Morgunblaðið - 21.03.1962, Síða 3
Miðvikudágur 21. marz 1962
mu K G V ÍT B L Attitf
í GÆR og fyrradag grúfði
dimm þoka yfir Reykjavík og
olii miklum töfum á flugsam-
göngum. Þoka þessi stafaði af
hlýju lofti, sem lagSi inn Faxa-
flóa sunnan úr hafi, en nú er
oss tjáð að norðanáttin sé að
færa sig upp á skaftið og telja
hinir vísu menn á veðurstof-
unni að likur séu á því að á
næstunni verði hér stillt og
bjart veður líkt og var hér
lengi á dögunum.
— Hvernig stendur á þess-
ari þoku, og hivaðan kemur
hún?, spurðum við Pál Berg-
þórsson, veðurfræðing, sem
varð fyrir svörum á veðurstof-
unni.
— Þokan er smádropar, þið
vitið það, sagði PáH.
— Hún myndaðist í upp-
runalega frekar hiýju og röku
lofti, sem hefur verið að hring
sóla hér suður- og suðvestur
af landinn undanfarin dægur.
Þetta loft hefur kólnað nokik-
uð yfir sjónum og tekið í sig
meiri raka, og síðan hefur þok
una lagt hér inn Faxaflóann.
Það hefur verið lítil þoka
annarsstaðar en hér í dag.
— Er von á meiri þoku?
— Ætli hún fari ekki minnk
andi. Norðanáttin er hieldur að
vinna á þá birtir fljótlega
hér. Það er heldur að kólna
Og það eru noikkrar líkur á
því að hér verði stillt og bjart
veður næstu daga.
— Hverju viltu spá um
sumarið?
— Um það er ekkert hægt að
segja. Ég vitna bara í Sókra
tes og segi að það sem ég veit
er að ég veit ekki neitt. En
það er svo oft búið að vitna
í þetta að það er sjáilfsagt að
bera í bakkafullan lækinn að
gera það einu sinni enn, sagði
Þessa mynd tók Ijósmyndari Mbl. af Landakotskírkju í þokunni. Má greina að ekki er
sbyggnið gott, en nú segja veðurfræðingar að bjartviðri muni fylgja í kjölfar þokunnar.
Þokan víkur fyrir bjartviöri
Báll Bergþórsson að lokum.
Samkvæmt upplýsingumírá
Flugfélagi fslands átti að
ffljúga út á land samkvæmt
áætlun á mánudaginn, og gekk
flugið vel framan af degi.
Milliíandaflugvélin Gullfaxi
komst út til Glasgow og Kaup-
mannahafnar. Síðan 'héldu vél
ar áleiðis til Aikureyrar og
Vestmannaeyja. Akureyrar-
vélin komst á áfangastað, en
'þegar Vestmannaeyjavélin átti
skammt ófarið, loikaðist flug-
völlurinn í Eyjum vegna þoku.
Sneri vélin þá við tii Reykja-
IMor5«ináttiii að færa sig upp
á skaftið og líkur á slillum
og bjartviðri — IMiklar tafir
á flugsamgongum vegna þoku
víkur, en þegar þangað kom
höfðu bæði Reykjavíkurflug-
völlur og Keflavíkurflugvöll-
ur lokast vegna þökunnar. Var
þá ekki annað fyrir hendi en
að fara til Alkureyrar og var
svo gert. Voru báðar vélarnar
á Akureyri um nóttina, Og
gistu Vestmannaeyjafarþegarn
ir þar. Komu þær síðan ti'l
Dauðaddmar í Eistlandi
FRÉTTTR frá vestrænum blaða-
mönnum í Moskvu herma, að 16.
j-anúar s.l. hafi hafizt ný dómstóla
leiksýning í hinu hernumda Eist-
landi, og að þessu sinni í háskóla-
borginni Tartu. Þessar fréttir
koma ekki á óvart, því að sovézk
yfirvöld hafa lengi stefnt rógs-
herferð gegn hinum þremur
ékærðu, Juhan Jiiriste, Karl
Linnas og Ervin Viks. Það vekur
athygli, að ekki er minzt á Evald
Mikson (Eðvald Hinriksson), sem
Þjóðviljanum var skipað að draga
( dilk með fyrrnefndum mönn-
um á sinum tíma. Vildi Magnús
Kjartansson, ritstjóri Þjóðviljans,
©g Arni Bergmann, ,,fréttaritari“
Þjóðviljans í Moskvu, að íslenzik
yfirvöld framseldu hann í hendur
sovézku ógnarstjórninni í Eist-
landi ! Nú virðast Rússar hins
vegar ekki lengur vera á sama
máli og leigupennar þeirra á ís-
landi.
Framsali hafnað —
ógild réttarhöld
Karl Linnas og Ervin Viks eru
flóttamenn frá ættjörð sinni. Hef-
ur sá fyrri búið sér nýtt heimili
i Bandaríkjunum, en sá síðari í
Ástralíu. — Rússar ásökuðu
þremenningana um að hafa stuðl
að að múgmorðum, meðan Eist-
land var hersetið af Þjóðverjum
í síðari heimsstyrjöld. Eru þeir
sakaðir um að vara valdir að
dauða 12 þúsund manns. Við fyrri
réttarhöld, sem fram fór í Tallin,
var A. Mere dæmdur til dauða
fyrir sömu sakir. Mere er bú-
settur í Englandi, og neituðu
Englendingar með öllu að fram-
selja hann í hendu-r hinna rúss-
nesku böðla. Gáfu ensk stjórn-
völd út þá yfirlýsingu, að þau
viðurkenm ekki gildi réttarhaida,
sem fram fara í Eistlandi, nema
þau fari fram á vegum Lýðveldis-
ins Eistlands. Dómar, sem eru
kveðni rupp af ólögmætu dóms-
valdi í herteknu landi, verði ekki
viðurkenndir.
Sovétríkin hafa tvívegis heimt
að, að áströlsk yfirvöld fram-
selji E. Viks. Hafa þau neitað
því á þeim forsendum, að rúss-
nesk réttarhöld í Eistlandi séu
•kki viðurkennd í Astralíu.
Reykjavíkur í gærmorgun.
Þá vai-ð að fresta flugi Ský-
faxa til Meistaravíkur á Græn
landi vegna þokunnar, en
vélin mun halda þangað klukk
an 9 f. h. :■ dag.
í gær, þriðjudag, var veður
skaplegt trl flugs fram að há-
degi, en þá lokaðist allt vegna
þoku aftur. Um klukkan tivö
rofaði til aftur og fór veður
batnandi og þegar þetta er rit-
að er þokan því sem næst horf
in. Mun innanlandsflug hafa
hafizt aftur síðari hluta dags
í gær.
Juhan Juriste var eini sakborn-
ingurinn, sem viðstaddur var
réttarhöldin, en hann var hand-
tekinn af rússneska hernámslið-
inu í Eistiandi,
Dæmdir til dauða —
viðurkenning Rússa 1947
Sýningarréttarhöldum Kreml-
verja iauk 20. janúar, og voru
sakborningar allir dæmdir til
dauða. í viðtali við bandaríska
blaðamenn segir Karl Linnas, að
hann hafi verið hermaður og lög-
regluþjónn í Líðveldinu Eistlandi.
Segir hann algerlega tilhæfu-
laust, að eistneskir hermenn eða
lögregluþjónar hafi aðstoðað
nazistaharðstjórnina við múg-
morð.
Bandarísk blöð benda og á þá
staðreynd, að þetta hafi Rússar
sjálfir viðurkent árið 1946. Þá
| létu sovézk yfirvöld fram fara
rannsókn á múgmorðum í heims
Frh. á bls. 23
STAKSTEINAR
Óheiðarl tg
blaðamennska
Alþýðubl. hefur yfirleitt ekld
beitt vísvitandi fölsunum eða ó-
heiðarlegum málflutningi að und
anförnu. S.l. föstud. brá þó harka
lega út af þessu. Þá sagði Al-
þýðublaðið í ritstjórnargrein að
Morgunblaðið hefði tekið upp
baráttu fyrir afnámi vökulag-
anna. Morgunblaðið sagðist vilja
trúa þvi, að um>
mistök væru að
ræða, sem AI-
þýðublaðið
mundi leiðrétta.
f gær gefur Al-
þýðublaðið hins-
vegar í skyn, að
það hafi farið
með rétt mál,
þótt það viti
mætavel að Morgunblaðið talaðl
um fækkun á togurunum sem
hugsanlega leið txl að leysa
vinnudeiluna, nákvæmlega eins
og Alþýðublaðið sjálft, en minnt-
ist aldrei á afnám vökulaga, enda
var búið að ræða málið í blöðun-
um dögum sam.an, áður en Al-
þýðublaðið greip til bardagaað-
ferða sem einkennt hafa komm-
únistamálgagnið og Timann.
, ,Kosningask j álf tinn“
Þessu tiltæki AlþýðublaðsfrlS
verður naumast svarað betur en
Pétur Sigurðsson gerir í ágætri
grein í Morgunblaðinu s.l. sunnu
dag. Hann segir:
„Þetta samstarf (Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksins til
að tryggja betri kjör) hefur tek-
izt vel fram að þessu. Því tel ég
að svo stöddu a.m.k., að skrif
Alþýðublaðsins um þessi mál
verði að skrifast á reikning kosn-
ingaskjálftans, sem hefur skek-
ið það að undanförnu, a.m.k. þeg
ar miðað er við það sem. haldið
er fram á síðum þessum, hverj-
ir KREFJIST AFNÁMS VÖKU-
LAGA! Fyrst eru það togaraeig-
endur, síðan Mogginn (sem kem-
ur Alþýðublaðinu ekki á óvart!!)
og i þeim sama Ieiðara, sem sú
fullyrðing er borin fram, er vik-
ið að mér undirrituðum, 9VO
mér kæmi ekki á óvart, þó Al-
þýðublaðið á morgun segði a3
þ i n g 1 i ð Sjálfstæðisflokksins
stæði að þessari kröfu!!!!“
Þótt kosningaskjáifti sé eðtí-
legur hjá Alþýðublaðinu, þá á
hann þó ekki að geta réttlætt
beinar falsanir að hætti komntún
ista og Framsóknarmanna.
Traustur f járhagur
Óumdeilanlegt er, að fjárhág-
ur landsins gagnvart útlöndum
hefur mjög verið treystur þau
tvö ár, sem viðreisnarinnar hefur
gætt. Greiðslujöfnuðurinn var®
á árinu 1961 hagstæðari en nokk-
urn tíma áður síðan á styrjald-
arárunum, eða um 200—250 millj.
kr., og er það sú tala, sem sýnir
rétta heildarniðurstöðu af rekstr
arafkomu þjóð|rbúsins alls. Áð-
ur hafði stöðugur halli verið á
greiðslujöfnuðinum.
Um löng lán er það að segja,
að samkvæm.t bráðabirgðatölum
hafa þau á s.l. ári numið 364
millj., en afborganir slíkra lána
hinsvegar 389 millj. Þannig hafa
löng lán lækkað nokkuð og þess
verið gætt að taka ekki meiri
lán en svaraði til afborgana og
þó tæplega það, þannig að skuld-
ir landsins ykjust ekki.
Þegar hefur því tekizt að rétta
verulega við, og er einsýnt, að
hagur landsins og þar með al-
mennings mun batna jafnt og
þétt næstu árin, ef áfram verður
stefnt eins og hingað til, sem
litil ástæða er til að efast um.
Hrunsöngur Framsóknarmanna
og komnrvúnista er því sannar-
lega broslegur.