Morgunblaðið - 21.03.1962, Síða 9
Miðvikudagur 21. marz 1962
VORCVNBLAÐIÐ
9
Jón Ivarsson:
Áburðarverziunin
Athugasemd við frdsögn.
Hidlmars Finnssonar
MBL. s.l. sunnudag, birtir sam-
tal við Hjálmar Finnsson framkv.
stj. Á-burðarverksmiðjunnar h.f.,
undir fyrirgögninni: „Hagkvæm
dreifing áburðarins er leiðin til
verðlækkunar." Mun þar átt við
flutninga áburðarins til landsins
og til hinna ýmsu hafna á strönd
inni, en ekki dreifinguna á túnin.
Mbl. spyr framkv.stj. ýmissa
sþurninga og skal hér til hægðar-
auka gerðar atóis. við þær í sömu
röð.
Ósk Áburðarsölunnar.
Eins og kunnugt er, annaðist
Áburðarsala ríkisins heildverzl-
un á öllum áburði, einnig Kjarna,
fram til ársloka 1959. Reyndust
|>au viðskipti mjög ihagkvæm fyr-
ir Áburðarverksm. í Gufunesi og
tók Áburðarsalan ótrúlega lítið
fyrir alla sína þjónustu og
áhættu, eða niður í 0.3%. Mun
þetta fyrirkomulag vera mjög í
samræmi við það sem er víða
erlendis. að verzlunarfyrirtækin
eelja framleiðslu iðnaðarins.
En snemma á árinu 1960 lagði
ríkisstjórnin fram frumv. á Al-
þingi um að afnema Áburðarsölu
ríkisins, en veita Áburðarverksm.
ih.f. einkarétt til innflutnings og
verzlunar með tilbúinn áburð.
Var það stutt með þeim rökum,
«ið Áburðarsalan væri óþarfa
milliliður og látið liggja að því,
að hægt yrði með breytingunni,
að lækka áburðarverðið.
Framkv.stj. Áburðarsölunnar
mun hafa viljað sýna. að ekki
skyldi standa á sér, þegar um
það mál væri að ræða, að lækka
éburðarverðið, og því gefið
Áburðarverksm. kost á að fá
verzlun með kjarnann í sínar
hendur, enda mátti þá einnig fast
lega búast við. að stj.frumv. yrði
að lögum, — sem þó ekki varð.
Sama sagan endurtók sig á næsta
Alþingi, og enn kom til úrlausn
ar hver ætti annast söluna á
kjarnanum. Þá mun framkv.stj.
Áburðarverksm. hafa farið bón-
arveg til Áburðarsölunnar um að
hún óskaði þess enn að verzlunin
með kjarnan yrði óbreytt frá
1960.
Eg álít persónulega, að það hafi
ekki verið rétt af Áburðarsöl-
unni, að láta að vilja Áburðar-
verksm. og ríkisstjórnarinnar um
þetta atriði, enda greiddi eg
atkvæði gegn því í verksm.
stjórninni. Og ekki mun framkv,-
stj. Áburðarsölunnar hafa. búist
við, að þessi ákvörðun yrði síðar
notuð sem lóð í vogarskálina
gegn sér.
Sparnaður.
Framkv.stj. upplýsir að flutn-
ingsgjald á sekkjuðum áburði til
hvaða hafnar sem er á landinu,
sé kr. 526.00 en á lausum til
Gufuness kr. 287.00 á smálest.
Þar með er staðfest, að flutnings-
gjöld á sekkjuðum áburði hefir
hækkað um fullar kr. 50,00 á
smálest frá í fyrra og að flutn.gj.
á lausum áburði er nær 20%
hærra heldur en „ítarlega áætl-
unin“ fulljrti.
Framkv.stj. segir, að ósekkjað-
ur áburður sé kr. 181.00 ódýrari
hver smálest fob, heldur en sekkj
aður, en hann getur þess ekki, að
þá er eftir að kaupa um.búðirnar,
sem kosta meirihlutann af mis-
muninum. Og þá er eftir að
greiða alla vinnu og vélakostnað
við sekkjunina.
Framkv.sfj. talar um að ekki
þurfi að senda nema 60% af erl.
áburðinum áfram með skipum
og jafnvel á þeim hluta sparist
kr. 14.00 í flutn.gj. með því að
flytja hann fyrst lausan til Gufu-
ness. Við þetta er að athuga, að
síðan Þorlákshöfn varð innfl.
höfn erler.ds áburðar, hafa að-
eins 20% hans verið flutt til
Reykjavíkur. Og það er spor aft-
ur á. bak fyrir Suðurlandsundir-
iendið að horfið sé frá að flytja
erl. áburð til Þorlákshafnar.
☆ ☆ ☆
Ef samið er strax er
hægt að afgreiða í ágúst
eitt stk. af þessum eftir-
sóttu fræsivélum. Vélin
hefir tvö borð, annað
eingöngu fyrir fræsingu
en hitt fyrir borun upp
í 25 mm i stál. Vélin er
óvið.iafnanleg við stanza
smíði og plastmótagerð.
Leitið upplýsinga um
verðið sem er ótrúlega
lágt, hjá
Vinnustofu Ásgeirs Long h/f., Hafnarfirði, sími 50877.
Afgreiðslusfúlka óskasf
m
Uppl. (ekki í síma) á skrifstofunni
í Garðastræti 17 kl. 3—6 í dag.
BÆKIJR og RITFÖIMO
Ný sending af hinum vinsælu
hollenzku
kjdlum
tekin upp í dag.
Verð frá kr. 650.00 til 1550.00.
Muverzlunin GUÐRÚN
Rauðarárstíg I — Sffiti 15077
Bílastæði við búðina.
Það sem sparast í farmgjaldi á
20% áburðarins í lausu, ætti eft-
ir þessu að bera uppi allan upp-
og útskipunarkostnað á hinum
80% í Gufunesi, alla vinnu þar,
sem leiðir af þessari breytingu,
alla vexti og afskriftir sem leiðir
af þeirri fjárfestingu, sem þar er
gerð þessa vegna, og alla rýrnun
sem verður á lausa áburðinum.
Það þarf sérstakani; kjark til að
halda þessu fram, eftir að einn
liður áætlunarinnar (farmgjald-
ið) hefir farið 20% fram úr áætl-
un, — og eftir að hafa með eigin
augum horft á allan þann
gífurlega kostnað, sem uppskip-
un i Gufunesi hlýtur að hafa í
för með sér. Og ekki má gleyma
pökkun og umskipun.
Vöruskemn-.m nýja.
Framkv.stj. bendir á það, að
þörf hafi verið fyrir aukið
geymslurými vegna kjarnans síð-
ari hluta vetrar. En sú takmark-
aða aukning, réttlætir á engan
hátt þá fyrirhyggju-litlu ráðstöf-
un, að byggja þetta stórhýsi á
versta og dýrasta tíma ársins. Því
lá ekki svo mikið á og það er
gáleysi að fara svo með fjármuni
íslenzkra bænda eins og gert hef-
ir verið í þessu, þvi að lokum
eru það þeir og þeir einir, sem
verða að borga þann mikla kostn
að, er af þessu leiðir.
Um byggingu skemmunnar var
ekki samið fyrri en í lok júlí-
mánaðar 1961 og þess vegna
varð verkið ekki framkvæmt
fyrr en á veðurverzta tíma ársins.
Það eru engin rök, að tala um
tafir af verkföllum, sem voru
löngu leyst, áður en samið var
um bygginguna. Verksmiðju-
stjórnin eða meiri hluti hennar,
krafðist að byggingin yrði full-
gerð seinni hluta nóvember síð-
astliðins, en það reyndist ekki
fært, þrátt fyrir dugnað þess eða
þeirra er verkið önnuðust, og enn
telst húsið ekki fullgert.
Framkvæmdastjórinn hefir
áhyggjur út af því sem hann
kallar moldviðri, er fjarstæða sé
að þyrla upp í þessu máli, en nefn
ir ekki við hvað hann á. Máske
eru það greinar, sem skrifaðar
hafa verið til að kynna málið, að
honum sé í nöp við þær og kjósi
að hafa um það sem hljóðast.
Bendir þetta tií þess. að hann
hafi kosið að farið væri með
breytingarnar á áburðarverzlun-
inni sem laumuspil. Á það gæti
einnig bent að „ítarlegu áætlun-
irnar“ hafa ekki verið birtar,
heldur aðeins til þeirna vitnað í
„fréttatilkynningunni" á dögun-
um og nú af Hjálmari sjálfum.
En hafi nokkru „moldviðri“
verið þyrlað upp í máli þessu, er
það „ítarlegu áætlunirnar", sem
framkv.stjórinn hefir staðið að,
ásamt meirihluta verksmiðju-
stjórnarinnar. Þær eru ábyrgðar-
litið plagg er hefir veika stoð í
veruleikanum eins og glöggt kem
ur fram um fanmgjaldið á lausa
áburðinum. svo ekki sé fleira
nefnt. Sú áætlun virðist hafa ver
ið blekkingatilraun sem gæti
komið að liði, sem einskonar
beita til þess að fá stjórn á vel
reknum ríkisfyrirtæki í fullri
andstöðu við óskir og vilja bænda
um allt land.
Jón ívarsson.
Fjölmenn árshátíð
Skjaldar
í Stykkishólmi
SJÁLFSTÆÐISFÉL. Skjöidur í
Stykkishólmi hélt árshátíð sína
sl. laugardagskvöld og minntist
um leið 32 ára afmælis félags-
ins.
Guðni Friðriksson verzlunar-
maður setti árshátíðina með
ávarpi og stjórnaði henni.
Birgir Kjaran alþingismaður
flutti aðalræðuna á hátíðinni, en
ávörp fluttu Sigurður Ágústs-
son alþirigismaður, Jón Árná-
son alþingismaður og Ásgeir
Pétursson sýslumaður. Tveir
þeir síðasttöldu fluttu kveðjur
og árnaðaróskir til Skjaldar frá
Sjálfstæðisfélögum í byggðarlög-
um sínum. Var ræðumönnum
öllum vel þakkað af samkomu-
gestum.
Til skemmtunar var: Árni
Helgason símstjóri fluíti frum-
samin atómljóð, þá var leik-
þáttur, sem gerist á blómasölu-
torginu í Stykkishólmi og voru
leikendur Benedikt Lárusson og
’ Hinrik Finnsson. Spurningaþátt-
I ur, sem Árni Helgason stjórn-
' aði og gamanvísur úr bæjarlíf-
j inu eftir Árna Helgason, sungn-
ar af höfundi.
| Öll þessi skemmtiatriði voru
imjög ánægjuleg og á Árni
I Helgason sinn stóra þátt í því
1 og er það mikill fengur fyrir
J kauptúnið að eiga þar jafn góð-
an og fjölhæfan hæfileikamann.
Að lokum var dansað og lék
j EGON kvintettinn fyrir dansin-
um.
Árshátíðin var mjög vel sótt
og veitingar allar rausnarlegar
og vel frambornar og þeim til
j mikils sóma, sem fyrir hátíð-
inni stóðu. Er óhætt að fullyrða
. að allir skemmtu sér mjög vel.
Sjálfstæðisfélagið Skjöldur tel
ur um 120 meðlimi og er Jón
ísleifsson fiskimatsmaður form.
, félagsins.
Höfðingleg
minningargjöf
f VÖRZLU biskupsembættisin*
er sjóður, stofnaður til minning
ar um þá, er fórust með togar-
anum Júlí og vitaskipinu Her-
móði í febrúar 1959. Stofnféð
var uim 20 þús. kr. fraimlag frá
börnum í barnaskóla Akureyr-
ar. Að frumkvæði skólastjóra
og kennara söfnuðu börnin þessu
fé, og var tilgangurinn só að
stof-na sjóð, er skyldi hafa það
hlutverk að gleðja á jólum börn
sjódrukknaðra manna.
Enn hefur þessi sjóður ekki
tekið til starfa, þar eð hann
þarf að eflast meira til þess að
geta komið að tilætluðum not-
um. En um þessar mundir hefur
honum borizt höfðingleg gjöf.
Hefur frú Guðný Guðmundis-
dóttir, Sólvallagötu 54, Rvík, gef
ið honum tíu þús. kr. Upphæð
þessi er gefin til minningar um
einkason Guðnýjar, Hafliða Þór
Stefánsson, stýrmann, sem fórst
með bv Júlí 8. febr. 1959, og
eiginmann hennar, Stefán Jóns-
son, sem drukknaði á Breiða-
firði 14. desember 1935. Hafliði
Þór Stefánsson hefði orðið 35
ára 19. marz í ár.
Um leið og þessi höfðinglega
minningargjöf er þökfcuð, skal
vakin athygli á þessurn sjóði og
göfugum tilgangi hans. Ættu eia
staklingar og stofnanir að minn
ast þessa sjóðs með áheitum og
gjöfum, t.d. þegar menn bjarg-
ast farsællega úr lífsháska. —
Skrifstofa biskups veitir gjöfum
viðtöku.
Akureyrarfréttir
Akureyri, 19. marz.
UM helgina brá til þíðviðris á
Akureyri, og komst hitinn upp í
sjö gráður, eða jafnvel meira,
þegar mest var. Margar gotur í
bænum eru nú orðnar auðar, en
nokkurt sfabb er á sumum. Neð-
an til í fjallhlíðum sér greinilega
til jarðar.
Inflúenzufaraldurinn virðist nú
vera í nokkurri rénun á Akur-
eyri. Menntaskólinn tók til starfa
sl. föstudag og vantaði þá nakkuð
yfir 100 nemendur, en síðan hef-
ur talan farið lækkandi, og í dag
mun sárafáa hafa vantað. Barna-
skólinn tók til starfa í dag, og
var tiltölulega góð hlutfallstala
mætt þar.
Bátar þeir, sem stunda neta-
veiðar héðan, hafa verið að fara
út síðustu daga, en um aflabrögð
er ekki vitað enn. — St. E. Sig.