllum fast an starfsgrundvötl, sagði Fager- holm. Þrír varaforsetar Norðurlanda- ráðs voru kosnir þeir Gísli Jóns- son, Erik Eriksen frá Danmörku, Bertil Oh'in frá Svíþjóð Og Nils Hönsvad frá Noregi. (Ræða Gísla Jónssonar á fundi Norðurlandaráðs birtist á bls. 6.) Frá fundi skógarvarðanna. Talið frá v. sitjandi: Daníel Kristjánsson, Einar G. E. Sæmundsen, j Sigurður Jónasson, Ármann Dalmannsson, Ágúst Árnason, ísleifur Sumarliðason og 'Garðar Jónsson. Að baki þeirra standa Hákon Bjarnason og Baldur Þorsteinsson Á myndina vantar Sigurð Blöndal, sem ekki gat komið sökum veikinda og Snorra Sigurðsson. __________________ Gróöursettar verða ein og hálf mill jón plantna í vor SÍÐASTLIÐNA viku hefir staðið yfir fundur skógarvarða Skóg- ræktar ríkisins hér í Reykjavík. Er þetta 11. fundurinn í röðinni. Við hittum skógarverðina þar sem þeir sitja á rökstólunum að Grettisgötu 8. Tilgangur þessara funda er að ákveða starfsskrá fyrir komandi starfsár, þar sem hverjum er ætlað sitt verk og jafnframt að gera kostnaðaráætl- un. Fundurinn byrjaði sl. mánu- dag og lýkur væntanlega um þessa helgi. Rúmur helmimgur til skógræktar- félaganna í vor er áætiað að IVz milljón trjáplantna verði tiltækar til plöntunar og að þær verði gróð- ursettar. Gert er ráð fyrir að skóg ræktarfélögin taki um 800 þús. plöntur, en skógræktin verður að sjá um gróðursetningu á 700 þús. plöntum. Gert er ráð fyrir að kostnaður við gróðursetningu þeirra plantna, sem skógræktin sér um, kosti 1,1 rnillj. kr. Kostn- aður við gróðrarstöðvarnar er hins vegar um 1,5 miiljónir. Þar að auki eru svo gróðrarstöðv arnar í Reykjavik og Akureyri, sem reknar eru af skógræktar- félögunum á hvorum stað. Viðhald girðinga er ráðgert á árinu 515 þúsundir króna, en þær eru nú yfir 300 km að lengd. Verður þó ekki bætt neinum nýj- um girðingum við á þessu ári. Slæm umgengni Sem kunnugt er eru hin ýmsu skógarsvæði á landinu vinsæll samkomustaður fólks, sem vill njóta sumarferðalaga. Af þessu leiðir að allmikill kostnaður er við að halda þessum svæðum hreinum og þrifalegum. Skógar- verðirnir létu illa yfir umgengni fólks. Þeir tóku fram að þeim væri sönn ánægja að fólk nyti skóganna okkar. Hitt væri leið- inlegur ósiður og raunar skríls- háttur að geta ekki gengið þokka lega um þessa staði. Til þess m.a. að standa straum af þessum kostnaði hafa skógræktarfélög stundum reynt að halda skemmt- anir, t. d. freistaði eitt þeirra fyrir norðan sl. sumar, en fékk ’fyrir rótarskammir í vikublaðinu „Degi“ á Akureyri. Danmörk vann Island 13-11 Island var 2 mörk yfir i hálfleik — en féll á breyttri leikaðferð 1 SKEMMTILEGUM, fjör- ugum og spennandi leik unnu Danir íslenzka ungl- ingalandsliðið í handknatt- leik í gærdag með 13 mörk- um gegn 11. íslendingarnir áttu mjög góða byrjun og höfðu tvö mörk yfir í hálf- leik 6—4. En með meiri leik- reynslu tókst Dönum að vinna það forskot íslendinga og ná öruggum sigri, þó all- knappur væri. Mbl. hafði í gærdag samtal við Axel Einarsson aðalfarar- stjóra ísl. liðsins. ísland og Dan mörk áttu fyrsta leik dagsins í glæsilegri íþróttahöll í Næst- ved sem rúmar 2000 manns í sæti, en húsfyllir var ekki, þó margt væri áhorfenda. íslend- ingar höfðu rétt lokið leik sín- um þegar við náðum sambandi við Axel. og honum sagðist svo frá. Island 2 yfir í hálfleik Danir byrjuðu að skora, en Gylfi Hjálmarsson jafnaði með góðu skoti stuttu seinna. Síðan hefðu ísl. piltarnir ótt að kom- ast yfir, en dómarinn sem var sænskur og dæmdi yfirleitt vel, var of fljótur á sér þegar brot- ið var á Sig. Einarssyni. En honum tókst samt að skora, en dómarinn hafði flautað og tók þar með mark af íslendingum. Danir ná forystu 2—1. En Árni Sam. jafnar með ágætu skoti og skorar litlu síðar ann- að mark. 3—2 fyrir Island. Leikurinn var hraður og spenn andi. Danir skora tvö næstu Frh. á bls. 23 Ýmsar nýjungar Auk áætlana, sem skógarverð- irnir gera í samráði við skóg- ræktarstjóra á fundum þesum, ræða þeir ýmsar nýjungar er koma mega skógræktinni að gagni. Fylgjast þeir með því hvað gerist hjá nágrönnum okk- ar bæði með því að heimsækja þá og kynna sér rit þeirra og skýrslur. Geta má þess t. d. að í fyrra voru hér notaðar nýjar skóflur, sem fengnar eru frá Þýzkalandi og spöruðu þær vinnu við gróðursetningu sem svarar 25% þar sem þeim verður við komið. Þá eru stöðugt að koma á markaðinn ný og ný eyðingarlyf, sem bæði eru notuð við grisjun skóglendis og til eyð- ingar illgresi. Þetta sparar allt vinnu. Á þessu ári er gert ráð fyrir að skógræktin velti 6,6 milljón- Framh. á bls. 22. Góður afli AKRANESI, 17. marz: — Afli 22ja báta héðan var í gær 226 lestir. Mest hafði Fiskaklettur rúmar 20 lestir, Ólafur Magnús son, 17,2 lestir og Sveinn Guð- muindisson 16,5 lestir. — Oddur. Flensan í rénun Kennt í barnaskól- unum á mánudag DR. JÓN Sigurðsson borgarlækn ir tjáði blaðamanni Mbl. í gær, að aJllt útlit væri fyrir, að flenz- an væri í renum. Kvaðst hann þá ekki hafa tölur lun það, en marka það af umsögn lækna ©g lyfja- búða, svo og því, hve vel hefur verið mætt í unglingaskólunum, En barnaskólarnir munu taka til starfa á mánudag. 13. útgáfa af skáldsögu Gunn- ars Gunnarssonar GYLDENDALS-FORLAGIÐ f Kaupmannahöfn hefur sent á markaðinn nýja vasaútgáfu aí hinni kunnu sbáldsögu Gunnara Gunnarssonar, ,,Salige er de en- foldige", og kemur hún út í bóka- flokki sem ber heitið „Gylden- dals Traneböger“. „Salige er de enfoldige“ (Sælir eru einfaldir) kom fyrst út I Danmörku árið 1920, og er hér um að ræða 13. útgáfu skáldsög- unnar. Hefur hún þá alls verið prentuð í 39.000 eintökum á dönsku. I hinni nýju útgáfu er bókin 224 blaðsíður og kostar 3,75 danskar krónur. ,• Umfangsmikið þjófnaðarmól í rannsókn d Akranesi RANNSÓKN stendur nú yfir á all umfangsmiklu þjófnaðar- máli á Akranesi. Þar hefir að undanförnu verið brotist inn hjá f jóruir. fyrirtækjum í bæn um, en ekki komist upp hver valdur hefir verið að þjófnuð- unum, sem þar hafa verið frámdir. Nú mun hins vegar vera húið að upplýsa að hér hefir einn og sami maður verið að verki og er málið í rannsókn. Bæjarfógetaembættið á staðn- um verst allra frétta um málið enn sem komið er. Fyrirtækin, sem var brotist inn í voru Haraldur Böðvars- son & Co, Fiskiver h.f. Sigurð- ur Hallbjörnsson og Verzlun Axels Sveinbjörnssonar. Ekki er blaðinu kunnugt um hve miklu var stolið á hverj- um stað, en sum innbrotanna voru framin á s.l. ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.